Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 31

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Rigningarsuddi Margt má gera sér til dundurs innandyra á rigningardögum og þeir sem flettu ljósmyndabókum í Ljósmyndagalleríinu Fótógrafí við Skólavörðustíg þurftu enga regnhlíf. Árni Sæberg Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir tveggja daga ráðstefnu með áherslu á umfjöll- un um fjármál og al- menn rekstrarskilyrði sveitarfélaga. Ráð- stefnan er haldin fyrr í haust en verið hefur vegna þess að nú kem- ur fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrr fram og sveitarfélögin eru farin að skila af sér fjárhagsáætlunum fyrr en áður. Þrátt fyrir að umræðan um rekst- ur og fjárhag sveitarfélaganna hafi gefið til kynna vandræðagang, skuldir og rekstrarerfiðleika má ekki gleyma því að í þá stöðu komst allur rekstur í þessu landi eftir efnahagshrunið haustið 2008. Þá kom sér vel fyrir ríkissjóð að skuld- ir hans voru að mestu uppgreiddar en sveitarfélögin voru í erfiðari stöðu eftir mikið uppbygging- artímabil þar sem krafa var gerð um úthlutanir lóða, skólabyggingar og aukna þjónustu. Eftir á að hyggja má vel segja að slaka hefði mátt á kröfunum af hálfu kjósenda og að sveitarstjórnarfólk hefði mátt standa mun fastar á bremsunni. Hluti umræðunnar á fjármála- ráðstefnu snýr að samskiptum sveitarstjórnarstigsins við ríkið og er það sá hluti sem fjölmiðlar hafa alla jafna mestan áhuga á. Þó er það bara brot af þeirri umræðu sem á sér stað á ráðstefnunni vegna þess að hæst ber fagleg rekstrarmál, reynslusögur og gagnlegar upplýs- ingar fyrir kjörna fulltrúa og starfs- menn sveitarfélaga. Það fer ekkert á milli mála að við hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga erum óhress með margt sem er í nýju fjárlaga- frumvarpi og teljum sumt af því hreinlega vera svik í samskiptum þessara tveggja stjórnsýslustiga. Án þess að fara í langa upptalningu má nefna aukaframlag í Jöfn- unarsjóð og þá ótrúlegu ákvörðun að þrátt fyrir styttingu atvinnuleys- isbótatímabilsins eigi ekki að lækka trygg- ingagjaldið sem launa- greiðendur greiða. Auk þess má nefna einhliða aðgerðir án viðræðna við sveitarfélög á borð við niðurfellingu ákveðinna framlaga vegna málefna fatl- aðra. Á fjármálaráðstefn- unni kemur Árbók sveitarfélaga út með samantekt ársreikn- inga allra sveitarfélaga frá síðasta rekstrarári. Við skoðun þeirra má sjá að skuldir og skuldbindingar sem hlutfall af tekjum hafa lækkað á milli ára. Gildir það jafnt um A- hluta sveitarfélaga, sem eru lög- bundin verkefni þeirra fjármögnuð af skatttekjum, og B-hluta sveitar- félaga, sem eru fyrirtæki á borð við orkufyrirtæki, hafnir, sorpeyðingu o.fl. sem eiga að fjármagnast af eig- in tekjum. A-hlutinn er kjölfestan í rekstri sveitarfélaga og til að fá góðan samanburð á milli sveitarfé- laga er best að skoða þann hluta. B- hlutinn er svo ólíkur milli sveitarfé- laga að sá samanburður verður allt- af erfiðari. Það eru jákvæð teikn á lofti um rekstur sveitarfélaganna þótt enn sé langt í land og hvergi megi slaka á í aðhaldi. Það er líka jákvætt hversu vel hefur verið tekið á ýms- um formlegum þáttum í framsetn- ingu ársreikninga þar sem allar skuldir og skuldbindingar eru vel sýnilegar í ársreikningum sveitarfé- laga. Hið sama gildir ekki um rík- issjóð, sem gæti margt lært af fram- setningu þeirri sem sveitarfélögin nota. Eftir Halldór Halldórsson » Við skoðun þeirra má sjá að skuldir og skuldbindingar sem hlutfall af tekjum hafa lækkað á milli ára. Halldór Halldórsson Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Undanfarið hafa ver- ið að birtast fréttir af mikilli fjölgun þeirra aldraðra og öryrkja sem þurfa að sækja sér sérstaka uppbót eða svokallaða lágmarks- framfærslutryggingu hjá Tryggingastofnun. Þeir sem fengu þessa uppbót í júlí 2012 eru 12.584 samkvæmt fréttum TR, en voru ár- ið 2008 3.443 samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins 31. ágúst sl. Þetta er gífurleg fjölgun á ekki lengri tíma og full ástæða til að velta fyrir sér orsökum hennar. Engin ein skýring er tiltæk, en það er verulegt áhyggjuefni að svo marg- ir skulu vera fastir í þessum fátækt- armörkum og komast ekki upp úr þeim. Sérstaka framfærslutrygg- ingin skerðist krónu á móti krónu í dag, sem þýðir að hafi fólk eina krónu í lífeyrissjóðstekjur eða aðrar tekjur s.s. vaxtatekjur þá minnkar fram- færsluuppbótin sem því nemur. Þó að fólk hafi 73.000 kr. í lífeyrissjóðs- tekjur þá er hagur þess ekkert betri en hinna sem ekkert hafa, því þá koma líka aðrar skerðingar á móti. Þannig er fólk fast í fátæktargildru. Lágmarksframfærsluviðmið TR er í dag 203.005 kr. fyrir þann sem býr einn, og 174.946 kr. fyrir einstaklinga í sambúð. Þetta eru upphæðir fyrir skatta. Fólk er fast í fátæktargildru, því það þarf verulegar upphæðir í annars konar tekjum til að fólk nái sér upp úr þessu framfærsluviðmiði stjórnvalda. Nú er það svo að enn í dag eru margir að koma inn á lífeyri sem ekki hafa áunnið sér mikil rétt- indi í lífeyrissjóðum, til dæmis konur sem fram eftir aldri voru heimavinn- andi húsmæður og fóru svo jafnvel í láglaunastörf þegar út á vinnumark- aðinn var komið. Upplýst hefur verið frá ASÍ að meðalupphæð sem greidd er hjá al- mennu lífeyrissjóðunum er 60-70.000 kr. á mánuði. Hafi fólk náð að safna einhverju sparifé, til að eiga til efri ára, er það annaðhvort uppurið eða vaxtatekjur hafa lækk- að mjög verulega. Líka er um að ræða fjölgun í aldurshópi eldri borg- ara og með auknu at- vinnuleysi fjölgar einn- ig öryrkjum. Ég held því líka fram að skerð- ing á lífeyrisgreiðslum sem kom í kjölfar hrunsins hjá flestum líf- eyrissjóðum, nema hjá LSR, hafi þarna tals- verð áhrif. Þó greiðsl- urnar séu verðbættar er það allt annað mál. Ég þekki dæmi um að lífeyr- isþegar hafi misst 25% af tekjum sín- um eftir 1. júlí 2009 þegar lífeyr- issjóðstekjur voru tengdar við grunnlífeyri, en það hafði þau áhrif að margir misstu allan sinn grunnlíf- eyri frá TR. Í Landssambandi eldri borgara gerum við kröfu um að sá gjörningur verði dreginn til baka. Vissulega bætir framfærslutrygg- ingin kjör þeirra sem verst standa, og er kjarabót fyrir þá, en gerir það líka að verkum að stór hópur lífeyr- isþega kemst ekki upp fyrir þetta tekjuviðmið. Við eftirlaunaþegar höfum heldur ekki fengið þær kjarabætur sem lof- að var í síðustu kjarasamningum. Það hefur Björgvin Guðmundsson rakið eftirminnilega í mörgum blaða- greinum og ætla ég ekki að end- urtaka það. Jöfnuðurinn er niður á við Það er ekki nóg að tala um að lífs- kjararannsókn sýni að jöfnuður hafi aukist þegar hann er á þann veg að fleiri eru í hópi lágtekjufólks en áður. Ég tel það verulegt áhyggjuefni hversu mjög hefur fjölgað í hópi þeirra lífeyrisþega sem verða að sækja um þessa sérstöku fram- færsluuppbót. Það sýnir að fleiri og fleiri berjast í bökkum, draga fram lífið og geta lítið veitt sér. Er það þannig sem við vilj- um sjá okkar velferðarkerfi? Er það jöfnuðurinn, á hann að vera niður á við en ekki til að bæta stöðuna? Framfærsluuppbótin setur fólk í fá- tæktargildru þó hún hafi í upphafi verið sett á í góðri trú til að hjálpa þeim verst settu. Það var aldrei ætl- unin að svo margir mundu þurfa á henni að halda. Þess vegna verður að afnema þá tengingu sem framfærslu- uppbótin hefur við allar aðrar tekjur lífeyrisþega. Starfshópur um endur- skoðun almannatrygginga hefur lagt til að það verði gert í áföngum. Það sem í dag kallast framfærslutrygg- ing ætti bara að vera inni kerfinu sem eðlilegur lífeyrir án áhrifa til skerðingar á aðrar tekjur. Það væri kjarabót. Með því sæi fólk líka ein- hvern ávinning af því að hafa greitt lögbundin framlög í lífeyrissjóð stór- an hluta ævinnar. Í dag spyr fólk: Til hvers var ég að borga í lífeyrissjóð ef ég hef það ekkert betra en maðurinn við hliðina á mér sem aldrei greiddi neitt í lífeyrissjóð? Slíkt rýrir traust fólks á lífeyris- sjóðunum, sem ég tel að geti verið okkar haldreipi til framtíðar þó segja megi að traustið á þeim hafi verulega rýrnað, þegar í ljós kom hjá mörgum þeirra að þeir fóru illa að ráði sínu fyrir hrunið. Sem hafði eins og áður sagði í för með sér skerðingu lífeyris- tekna hjá eldri borgurum. En nú stendur það upp á ríkis- stjórn og Alþingi að taka á þessu máli, með breytingu á lögum um al- mannatryggingar. Að hjálpa fólki að komast upp úr þessari fátæktar- gildru sem allt of margir eru fastir í. Við eldri borgarar erum búnir að vinna samfélaginu vel alla ævi og leggja okkar af mörkum með skött- um og vinnu, og byggja þannig upp það samfélag sem við búum í. Við eig- um það skilið að geta átt áhyggju- laust ævikvöld. Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur » Fólk er fast í fátækt- argildru, því það þarf verulega upphæð í annars konar tekjum til að ná sér upp úr fram- færsluviðmiði stjórn- valda. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Höfundur er formaður Lands- sambands eldri borgara. Fjölgun eldri borgara á lágmarkslífeyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.