Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bresku píanóleikararnir John
Humphreys og Allan Schiller leika
fjórhent á flygil á opnunartón-
leikum tónleikaraðarinnar Tíbrár í
Salnum á morgun kl. 16. Á efnis-
skránni er einn Brandenburg-
arkonsert Bachs, nr. 6, fantasíur
eftir Mozart og Schubert, fimm
ungverskir dansar eftir Brahms,
sónata eftir Hindemith og svíta eft-
ir Ravel.
Humpreys og Schiller eru meðal
bestu og þekktustu píanóleikara
Bretlands og eiga báðir glæstan
feril að baki. Humphreys segir þá
Schiller hafa leikið saman á tón-
leikum í tæp 40 ár, þeir hafi hist
1971 eða ’72 og leikið saman síðan.
Þeir haldi hins vegar fáa tónleika á
ári þar sem Schiller sé afar upp-
tekinn konsertpíanisti og hann að-
stoðaryfirkennari píanódeildar
Tónlistarháskólans í Birmingham
og yfirprófessor við kammermús-
íkdeild skólans. Því nái þeir ekki
að æfa oft fyrir tónleika. „Við
þekkjum vel styrkleika og veik-
leika hvor annars,“ segir Hump-
hreys um samstarfið og að efnis-
skrá þeirra sé umfangsmikil.
„Þetta er alltaf erfitt,“ segir hann
um tónleika þeirra Schillers í
gegnum árin. Þeir leiki nær alltaf
fjórhent en þó stundum á tvö pí-
anó. „Það er auðveldara að leika á
tvö píanó því þá erum við með pí-
anóið út af fyrir okkur. Píanódú-
ettar eru miklu erfiðari.“ Hump-
hreys segir ýmislegt geta gerst
þegar leikið er fjórhent því hætta
sé á því að hendur þeirra rekist á.
Því þurfi til mikla fingrafimi.
Brandenburgarkonsertinn sé t.a.m.
afar erfiður í flutningi því hægri
hönd hans sé alltaf fyrir vinstri
hendi Schillers.
Schiller tekur undir það að kons-
ert Bachs sé afar erfiður en ekki
síður sónata Hindemiths. Hún sé
afar hröð á köflum og mikilvægt að
þeir missi ekki úr takt. Ef það ger-
ist geti verið erfitt að ná sér aftur
á strik. Þegar píanóleikarar leiki
saman fjórhent skipti miklu máli
að þeim sé vel til vina og að þeir
geti fyrirgefið hvor öðrum mistök.
Humphreys á lokaorðin, segir gest-
risni starfsmanna í Salnum engu
líka. Hún sé mun meiri en í bresk-
um tónleikahúsum. „Kannski flyt
ég til Íslands,“ segir hann og hlær.
Morgunblaðið/Golli
Fjórhent Píanóleikararnir Allan Schiller og John Humphreys við flygilinn.
Fjórar hendur
flytja erfið verk
Humphreys og Schiller í Salnum
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við leggjum áherslu á að sýna íslenskt samfélag og fólk
í samtíma okkar í ýmsum aðstæðum. Þess vegna er yfir-
skrift vetrardagskrár okkar: Íslendingar í blíðu og stríðu
segir Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússins.
Í samtali við Morgunblaðið bendir hann á að Útvarps-
leikhúsið sé stærsta leikhús landsins, enda nái það eyr-
um allra landsmanna. „Við gerum ráð fyrir að 300-400
þúsund manns hlusti á dagskrá Útvarpsleikhússins á
ári,“ segir Viðar.
Líkt og síðustu ár verða frumsamin verk íslenskra
höfunda sett í öndvegi á komandi leikári. „Vetrardag-
skráin hefst sunnudaginn 7. október kl. 13 með frum-
flutningi á Harmsögu eftir Mikael Torfason. Í framhald-
inu verða flutt Í gömlu húsi eftir Hávar Sigurjónsson og
Þögnin eftir Andrés Indriðason. Þá verða einnig flutt
fjögur ný verk sem við pöntuðum og leiklesin voru á
Listahátíð í vor,“ segir Viðar, en þar er um að ræða Opið
hús eftir Hrafnhildi Hagalín, Trans eftir Sigtrygg
Magnason, Viskí tangó eftir Jón Atla Jónasson og
Tókstu eftir himninum í morgun? eftir framandverka-
hópinn Kviss Búmm Bang.
„Við viljum gefa fólki kost á að heyra aftur nokkur af
okkar helstu nýlegu verkum íslenskra höfunda,“ segir
Viðar og vísar þar til verkanna Faraldur eftir Jónínu
Leósdóttur, Veggir með eyru eftir Þorstein Guðmunds-
son, Sagan af þriðjudegi eftir Steinar Braga, Blessuð sé
minning næturinnar eftir Ragnar Ísleif Bragason og
Djúpið eftir Jón Atla Jónasson.
„Heimkoman nefnist ný og spennandi þriggja þátta
röð sem flutt verður í haust. Hér eru á ferðinni drama-
tískir fléttuþættir um þrjú eyðibýli á Íslandi og fólkið
sem þar bjó, eftir þau Jón Hall Stefánsson og Rikke
Houd,“ segir Viðar og bendir á að fleiri fléttuþættir verði
á boðstólum í vetur. „Vort dramatíska líf er samheiti
fjögurra útsendinga á níu nýlegum fléttuþáttum um ís-
lendinga í blíðu og stríðu eftir Elísabetu Indru Ragn-
arsdóttur, Eirík Orra Ólafsson, Frey Arnarson og Þor-
gerði E. Sigurðardóttur.
Líkt og síðustu ár verða fluttar eldri perlur úr safni
Útvarpsleikhússins sem við höfum látið hljóðhreinsa. Í
ár flytjum við annars vegar Orðið eftir Kaj Munk og hins
vegar Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson,“ segir Viðar
og tekur fram að auk þess verði flutt þriggja ára gömul
upptaka á Antígónu Sófóklesar.
„Þættirnir Skapalón verða aftur á dagskrá í vetur. Þar
eru þeir Árni Kristjánsson og Magnús Örn Sigurðsson í
sex þáttum að máta ýmis klassísk verk við íslenska sam-
tímann,“ segir Viðar, en verkin sem um ræðir eru
Skugga-Sveinn, Rosmerhólmur, Beðið eftir Godot, Koss
kóngulóarkonunnar, Nashyrningarnir og Kirsuberja-
garðurinn. Loks má nefna að Útvarpsleikhúsið fram-
leiðir röð nýrra stuttverka eftir framhaldsskólanema
sem flutt verða í nýjum unglingaþætti á Rás 1.
Að lokum minnir Viðar á sarp og hlaðvarp Rík-
isútvarpsins. „Þeir sem missa af frumflutningi Útvarps-
leikhússins geta nálgast ný leikrit á ruv.is/sarpur í þrjár
vikur eftir frumflutning. Við megum ekki hafa þau leng-
ur út af höfundarrétti. Á ruv.is/hladvarp er hins vegar nú
þegar að finna 150 hljóðupptökur til frambúðar, bæði
gömul hljóðhreinsuð leikrit og ýmsa leiklistartengda
þætti,“ segir Viðar að lokum.
Leikhús sem nær eyr-
um allra landsmanna
Íslendingar í blíðu og stríðu í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýsköpun Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleik-
hússins, leggur áherslu á íslenska leikritun.
LISTASAFN ÍSLANDS
Listasafn Reykjanesbæjar
ALLT EÐA EKKERT
Samsýning 55 listamanna
af Reykjanesi.
30. ágúst - 21. október
Bátasafn Gríms Karlssonar
100 bátalíkön
Byggðasafn Reykjanesbæjar
VERTÍÐIN
Opið virka daga 12-17, helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Sunnudagur 23. september kl. 14:
Leiðsögn um sýninguna Teikning - þvert á tíma og tækni
Kvikmyndasýning sunnudag kl. 15:
Björgunarafrekið við Látrabjarg
Fjölbreyttar sýningar, ratleikir, spennandi safnbúð og kaffihús.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17
SKIA
Skugginn í myndlist
frá því fyrir miðja 20. öld
og til samtímans
Opið 12-17, fim. 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
NAUTN OG
NOTAGILDI
myndlist og hönnun á Íslandi
Kaffistofa – Leskró – Barnakró
Opið alla daga kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði SAGA TIL NÆSTA BÆJAR
íslensk vöruhönnun í tíu ár
Opið alla daga nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012
DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012
HÆTTUMÖRK 19.5. - 31.12. 2012
MUSÉE ISLANDIQUE; Ólöf Nordal 14.9. - 4.11. 2012
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík,
Sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
www.listasafn.is
SÝNINGARSALIR Í KJALLARA:
Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“
5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga.
Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er
hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni.
NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS
- fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga.
Ratleikur með spurningum og verkefnum
sem fjölskyldan leysir saman
Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030
www.norraenahusid.is , nh@nordice.is
Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis.
NORRÆNA HÚSIÐ
Söfn • Setur • Sýningar