Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 42

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 ✝ Ásdís Ingimars-dóttir fæddist á Egilsstöðum 7. nóv- ember 1967. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 13. september síð- astliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingi- mar Sveinsson frá Egilsstöðum, bóndi þar og síðar kenn- ari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, f. 27. febrúar 1928, og Guðrún Gunnarsdóttir bókhald- ari og húsfreyja frá Gestsstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði, f. 7. september 1933. Systkini Ásdísar eru: 1) Sigríður Fanney, f. 23. apríl 1957, líffræðingur, gift Lars Christensen hagfræðingi; þau eiga tvö börn, Magnús og Maríu, og er fjölskyldan búsett í Dan- mörku. 2) Gunnar Snælundur, f. 19. febrúar 1960, fjármálastjóri, kvæntur Anne-Mette Skovhus viðskiptatúlki; þau eiga þrjú börn, Marenu Kristínu, Markús Snæ- lund og Önnu Vigdísi, og er fjöl- skyldan búsett í Danmörku. 3) Kristín María, f. 31. mars 1962, Bændaskólann á Hvanneyri og umönnunarstörf við Skálatúns- heimilið í Mosfellsbæ og fleira. Lengi hafði hún umsjón með ung- lingasíðu tímaritsins Eiðfaxa. Frá árinu 1996 hefur Ásdís kennt börnum, sem leiðbeinandi til að byrja með og síðan sem kennari og stigstjóri, fyrst við Andakílsskóla, síðan við Grunn- skólann á Varmalandi og síðast við Grunnskólann í Borgarnesi þar sem hún hafði umsjón með skólabókasafni og kenndi safn- og upplýsingafræði auk almennr- ar kennslu. Meðfram kennslu- störfum tók Ásdís auk þess þátt í ýmsum þróunarverkefnum í upp- lýsingatækni. Hún sat m.a. í stýri- hóp þróunarverkefnis í upplýs- ingatækni á vegum menntamála- ráðuneytisins fyrir hönd Varmalandsskóla, hafði umsjón með samstarfsverkefni tíu grunn- skóla á Norðurlöndum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd Grunnskólans í Borg- arnesi og kenndi ýmis námskeið í tölvutækni og vefsíðugerð á veg- um Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Nema hvað ehf. Ásdís veiktist af bráðahvít- blæði fyrir réttum sjö árum og hefur barist við það sleitulítið síð- an. Nú hefur sá óvinur haft sigur. Útför Ásdísar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, 22. sept- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 14. myndlistarmaður, gift Jóhannesi Ey- fjörð Eiríkssyni gæða- og öryggis- fulltrúa; þau eiga þrjú börn, Guðrúnu Ýri, Matthías og Andra; þau búa í Mosfellsbæ. 4) Sveinn Óðinn, f. 2. nóvember 1972, vél- stjóri, kvæntur Guð- rúnu Halldóru Vil- mundardóttur húsmóður; þau eiga tvö börn, Ingimar Örn og Hafdísi Rún, og er fjölskyldan bú- sett á Selfossi. Veturinn 1988-89 stundaði Ás- dís nám í bókmenntum og leiklist við Ryslinge Højskole í Dan- mörku. Stúdentsprófi lauk hún frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla árið 1991 og kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Jafnhliða stundaði hún ís- lenskunám veturlangt við Há- skóla Íslands. Á námsárum sínum starfaði Ásdís meðal annars sem kirkjuvörður við Seltjarnar- neskirkju og æskulýðsfulltrúi hjá Landssambandi hestamanna- félaga, vann við tilraunastörf við „Ef þú ferð á undan mér yfrí sælli veröld,“ sungum við systur, ég og Ásdís fyrir Siggu Fanneyju, elstu systur okkar, á fimmtugsaf- mæli hennar fyrir rúmum fimm árum. Ásdís beindi orðum sínum ekki síst til afmælisbarnsins. Sigga Fanney hafði fylgt henni í erfiða sjúkrameðferð til Svíþjóðar ári fyrr og verið henni ómetanleg- ur stuðningur þar. Meðferðin í Svíþjóð lofaði góðu og allir voru bjartsýnir en svo stuttu eftir af- mælisveisluna kom í ljós að sjúk- dómurinn hafði tekið sig upp á ný. Næstu árin fór Ásdís margsinnis í gegnum meðferðir og náði ótrú- legum bata og átti nokkur góð tímabil þar sem hún og allir í kringum hana fylltust bjartsýni; „Ásdís ofurhetja“ virtist geta sigr- að hverja þá þolraun sem fyrir hana var lögð. En sjúkdómurinn tók sig alltaf upp aftur og nú síðast í sumar. Í lok sumars stóð Ásdís frammi fyrir þeirri staðreynd að þessari baráttu væri að ljúka. Hún sýndi mikið raunsæi og tókst á við hið óumflýjanlega af eindæma æðruleysi og hugrekki. Hún hafði lært í gegnum sína erfiðleika að sætta sig við það sem enginn gat breytt en hún breytti svo sannar- lega því sem hún gat. Hún dvaldi mestan hluta síðasta sumars í ein- angrun á sjúkrastofu og lét þá til dæmis færa sér Ferðaatlas-bók um Ísland. Hún blaðaði í bókinni, staldraði við á einhverri síðunni og skoðaði leiðir og ferðaðist í hug- anum. Hún lét hugann svo sann- arlega „skoppa“, eins og hún söng í afmælisveislunni fyrir fimm ár- um. Krakkar löðuðust að Ásdísi. Hún var mjög skapandi og hug- myndarík, mikil uppáhalds- frænka, hugulsöm, gjafmild og skemmtileg. En á bak við húm- orinn og uppátækin lá alltaf ein- hver alvara og leið til að láta krakkana rökræða og velta fyrir sér ýmsum spurningum um lífið og tilveruna. Ásdís var kennari síðustu árin áður en hún veiktist og var einstaklega farsæl í því starfi. Lítil frænka átti í erfiðleik- um með að læra á klukku. „Sendu hana bara í heimsókn til mín, í klukkuskóla,“ lagði Ásdís til. Eftir helgardvöl hjá Ásdísi frænku kom stúlkan heim, alsæl með klukku sem þær höfðu búið til í samein- ingu. Nú vissi stúlkan alveg hvað klukkan sló! „Frænka mín er of- urhetja sem getur flogið,“ fullyrti lítill frændi fyrir nokkrum árum. Frásagnargleði Ásdísar var svo sannfærandi að litli systursonur hennar var algjörlega sannfærð- ur. Hún átti í fórum sínum sér- stakan búning og skikkju sem hún geymdi í þar til gerðri kistu. Hún skellti sér bara í búninginn, setti á sig „skinku“ og flaug svo af stað! „Hún er göldrótt,“ sagði annar ungur frændi. „Hún hefur sýnt mér töfra með gulrót!“ Galdurinn fólst í því að Ásdís borðaði gulrót og svo, abra da kabra, dró hún gulrótina upp úr vasa sínum aftur! Það er ljóst að enginn gat leikið þetta eftir. Þessi galdur virkaði bara hjá Ásdísi og engum öðrum. Með miklum söknuði og trega kveðjum við þig, elsku Ásdís. Missir okkar er mikill. Þú ert nú farin „yfrí sælustraffið“, en eftir lifa minningar um einstaka systur, mágkonu og frænku. Kristín María Ingimarsdóttir og fjölskylda. Tómleikinn er mikill þegar ein- hver okkur nákominn er frá okkur tekinn. Tómleiki sem ekki verður fylltur. Ásdís systir er farin á vit æðri máttarvalda eftir hetjulega baráttu við hvítblæði. Baráttu sem tók sjö ár. Sjö ár sem ein- kenndust af sigrum, markmiðum, erfiðleikum, væntingum, baráttu, samstöðu og á endanum tapi. Ás- dís var ofurhetja, tók öllu sem á henni dundi í þessum veikindum af einstöku æðruleysi og baráttu- hug. Við fylgdumst að alla tíð og gengum í gegnum margt saman. Bjuggum saman, ferðuðumst saman og vorum hvort öðru styrk- ur og vinur í gegnum lífið. Ým- islegt var brallað. Höfðum sér- stakt lag á að stríða hvort öðru og hrekkja, okkur til gamans. Ég er enn ekki búinn að átta mig á að þessi hornsteinn í lífi mínu er horfinn. Nú get ég ekki bara gripið símann og hringt í Ás- dísi til að ræða málin. Börnin mín fá ekki að njóta samvista við hana framar. Nú hringir hún ekki leng- ur í mig til að spyrja: „Hvað held- urðu að sé að bílnum? Það heyrist svona klíng donk boing.“ Það hefur myndast skarð í systkinahópinn sem aldrei verður fyllt, en minningin lifir um einstaka manneskju sem verða mun fyrir- mynd okkar allra. Ég veit að í huga allra sem kynntust Ásdísi er hún ógleyman- leg, enda var hún einstök mann- eskja sem engin orð fá lýst. Söknuðurinn er stór en huggun mín er að nú er hún komin á betri stað og við munum hittast um síðir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þinn bróðir, Sveinn Óðinn. Ásdís Ingimars. Ásdís litla. Ás- díspásdís. Ásdís ofurhetja. Hún hét Ásdís í höfuðið á föð- ursystur sinni, sem kölluð var Ás- dís frænka og varð ósegjanlega glöð þegar hún heyrði hvað barnið var látið heita. Eftir það var telpan gjarnan kölluð Ásdís litla, til að- greiningar. Hún var með ljósan, næstum gulhvítan þyril um höfuðið og þetta einlæga, glettnisblíða blik í augunum. Brosmild en líka djúp- hugul strax sem barn. Hugsaði mikið og fannst tilveran forvitnileg. Vildi upplifa og reyna, en líka gera og skapa. Glettnin og djúphyglin voru hennar aðalsmerki alla tíð. Svo stækkaði hún og þegar næsta kynslóð kom, varð hún líka Ásdís frænka. Frænkan sem allir vildu fara til og vera hjá og með, af því að hún var svo skemmtileg og uppáfinningasöm og stríðin, en líka sú sem ræddi við börn af dýpt og innlifun um það sem skiptir máli í lífinu. Það var þessi dýpt og innlifun sem gerði hana að þeim einstaka kennara sem hún var þegar hún fór að starfa sem barnakennari. Áhug- inn, gleðin og uppátækin alveg óút- reiknanleg, gerðu það að verkum að nemendur hennar elskuðu hana og dáðu og vildu á stundum helst ekki fara heim úr skólanum. Henni var það léttur leikur að vekja áhuga barna á öllum sköpuðum hlutum, hvort heldur þeir tilheyrðu námsefninu eða einhverju allt öðru. Mér var hún dálítil Ásdíspásdís, sú litlasystir sem ég enga átti, og mikil uppáhaldsfrænka en jafn- framt ein mín nánasta vinkona. Og ófáar þær nætur sem við höfum setið og spjallað fram í birtingu. Um allt milli himins og jarðar, og líka allt í himninum og á jörðinni. Um Guð og annað líf vorum við ekki mjög sammála en það var okk- ur aldrei til trafala. Og Ásdís gat sagt sögur, endalausar, af mönnum og málefnum, en líka sögur af sjálfri sér, og allt færði hún í sinn eigin persónulega stíl. Smáfliss- andi gerði hún bæði afrek og hrakfarir að söguperlum sem geymast í minningunni umlukin tárvotum hlátrasköllum. Þegar Ásdís veiktist fyrir rétt- um sjö árum af þeim sjúkdómi sem nú hefur dregið hana til dauða, tók hún sér viðurnefnið of- urhetja. Í gamni en ekki síður í al- vöru. Því hún ætlaði sér að berjast við óvininn á öllum vígstöðvum. Og það gerði hún svikalaust. Glettnin, jákvæðnin og æðruleysið voru hennar vopn. Þeim beitti hún þannig að óvinurinn hopaði og hörfaði oftar og lengra en bæði leikmenn og læknavísindi höfðu þorað að vona. Nú er komið að leiðarlokum. Fyrir ekki löngu, þegar ljóst var að þessi slagur myndi ekki hafast, leit hún á mig yfir sængurbrúnina, stríðnisblikið kviknaði í augunum og hún sagðist skyldu skila kveðju frá mér. Hún vissi nefnilega að hún hafði rétt fyrir sér um Guð og annað líf og þar með síðasta orðið í rökræðum okkar þar um. Minning hennar lifir með okkur sem syrgjum og söknum. Ingunn Ásdísardóttir. Elsku frænka, þú ert búin að berjast hetjulega við illvígan sjúk- dóm í mörg ár. Þú háðir þá bar- áttu af mikilli hetjudáð enda varstu „ofurhetja“. En jafnvel of- urhetjur geta ekki sigrað í öllum bardögum og að lokum varðst þú að játa þig sigraða fyrir þessum vágesti eftir að hafa marga hildina háð og haft betur. Í gegnum þessa baráttu misstir þú aldrei þína góðu lund og ætíð var stutt í grín- ið. Gastu alltaf gantast með veik- indin og sagðir meðal annars að þetta væri erfiðasta megrun sem þú hefðir farið í. Viljastyrkur þinn og baráttuandinn var aðdáunar- verður. Þrátt fyrir að sjúkdómur- inn legði til orrustu við þig mörg- um sinnum gafstu ekki upp og stóðst upp sterkari en áður. Þú hafðir haft betur. Við hverja orr- ustu settir þú þér markmið og náðir mörgum þeirra. Eitt þeirra var „aumingjagangan“ sem við fórum snemmsumars. Hana gekkst þú ein og óstudd, alla tólf kílómetrana, af miklum hetju- skap. Gleði þín að henni lokinni var djúp, þrátt fyrir þreytuna. Þú varst mikill bókaormur og áttir stórt og mikið safn góðra bóka. Veitti það þér mikla ánægju í þessari baráttu að geta notið góðra bóka og varðirðu ófáum stundum í félagsskap þeirra. Bókasmekkur þinn var mjög fjöl- breyttur, frá Syrpum Walts Disn- eys yfir í Birting Voltaires. Þú hafðir skoðun á því sem þú last og það voru ófá samtölin sem fóru í að ræða um gæði og innihald þeirra bóka sem nýbúið var að lesa. Frá unga aldri hafðir þú óþrjót- andi áhuga á dýrum, enda alin upp á einu glæsilegasta býli landsins. Hestarnir voru þó alltaf í mestu uppáhaldi. Mörgum stundum varðir þú með hestunum og naust félagsskapar þeirra. Vágesturinn olli því að þú þurftir að forðast samneyti við dýr og náttúru og fannst þér það erfiður biti að kyngja. Þú hafðir mikið yndi af ís- lenskri náttúru og saknaðir þess að geta ekki legið úti í guðsgrænni náttúrunni og horft upp í himin- inn. Njóttu þess núna. Þín verður sárt saknað í frænd- systkinahópnum en hugur okkar systra er hjá foreldrum þínum, systkinum og fjölskyldum þeirra sem sjá á eftir ofurhetjunni sinni yfir móðuna miklu. Skarð þitt verður erfitt að fylla en við vitum að þér líður betur þar sem þú ert núna og er það huggun harmi gegn. Hildur, Ólöf Kristín og Margrét Einarsdætur. Ásdís Ingimarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ásdísi Ingimars- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Það var fallegur dagur þegar þú kvaddir okkur, elsku amma mín. Fallegur sólskinsdagur, óvæntur sólarylurinn smeygði sér inn á milli haustlegra rigning- ardaga. Það birti til þennan dag, sólin skein þér til heiðurs. Við vorum öll hjá þér og umvöfðum þig með allri þeirri ást er við átt- um, rétt eins og þú hefur umvafið okkur með ást þinni, hlýju og al- úð alla okkar daga. Kærleikurinn sjálfur. Söknuðurinn er mikill. Tóm- leikinn fyllir hjartað. Þú varst okkur svo mikið, amma mín. Með kambinn í fallegu, vel greiddu hárinu, perlur í eyrum, svo falleg og fín – óaðfinnanleg, alltaf. Þið afi voruð engum lík, ég hef ekki vitað glæsilegri hjón. Ástríkið í garð fjölskyldunnar og okkar barnabarnanna var ótakmarkað. Hvergi var eins gott að vera og hjá afa og ömmu, þar sem kan- ilvellingur, kaffiilmur, klukkutif og píanóhljómar fléttast saman í dýrmætar minningar æsku minn- ar. Að kveðja þig var svo sárt, svo ótímabært en það veitir mér svo ótrúlega mikla huggun að vita af ástríkum faðmi afa takandi á móti þér. Því anda sem unnast fær eilífðin ekki að skilið. Ég veit að stundin var falleg þar sem þið hittust á ný. Ástin á milli ykkar var svo falleg og djúp; að alast upp með slíkar fyrirmyndir eru forréttindi og ég er svo þakklát. Þakklát er ég líka fyrir að bera nafnið þitt, amma. Ég hef alltaf verið svo stolt af því og segi við hvert tækifæri að ég heiti eftir ömmu minni Kaju, sem er svo fal- leg, góð og glæsileg kona. Þú kvaddir á afmælisdaginn minn, elsku amma mín. Eins erf- itt og það var, þykir mér það samt svo fallegt því nú eigum við þennan dag saman, við tvær, og mun ég minnast þín á þessum fal- lega haustdegi septembermánað- ar alla tíð héðan í frá. Ég sé ykkur fyrir mér, sitjandi saman við eldhúsborðið í Stiga- hlíð, segjandi hvort öðru skemmtilegar sögur yfir kaffi- bollanum og tárast af hlátri. Ég veit að þið vakið yfir okkur og það er yndisleg tilhugsun. Karitas Jensen ✝ Karitas Jensenfæddist á Eski- firði 2. nóvember 1928. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 7. september sl. Útför hennar fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 21. september 2012. Er völlur grær og vetur flýr, og vermir sólin grund. Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit, sem brosir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart yfir okkur tveim því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn eg þig, sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson.) Guð geymi þig, eins og þú sagðir alltaf við mig. Ástarkveðja yfir himingeima,. Þín, Karitas Möller. Elsku amma. Hér ríkir sökn- uður, söknuður til þín elsku amma. Við finnum fyrir miklu tómarúmi en eftir sitja minning- ar, já góðar minningar um þig amma mín. Þú varst svo glæsileg amma, alltaf svo vel til fara, með mikla reisn, ákveðin en réttlát. Þú hugsaðir vel um allt þitt fólk, fylgdist vel með barnabörnum þínum og barnabarnabörnum og hafðir ómælda gleði af því að fá fólkið þitt í heimsókn. Við vorum ef til vill ekki alltaf sammála en þú fórst fínt í það að segja manni ef eitthvað var ekki þér að skapi. Allir geta gert mistök sagðir þú en þú vildir að við lærðum af þeim. Mér fannst þú aldrei dæma heldur frekar kenndir okkur að vera stolt af okkur og okkar af- rekum, á hvaða sviði sem var. Þú varst ein af þessum ömm- um sem eru alltaf heima, sem er ólíkt því sem þekkist í dag. Alltaf hægt að koma í heimsókn og spjalla eða bara vera, laust við áreynslu og tilgerð. Þú kenndir okkur að fjölskyld- an skiptir máli og þú sagðir alltaf að eitt það dýrmætasta sem við ættum væri nánd okkar við for- eldra, systkini en ekki síður frændfólkið, en það eru allir okk- ar bestu vinir, sem er einstakt og þetta kenndir þú okkur. Kveð þig með söknuði, elsku amma, en minningar um einstaka ömmu lifa í hjörtum okkar allra. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Þín dótturdóttir, Karitas Kjartansdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA SVANA EGGERTSDÓTTIR GUÐMUNDSSON, lést 19. september í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum. Bálförin fer fram í Louisville þriðjudaginn 25. september. Örn Eggert Guðmundsson, Susan Varga Guðmundsson, Jórunn Hilda G. Davis, Jón Sigurður Guðmundsson,Susan Sweeney Guðmundss., barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.