Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 28

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti fimmtán manns biðu bana í götumótmælum og óeirð- um í Pakistan í gær vegna ólgu sem rakin er til kvikmyndarinnar „Sak- leysi múslíma“, sem gerð var í Bandaríkjunum, og skopmynda af Múhameð spámanni í frönsku tíma- riti. Tugir þúsunda manna mótmæltu myndunum á götum borga í Mið- Austurlöndum og víðar í Asíu eftir föstudagsbænir í moskum. Ólgan var mest í Pakistan en í öðrum löndum kom ekki til eins mikilla átaka og ótt- ast hafði verið. Sendiráð vestrænna ríkja voru lokuð í mörgum múslímalöndum vegna mótmælanna sem breiðst hafa út síðustu tólf daga eftir að 14 mín- útna myndskeið úr kvikmyndinni var birt á netinu. Óttast var að skop- myndir sem franska tímaritið Char- lie Hebdo birti í vikunni myndu kynda undir mótmælunum og Frakkar ákváðu því að loka sendi- ráðum, ræðismannsskrifstofum og menningarmiðstöðvum sínum í 20 múslímalöndum. Kveikt í byggingum Átök blossuðu upp milli mótmæl- enda og lögreglumanna í fimm stærstu borgum Pakistans. Að minnsta kosti tíu manns biðu bana í Karachi og fimm í Peshawar, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. Lögreglumenn hleyptu af byssum og beittu táragasi til að stöðva óeirðaseggi sem réðust á kvik- myndahús, banka, verslanir og veit- ingahús í Karachi. Kveikt var í nokkrum byggingum í borginni og óeirðaseggir létu greipar sópa um verslanir. Einnig var kveikt í tveim- ur kvikmyndahúsum í Peshawar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ráðið Bandaríkjamönnum frá því að fara til Pakistans vegna mótmæl- anna. Birtar voru sjónvarpsauglýs- ingar á vegum Bandaríkjastjórnar þar sem Barack Obama Bandaríkja- forseti og Hillary Clinton utanríkis- ráðherra gagnrýndu kvikmyndina. „Afkáralegir trúðar“ Ritstjóri Charlie Hebdo varði þá ákvörðun sína að birta skopmyndirn- ar af Múhameð spámanni. Hann lýsti mótmælendunum sem „afkáralegum trúðum“ og sakaði frönsku stjórnina um þjónkun við óeirðaseggi með því að gagnrýna tímaritið fyrir að ögra múslímum. Mannskæðar óeirðir og íkveikjur í Pakistan Kopti gerði myndina » Bandarísk yfirvöld segja að egypskur Kopti sem býr í Kali- forníu hafi gert kvikmyndina umdeildu. » Maðurinn heitir Nakoula Basseley Nakoula og er í fel- um. Hann var fundinn sekur um fjársvik árið 2010 og dæmdur til að endurgreiða andvirði 100 milljóna króna. Libía Marokkó Súdan Níger Jemen Túnis Indónesía Kúveit Sýrland Líbanon Afganistan Indland Íran Malasía Bangladess Egyptal. Írak Pakistan Jórdanía Gaza Ísrael Tyrkland Belgía Frakkland Óeirðir blossuðu upp í Pakistan í gær Fjölmennustu mótmælin frá 11. september Mótmælendur í Rawalpindi í Pakistan í gær Taíland Aserbaídsjan Filippseyjar Kvikmyndin Sakleysi múslíma hefur vakið reiði múslíma víða um heim Múslímar mótmæla mynd um íslam Srí Lanka Ástralía  Ekkert lát á mótmælum í múslímalöndum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær með það fyrir augum að styrkja hana fyrir þingkosningar sem eiga að fara fram eftir ár. Stjórn- málaskýrendur lýstu uppstokkuninni sem „vítamínsprautu“ til að gera stjórninni kleift að snúa vörn í sókn eftir að hafa tapað fylgi á síðustu mánuðum. Helsta breytingin er að Jonas Gahr Støre fer úr utanríkisráðuneyt- inu og verður heilbrigðisráðherra. Hann fær það erfiða verkefni að koma á breytingum í heilbrigðiskerf- inu sem stjórnin telur nauðsynlegar en hafa verið mjög umdeildar. Í stað Støre verður Espen Barth Eide utanríkisráðherra, en hann hef- ur farið með varnarmál í stjórninni. Anne-Grete Strøm-Erichsen, fráfar- andi heilbrigðisráðherra, verður varnarmálaráðherra. Hadia Tajik, 29 ára kona af pakist- önsku bergi brotin, verður menningarráðherra. Hún er 40. stjórnmálamaðurinn sem fengið hef- ur sæti í stjórn Stoltenbergs frá því að hann komst til valda fyrir sjö ár- um. Stoltenberg er eini ráðherrann sem gegnt hefur sama embætti allan þennan tíma. Magnus Takvam, stjórnmálaskýr- andi norska ríkisútvarpsins, segir að með því að færa Støre í heilbrigðis- ráðuneytið hafi Stoltenberg sett vin- sælasta ráðherrann í erfiðasta emb- ættið. Það bendi til þess að Stolten- berg sé að undirbúa leiðtogaskipti og ætli að víkja fyrir Støre, annaðhvort á landsfundi Verkamannaflokksins á næsta ári eða 2015. Talinn undirbúa leiðtogaskipti  Jens Stoltenberg stokkar upp í stjórn sinni og setur Støre í erfiðasta embættið Ef marka má nýjustu fylgis- kannanir fengju Hægriflokkur- inn og fleiri mið- og hægriflokk- ar meirihluta á norska þinginu ef kosið væri nú. Kannanirnar benda einnig til þess að Erna Solberg, leiðtogi Hægriflokks- ins, sé vinsælasti stjórnmála- foringi landsins. Um 45% vilja að hún verði forsætisráðherra en 43% vilja að Jens Stolten- berg haldi embættinu. Hægrisveifla SOLBERG VINSÆLUST Jens Stoltenberg Erna Solberg Umhverfisverndarsamtök beita sér fyrir metnaðarfullum áformum um að tengja saman sjávarþjóðgarða í Kyrrahafi og koma á verndarsvæði á stærð við tunglið. Henry Puna, forsætisráðherra Cook-eyja, tilkynnti formlega í lok ágúst að stofnaður hefði verið 1,065 milljóna ferkm sjávarþjóðgarður til að vernda hafið við eyjarnar. Peter Seligmann, einn stofnenda umhverfisverndarsamtakanna Con- servation International (CI), segir þetta sýna að Kyrrahafseyjarnar séu nú í fararbroddi í baráttunni fyrir verndun heimshafanna. Samtökin beita sér fyrir því að fleiri Kyrrahafseyjar fari að dæmi Cook-eyinga og stofni sjávar- þjóðgarða til að vernda lífríkið á alls 40 milljóna ferkílómetra haf- svæði frá Marshall-eyjum í norðri til Nýja-Sjálands í suðri. Nái áform- in fram að ganga verður verndar- svæðið á stærð við tunglið, um 8% af yfirborði jarðar og nær fjórum sinnum stærra en Evrópa. Eyjarnar Kiribati og Tokelau hafa nú þegar farið að dæmi Cook- eyinga og Nýja-Kaledonía hyggst stofna 1,4 millj. ferkm sjávar- þjóðgarð á næstu árum. bogi@mbl.is METNAÐARFULL ÁFORM Heimild: CI 1,065 millj. km2 - stofnaður formlega í lok ágúst Sjávarþjóðgarður Náttúruverndarsamtök vilja að verndarsvæðið í Kyrrahafi verði nær fjórum sinnum stærra en Evrópa Fyrirhugað verndar- svæði skv. tillögu umhverfisverndar- samtaka 40 milljónir km2 Ratonga, Cook-eyjar KYRRAHAF ÁSTRALÍA NÝJA- SJÁLAND COOK- EYJAR Vilja verndarsvæði á stærð við tunglið Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Fáanlegur í mörgum litumVerð leður kr. 439.000,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.