Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Þrettán hreindýr gengu af útgefn- um veiðikvóta á veiðitímabilinu sem lauk á fimmtudagskvöld. Ekki náðist að veiða sjö tarfa og sex kýr. Kvótinn var alls 1.009 dýr, 588 kýr og 421 tarfur. Veiðarnar gengu í heildina vel en þó þurfti oftar að grípa til skörunar á milli veiðisvæða en áður vegna óhefðbundinnar dreifingar dýr- anna í haust og síðsumars. „Veiðimenn hefðu mátt nýta bet- ur fyrri hluta veiðitímans,“ sagði Jóhann G. Gunnarsson, sérfræð- ingur Umhverfisstofnunar á Egils- stöðum. „Þetta slapp því það komu góðir dagar í restina, þótt það væri snjókoma og slydda á heiðum. En þetta var fulltæpt hjá sumum.“ Þá var það óvenjulegt nú að endurúthlutun veiðileyfa stóð fram á síðasta dag. Krafan um skotpróf átti sinn þátt í að mörgum leyfum var skilað og eins töfðu þau fyrir endurúthlutun því skotpróf var skilyrði veiðileyfis. gudni@mbl.is 13 hreindýr gengu af kvótanum  Veiðitíminn ekki nógu vel nýttur Morgunblaðið/RAX Hreindýr Kvótinn náðist ekki allur að þessu sinni og gengu 13 dýr af. Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur Það er mikið um að vera í Stykkis- hólmi þessa dagana Fram fara tökur á kvikmyndinni The secret Life of Walter Mitty í leikstjórn Ben Stiller. Myndatakan fer fram í gamla mið- bænum og á bærinn að líkjast græn- lensku þorpi. Mikill undirbúningur hefur farið í að gera sviðsmyndina síðustu vikur. Húsum hefur verið breytt og leik- munum safnað saman víða. Leitað hefur verið eftir gömlum bátum og bílum og öðru sem minnir á græn- lensk þorp. Ráðhúsið var málað svart Gamla apótekinu hefur verið breytt og einnig Sjávarborg sem hefur feng- ið nýtt hlutverk. Ráðhúsið breytti líka um svip og var málað svart. Að sögn aðstandenda hafa tökur gengið vel, enda hefði veðrið vart get- að verið betra. Allt samstarf við heimamenn hefur verið eins og best verður á kosið. Upptökum í Hólm- inum lýkur í vikunni. Um 250 manns eru staddir í Stykkishólmi þessa dag- ana í vinnu við verkefnið. Hópurinn og upptökurnar setja mikinn svip á bæjarlífið á fallegum haustdögum. Grænlenskt yfirbragð Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Leikmynd Sjávarborg og gamla apótekið fengu nýtt hlutverk.  Stykkihólmur hefur tekið stakkaskiptum  Um 250 manns hafa komið að tökum á bíómynd Ben Stiller Heimur þagnar- innar heitir at- burður sem hald- inn verður á Kaffi Sólon í Bankastræti í dag klukkan 17- 20. Þetta er sam- starfsverkefni kaffihússins og Félags heyrnarlausra. „Við innganginn breytið þið tján- ingarmáta ykkar og steinþegið! Starfsfókið á Kaffi Sólon mun nota bendingar og tákn við afgreiðslu og þið munið gera það sama, tjá ykkur án orða. Komið og fáið ykkur drykk, segið brandara og sögur, töfrið einhvern upp úr skónum, en eingöngu án talaðra orða. Þið munið tjá ykkur með því að skrifa eða teikna á blað, nota látbragð, bend- ingar og tákn,“ segir í kynningu um atburðinn. Allir eru velkomnir. Heimur þagn- arinnar á Kaffi Sólon í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.