Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 8

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Pólitískar öfugmælavísur erumikil listgrein sem hefur náð nýjum hæðum í tíð núverandi rík- isstjórnar. Svo langt er gengið í furðulegum fullyrð- ingum að það er í raun ekki hægt að gagnrýna þær í neinni alvöru held- ur verða áheyr- endur að taka þeim sem háðsádeilu og gríni.    Í umræðum á Alþingi í vikunniflutti Jóhanna Sigurðardóttir slík gamanmál. Hún sagði að dregið hefði úr skattheimtu í tíð þessarar ríkisstjórnar og fólk og fyrirtæki héldu nú meiru eftir af tekjum sínum en í tíð fyrri ríkis- stjórnar.    Ekki er ónýtt að eiga svospaugsaman forsætisráð- herra sem er tilbúinn að kasta trúverðugleikanum – það er að segja gagnvart þeim sem enn höfðu einhverja trú á henni – til að stunda þessa óvenjulegu list- grein.    En þetta er líka skemmtilegtframhald af furðukenning- unum sem hægt var að skemmta sér yfir fyrir nokkrum árum um að skattalækkanir væru skatta- hækkanir.    Þá gilti einu hve skattar vorulækkaðir mikið, alltaf fundust stjórnarandstæðingar, ekki síst Jó- hanna Sigurðardóttir áður en hún settist í stól félagsmálaráðherra árið 2007, og fóru með öfugmæli um að skattalækkanir væru í raun skattahækkanir.    Orwell orðaði sömu hugsun áannan hátt í bók um aðra ríkisstjórn: Stríð er friður, frelsi er ánauð, fáfræði er máttur. Jóhanna Sigurðardóttir Orwellskar öfugmælavísur STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 súld Bolungarvík 12 alskýjað Akureyri 10 alskýjað Kirkjubæjarkl. 8 rigning Vestmannaeyjar 9 rigning Nuuk 5 þoka Þórshöfn 10 heiðskírt Ósló 11 léttskýjað Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 10 léttskýjað Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 15 heiðskírt Dublin 12 léttskýjað Glasgow 12 léttskýjað London 16 heiðskírt París 12 skúrir Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 15 heiðskírt Berlín 17 heiðskírt Vín 17 skýjað Moskva 15 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 28 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 31 heiðskírt Róm 22 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 7 skýjað Montreal 17 alskýjað New York 21 heiðskírt Chicago 15 alskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:13 19:29 ÍSAFJÖRÐUR 7:17 19:34 SIGLUFJÖRÐUR 7:00 19:17 DJÚPIVOGUR 6:42 18:58 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra hefur viðrað hugmyndir um hugsanlega björgunarmiðstöð hér á landi við nokkra af valdamestu ráða- mönnum norður- skautsríkjanna. Á síðasta ári var gengið frá samn- ingi á vettvangi Norðurskauts- ráðsins er kveður á um samstarf ríkjanna við leit og björgun á norð- urslóðum. Fyr- irsjáanlegt er að umferð á norðurslóð- um aukist á næstu árum m.a. vegna loftslagsbreytinga. „Það má segja að þetta sé allt á frumstigi ennþá. Samningurinn um leit og björgun frá því í fyrra er sögu- legur áfangi en er í raun beinagrind sem þarf að klæða holdi. Útfæra þarf hvar miðstöðvar björgunar og leitar eigi að vera á þessu gríðarlega víð- feðma svæði,“ segir Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra. „Við Ís- lendingar höfum bent á sérstöðu okkar varðandi staðsetningu gagn- vart mjög stóru svæði. Ég hef bent á nauðsyn þess að við ynnum saman að málinu og nefnt sérstaklega alþjóð- lega björgunarmiðstöð hér á landi sem myndi byggjast á íslenskum kjarna,“ segir Össur. Siglingaleiðir og olíuvinnsla Að mati Össurar þarf að greina hverjar þarfirnar eru miðað við vænt- anleg umsvif á svæðinu á næstu ára- tugum. Í fyrsta lagi þurfi að taka tillit til þess að umferð muni snaraukast með nýjum siglingaleiðum milli heimsálfanna. Í annan stað segir Öss- ur að upp úr 2025 kunni að verða þrjú olíusvæði norðan Íslands, sem myndi stórauka umferð í nágrenni landsins. Ekkert byggt svæði með sambæri- legum innviðum og á Íslandi sé jafn- nálægt þessum olíusvæðum og Ís- land. Össur telur óhjákvæmilegt að í framtíðinni þurfi að byggja upp og þjálfa sérstaka getu til að bregðast við stórum umhverfisóhöppum sem tengjast gas- og olíuvinnslu. Össur bendir á að í raun verði olíu- svæðin norður af landinu alþjóðleg, önnur lönd muni væntanlega tengjast hugsanlegri olíuvinnslu með einum eða öðrum hætti. „Þess vegna er um alþjóðlega ábyrgð að ræða, ekki er hægt að ætl- ast til þess að Íslendingar standi und- ir kostnaði við slíkan aðbúnað að öllu leyti. Auðvitað þurfum við að standa okkar plikt, hér er mjög góður kjarni starfsliðs á sviði leitar og björgunar, kannski sá besti í heimi, hins vegar þarf frekar að bæta í á næstu áratug- um, sérstaklega í viðbúnað varðandi mengunaróhöpp,“ segir utanríkisráð- herra og bætir við að það sé skylda sín að horfa til þeirra ógna sem geta staf- að af mögulegri olíu- og gasvinnslu, ekki aðeins hugsanlegs ávinnings. Ábyrgðin ekki aðeins okkar  Alþjóðleg björgunarmiðstöð hér? Össur Skarphéðinsson Aðspurður um viðbrögð erlendra ráðamanna við hugmyndum sín- um segir Össur þau hafa verið já- kvæð. „Ég hef átt óformleg sam- töl við utanríkisráðherra ná- grannaríkjanna þar sem verið er að þreifa á mögulegu samstarfi ríkjanna. Viðbrögð Clintons, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, voru jákvæð en málið var reifað í fyrsta skipti og það því enn á algeru frumstigi. Almennt tel ég að til sé að verða öxull sem samskipti okkar Bandaríkja- manna munu hverfast um og það eru norðurslóðir,“ segir Össur. Enn á óform- legum nótum VIÐBRÖGÐ GRANNRÍKJA Fertugasti og fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn 21. til 24. febrúar árið 2013 í Laugar- dalshöll í Reykjavík. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins tók þessa ákvörðun í gær að tillögu Jónmundar Guðmarssonar, fram- kvæmdastjóra flokksins, að því er segir í tilkynningu. Samkvæmt lög- um flokksins á að halda landsfund að jafnaði á tveggja ára fresti. Síðasti landsfundur Sjálfstæðis- flokksins var haldinn í nóvember ár- ið 2011. Þá var Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður flokksins og Ólöf Nordal var endurkjörin vara- formaður. Ólöf lýsti því nýlega yfir að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í varaformannskjöri á næsta landsfundi flokksins og hún ætlar einnig að láta af þingmennsku næsta vor. gummi@mbl.is Landsfundur Sjálfstæðis- flokks haldinn í febrúar Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM : (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665 , Fax: (354) 557 7766 , Veffang : firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.