Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
Vestfirðir eru heillandi landshluti, ekki sízt Djúp-ið og nyrzti hluti Stranda. Þótt meira enhundrað ár séu liðin frá því að móðurafi minnreri á árabátum frá Skálavík vestan Bolung-
arvíkur finn ég meira og meira til hins vestfirzka upp-
runa míns. Hvað getur valdið?
En þess vegna var það líka töluvert áfall að koma til
Ísafjarðar og Súðavíkur snemma í sumar. Mér fannst
deyfð yfir öllu og fáir á ferli. Hvað er orðið um þessar
kraftmiklu sjávarbyggðir, sem þar blómstruðu fyrir ald-
arfjórðungi? Að vísu er Bolungarvík sennilega að ná sér
á strik og merkilegt að heyra að í Botni í Súgandafirði er
rekið stórmyndarlegt kúabú með sjálfvirkum búnaði,
sem heillar gamla fjósamenn.
Samtal fyrir nokkrum kvöldum við hinn kraftmikla
unga þingmann (og bónda) Framsóknarflokksins, Ás-
mund Einar Daðason, jók mér hins vegar bjartsýni á
framtíð Vestfjarða, þegar hann lýsti fyrir mér hversu vel
gengi að byggja upp fiskeldi á Vestfjörðum og hve miklir
framtíðarmöguleikar væru í þeirri atvinnugrein þar og
þá ekki sízt í Djúpinu.
Ítarleg umfjöllun í við-
skiptablaði Morgunblaðsins sl.
fimmtudag eftir ungan Vestfirð-
ing, Kristján Torfa Einarsson,
frá Flateyri við Önundarfjörð (í
marga ættliði og merka) um vor-
ið í fiskeldi á Vestfjörðum ýtti
undir þessa bjartsýni.
Í upphafi greinar sinnar segir Kristján Torfi:
„Í fyrsta skipti í nær tvo áratugi eru merki um upp-
gang í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. Rætt
er um húsnæðisskort og ef áætlanir ganga eftir mun
störfum fjölga umtalsvert á svæðinu á næstu árum.
Ástæðan fyrir uppganginum er mikil sókn í fiskeldi.“
Og síðan segir Kristján Torfi:
„Eftir um fimm ára lægð er fiskeldi hins vegar aftur
að sækja í sig veðrið og hefur helzti vaxtarbroddurinn
verið á Vestfjörðum.“
Kristján G. Jóakimsson hjá Hraðfrystihúsinu Gunn-
vöru í Hnífsdal segir í samtali við Morgunblaðið:
„Aðstæður og umhverfisskilyrði hér á Vestfjörðum
eru ákjósanleg. Hér eru skjólgóðir firðir og á þeim tíu
árum, sem við höfum verið að fylgjast með hefur hita-
stigið í sjónum hækkað. Skilyrðin hér eru því orðin alveg
sambærileg við Norður-Noreg. Þá hefur þróunin í heim-
inum verið þannig að fiskeldi hefur verið í sókn. Og hvers
vegna ætti fiskeldi á Íslandi ekki að vera samkeppn-
ishæft eins og í Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Kan-
ada?“
Ásmundur Einar staðfestir að skortur á húsnæði sé
farinn að gera vart við sig á sunnanverðum Vestfjörðum.
Það er uppbygging af þessu tagi, sem mun leggja
grundvöll að framfarasókn Íslendinga á nýrri öld. Ekki
„harðbýlisstyrkir“ frá Evrópusambandinu.
Auk þeirra miklu möguleika, sem bersýnilega eru að
verða að veruleika í fiskeldi á Vestfjörðum fer ekki á
milli mála að þessi landshluti er nánast ónumið svæði í
ferðaþjónustu. Þar eru mikil tækifæri, ekki sízt í óbyggð-
um Vestfjarða og Stranda.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, skrifaði at-
hyglisverða grein hér í Morgunblaðið fyrir viku, þar sem
hann vakti athygli á fjarlægðum á milli Grænlands og
nærliggjandi landa og þeim tækifærum, sem í þeim fjar-
lægðartölum felast fyrir okkur Íslendinga. Þótt grein
Ögmundar snerist fyrst og fremst um björgunarstarf-
semi á Norðurslóðum er augljóst að þær fjarlægðartölur
hafa áhrif á alla þá uppbyggingu, sem framundan er á
Grænlandi og á norðurslóðum á þessari öld.
Björt framtíð Íslands á 21. öldinni og þá ekki sízt
framtíð Vestfjarða, byggist m.a. á því að verða eins kon-
ar miðstöð fyrir margvísleg samskipti okkar við þá, sem
vinna að uppbyggingu í Nýja norðrinu. Sumir erlendir
fræðimenn fullyrða, að það verði uppbygging á því, sem
þeir sjálfir kalla Nýja norðrið (New North), sem muni
einkenna efnahagsþróunina á
heimsvísu, þegar líður á öldina
en ekki fyrst og fremst tilfærsla
á þungamiðju viðskipta- og at-
hafnalífs til Asíu, eins og er við-
tekin skoðun um þessar mundir.
Ísafjörður getur orðið ein af höf-
uðstöðvum þeirrar uppbyggingar af okkar hálfu.
Þessar þrjár meginstoðir, fiskeldi, ferðaþjónusta og
þátttaka í uppbyggingu Nýja norðursins, munu verða til
þess að Vestfirðir rísa á ný. En jafnframt er erfitt að
trúa því, að almennur sjávarútvegur eigi ekki eftir að
ganga í endurnýjun lífdaga fyrir vestan. Sú þróun öll var
af mannavöldum. Fiskimiðin eru á sínum stað. Nálægð
þeirra við hafnir og vinnslustöðvar er á sínum stað. Og
spurning, hvort öflug smábátaútgerð í krafti hinna nýju
hraðfiskibáta sé ekki jafnmikil framtíð í sjávarútvegi
eins og gífurleg fjárfesting í stáli og öðrum búnaði í
stórum togurum og kannski meiri.
Þegar illa gengur er bezt að byrja á botninum. Það
hafa Vestfirðingar gert. Þeir og samstarfsmenn þeirra
hafa byggt upp fiskeldið frá grunni. Í þeirri uppbygg-
ingu hefur verið byggt á samansafnaðri reynslu þeirra,
sem á undan hafa farið, frumkvöðla á borð við Kristin
Guðbrandsson, Snorra Hallgrímsson og Eyjólf Konráð
Jónsson. Framtíðarsýn Eykons var skýr. Hann sá fisk-
eldið fyrir sér sem einn af höfuðatvinnuvegum Íslands í
framtíðinni. Það eru meiri líkur en minni á að sú framtíð
sé að nálgast hröðum skrefum.
Vestfjarða bíður nú ný framtíð. Það gleður áreið-
anlega gamla Vestfirðinga eins og Matthías Bjarnason
og Sverri Hermannsson og hefði yljað þeim Sigurði
Bjarnasyni frá Vigur, Hannibal Valdimarssyni og Einari
Oddi Kristjánssyni um hjartarætur.
En nú hefur ný kynslóð tekið við. Einar K. Guðfinns-
son er orðinn helzti pólitíski forystumaður Vestfirðinga
og vel undir það búinn. Honum er að berast liðsauki með
mönnum eins og Ásmundi Einari. Og fyrir vestan er ný
kynslóð athafnamanna að taka til hendi.
Vestfirðingar sækja fram.
Vestfirðir sækja fram
Af innlendum
vettvangi…
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Fyrir vestan er ný kynslóð at-
hafnamanna að taka til hendi.
Vestfirðingar sækja fram.
Að lesa bók getur verið gagnleg og góð skemmtun. Sumumbókum er einkum ætlað að uppfylla afþreyingarþörf okkaren öðrum er ætlað að bera okkur mikilvægan boðskap.Nauðsynlegt er þó að gera sér grein fyrir því að í afþreying-
unni felst boðskapur, eða okkur eru send ákveðin skilaboð. Sem dæmi
mætti nefna bækur sem fjalla um leit að sannri ást og enda með því að
hún finnst og öll ganga sátt
frá lestrinum. Skilaboð þess
konar bóka eru þau að sönn
ást er eitthvað sem okkur á
að þykja eftirsóknarvert.
Fyrir nokkrum árum naut
ég þess að hlusta á barn
læra að lesa. Fljótlega fór
mér að þykja fara furðu lítið fyrir kvenhetjum í bókunum sem lesnar
voru. Þetta voru sögur um stráka sem lentu í alls kyns furðulegum æv-
intýrum. Þeir flugu á framandi slóðir, áttu í baráttu við smyglara og
fundu upp á ýmsu skemmtilegu. Þegar mér var hætt að lítast á blik-
una, en ég taldi nauðsynlegt að nýi lestrarhesturinn læsi líka um stelp-
ur sem lentu í ævintýrum, bað ég um að svoleiðis bækur kæmu heim.
Og svo kom saga um stelpu. Það var stelpan Rut. Rut átti bróður og
móður sem lá veik í rúminu. Rut átti að sjá um bróður sinn og sinna
sjúkri móður (mig minnir að Rut hafi verið 10 ára). Rut litla notaði svo
mjólkurpeninginn til að kaupa blað handa sjálfri sér og var svo full eft-
irsjár og samviskubits. Steininn tók svo úr þegar Rut reyndist vera
þágufallssjúk, þá fékk hún að heyra það. Mórallinn í sögunni: Stelpa á
að sýna veikum og börnum umhyggju og tala rétt mál.
Nýlega kom út bók sem útgefandi segir að innihaldi kynferðislegar
fantasíur íslenskra kvenna. Furðu margar fantasíur í bókinni ganga út
á að konur séu þvingaðar til kynferðisathafna og að þær njóti þess í
raun og veru. Mér er alls ekki ljóst hvernig þessi bók getur„stuðlað að
því að konur [fái] betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum“
eins og ritstýra hennar segir í Vísi 4. júní sl. Eins og aðrar bækur er
þessari bók ætlað hafa áhrif. Ég vona að þær konur (en bókin er gerð
með konur í huga) sem lesa bókina túlki skilaboð hennar ekki á þann
hátt að þeim eigi að þykja gott að vera rifnar úr fötunum og þvingaðar
til samræðis.
Undanfarið hefur mikið verið talað um að íslensk börn verði að lesa
meira en þau gera. Ekki dettur mér í hug að andmæla því. En það
skiptir máli hvað við lesum og hvernig við lesum það. Og það skiptir þá
auðvitað líka máli hvað er skrifað og hvernig það er matreitt ofan í
lestrarhesta, nýja og gamla.
El
ín
Es
th
er
Málið
Finnst þér að við ættum að reyna
að höfða meira til kvenna?
Meira? Þú ert mjúkur og loðinn og
ég lítill og krúttlegur! Hvað meira
er hægt að biðja um?
Tja, sko ...
Hvað ertu að lesa?
Tungutak
Halldóra Björt Ewen
hew@mh.is
Nýlega hefur verið skrifað íMorgunblaðið um Íslands-
ferð Ludwigs Wittgensteins og
vinar hans, Davids Pinsents, fyrir
réttum hundrað árum, haustið
1912. Wittgenstein, sem uppi var
frá 1889 til 1951, var einn kunn-
asti og dáðasti heimspekingur
tuttugustu aldar, en erfiður í lund
og sérvitur.
Þótt Wittgenstein stundaði
heimspekinám sitt á Englandi, var
hann af austurrískum ættum, og
var faðir hans gyðingur og einn
auðugasti iðjuhöldur hins gamla
veldis Habsborgaranna, sem
hrundi í lok norðurálfuófriðarins
mikla 1918. Móðir Wittgensteins
var hins vegar af gömlum aðals-
ættum og náskyld hagfræðingnum
og nóbelsverðlaunahafanum Frie-
drich August von Hayek, sem ég
þekkti vel. Hefur Hayek rifjað
upp á prenti kynnin af hinum sér-
vitra frænda sínum.
Annar maður, sem ég þekkti lít-
illega, hefur einnig sagt frá kynn-
um sínum af Wittgenstein, ensk-
austurríski heimspekingurinn Karl
Popper. Honum var boðið að halda
fyrirlestur í Cambridge 25. októ-
ber 1946. Þar var Wittgenstein
staddur. Popper var þeirrar skoð-
unar ólíkt Wittgenstein, að til
væru raunverulegar heimspeki-
legar gátur. Eftir fyrirlesturinn
greip Wittgenstein eldskörung,
sem legið hafði nálægt sæti hans,
otaði honum að Popper og hvæsti:
„Nefndu dæmi um siðferðisreglu!“
Popper svaraði að bragði: „Bann-
að að ota eldskörungi að gestafyr-
irlesurum!“
Wittgenstein reiddist, kastaði
eldskörungnum í gólfið, rauk út úr
herberginu og skellti á eftir sér.
Svo segir Popper. En sumir aðdá-
endur Wittgensteins, sem við voru
staddir, hafa borið brigður á þessa
frásögn, og hafa tveir blaðamenn
skrifað bráðskemmtilega bók til að
leysa úr málinu, Wittgenstein’s
Poker (Eldskörung Witt-
gensteins), sem kom út 2001.
Þrátt fyrir rækilegar rannsóknir í
anda leynilögreglusagna komast
þeir ekki að neinni niðurstöðu.
Ekki er að furða: Nánast allir
heimildarmennirnir voru sérfræð-
ingar í þekkingarfræði.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Eldskörungur
Wittgensteins
REMINGTON
merkið sem
fólkið treystir
Tæki til hársnyrtingar fyrir alla
Act Heildverslun - Dalvegi 16b - 201 kópavogur
577 2150 - avon@avon.is