Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 2. S E P T E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 222. tölublað 100. árgangur
STÓRMENNI MEÐ GULLHJARTA
ÞAKKLÁT FYRIR TÆKIFÆRIN
Á SAMA TÍMA, MEÐ TÁRI
NÝR SUNNUDAGUR
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Við erum að vinna í því að koma í veg
fyrir að hér skapist eitthvert hættu-
ástand eða að öryggi sjúklinga sé
stefnt í hættu. Það hefur verið skorið
mikið niður á undanförnum árum.
Alls hefur spítalinn skorið samtals
niður um 32 milljarða frá 2007,“ segir
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.
Í ályktun fundar Læknafélags
Reykjavíkur og Félags almennra
lækna er lýst áhyggjum af versnandi
ástandi á spítalanum og í heilbrigðis-
þjónustunni. Talað er um vaxandi
álag, erfiðar vinnuaðstæður og van-
mat á störfum fagfólks.
Niðurskurðurinn hefur enn sem
komið er ekki komið niður á öryggi
sjúklinga að mati Björns og þakkar
hann það samhent verk allra starfs-
manna spítalans á þessum tíma. „Það
hefur þurft að fækka starfsfólki úr
5.200 niður í 4.500 á
þessum tíma en
okkur hefur samt
tekist að halda í
jafn marga
sérfræðilækna og
hjúkrunarfræðinga
og var árið 2007,“
segir Björn.
Hann tekur
fram að verði ekki fljótlega hugað að
tækjakaupum fyrir spítalann geti
stefnt í vont ástand. „Við fáum 262
milljónir til kaupa á tækjum á sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og
það liggur fyrir nú en þurfum minnst
860 milljónir. Ég geri mér vonir um
að við fáum meiri fjármuni til tækja-
kaupa eftir umfjöllun um málið í fjár-
laganefnd Alþingis.“
Björn segir komið að þolmörkum
spítalans bæði hvað varði niðurskurð
og þörfina á endurnýjun tækja-
búnaðar .
Komið að þolmörkum
Unnið að því að koma í veg fyrir hættuástand Starfsmönnum fækkað um 700
Björn Zoëga
Jafndægur á hausti eru í dag en þá er sólin beint yfir
miðbaug jarðar og dagurinn um það bil jafnlangur
nóttunni alls staðar á hnettinum.
Það var fallegt á Þingvöllum þegar myndin var tekin
en þess er stutt að bíða að myrkrið nái yfirhöndinni og
styttist dagurinn nú um 6-7 mínútur á sólarhring. Á
vetrarsólstöðum fer daginn svo aftur að lengja og tek-
ur hann völdin á ný eftir vorjafndægur.
Morgunblaðið/Ómar
Dagurinn lætur undan síga
„Tilfellið er að um
leið og maður fer
að skoða sögu
Veru Hertzsch þá
er Halldór [Lax-
ness] alltaf nálæg-
ur,“ segir Jón
Ólafsson heim-
spekingur en hann
hefur rannsakað líf
Veru í Gúlaginu og komið höndum
yfir ýmsar frumheimildir um fanga-
búðavist hennar í Sovétríkjunum á
árunum 1938-1943.
Bók Jóns um Veru Hertzsch,
barnsmóður Benjamíns Eiríkssonar
hagfræðings, kemur út innan nokk-
urra vikna. Vera varð goðsögn í
menningarlífi þjóðarinnar þegar
Halldór Laxness skrifaði kafla um
hana í Skáldatíma árið 1963 en
hann var gestkomandi á heimili
hennar þegar hún var tekin hönd-
um en með henni í Gúlagið hvarf
dóttir hennar, Erla Sólveig, fædd í
mars 1937.
Skrif Halldórs vöktu mikla at-
hygli á sínum tíma og var hann
bæði gagnrýndur og afsakaður fyr-
ir áframhaldandi lofskrif um Sovét-
ríkin eftir þennan atburð.
Jón er í viðtali í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins um bók sína og
frændsystkinin Árný og Benjamín
Árnason segja frá því hvernig þau
upplifðu afa sinn og fortíð hans.
julia@mbl.is
„Halldór
er alltaf
nálægur“
Ný bók um afdrif
Veru Hertzsch
Jón Ólafsson
Kynslóðir vinna
saman að sláturgerð
Vaxandi áhugi virðist vera á slát-
urgerð meðal landsmanna. Bjarni
F. Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóa-
túns, segir áberandi að yngra fólkið
komi með stuðningsaðila í slátur-
kaupin. „Eldra fólkið sem kann
handtökin er flutt yfir heiðar til að
taka sér sláturgerð fyrir hendur og
miðla þekkingunni til þeirra sem
yngri eru,“ segir Bjarni. »6
Læknir sem er
að gera rann-
sókn á misnotk-
un á metýlfeni-
datlyfjum, sem
notuð eru gegn
ADHD, hefur
komist að raun
um að nokkuð af
þessum lyfjum
kemur beint á
svarta markaðinn frá útlöndum,
m.a. hafa menn séð pólskar lyfja-
umbúðir. Páll Matthíasson, fram-
kvæmdastjóri geðsviðs Landspít-
alans, segir að þessi staðreynd
hafi komið mönnum töluvert á
óvart. »12
Beint frá útlöndum
á svarta markaðinn
Áframhaldandi
myntsamstarf á
evrusvæðinu
útheimtir frekari
samþættingu í
efnahagsstjórn
evruríkjanna með
aðferðum sem ekki
hefðu komið til
greina þegar evran
fór af stað.
Þetta segir Yves-Thibault de
Silguy, einn af feðrum evrunnar, í
samtali við Morgunblaðið í dag en
hann rekur þar hvernig evruríkin
hafi ekki fylgt fyrirmælum um að-
hald í ríkisfjármálum.
Afleiðingin hafi verið sú að þegar
harðna tók á dalnum í fjármála-
kreppunni 2008 hafi ríki, sem höfðu
lengi tekið mið af vaxtastigi í Þýska-
landi, staðið berskjölduð frammi fyr-
ir lausafjárþurrð á mörkuðum.
De Silguy telur evruna einu lausn-
ina. „Við eigum engra annarra kosta
völ en að halda áfram með evruna …
Þetta er spurning um hvort álfan
kemst af.“ »20
Framtíð
Evrópu
sögð í húfi
De Silguy
Rekstrarkostnaður slitastjórnar
Glitnis nam tæpum fjórum millj-
örðum fyrstu sex mánuði ársins, en
á öllu síðasta ári var hann 5,4
milljarðar. Að öðru óbreyttu stefnir
í að rekstrarkostnaður slita-
stjórnarinnar aukist um 50% milli
ára og verði hátt í átta milljarðar.
Steinunn Guðbjartsdóttir, for-
maður slitastjórnar, segir skýr-
inguna vera aukinn erlendan
sérfræðikostnað. »26
Rekstrarkostnaður
stefnir í 8 milljarða
Hulda Gunnlaugsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ahus-spítalans í Nor-
egi, hefur beðið sjúklinga sem
dvöldu á spítalanum árið 2011 afsök-
unar á skaða sem hlaust af mann-
eklu sem varð vegna samruna spítala
áður en hún tók til starfa þar.
Læknar og hjúkrunarstarfsfólk höfðu
ítrekað kvartað yfir manneklu en
heilbrigðisráðherrann, Anne-Grete
Strøm-Erichsen, sagði ástandið vera
í góðu lagi. Hún hefur nú látið af
störfum og Jonas Gahr Støre, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, verður nýr
heilbrigðisráðherra. Málið hefur vak-
ið mikla athygli í Noregi.
Hulda segir málið snúast um ör-
yggi sjúklinga og
fari svo að heil-
brigðisstarfsfólk
fari frá Íslandi geti
myndast álíka
ástand hér á landi
þar sem öryggi
sjúklinga verði í
hættu. „Þegar ég
var forstjóri LSH
furðaði ég mig á því hvað tækjabún-
aður á Íslandi var gamall og spít-
alinn háður gjafafé. Þá vinna færri
hlutfallslega á LSH en á spítulum í
Noregi og vaktirnar eru lengri. Þetta
og flótti starfsfólks úr landi dregur
úr öryggi sjúklinga,“ segir Hulda.
Snýst um öryggi sjúklinga
SJÚKLINGAR Í NOREGI BEÐNIR AFSÖKUNAR
Hulda
Gunnlaugsdóttir