Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 266. DAGUR ÁRSINS 2012
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Innlit í eldhús Bjarna Ben.
2. 4-6 sinnum hærri laun í Noregi
3. Biður sjúklingana afsökunar
4. Guðlaugur hættir í bæjarstjórn
Hilmar Örn Hilmarsson er til-
nefndur til norrænu Hörpu-
kvikmyndatónlistarverðlaunanna
sem afhent verða 6. október í Hörpu.
Hilmar er tilnefndur fyrir tónlist sína
í kvikmyndinni Andlit norðursins.
Hilmar Örn tilnefnd-
ur til verðlauna
Hljómsveitin
Menn ársins ætlar
að senda frá sér
eitt lag á mánuði
ńæstu 12 mánuði
og á endanum
verður lagasafnið
að breiðskífu.
Hægt verður að
fylgjast með af-
rakstrinum á Facebook-síðu hljóm-
sveitarinnar. Lag septembermánaðar
heitir „Morgundagurinn“ og í því
syngur Jónas Sigurðsson með hljóm-
sveitinni.
Menn ársins senda frá
śér eitt lag á mánuði
Berndsen & The Young Boys, með
tónlistarmanninn Berndsen í farar-
broddi, halda tónleika í kvöld á
rokkbarnum Ellefunni og verður
húsið opnað kl. 21. Aðgangur að
tónleikunum er ókeypis.
Tónlist Berndsens er
undir miklum áhrif-
um frá popptónlist
níunda áratugar-
ins og má því
gera ráð fyrir
síðrómantíkur-
stemningu.
Berndsen & The
Young Boys á Ellefu
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan og austan 5-10 m/s á morgun og áfram vætusamt, en
úrkomulítið N-lands. Hiti 7 til 13 stig.
Á sunnudag Austlæg átt, 8-13 m/s. Talsverð rigning á SA-landi og A-fjörðum og dálítil
væta í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast N-lands.
Á mánudag Austan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast með SA-ströndinni. Skýjað og úr-
komulítið á A-verðu landinu, en bjartviðri á SV- og V-landi. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast SV-til.
Haukar þykja geysilega sigurstrang-
legir á Íslandsmóti karla í handbolta
sem hefst á mánudagskvöldið. Þeir
hafa fengið góðan liðsauka en fjórir
leikmenn hafa snúið heim úr atvinnu-
mennsku. Matthías Árni Ingimarsson,
varnarjaxl í liði Hauka, segir þó að sér
virðist sem mótherjarnir séu að reyna
að taka pressuna af sjálfum sér og
setja á Haukana. »4
Mótherjarnir setja
pressu á Haukana
Ólafur Björn Loftsson, kylf-
ingur úr Nesklúbbnum,
verður á meðal keppenda á
1. stigi úrtökumótanna fyrir
PGA-mótaröðina í golfi
ásamt Birgi Leifi Hafþórs-
syni úr GKG. Ólafur vann sig
upp úr forkeppni í Dallas í
Texas í gærkvöldi. Ólafur
lék 54 holur á tveimur yfir
pari samtals en lokahring-
inn lék hann á 67 höggum
sem er frábær árangur ». 1
Ólafur komst
áfram í Dallas
Ingvar Þór Kale, markvörður Breiða-
bliks, er leikmaður 20. umferðarinnar
í Pepsi-deild karla í fótbolta. Hann
segir að sem betur fer þurfi Blikar
bara að treysta á sjálfa sig í harðri
baráttunni um Evrópusæti í loka-
umferðunum. Fyrst þurfi þeir þó að
sigra Keflavík á morgun áður en þeir
geti farið að huga að úrslitaleik í síð-
ustu umferðinni. »2-3
Mjög gott að þurfa bara
að treysta á sig sjálfa
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Bjartmar Freyr Jóhannesson, íbúi í
Hafnartúni í miðbæ Selfoss, fékk
nýverið leyfi hjá bæjarráði Árborg-
ar til að halda hænur í garðinum
hjá sér. Bjartmar og fjölskylda
hans hafa reyndar verið með hæn-
ur í garðinum í þrjú ár en Árborg
breytti reglum sínum á þá leið að
sækja þarf um leyfi fyrir öllu dýra-
haldi í þéttbýlinu, hvort sem það
eru hænur, hundar eða kettir.
„Það eru rúm þrjú ár síðan við
fengum nokkur egg og úr þeim
komu fimm hanar og þrjár hænur.
Við héldum eftir tveimur hönum en
losuðum okkur fljótlega við annan
þeirra. Samkvæmt samþykkt
bæjarráðsins þurfum við nú að losa
okkur við hinn,“ segir Bjartmar.
Bæjarráð veitti honum leyfi til
eins árs til reynslu til að halda allt
að sex landnámshænur en gaf ekki
leyfi til að halda hana. Bjartmar
segir það skiljanlegt, hanagal geti
verið til óþæginda. Reyndar hefur
hann ekki fengið eina kvörtun um
gal í þau þrjú ár sem hann hefur
haldið hana. „Nágrannarnir hafa
ekki kvartað undan hanagalinu,
þeir hafa frekar komið og lýst yfir
ánægju sinni með það. Það sé
skemmtilegra en hundsgelt og ró-
andi að heyra hanagal í þéttbýl-
inu.“
Éta alla afganga
Bjartmar og kona hans, Berglind
Þorsteinsdóttir, eiga þrjú börn og
sér öll fjölskyldan um að sinna
hænunum. Í sumar fengu hæn-
urnar að liggja á og
eru nú með nokkra
unga. Þrjár hænur úr
þeim hópi fá að lifa og
verða þær þá sex tals-
ins. Er það stofn-
stærðin sem Bjartmar
stefndi á að koma sér
upp. Haninn hafi verið í
hópnum til að þau gætu ræktað
sínar eigin hænur, en hanann þarf
til að frjóvga eggin svo úr þeim
klekist ungar. Nú hefur hann lokið
því hlutverki og því í lagi að hann
fái að fljúga á vit feðra sinna.
Upphafið að hænsnahaldinu má
rekja til áhuga Bjartmars á land-
námshænunni, einnig sé þetta gert
ánægjunnar vegna og til að fá egg-
in. „Svo étur þetta alla matar-
afganga þannig að ekkert fer til
spillis á heimilinu,“ bætir Bjartmar
við. Hann segir nokkra halda hæn-
ur á Selfossi og það hafi orðið vin-
sælla eftir efnhagshrunið. „Þá var
eins og fólk þyrfti að komast nær
upprunanum og hafa eitthvað til að
hugsa um.“
MHanagalið ekki verra… » 16
Grannarnir ánægðir með galið
Fékk leyfi til að
halda sex hænur
en ekki hana
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Félagar Bjartmar Freyr Jóhannesson og sonur hans, Benedikt, sem heldur á hananum Úrsusi. Að baki þeim er af-
girt hólf sem hænurnar spígspora í yfir daginn. Hænsnakofinn er í bakgarðinum á heimili Bjartmars á Selfossi.
Haninn í hænsnahópnum heitir
Úrsus og Bjartmar segir hann
standa undir nafni; hann sé stór
og stæðilegur eins og kraftakarl-
inn Hjalti Úrsus Árnason sem hon-
um er gefið nafn eftir.
Bjartmar segir Úrsus
einstaklega fallegan
hana með tvöfaldan
kamb sem er ekki al-
gengt. „Þetta er gæfur
og gáfaður hani. Hann gal-
ar ekki mikið, ég hleypi
honum út um hádegi og þá galar
hann aðeins í smátíma og svo er
það búið. En þegar eitthvað vantar
í hænsnakofann, eins og vatn eða
mat, galar hann stanslaust þangað
til þeim er gefið, þá steinþagnar
hann. Hann er bara að láta vita og
að passa upp á sinn hænsnahóp.“
Að beiðni bæjarráðs þarf Bjart-
mar að losa sig við Úrsus. Hann
segir örlög hanans vera ráðin;
hann verður stoppaður upp og fær
veglegan sess á heimilinu.
Haninn Úrsus er stæðilegur
PASSAR UPP Á SINN HÆNSNAHÓP
Úrsus
Glæsilegur hani.
VEÐUR » 8 www.mbl.is