Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 6

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Umræður um ástandið á vinnumark- aði ganga sitt í hvora áttina þessa dagana. Forystumenn ríkisstjórnar- innar segja sýnilegan bata á vinnu- markaði og benda á að það sem af er þessu ári hafi atvinnuleysi verið 1½ prósentustigi lægra en á sömu 8 mánuðum í fyrra og er nú um 4,8%. Við umræður á Alþingi sl. miðviku- dag sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að nýjar niðurstöð- ur úr Vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofunnar sýndu að störfum hefði fjölgað á vinnumarkaði á milli ann- ars ársfjórðungs 2011 og 2012 um 2.100. Í svari við fyrirspurn Birgis Ármannssonar, Sjálfstæðisflokki, á Alþingi sl. fimmtudag sagðist Jó- hanna þó hafa áhyggjur af því ef fólki væri að fækka á vinnumarkað- inum. Allt önnur mynd er dregin upp í umfjöllun Samtaka atvinnulífsins um Vinnumarkaðsrannsókn Hagstof- unnar. „Fækkun íbúa á vinnualdri er áætluð 600 miðað við ágúst 2011 og vinnuaflsframboð landsmanna er tal- ið hafa minnkað um 2.500. Sú fækk- un skýrist annars vegar af fólks- fækkuninni og fjölgun um 1.900 í hópi þeirra sem standa utan vinnu- markaðarins. Störfum fækkaði um 1.600 en þrátt fyrir það fækkar at- vinnulausum um 900 vegna fjölgunar þeirra sem standa utan vinnumark- aðar,“ sagði í umfjöllun SA, sem benti einnig á að þegar litið væri lengra aftur í tímann kæmi í ljós að störf í ágúst hefðu ekki verið færri síðan árið 2005. Minnkandi atvinnuþátttaka Á fyrri hluta þessa árs komu fram vísbendingar í könnunum Hagstof- unnar um að störfum væri tekið að fjölga hér á landi. Nýjustu niður- stöður Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar bæði í júlí og ekki síst nýjar tölur fyrir ágúst, sem benda þvert á móti til þess að starfandi fólki á vinnumarkaðinum hafi ekkert fjölgað frá því í fyrra, valda því for- svarsmönnum á vinnumarkaði mikl- um áhyggjum. Þær sýna svo ekki verður um villst að starfandi fólki hefur jafnvel fækkað. Þannig er fjöldi starfa 3.200 færri í ágústmán- uði en í janúar sl. þegar leiðrétt hef- ur verið fyrir árstíðasveiflum. Með sama hætti voru 1.500 færri starf- andi í seinasta mánuði en í ágúst- mánuði á árinu 2009 ef litið er lengra aftur í tímann í samanburði á árs- tíðaleiðréttum tölum úr Vinnumark- aðsrannsókn Hagstofunnar. Í umfjöllun ASÍ um niðurstöður Hagstofunnar er vakin athygli á því að meðalatvinnuþátttaka hefur ekki verið lægri frá hruni eða 80,13%. Þetta hlutfall var 81,8% á sama tíma fyrir þremur árum svo dæmi séu tekin. Tölur um meðalatvinnuþátt- töku eru ónæmari fyrir sveiflum á milli mánaða en að mati ASÍ má greina að fjöldi þeirra sem eru utan vinnumarkaðarins hefur þokast upp á við á síðustu misserum. Af upplýsingum Hagstofunnar má einnig sjá að hlutfall starfandi í ágústmánuði hefur ekki verið lægra í tíu ár. Það var 74,9% í seinasta mán- uði. Hlutfall starfandi var 75,4% í sama mánuði í fyrra og 75,2% í ágúst mánuði 2010. Forsvarsmenn SA hafa margoft að undanförnu vakið athygli á að störfum er ekki að fjölga frá síðasta ári og mikil fækkun hefur orðið í hópi þeirra sem eru á vinnumarkaði. Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri SA, segir skýrar niðurstöður Hagstofunnar tala sínu máli. At- vinnuþátttakan minnkar og eru ef- laust ýmsar skýringar á því að mati hans s.s. þær að fólk hverfur af vinnumarkaði til náms, flytur úr landi og í einhverjum tilvikum kann eldra fólk að hafa ákveðið að fara af vinnumarkaði og hefja töku lífeyris o.s.frv. En það eru þó fyrst og fremst töl- ur sem sýna að störfum er ekki að fjölga sem stinga mest í augu og valda mestum vonbrigðum að sögn hans. Á árunum 2010 og 2011 mælast sömu tölur um fjölda starfa yfir árið í heild. Á 1. og 2. ársfjórðungi á þessu ári kom fram lítils háttar fjölgun framan af ári en í júlí og ágúst geng- ur sú þróun til baka, sem vekur mönnum ugg. Fátt bendir til fjölgunar starfa  Tölur á fyrri hluta ársins bentu til að störfum væri að byrja að fjölga en það hefur ekki gengið eftir  Ný vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar veldur miklum áhyggjum um þróunina á vinnumarkaði Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Störf og atvinnuleysi Ný Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar hefur vakið athygli en hún staðfestir að enn er mjög alvarleg staða á vinnumarkaði. Myndin er frá framkvæmdum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Fátt er í hendi sem vekur bjart- sýni um fjölgun starfa þegar lit- ið er til haustsins og fram á vet- urinn. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að fyrirtæki í bygg- ingariðnaðinum sjái ekki fram á nein stórverkefni í vetur. Menn hafi þó á tilfinningunni að sá vöxtur sem hefur verið í ferða- þjónustunni á umliðnum mán- uðum haldi áfram ef miðað er við sömu tímabil á seinasta ári. „Okkur virðist neyslan í land- inu almennt séð ekki vera að ná sér á strik,“ segir hann. Spá litlum breytingum í septembermánuði Á yfirliti Vinnumálastofnunar yfir stöðuna á vinnumark- aðinum í ágúst, þar sem fram kom að skráð atvinnuleysi var þá 4,8%, kom fram að Vinnu- málastofnun gerði ráð fyrir að atvinnuleysi í september breyttist lítið milli mánaða og yrði á bilinu 4,6% til 5% í sept- ember. „Yfirleitt batnar atvinnu- ástandið frá ágúst til sept- embermánaðar m.a. vegna árs- tíðarsveiflu. Í september 2011 var atvinnuleysi 6,6% en 6,7% í ágúst 2011,“ sagði í greinargerð Vinnumálastofnunar. Í Vinnumarkaðskönnun Hag- stofunnar í ágúst mældist at- vinnuleysið 5,8%. Dökkt útlit í haust og vetur STAÐAN Á VINNUMARKAÐI Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sauðfjárslátrun er nú komin á fullt í sláturhúsum landsins og margir landsmenn farnir að huga að slátur- gerð. Sláturmarkaður hófst í öllum verslunum Nóatúns í gær og þar á bæ búast menn við góðri sölu næstu vikurnar. Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúns, segir að eft- ir hrunið hafi orðið vakning í slátur- gerð. Salan hafi þá aukist á innmat og hráefnum til sláturgerðar og haldist jafngóð síðan. „Það er áber- andi að yngra fólkið kemur með stuðningsaðila í sláturkaupin. Eldra fólkið sem kann handtökin er flutt yfir heiðar til að taka sér sláturgerð fyrir hendur og miðla þekkingunni til þeirra sem yngri eru,“ segir Bjarni. Nóatún býður upp á kassa með þremur eða fimm slátrum en einnig er hægt að taka stakt slátur. Bjarni segir að þrjú slátur hafi verið vinsælasta einingin í fyrra. Úr einu slátri má fá fjóra keppi. Fallþunginn yfir 16 kg Hjá Norðlenska á Húsavík var bú- ið að slátra um 27 þúsund fjár eftir gærdaginn. Fallþunginn eftir þenn- an fjölda er að meðaltali 16,45 kg en var í lok sláturtíðar í fyrra 15,7 kg. Sigmundur Hreiðarsson, vinnslu- stjóri hjá Norðlenska, segir að meðalþunginn geti farið niður þegar meira fé kemur í slátrun af þeim svæðum sem lentu í hremmingunum í síðustu viku. „Það mun tvímæla- laust hafa áhrif. Þau lömb hafa ekki dafnað vel síðustu daga og þurfa að bíða eitthvað. Vegna þessa munum við líklega fá færra fé til slátrunar og sláturtíminn styttast.“ Hjá Sláturfélagi Suðurlands á Sel- fossi var búið að slátra rúmlega 20 þúsund fjár í gær, af um 100 þúsund sem búist er við að verði slátrað þar þetta haustið. Að sögn Einars Hjálmarssonar, stöðvarstjóra hjá SS, líta dilkarnir ljómandi vel út og fallþunginn er 16,2 kg að meðaltali. Hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga gengur slátrun líka vel og búið að slátra um 36 þúsund fjár, af um 120 þúsund. Meðalvigtin er rúm 16 kg. Yngra fólk kemur með stuðningsaðila í sláturkaup  Vakning í sláturgerð  Slátrað á fullu og fallþungi góður Morgunblaðið/Golli Matargerð Sláturmarkaður hófst í Nóatúni í gær. Eftir hrunið varð vin- sælla meðal landsmanna að taka slátur enda um ódýran mat að ræða. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.