Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 16
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Júlíus Már Baldursson, formaður
Eigenda- og ræktendafélags land-
námshænsna, segir að það sé alltaf
að verða vinsælla að halda hænur í
þéttbýli. „Það er orðin góð sala á
hænum. Fólk kaupir tvær til fimm
hænur til að hafa í görðunum hjá
sér, sérstaklega í úthverfunum,“
segir Júlíus sem er stærsti rækt-
andi landnámshænsna á landinu.
Aukinn áhugi á hænsnahaldi í
þéttbýli kemur meðal annars til af
því, að sögn Júlíusar, að fólk er að
átta sig á því að það getur verið
með hænur enda þótt það búi ekki
í sveit. „Fólk er með ágætan bak-
garð og ekkert mál fyrir það að
hafa hænur í litlum kofa. Hæn-
urnar eru gæludýr sem gefa eig-
anda sínum egg, þær borða matar-
afganga svo þeir fara ekki í ruslið
og svo er hægt að nýta dritið úr
þeim í garðinn og spara þannig
áburðarkaup. Þá er komin vistvæn
hringrás.“
Hanar ekki verri en hundar
Nokkur styr hefur staðið um
hana í þéttbýli og hafa mörg sveit-
arfélög bannað þá. „Einhverjir láta
það pirra sig að heyra eitt og eitt
hanagal en svo eru margir með
hunda sem eru sígeltandi frá
morgni til kvölds. Það er ekkert
meira að hafa nokkrar hænur sem
gæludýr en hund eða kött. Það
hafa margir gaman af hanagalinu
en það er nóg að það sé einn sem
kvartar. Ég veit af kærum sem
ganga á milli þar sem þess er kraf-
ist að fólk láti fuglana sína. Ég hef
skrifað borgaryfirvöldum bréf
vegna hanabannsins og fleirum og
óskað eftir fundi en það hefur ekki
gengið eftir.“
Júlíus segir að ekki sé hægt að
þagga niður í hönunum en hægt sé
að haga málum þannig að þeir
trufli ekki með gali sínu. „Það má
bíða með að opna kofann fram að
hádegi svo að þeir gali ekki úti á
morgnana. Hanar gala mismikið en
galið hefur tilgang, er viðvör-
unarhljóð. Hann er að láta vita af
tilvist sinni, að vara aðra hana við
að koma nálægt sínu svæði þar
sem hann er með sínar spúsur.
Haninn er foringinn og skraut-
fuglinn, hann stjórnar hópnum
og verndar hann.“
Júlíus varar við hana-
banninu. „Má þá bara vera
með tík því hundurinn er oft
háværari eða má eiga læðu
en ekki fresskött því
fressar merkja svæði
sitt með vondri lykt?
Hvert á þetta að
fara?“
Hanagalið ekki
verra en hundsgá
Sala á hænum orðin góð Stendur styr um gal í borginni
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
Þeir íbúar Reykjavíkur sem
hafa hug á að halda hænur
þurfa að sækja um leyfi til þess
til borgarinnar ef ekki er um að
ræða skipulagt landbúnaðar-
svæði. Að sögn Árnýjar
Sigurðardóttur, framkvæmda-
stjóra Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur, berast ekki marg-
ar umsóknir um hænsnahald
árlega, þær séu aðeins örfáar
og hafi ekki fjölgað. Hún segir
mjög fá dæmi um að hænur séu
haldnar án tilskilinna leyfa og í
óþökk nágranna.
Ekki má vera með hana í
þéttbýlinu.
Árný segir að nú sé verið
að skoða sérstakar reglur
um hænsnahald í Reykja-
vík. „Það skal tekið fram
að allt slíkt verður háð
ströngum skilyrðum
eins og t.d. gilda í
borgum í
grannlöndum
okkar.“
Fá örfáar
umsóknir
REYKJAVÍKURBORG
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Hænsnahópur Vinsælla er orðið að halda hænur í þéttbýli. Hanar eru þó víða bannaðir og er formaður Eigenda- og
ræktendafélags landnámshænsna ekki sáttur við það. Hann segir gal hana ekki verra en gelt hunda.
Morgunblaðinu barst í gær athuga-
semd frá fjármála- og efnahags-
ráðuneytinu í gær vegna frétta í
blaðinu 15. og 18. september sl. Í
henni segir m.a.:
„Í fyrirsögn Morgunblaðsins 15.
september segir „Ónákvæmt orða-
lag um 250 milljónir“. Er þar vitnað
til greinargerðar í fjárlagafrum-
varpi fyrir árið 2013. Í fréttinni er
sagt að yfirlýstur tilgangur með
nýju greiðsluþátttökukerfi al-
mennra lyfja, sem varð að lögum í
júní, hafi ekki verið sá að spara
fjármuni og er vitnað til umsagnar
fjárlagaskrifstofu um lagafrumvarp
um kerfið frá 2011.
Umsögn fjárlagaskrifstofu um
sjúkratryggingafrumvarp er frá því
á vorþingi í mars 2011. Forsendur
fjárlagafrumvarps 2013 byggja hins
vegar á nýjum ákvörðunum sem
teknar eru í júní 2012 varðandi að-
haldsaðgerðir í tengslum við nýja
greiðsluþátttökukerfið á árinu 2013.
Í fjárlagafrumvörpum er iðulega
gert ráð fyrir að gerðar verði
breytingar á öðrum gildandi lögum,
eða frumvörpum og áætlunum sem
eru í vinnslu, í því skyni að ná fram
sparnaði í útgjöldum. Yfirleitt er þá
um að ræða löggjöf sem ekki var
sett með það að markmiði að draga
úr útgjöldum. Þetta á við um nýja
greiðsluþátttökukerfið sem var lög-
fest í júní sl.
Í fréttinni kemur fram að 250
m.kr. sparnaður eigi að verða í „al-
mennum lyfjakostnaði“ en ekki með
nýja greiðsluþátttökukerfinu. Nýja
kerfið átti að ganga í gildi 1. októ-
ber nk. en verður frestað til 1. jan-
úar næstkomandi, sbr. frumvarp
sem lagt var fyrir ríkisstjórnina 18.
september 2012, og mun það ná yfir
öll þau lyf sem sjúkratryggingar
hafa hingað til tekið þátt í að
greiða, að hluta eða að fullu (fyrir
utan svonefnd S-merkt lyf). Á
næsta ári verður því ekki um neinn
„almennan lyfjakostnað“ að ræða
sem ekki fellur undir nýja greiðslu-
þátttökukerfið. Allur sparnaður í
þessum útgjöldum verður fram-
kvæmdur með breytingum á því
regluverki,“ að því er segir í at-
hugasemdinni.
Fjármálaráðuneytið gerir sömu-
leiðis athugasemd við „fyrirsögn
blaðsins frá 18. september þar sem
talað er um „ónákvæmni á óná-
kvæmni ofan“. Ennfremur er gerð
athugasemd við fullyrðingu sem
finna má í sömu frétt, en þar segir
á nýjan leik að því sé ranglega
haldið fram í fjárlagafrumvarpinu
fyrir 2013 að spara eigi 250 millj-
ónir innan nýja greiðsluþátttöku-
kerfisins.
Þá segir í sömu frétt að röng full-
yrðing sé í fjárlögum (sic) um klín-
ískar leiðbeiningar um ADHD fyrir
fullorðna og haft eftir starfsmanni
velferðarráðuneytis að orðalagið í
frumvarpinu sé mjög ónákvæmt að
þessu leyti og að ráðuneytið sé ekki
ánægt með þetta orðalag í frum-
varpinu,“ segir í athugasemdinni.
Í athugasemd fjármálaráðuneyt-
isins er bent á að orðalagið sé orð-
rétt samkvæmt fjárlagatillögu vel-
ferðarráðuneytisins.
Athugsemd ritstj.
Orðalag um að fjárlagafrumvarp-
ið hafi verið ónákvæmt er komið frá
fulltrúum velferðarráðuneytisins.
Það á einnig við um ummæli um
„almennan lyfjakostnað“ í frétt
blaðsins frá 15. september.
Athugasemd frá fjármálaráðuneytinu
Júlíus Már
Baldursson
bbbb
P B B / F R É T T A T Í M I N N
bbbb
P B B / F R É T T A T Í M I N N
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Hermiskaði , þriðja og síðasta
bókin í Hungurleikaþríleiknum
Á
ÍSLENSKU!
EINNIG FÁANLEG
INNBUNDIN
M E T S Ö L U B Æ K U R
Umhverfis- og auðlindaráðherra
hefur ákveðið fyrirkomulag
rjúpnaveiða í haust, að fengnu mati
og tillögum Náttúrufræðistofnunar
Íslands og Umhverfisstofnunar.
Veiðar verða heimilar í níu daga
líkt og haustið 2011. Sölubann verð-
ur áfram á rjúpu og rjúpnaafurðum
og þá verður ákveðið svæði á Suð-
vesturlandi áfram friðað fyrir veiði.
Í mati Náttúrufræðistofnunar
kemur fram að rjúpnastofninn sé
nú á niðurleið um allt land. Við-
koman 2012 var góð, sem bætir
bága stöðu stofnsins, og hann
mælist því stærri
en í fyrrahaust,
þrátt fyrir minni
varpstofn.
Umhverfis-
stofnun leggur
áherslu á að far-
ið verði að ráð-
gjöf Náttúru-
fræðistofnunar
um ráðlagða veiði upp á 34.000
fugla, sem geri um sex rjúpur á
veiðimann, miðað við þann fjölda
veiðimanna sem að jafnaði fari til
rjúpnaveiða.
Rjúpnaveiði verður
óbreytt í haust