Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 38

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Nú höfum við haft „vinstri velferð- arstjórn“ í rúm þrjú ár. Mikið var talað um jafnrétti og bræðralag meðal stjórnarliða í upphafi og sérstaklega talað um jafnrétti til launa. Engin teikn hef ég séð um jöfnun launa milli karla og kvenna á tímabilinu. Ég vinn fyrir Félag lífeinda- fræðinga og hef sótt töluvert á Landspítalann í sambandi við leið- réttingu launa. Þar á bæ hefur ekki gengið vel að koma fram málum vegna þess að ekki eru til peningar. Þarna hafa undirsátar Björns Zoëga setið andspænis mér og sagt nei við flestum tillögum til bóta fyrir mína stétt. Takið eftir því að það eru und- irsátar Björns Zoëga en ekki hann sjálfur sem sitja og segja nei framan í fólkið. Þeir hefðu að mínu mati átt að fá þessar krónur sem ráðherra ætlaði að mingra til Björns því þeir hafa borið hitann og þungann af reiði og sárindum sem starfsfólk Landspítala hefur upplifað í kjölfar kreppu og sparnaðar. Lífeindafræð- ingar hafa tekið á sig meiri afföll en aðrar stéttir á Landspítala, um það er ekki ágreiningur en það eru allar stéttir undir sama hatti þegar kem- ur að óþolandi vinnuálagi og síversn- andi vinnuumhverfi. Ég hef fylgst með þessum vinnu- stað síðan 1981 og aldrei fundið aðra eins undiröldu af reiði og jafnvel sorg eins og nú geisar á Landspít- ala. Getur verið að það hafi verið til- gangur stjórnvalda að rífa niður vinnustaðinn og mannfólkið sem þar starfar? Getum við ímyndað okkur það að heil ríkisstjórn hugsi þús- undum manna svo illt? Ég veit ekki en það lítur þannig út þegar rætt er við starfsfólk á Landspítala. Það vill svo til að flestar starfsstéttir spít- alans eru kvennastéttir, getur það haft eitthvað með þetta að gera? Er rík- isstjórnin að senda þau skilaboð að það sé í lagi að troða svolítið á kvenfólkinu á Land- spítala og troða svo pínulítið meira á kven- fólkinu og svo jafnvel obbolítið í viðbót …? Starfsfólk vinnur vinnuna sína samvisku- samlega þrátt fyrir mikið álag og oft mjög erfiðar aðstæður. Þetta vita „velferðar“- ráðherra og ríkisstjórn Íslands og nýta sér greinilega til síðasta blóð- dropa. Hvað er hægt að kreista lengi eftir að síðasti blóðdropinn er farinn? Það er mál að linni þessum of- sóknum á hendur starfsfólki Land- spítala. Í ljósi síðustu frétta legg ég það til að ríkisstjórn Íslands fari nú af stað og fundi með starfsfólki Landspítala og finni á eigin skinni hvernig andrúmsloftið er á vinnu- stað sem hún ber fulla ábyrgð á, því ekki treysti ég „velferðar“-ráðherra fyrir horn í þeim málum. Hann hef- ur ekki staðið sig þannig að ég geti horft til hans með vinsemd og virð- ingu. Ríkisstjórnin verður að koma að þessu máli af fullum krafti og finna peninga til að setja í heilbrigð- iskerfið á Íslandi. Það hefur sýnt sig undanfarin ár að nægir peningar eru til ef eitthvað vantar til niðurfell- ingar milljarðaskulda eða gæluverk- efna einstakra manna í ríkisstjórn. Nú er komið að Landspítalanum. Heilbrigðiskerfi í molum – Ríkisstjórn Íslands er ekki með á nótunum Eftir Örnu A. Antonsdóttur »Ég hef fylgst með þessum vinnustað síðan 1981 og aldrei fundið aðra eins undir- öldu af reiði og jafnvel sorg eins og nú geisar á Landspítala. Arna A. Antonsdóttir Höfundur er formaður Félags líf- eindafræðinga. Á síðasta ári kynnti mennta- og menning- armálaráðuneytið Íþróttastefnu ríkisins fyrir 2011-2015, sem er að mörgu leyti vönduð og yfirgripsmikil stefnumótun sem tek- ur á fjölbreyttum þátt- um starfseminnar. Var meðal annars haldinn fundur með Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ásamt sérsamböndum til kynningar á íþróttastefnunni. Á meðal þeirra viðfangsefna sem Íþróttastefna ríkisins tekur á er upp- bygging afreksíþrótta og markmið um árangur á alþjóðavettvangi. Vart verður annað sagt en að íþróttahreyf- ingin hafi á undanförnum vikum og mánuðum með stórglæsilegum ár- angri afreksfólks okkar í senn lýst ljósi inn í þjóðarsálina og sýnt með áþreifanlegum hætti að hreyfingin hefur burði til þess að takast á við þau markmið sem sett eru fram í Íþrótta- stefnu ríkisins. En árangur dagsins í dag er upp- bygging gærdagsins. Þeim sem standa í sviðsljósi fögnuðar við heim- komu afreksíþróttafólks okkar ber skylda til að virða þær fórnir og þá langtímauppbyggingu sem leitt hefur til þeirra afreka sem fagnað er. Eng- inn stjórnmálamaður má falla í gryfju lýðskrums þess að fagna uppskerunni án þess að vilja leggja nokkuð af mörkum til útsæðis næstu uppskeru, hver sem annars kann að standa í anddyrinu við heimkomuna þá. Framundan eru stórmót morgun- dagsins – til að mynda Ólympíuleikar og Ólympíumót fatlaðra í Ríó í Bras- ilíu eftir fjögur ár. Það er í dag sem lagður er grunnur að árangri á þeim leikum – ekki eftir kosningar. Ef al- vara er á bak við Íþróttastefnu rík- isins 2011-2015 þá þarf viðeigandi stuðningur að fylgja þeim mark- miðum. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp ber – enn sem komið er – engin merki þess að stjórnvöld hyggist standa að baki afreksuppbyggingu framtíð- arinnar til samræmis við fyrirliggj- andi íþróttastefnu. Ekki liggja fyrir efndir á samningum sem gerðir voru við ríkisvaldið um stuðning við rekstur sérsambanda ÍSÍ 2007- 2009, heldur hafa þau framlög þvert á móti ítrekað verið skorin nið- ur. Litlar sem engar úr- bætur hafa verið gerðar á framlögum til veik- burða Afrekssjóðs ÍSÍ, en þau framlög nema nú 34,7 milljónum sam- kvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Íþróttahreyfingin hefur sýnt býsna mikla þolinmæði í niðurskurði undanfarinna ára, sem í reynd hefur hitt íþróttahreyfinguna harðar fyrir en ýmsa aðra geira sam- félagsins vegna samsetningar tekna og útgjalda. Hefur enn ekki verið tekið tillit til radda þessarar lang- stærstu fjöldahreyfingar landsins um úrbætur á því ójafnvægi – þver- öfugt við það sem telja hefði mátt eðlileg viðbrögð við efnahagshruni. Hlutur íþróttahreyfingarinnar á fjárlögum er ekki stór í samanburði við sambærilega þætti samfélagsins, ekki síst ef haft er í huga umfang, samfélagsstarf og forvarnargildi hreyfingarinnar. Ljóst er að þol- inmæði okkar meðlima er á þrotum. Ég skora á stjórnvöld og fjárveit- ingarvald að gera bragarbót á fjár- veitingum til þessarar mikilvægu stoðar íslensks samfélags. Ég vænti þess að stjórnmálamenn nútímans vilji að blómvendir og kastljós ár- angurs og afreka nútímans, og hlý orð um mikilvægi starfseminnar fyr- ir samfélagið, muni fela í sér raun- verulega innistæðu fyrir framtíð- aruppbyggingu okkar glæsilega afreksfólks. Að öðrum kosti er lítið annað að gera en að endursenda til stjórnvalda Íþróttastefnu ríkisins sem marklaust plagg. Íþróttastefna ríkisins Eftir Ólaf Rafnsson Ólafur Rafnsson » Íþróttahreyfingin hefur sýnt býsna mikla þolinmæði í niður- skurði undanfarinna ára. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Now Healthy Immune er einfaldlega blandað út í vatn. Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðasmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710www.lifandimarkadur.is Hvernig er heilsan? NOW Healthy Immune inniheldur m.a. olífulauf, D3-vítamín, ylliber, C-vítamín og Zink. Einhver slappl eiki? þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Á fimmtudagskvöldum í nóv. og des. ætlar hinn frábæri tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson að spila öll sín bestu lög í bland við sérvaldar perlur. Kósýkvöldin hafa verið gríðarlega vinsæl undanfarin ár og því bendum við á að panta tímanlega. Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi Suðrænn og seiðandi Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.