Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
✝ GuðfinnaGunnarsdóttir
fæddist á Siglufirði
6. nóvember 1942.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Sauðárkróks 14.
september 2012.
Foreldrar hennar
voru Herdís Lár-
usdóttir, f. 14.12.
1910, d. 23.4. 1980,
og Gunnar Benón-
ýsson, f. 6.8. 1924, d. 29.7. 2003.
Systkini Guðfinnu, sam-
mæðra, voru Ósk Pálína Hall-
grímsdóttir, Guðbjörn Hall-
grímsson, Jóhanna Guðlaug
Viggósdóttir og Sigrún Lár-
usdóttir. Þriggja ára gömul var
Guðfinna tekin í fóstur að
Sauðanesi og ólst þar upp til níu
ára aldurs, en fluttist þá að
Barði í Fljótum í fóstur til þeirra
hjóna séra Guðmundar Bene-
diktssonar, f. 6.4. 1901, d. 25.10.
1987, og Guðrúnar Jónsdóttur,
f. 27.8. 1905, d. 23.12. 1959. Þar
ólst Guðfinna upp sem eitt af
börnum þeirra til fullorðinsára.
Börn þeirra, fóstursystkini Guð-
finnu, eru Guðmundur Guð-
mundsson, Jón Björgvin Guð-
mundsson, Signý
Guðmundsdóttir og Guðrún
Guðmundsóttir.
Hinn 31.12. 1962 giftist Guð-
Stefán Héðinsson. Börn Guð-
rúnar og Gunnars Freys Krist-
jánssonar: Birgir Freyr og Bald-
vin Helgi. Börn Guðrúnar og
Stefáns: Sigríður Lára og Mar-
grét Lilja. 5) Kristinn. 6) Bald-
vin Bjarki, maki Kristín Mjöll
Guðjónsdóttir. Börn Baldvins
Bjarka og Lindu Kolbrúnar
Haraldsdóttur: Júlía Ósk, Hin-
rik Freyr og Laufey Dís. Dætur
Baldvins Bjarka og Kristínar:
Helena Hrönn og Brynja María.
Stjúpsonur Baldvins Bjarka,
sonur Kristínar: Kristófer Már
Maronsson. 7) Dagur Þór, maki
Þyrey Hlífarsdóttir. Börn Dags
og Þyreyjar: Eva Rún og Hlífar
Óli. 8) Herdís Ósk, maki Ágúst
Ingi Ágústsson. Barn Herdísar
og Ágústs: Embla Ingibjörg.
Guðfinna var mjög listræn og
nam myndlist í Myndlistarskóla
Reykjavíkur 18 ára gömul, en
listir og listsköpun var alltaf
stór þáttur í hennar lífi. Guð-
finna og Baldvin bjuggu á Barði
til 1969, en þá fluttu þau að Þúf-
um í Óslandshlíð og bjuggu þar
til ársins 1982, er þau brugðu
búi og fluttu á Sauðárkrók. Guð-
finna vann ýmis störf eftir að
hún flutti inn á Sauðárkrók sam-
hliða húsmóðurstörfum á stóru
heimili. Árið 1992 veiktist Guð-
finna alvarlega og barðist hún
við afleiðingar þess til æviloka.
Síðustu ár ævi sinnar dvaldist
Guðfinna á deild 3 á Heilbrigð-
isstofnun Sauðárkróks.
Útför Guðfinnu fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 22.
september 2012, og hefst at-
höfnin kl. 14.
finna Baldvini Jóns-
syni frá Mol-
astöðum í Fljótum,
f. 21.4. 1934. For-
eldrar Baldvins
voru hjónin Jón
Guðmundsson,
hreppstjóri og
bóndi á Mol-
astöðum í Fljótum,
f. 3.11. 1900, d.
30.1. 1987, og
Helga Guðrún Jós-
efsdóttir, f. 12.7.1901, d. 22.5.
1971. Börn Guðfinnu og Bald-
vins eru: 1) Guðmundur Bene-
dikt, maki Jóna Margrét Sig-
marsdóttir. Barn Guðmundar og
Önnu Lilju Björnsdóttur: Fann-
ar Benedikt. Barn Guðmundar
og Svövu Arnórsdóttur: Ragna
Guðrún. 2) Íris, maki Sveinn
Sigurbjörnsson. Barn Írisar og
Friðfinns Hallgrímssonar: Anna
Lára, maki Jón Mars Eiríksson.
Börn Önnu og Jóns: Eiríkur Þór
og Íris Halla. Barn Írisar og Elv-
ars Sigurðssonar: Oddur
Tryggvi, maki Margrét M.
Sveinbjörnsdóttir. Barn Odds og
Margrétar: Andrea Martins.
Börn Írisar og Sveins: Guðfinna
Olga og Sigurbjörn Aron. 3) Ás-
mundur, maki Málfríður Har-
aldsdóttir. Börn Ásmundar og
Málfríðar: Anita Sigurbjörg og
Elísabet. 4) Guðrún Olga, maki
Lífið getur verið skrítið, tilver-
an gengur sinn vanagang, allir
una glaðir við sitt en allt í einu er
eins og fótunum sé kippt undan
manni, tilveran snýst og fer á
haus. Eflaust hefur mömmu liðið
þannig eftir að hún veiktist, veik-
indi sem stóðu í 20 ár og leiddu að
lokum til þess að hún kvaddi
þennan heim. Mamma var ynd-
isleg manneskja, alltaf svo blíð,
góð og glöð. Hún hafði sterka og
hlýja nærveru og einstakt geðs-
lag, hún var sterk kona sem
mætti lífinu af miklu æðruleysi.
Mamma hafði yndi af allskonar
listum og sjálf var hún listamað-
ur. Málaði, vann í leir, teiknaði og
skrautskrifaði svo eitthvað sé
nefnt. Hún var mjög tónelsk, spil-
aði á gítar og söng mikið fyrir
okkur börnin sín og hlustaði mik-
ið á allskonar tónlist, þó klassísk
tónlist hafi verið í uppáhaldi hjá
henni. Öll þau ólíku listform sem
til eru heilluðu hana og hún
stundaði sína list eins mikið og
hún hafði tíma til. Mamma hafði
gaman af lestri bóka og las mikið
bæði fyrir sjálfa sig og okkur
börnin sín, og eftir að ég fór að
lesa sjálf fékk ég yfirleitt bók í
jóla-gjöf. Sjálfsagt hefur mamma
ekki haft mikinn tíma til að lesa
og sinna áhugamálunum því
börnin voru átta og heimilið því
stórt, einnig þurfti að sinna bú-
störfunum samhliða öllu hinu.
Aldrei kvartaði mamma en vann
sín verk af dugnaði og þraut-
seigju. Ég minnist mömmu með
ást og þakklæti fyrir allt sem hún
kenndi mér. Ég ætla að enda
þessi minningarorð á bæninni
sem mamma kenndi mér er ég
var barn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Íris Baldvinsdóttir.
Elskuleg mamma mín hefur nú
kvatt og fyllist hugur minn og
hjarta söknuði. Það var alltaf svo
gaman og gott að vera í návist
mömmu, hún hafði svo einstak-
lega hlýja og notalega nærveru.
Öll gleðin, kærleikurinn og
hjartahlýjan sem frá henni
streymdi, faðmlagið hennar svo
þétt og hlýtt, brosið hennar
bjarta og fallegu brúnu augun
hennar sem glitruðu eins og gim-
steinar. Mamma var vinur allra
og vafði öllum að hjarta sér, allir
voru jafnir í hennar huga og aldr-
ei heyrði ég hana tala illa um
aðra. Hún hafði að leiðarljósi að
vera ávallt heiðarleg, hjálpsöm,
sanngjörn, góð við alla og koma
vel fram. Sterka réttlætiskennd
hafði hún og stökk strax til hjálp-
ar ef hún vissi til þess að einhver
hafði verið beittur órétti.
Mamma var alltaf til staðar
fyrir mig og studdi mig með ráð-
um og dáð, hún var líka alltaf svo
ráðagóð. Átta börn eignaðist
mamma og veit ég og man vel að
hún hafði miklu meira en nóg að
gera við heimilisstörf og búskap.
Alltaf gaf hún sér tíma fyrir öll
börnin sín og hafði sérstakt lag á
að láta hvert og eitt okkar finna
að það var einstakt í hennar huga.
Hún lét sig heldur ekkert muna
um að bæta í barnahópinn frænk-
um og frændum sem vildu koma
og vera í sveit, sagði bara að sig
munaði ekkert um eitt í viðbót.
Ég veit að mamma fór alltaf síð-
ust að sofa, en var samt alltaf
komin fyrst á fætur og búin að
koma ýmsu í verk. Allt virtist
mamma geta og það lék allt í
höndunum á henni, hvort sem það
var garðyrkja, prjónaskapur,
saumaskapur, matreiðsla eða
hvað annað sem hún tók sér fyrir
hendur. Listræn var hún, tónelsk
og hafði gaman af lestri bóka. Ég
man margar dýrmætar stundir
þegar hún söng og spilaði á gít-
arinn sinn fyrir mig og systkini
mín, nú eða las í bók fyrir okkur.
Mamma glataði aldrei barninu í
sjálfri sér og hún var alltaf svo
einlæg, traust og sönn.
Mikil veikindi var mamma búin
að glíma við síðustu tuttugu árin
og nánast allt frá henni tekið, en
sönginn hafði hún alltaf og öll
gömlu ljóðin sem hún gat þulið
upp. Þrátt fyrir þessi miklu veik-
indi tók hún lífinu og því sem að
höndum bar ávallt með æðru-
leysi, þó svo eðlilega hafi hún ekki
verið sátt við sitt hlutskipti, enda
erfitt fyrir jafn athafnasama konu
og hana að geta ekki gert allt það
sem hún var vön að gera og kunni
svo vel áður. Samt brosti hún og
var kát í lund og hafði góðan húm-
or fyrir sjálfri sér og lífinu öllu,
enda svo einstaklega geðgóð og
glaðlynd kona. Mamma var mjög
trúuð og held ég að það hafi hjálp-
að henni mikið í öllum þessum
veikindum. Nú þegar hún hefur
fengið hvíldina eftir löng og
ströng veikindi, þá trúi ég því að
nú sé hún heil heilsu og geti gert
allt sem hana langaði til, allt sem
hún áður gat gert.
Þakklæti er mér ofarlega í
huga þegar ég hugsa til mömmu,
fyrir allt það sem hún kenndi
mér, allar þær yndislegu nota-
legu samverustundir sem við átt-
um saman og mun ég ætíð geyma
þær í huga mér og hjarta. Ég bið
Guð að blessa dýrmætu einstöku
mömmu mína og minningu henn-
ar. Ég veit að englarnir eru yfir
og allt um kring hjá henni.
Guðrún Olga Baldvinsdóttir.
Ég er svo heppin að hafa fengið
Guðfinnu Gunnarsdóttur fyrir
tengdamóður og vinkonu. Hún
var sannarlega góð tengdamóðir
og vinkona og hefur alltaf reynst
mér vel. Umhyggja, hlýja og gleði
einkenndi þessa yndislegu konu,
hún var falleg alveg í gegn, bæði
að utan sem innan. Henni var
mjög umhugað um að öllum liði
vel og alltaf var hún tilbúin að
rétta hjálparhönd ef á þurfti að
halda. Guðfinna hafði sterka rétt-
lætiskennd og mátti ekkert aumt
sjá hvorki hjá mönnum né dýrum.
Hún hafði gaman af því að gefa
gjafir og gleðja aðra og passaði
upp á að enginn gleymdist á jól-
um eða þegar einhver átti afmæli.
Guðfinna var mjög trúuð og batt
miklar vonir við að einhver í fjöl-
skyldunni yrði prestur. Þegar
henni fannst nú fara að verða út-
séð um það spurði hún mig eitt
sinn hvort ég gæti ekki hugsað
mér að verða prestur, en eitthvað
hefur nú farið lítið fyrir því. Guð-
finna var mjög lífsglöð og jákvæð,
henni fylgdi mikið æðruleysi og
aldrei heyrðist hún kvarta þrátt
fyrir strembin veikindi sem hún
átti við að stríða síðustu tuttugu
árin. Hún var mjög listræn og
hafði gaman af því að skapa með
höndunum, meðal þess sem hún
gerði var að mála myndir og kera-
mík, prjóna og sauma, mála á gler
og margt fleira. Hún skapaði ótal
fallega muni sem hún gaf fólkinu
sínu. Guðfinna hafði gaman af að
syngja og söng gjarnan fyrir
barnabörnin sín og kenndi þeim
margar fallegar vísur. Sérstak-
lega þótti henni gaman að sitja
með börnin þegar þau voru lítil og
syngja fyrir þau og rugga þeim í
svefn.
Það er vissulega sárt að þurfa
nú að kveðja þessa yndislegu
konu, en ég get ekki annað en ver-
ið þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast henni og vera hluti af
hennar fjölskyldu. Hún hefur
kennt mér svo ótal margt og gefið
mér svo fallega sýn á lífið sem
mun fylgja mér alla tíð.
Guð veri með þér.
Þín tengdadóttir,
Þyrey.
Guðfinna Gunnarsdóttir,
tengdamóðir mín, er látin eftir
erfið veikindi. Ég minnist hennar
sem frábærrar og afar ástríkrar
manneskju. Gleðin var í fyrirrúmi
hjá henni, enda alltaf glaðvær og
síbrosandi. Ég kynnist henni fyr-
ir allmörgum árum þegar ég
kenndi við Tónlistarskólann á
Sauðárkróki. Þangað kom hún
með börnin sín og barnabörnin til
tónlistarkennslu. Hún elskaði
tónlist og vildi að þau fengju að
njóta hennar eins og hún hefði
sjálf viljað. Alltaf var hún kát og
hress og það geislaði af henni
miklum innri friði. Mörgum árum
síðar lágu leiðir okkar saman þeg-
ar ég kynnist dóttur hennar Írisi.
Hún kom oft að heimsækja okkur
og var þá oft settur diskur á spil-
arann og varð þá oft fyrir valinu
klassísk tónlist. Eitt sinn er hún
kom hafði ég keypt forláta geisla-
disk með frægum trompetleikara
og söngkonu með undirleik
strengjasveitar. Ég spilaði nokk-
ur lög fyrir hana og spurði hana
svo hvað henni fyndist. Já, sagði
hún, hvað heitir hann þessi Pag-
anini? Hún var þá að meina hvað
strengjasveitin hefði verið flott
og var ekkert frekar að hlusta á
trompetinn eða sönginn, bara að
hlusta eftir fiðlunni. Hún hafði
mikið dálæti á fiðlutónlist, enda
langaði hana alltaf að læra á fiðlu
en hafði aldrei tækifæri til þess.
Einnig var hún ákaflega flink
með pensilinn og eftir hana liggja
mörg falleg listaverk. Það er
hægt að tala um hana Guðfinnu
endalaust en hér verður staðar
numið. Ég vil þakka henni fyrir
öll þessi ár sem við höfum verið í
návist saman, Guð geymi þig,
Guðfinna.
Sveinn Sigurbjörnsson.
Nú hefur elsku amma okkar
kvatt og minnumst við hennar
með söknuði en jafnframt hjart-
ans þakklæti fyrir allt. Amma var
búin að vera sjúklingur síðustu
tuttugu árin, en bar sig ætíð vel
og vildi allt fyrir okkur gera. Hún
var mikil listakona og eigum við
marga dýrgripina sem hún bjó til
handa okkur og verður vel passað
upp á þá. Amma var sannkallað
náttúrubarn og var mjög áhuga-
söm um allan gróður og dýralíf.
Mikill gleðigjafi var hún og okkur
leið alltaf svo vel í návist hennar.
Alltaf var hún glöð og brosandi og
hlýi faðmurinn hennar alveg ein-
stakur. Hún talaði alltaf svo hlý-
lega til okkar og hafði mikinn
áhuga á að heyra um allt sem við
værum að gera og hvernig gengi
hjá okkur. Fallega andlitið henn-
ar ljómaði þegar við hittumst og
spjölluðum saman. Amma var
mjög trúuð og kunni margar
bænir og kvaddi okkur ætíð með
orðunum: „Guð veri með þér.“
Amma var mjög tónelsk og
kunni svo mörg lög og var alltaf
syngjandi. Við trúum því og
treystum að nú líði ömmu vel, að
nú sé hún orðin frísk og geti gert
allt það sem hana langaði til. Við
kveðjum elsku ömmu með kæru
þakklæti fyrir alla hennar hjarta-
hlýju, kærleika og dýrmætar
samverustundir. Guð veri með
ömmu og blessi minningu hennar.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Margrét Lilja, Sigríður
Lára, Baldvin Helgi
og Birgir Freyr.
Guðfinna
Gunnarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma Guðfinna var allt-
af svo glöð og góð. Nú vit-
um við að amma er hjá Guði
og nú líður henni vel.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guð veri með þér, elsku
amma.
Eva Rún og Hlífar Óli.
Fleiri minningargreinar
um Guðfinna Gunnars-
dóttir bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
24 tíma vakt
Sími 551 3485
Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947
ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ
ÚTFA
RARÞJÓNUSTA
erfidrykkjur
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is / grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum
Næg bílastæði og
gott aðgengi
✝
Okkar ástkæra
AGNES EIRÍKSDÓTTIR,
Garðabraut 8,
Akranesi,
lést þriðjudaginn 18. september.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 25. september kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness.
Jón Jóns Eiríksson, Rut Hallgrímsdóttir,
Sigrún Eiríksdóttir,
Kolbrún Eiríksdóttir, Sigurjón Guðmundsson
og fjölskyldur þeirra.
✝
Elsku vinir, ættingjar og allir þeir sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar
og ömmu,
BERGÞÓRU JÓNSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum,
Suðurbraut 24,
Hafnarfirði,
okkar innilegustu þakkir til ykkar allra.
Óskar Óskarsson,
Jóna Dóra Óskarsdóttir,
Sigþór Óskarsson,
Maren Óskarsdóttir,
Bergþóra Ósk, Sólveig Sara, Óskar Máni
Aron Dagur, Gyða María, Elísa Ösp,
Kristján Þorri og Eva Dögg.
✝
Minn ástkæri eiginmaður og stjúpfaðir okkar,
VALGEIR G. VILHJÁLMSSON
kennari, Árskógum 8,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 20. september á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
28. september kl. 15.00.
Anna D. Magnúsdóttir og börn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ÞRÁINS KRISTINSSONAR,
fyrrverandi skipstjóra,
Fagrahjalla 3,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks
gjörgæsludeildar LSH við Hringbraut.
Björg Helgadóttir,
Þorbjörg Þráinsdóttir, Magnús Ásgeirsson,
Geir Þráinsson, Kristín Sigurðardóttir,
Halldór Þráinsson, Steinunn Þ. Júlíusdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hins látna.