Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Það er bara einn Raggi Bjarna og það er sá sem á 78 ára afmælií dag, hinn síungi Ragnar Bjarnason söngvari. „Ég fer austurog borða með fjölskyldunni í tilefni dagsins en þarf reyndar að skjótast aðeins áður,“ segir hann. Raggi hefur verið að lengur en elstu menn muna og það er eins og verkefnunum fjölgi eftir því sem árin verða fleiri. „Ég er alltaf eitt- hvað að gutla,“ segir hann, en væntanleg er 10 laga plata með hon- um og öðrum þekktum söngvurum eins og Jóni Jónssyni, Lay Low, Eivöru Pálsdóttur og Helga Björns. „Þetta er þrælskemmtileg plata með mér og unga fólkinu,“ segir Raggi. „Annars er ég bara að skemmta,“ heldur Raggi áfram en hann verður meðal annars heiðursgestur á Minningartónleikum um Elly Vilhjálms í Laugardalshöll í október. En hann kemur ekki aðeins fram á tónleikum heldur er eftirsóttur í afmælisveislum, brúð- kaupum og á öðrum mannamótum. „Ég skemmti öllum aldurs- flokkum, alveg niður í skólana og upp í elliheimilin og öllu þar á milli.“ Hann bætir við að þetta gangi eins vel og raun ber vitni vegna þess að hann hafi svo gaman af þessu sjálfur. „Fólk finnur það að ég hef jafngaman af þessu og þegar ég byrjaði fyrir 60 árum eða svo.“ Hann er löngu hættur að keyra leigubíl en einkunnarorðin hafa ekki breyst. „Ef fólk vill fá mig þá hringir það bara og ég kem, rétt eins og taxi.“ steinthor@mbl.is Ragnar Bjarnason söngvari 78 ára Morgunblaðið/Ómar Gleðigjafi Það hefur geislað af Ragga Bjarna í áratugi og gerir enn. Bara hringja og Raggi mætir Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akureyri Juan Davíð fæddist 6. des- ember kl. 14.20. Hann vó 3.350 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Juana Patricia Durand Arana og Ruddy Wesley Durand Rojas. Nýr borgari H jálmar fæddist á Ísa- firði og ólst þar upp, var í sveit hjá frænd- fólki í Mývatnssveit, hóf píanónám hjá föður sínum sex ára, og kom fram á ótal tónleikum í bænum. Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MR 1972, stundaði nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík þar sem aðal- kennari hans var Árni Kristjánsson píanóleikari, stundaði nám í píanó- leik, tónfræði og tónsmíðum við Brandeis-háskólann í Boston og lauk þaðan BA-prófi 1974, stundaði rannsóknir og tilraunir í raf- og tölvutónlist við Háskólann í Utrecht 1976-77, og lauk MFA-prófi í tón- fræðum og tónsmíðum við Cornell- háskóla í Íþöku í New York fylki 1980. Hjálmar var kórstjóri og kenndi við Tónlistarskólann á Ísafirði ogMÍ 1974-76, var kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík 1980-88, söng- stjóri Háskólakórsins 1980-83 og kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1981-1982, var ráðinn fyrsti rektor Listaháskólans við stofnun hans haustið 1998 og hefur sinnt þeirri uppbyggingu síðan. Nokkur tónverka Hjálmars Hjálmar hefur samið fjölda tón- verka, m.a. tónlist fyrir leiksýn- ingar og kvikmyndir og unnið með fjölda kóra og sönghópa. Meðal helstu verka hans má nefna Spjóta- Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands – 60 ára Morgunblaðið/Golli Hjón í menningargeiranum Hjálmar Ragnarsson og Ása Richardsdóttir í Borgarleikhúsinu árið 2007. Tónskáld með skilning á afstæðiskenningunni Með börnunum Talið frá vinstri: Nína Sigríður, Snorri, Hjálmar, Ragnar. Frú Þorbjörg Ólafsdóttir frá Króki í Selárdal í Arnarfirði fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag, 22. september. Hún bjó lengst af með eiginmanni sínum, Sigurði heitnum Bergssyni, í Hólabergi 22 í Reykjavík. Þorbjörg verður að heiman á afmæl- inu og fagnar deginum með börnum sínum og öðrum afkomendum. Árnað heilla 90 ára Stefán Ólafur Jónsson, fyrrver- andi kennari við Laugarnesskóla í Reykjavík og deild- arstjóri í mennta- málaráðuneytinu, er níræður á morgun, 23. september. Eiginkona hans er Elín Vilmundardóttir. Stefán Ólafur tekur á móti gestum í safn- aðarheimili Háteigskirkju milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. 90 ára Guðmundur Ingi Guðjónsson, Eyr- arbakka, vegtækn- ir hjá Vegagerð- inni, verður sjötugur mánu- daginn 24. sept- ember næstkom- andi. Í tilefni þess ætlar hann og fjölskylda hans að hafa opið hús í dag, 22. september frá kl. 18 í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka og vonast til að sjá sem flesta. 70 ára mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og framleiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.