Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 4

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Það var margt um manninn í húsa- kynnum Morgunblaðsins í Hádegis- móum í gær þegar efnt var til „borg- arafundar um betri sunnudaga“ til þess að kynna nýtt og betra Sunnu- dagsblað. Alls lögðu um þrjú hundruð og fimmtíu gestir leið sína á fundinn, þáðu veitingar og hlýddu á tónlist um leið og sagt var frá nýja blaðinu. Þar á meðal voru auglýsendur, fag- fólk af auglýsingamarkaði, við- skiptavinir blaðsins og velunnarar. Það voru þau Eyrún Magnús- dóttir, umsjónarmaður Sunnudags- blaðsins, Óskar Magnússon, útgef- andi Morgunblaðsins, og Magnús E. Kristjánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála blaðsins, sem kynntu blaðið fyrir gestum. Auk þess spilaði Jón Ragnar Jónsson, ritstjóri Monitor, og söng ásamt hljómsveit sinni. Fjölbreytt efnistök Nýja Sunnudagsblaðinu er dreift á flest heimili í dag en það er í stærra broti en forveri þess og þykkara. Efnistök þess eiga að vera fjölbreytt en í því verða þó nokkrir fastir liðir. Þeir eru græjur og tækni, ferðalög, föt og fylgihlutir, heimili og hönnun, hreyfing og heilsa, matur og drykkir og fjármál heimilanna. Þá verður að finna um- fjöllun um bækur, menningu og list- ir, innlendar og erlendar fréttaskýr- ingar auk viðtala í blaðinu. Sunnudagsblaðinu verður dreift með laugardagsblaði Morgunblaðs- ins eins og áður. Morgunblaðið/Golli Fjölmenni Auglýsendur, viðskiptavinir og velunnarar Morgunblaðsins voru á meðal þeirra sem boðið var á borgarafundinn til að kynna sér nýja Sunnudagsblaðið í gær. Blaðið hefur þegar mælst vel fyrir og er til dæmis auglýsingapláss í fyrstu sex tölublöðin uppselt nú þegar. Blaðið verður nú í sama broti og önnur blöð Morgunblaðsins auk þess sem það verður þykkara en forveri þess. Fögnuðu enn betri sunnudögum  Hátt á fjórða hundrað gesta á „borgarafundi“ í Hádegismóum þegar nýtt Sunnudagsblað var kynnt Morgunblaðið/Golli Skemmtiatriði Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og ritstjóri Monitor, skemmti gestum borgarafundarins ásamt hljómsveit sinni. Morgunblaðið/Golli Útgáfa Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, var einn þeirra sem kynntu nýja Sunnudagsblaðið fyrir áhugasömum fundarmönnum. Ólsen-Ólsen  Svartipétur  Rommí  Manni Brids  Þjóf t M arías  Rússi KasínaSjóspilakapa llPókerTuttu guogein n  G os i  Fé la gs vi s ðk ap al l  K an i  D óm ínó  Vist  Sj a ngavitleysa ös pi la ka pa ll R   HE STU SPIL OG SP LL RIL ALE KIRI SPILABÓKIN ur La Dagfinn Høybråten mun á næsta ári taka við starfi framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, en Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, hefur gegnt því starfi í sex ár eða frá árinu 2006. „Ég var beðinn um að vera lengur til að ljúka mínu starfi og ég hef fallist á það og verð því til 1. mars og hætti þá,“ segir Halldór sem var í stjórnmálum í 32 ár og í ríkisstjórn í tæp 20 ár en hann sat lengur en nokkur annar í stóli ut- anríkisráðherra áður en hann varð forsætisráðherra. Hann segir því tímabært að snúa sér að einhverju öðru en stjórn- málum. „Ég hef ekki gert það upp við mig hvað tekur við núna þegar þessu tímabili er að ljúka. Ætli ég eyði ekki meiri tíma með fjöl- skyldunni og komi aftur til Ís- lands,“ en Halldór hefur verið bú- settur í Kaup- mannahöfn undanfarin ár. Að sögn Halldórs hefur norrænt samstarf alltaf verið honum kapps- mál og hann haft áhuga á samstarfi Norðurlanda frá því hann hóf afskipti af pólitík. Aðspurður hvort hörð framganga Norðmanna í makríldeil- unni og krafa þeirra um að Ísland og Færeyjar verði beitt refsiaðgerðum af Evrópusambandinu hafi ekki slæm áhrif á samstarf meðal þjóðanna seg- ir Halldór það ekki þurfa að vera. „Það hefur alltaf verið erfitt að semja við Norðmenn um fiskveiðimál og þeir hafa aldrei haft mikinn skiln- ing á stöðu Íslands. Við getum ekki annað en staðið á okkar nú sem hing- að til. En þetta hefur ekki áhrif á samstarf okkar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar eða annars staðar þar sem við störfum saman,“ segir Halldór. Halldór kveður Norrænu ráðherranefndina í mars  Segir alltaf erfitt að semja við Norðmenn um fiskveiðar Halldór Ásgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.