Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
Hinn óþarflega þögli sam-félagshluti fagurtónkera(eða hvar sást t.a.m.klagað á prenti undan
nýlokinni mánaðar fjarvist radíós
Rondós úr ljósvakanum?) lét sig ekki
vanta á fyrstu „gulu“ sinfóníutón-
leikum vetrarins 20. þ.m. frekar en
endranær. Dagskrárnar spönnuðu
rúmar tvær aldir og hófust með
Sellókonserti Haydns í C-dúr frá
1765, um lífslokaverk Bruckners – 9.
sinfóníunni frá 1896 – til hins
„Kopzka ljóss“ Feldmans frá 1986.
Það var sem sagt varla hægt að
væna verkefnavalið um skort á fjöl-
breytni, enda gefst sjaldan tækifæri
til að heyra snemmklassík, síðróm-
antík og vesturheimska fram-
úrstefnu á einu og sama kvöldi. Það
er svo önnur saga að meirihluti tón-
leikagesta greiddi síðastnefndu verki
nei-atkvæði með fótum sínum, svo
umrituð sé tilvitnun í Lenín – þrátt
fyrir Íslandsfrumflutning.
Konsert Haydns var æskuverk frá
Esterháza-tímanum og talið glatað
unz það fannst í Prag 1961, en hefur
síðan haldið tryggum sessi á hljóm-
leikapalli í sinni grein. Einnig hér á
landi skv. tónleikaskrá, er tilgreindi
sjö flutninga með SÍ allt frá 1965.
Skemmst er frá að segja að Bryndís
Halla fór afbragðsvel með einleiks-
hlutverkið við samstilltan og tillits-
saman meðleik hljómsveitarinnar, er
hér var af sagnréttri stærð eða um 22
strengi + 2 horn og 2 óbó. Tónn
Bryndísar var undraþýður og fág-
aður á að hlýða, jafnvel þótt varla
færi fram hjá neinum að 1600 sæta
gímaldsómvist Eldborgar væri í
stærra lagi fyrir verk er greinilega
var hugsað fyrir lítinn 100 manna
hallarsal.
Níunda og síðasta hljómkviða hins
austurríska Antons Bruckners var
nú flutt hér í 3. sinn (áður 1985 og
2002). Fyrir tiltölulega Bruckner-
ófróðan og almennt síðrómantíkfæl-
inn hlustanda kom á óvart hvað tón-
mál þessa auðmjúka og guðhrædda
kirkjuorganista (1824-96) virtist
„framsækið“ fyrir sinn tíma; ekki sízt
í samanburði við níu árum yngri koll-
ega hans Brahms. Verkið, er Bruck-
ner tileinkaði Guði almáttugum í
óefndri von um að sér entist aldur til
að ljúka því, er stórt í sniðum. Þrír
þættirnir stóðu heila klst., og áhöfn-
ina fylltu 100 spilendur á m.a. 8 horn
og 10 kontrabassa. Málmblástur var
fyrirferðarmikill að sama skapi og
hefðu einkum hærri strengir mátt
vera fleiri til jafnvægis.
Hér fór í mörgu glæsileg spila-
mennska í anda þess sem menn hafa
kallað „dómkirkju í tónum“ hlaðna
slyngum kontrapunkti og dulrænum
tjábrigðum á við óm „Wagner“-
túbna, er vísuðu hér ekki á Valhöll
einherja Óðins heldur á kristna
Paradís. Samt hefði vel mátt auðga
hnausþykkan tónvefnaðinn snarpari
dýnamískum andstæðum en fram
komu í fremur einsleitri túlkun Vol-
kovs.
Eftirleiksverk New York-búans
Mortons Feldmans (1926-87), Coptic
Light, kvað innblásið af sindrandi
textílvefnaði frá sama frumkristna
egypzka trúarhópi sem nýjast ku
ábyrgur fyrir kvikmyndaádeilu á
Múhameð spámann er hleypt hefur
Íslamistum í hefndarham.
Það gat Feldman ekki séð fyrir á
sínum tíma. Hitt var sönnu nær, að
þótt tilbreytingasnauð hljómklasa-
áferðin gæti minnt nærstadda á flökt
norðurljósa, kom í raun flest fram á
fyrstu 5 mínútum sem ítrekaðist eftir
það.
M.ö.o.: Svefnpilla af sömu gráðu
og hreinræktuðustu naumhyggju-
verk Glass og Reichs! Enda mátti sjá
þónokkra hlustendur dorma vært áð-
ur en lauk.
Vakurt, voldugt,
svæfandi
Sinfóníutónleikarbbbnn
Haydn: Sellókonsert nr. 1 í C. Bruckner:
Sinfónía nr. 9 í d. „Eftirleikur“ kl. 22:
Coptic Light (1986) eftir Morton Feld-
man. Bryndís Halla Gylfadóttir selló og
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi:
Ilan Volkov. Eldborg í Hörpu, fimmtu-
daginn 20. september kl. 19.30 og 22.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Eldborg í Hörpu
Dr. William
Short heldur
fyrirlestur um
rannsóknir sínar
á vopnaburði vík-
inga á Sögulofti
Landnámsseturs-
ins í Borgarnesi í
dag kl. 14. Að-
gangur er ókeyp-
is og allir vel-
komnir.
Dr. Short starfar sem fræðimað-
ur við Higgins Armory Museum,
sem er vopnasafn í Worcester í
Massachusetts í Bandaríkjunum.
Hann kennir einnig bardagatækni
víkinga við safnið þar sem hann
vinnur að rannsóknum, æfir, kennir
og sýnir bardagahreyfingar vík-
inga.
Fyrirlestur um
vopnaburð víkinga
William
Short
Hljómsveitin Furstarnir, með
söngvarann Geir Ólafsson í broddi
fylkingar, fagnar 16 ára starfs-
afmæli sínu í ár. Furstarnir halda
tónleika í kvöld kl. 20 á Restaurant
Reykjavík, Vesturgötu 2, en í því
húsi hélt hljómsveitin sína fyrstu
tónleika. Furstana skipa í dag þeir
Guðmundur
Steingrímsson
trommuleikari,
Carl Möller pí-
anóleikari, Þor-
leifur Gíslason
sem leikur á ten-
órsaxófón, Jón
Páll Bjarnason
gítarleikari,
Bjarni Svein-
björnsson bassaleikari og Geir sem
syngur og leikur á slagverk.
Furstarnir á Rest-
aurant Reykjavík
Geir Ólafsson
Ranglega var sagt í blaðinu í gær
að fyrstu tónleikar Kammermúsík-
klúbbsins á yfirstandandi starfsári
yrðu haldnir á morgun, sunnudag-
inn 23. september. Hið rétta er að
þeir fara fram í Norðurljósasal
Hörpu sunnudaginn 30. september
kl. 19:30. Beðist er velvirðingar á
þessum leiðu mistökum.
Bið Flytjendur á tónleikum Kammer-
músíkklúbbins á sunnudaginn eftir viku.
Tónleikarnir eru
eftir viku í Hörpu
Björn Þorsteins-
son heimspek-
ingur ræðir um
grundvallarstef
tilvistarstefn-
unnar á morgun
kl. 15 í tengslum
við sýninguna
Ljóðheima sem
stendur nú yfir á
Kjarvalsstöðum.
Tilvistarstefna
í ljóðheimum
Helgi
Gíslason
mynd-
höggvari
mun leiða
gesti um
sýningu
sína Í
húminu á
morgun kl. 15 í Listasafni Kópa-
vogs, Gerðarsafni.
Með leiðsögn
í Gerðarsafni
Eitt verka Helga Gíslasonar.
Björn
Þorsteinsson
Léttleiki og angurværð í franskri
tónlist er yfirskrift fyrstu tónleika
15:15-tónleikasyrpunnar í Norræna
húsinu sem haldnir verða á morgun
kl. 15:15. Með þessum tónleikum
hefst tíunda starfsár tónleikaraðar-
innar, en alls verða haldnir átta tón-
leikar í vetur. Á efnisskránni eru
m.a. verk Claudes Debussys. Flytj-
endur eru Guido Bäumer saxófón-
leikari og Aladár Rácz píanóleikari.
Frönsk tónlist
Dúó Aladár Rácz og Guido Bäumer.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gulleyjan –HHHH–AÞ, Fbl
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Lau 22/9 kl. 20:00 7.k Sun 30/9 kl. 20:00 12.k Þri 9/10 kl. 20:00 16.k
Sun 23/9 kl. 20:00 8.k Fim 4/10 kl. 20:00 aukas Mið 10/10 kl. 20:00 17.k
Fim 27/9 kl. 20:00 9.k Fös 5/10 kl. 20:00 13.k Fim 11/10 kl. 20:00 18.k
Fös 28/9 kl. 20:00 10.k Lau 6/10 kl. 20:00 14.k
Lau 29/9 kl. 20:00 11.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Lau 22/9 kl. 14:00 4.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k Lau 13/10 kl. 14:00 11.k
Sun 23/9 kl. 16:00 5.k Sun 30/9 kl. 19:00 8.k Sun 14/10 kl. 14:00 12.k
Sun 23/9 kl. 19:00 aukas Lau 6/10 kl. 14:00 9.k Lau 20/10 kl. 14:00 13.k
Lau 29/9 kl. 14:00 6.k Sun 7/10 kl. 14:00 10.k Sun 21/10 kl. 14:00 14.k
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma
Á sama tíma að ári (Stóra sviðið)
Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k
Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k
Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k
Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur
Rautt (Litla sviðið)
Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k Lau 6/10 kl. 20:00 12.k
Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k Sun 7/10 kl. 20:00 13.k
Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k Fim 11/10 kl. 20:00 14.k
Fim 27/9 kl. 20:00 5.k Fim 4/10 kl. 20:00 10.k
Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Fös 5/10 kl. 20:00 11.k
Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k
Fös 26/10 kl. 20:00 2.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k
Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k
Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 6/12 kl. 20:00 14.k
Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.
Gói og baunagrasið (Litla sviðið)
Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Sun 21/10 kl. 13:00 3.k
Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11.
sýn
Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn
Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn
Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 20/10 kl. 14:00 aukas Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn
Sun 30/9 kl. 17:00 táknm Lau 20/10 kl. 17:00 aukas Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn
Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn
Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn
Lau 13/10 kl. 14:00 aukas Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn
Lau 13/10 kl. 17:00 aukas Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn
Sýningar í október komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið)
Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn.
Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Lau 13/10 kl. 20:30 14.sýn
Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn
Lau 29/9 kl. 20:30 aukas Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn
Sýningin sem sló öll aðsóknarmet aftur á svið. Sýnd í september og október.
Afmælisveislan (Kassinn)
Lau 22/9 kl. 19:30 Sun 23/9 kl. 19:30 Síð.sýn
Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september!
Jónsmessunótt (Kassinn)
Lau 6/10 kl. 19:30 frums Lau 13/10 kl. 19:30 4.sýn Sun 21/10 kl. 19:30 7.sýn
Sun 7/10 kl. 19:30 2.sýn Sun 14/10 kl. 19:30 5.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 8.sýn
Fös 12/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 20/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 28/10 kl. 19:30 9.sýn
Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.
Tveggja þjónn (Stóra sviðið)
Fös 12/10 kl. 19:30 frums Fös 19/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 5.sýn
Fim 18/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 26/10 kl. 19:30 4.sýn
Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur!
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 8/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30
Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember.
Mótettukór Hallgrímskirkju
Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag
Stjórnandi: Hörður Áskelsson
29. des. kl. 17: kantötur I-IV
30. des. kl. 17: kantötur I,II,V,VIELDBORG, HÖRPU
Miðasala er hafin í Hörpu, s. 528 5050, www.harpa.is og á miði.is
Í H
ÖR
PU
FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20
2. sýn: Föstudaginn 26. október
3. sýn: Laugardaginn 27. október
4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember
5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember
6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember
Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is
WWW.OPERA.IS