Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Rigningarsuddi Margt má gera sér til dundurs innandyra á rigningardögum og þeir sem flettu ljósmyndabókum í Ljósmyndagalleríinu Fótógrafí við Skólavörðustíg þurftu enga regnhlíf. Árni Sæberg Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir tveggja daga ráðstefnu með áherslu á umfjöll- un um fjármál og al- menn rekstrarskilyrði sveitarfélaga. Ráð- stefnan er haldin fyrr í haust en verið hefur vegna þess að nú kem- ur fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrr fram og sveitarfélögin eru farin að skila af sér fjárhagsáætlunum fyrr en áður. Þrátt fyrir að umræðan um rekst- ur og fjárhag sveitarfélaganna hafi gefið til kynna vandræðagang, skuldir og rekstrarerfiðleika má ekki gleyma því að í þá stöðu komst allur rekstur í þessu landi eftir efnahagshrunið haustið 2008. Þá kom sér vel fyrir ríkissjóð að skuld- ir hans voru að mestu uppgreiddar en sveitarfélögin voru í erfiðari stöðu eftir mikið uppbygging- artímabil þar sem krafa var gerð um úthlutanir lóða, skólabyggingar og aukna þjónustu. Eftir á að hyggja má vel segja að slaka hefði mátt á kröfunum af hálfu kjósenda og að sveitarstjórnarfólk hefði mátt standa mun fastar á bremsunni. Hluti umræðunnar á fjármála- ráðstefnu snýr að samskiptum sveitarstjórnarstigsins við ríkið og er það sá hluti sem fjölmiðlar hafa alla jafna mestan áhuga á. Þó er það bara brot af þeirri umræðu sem á sér stað á ráðstefnunni vegna þess að hæst ber fagleg rekstrarmál, reynslusögur og gagnlegar upplýs- ingar fyrir kjörna fulltrúa og starfs- menn sveitarfélaga. Það fer ekkert á milli mála að við hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga erum óhress með margt sem er í nýju fjárlaga- frumvarpi og teljum sumt af því hreinlega vera svik í samskiptum þessara tveggja stjórnsýslustiga. Án þess að fara í langa upptalningu má nefna aukaframlag í Jöfn- unarsjóð og þá ótrúlegu ákvörðun að þrátt fyrir styttingu atvinnuleys- isbótatímabilsins eigi ekki að lækka trygg- ingagjaldið sem launa- greiðendur greiða. Auk þess má nefna einhliða aðgerðir án viðræðna við sveitarfélög á borð við niðurfellingu ákveðinna framlaga vegna málefna fatl- aðra. Á fjármálaráðstefn- unni kemur Árbók sveitarfélaga út með samantekt ársreikn- inga allra sveitarfélaga frá síðasta rekstrarári. Við skoðun þeirra má sjá að skuldir og skuldbindingar sem hlutfall af tekjum hafa lækkað á milli ára. Gildir það jafnt um A- hluta sveitarfélaga, sem eru lög- bundin verkefni þeirra fjármögnuð af skatttekjum, og B-hluta sveitar- félaga, sem eru fyrirtæki á borð við orkufyrirtæki, hafnir, sorpeyðingu o.fl. sem eiga að fjármagnast af eig- in tekjum. A-hlutinn er kjölfestan í rekstri sveitarfélaga og til að fá góðan samanburð á milli sveitarfé- laga er best að skoða þann hluta. B- hlutinn er svo ólíkur milli sveitarfé- laga að sá samanburður verður allt- af erfiðari. Það eru jákvæð teikn á lofti um rekstur sveitarfélaganna þótt enn sé langt í land og hvergi megi slaka á í aðhaldi. Það er líka jákvætt hversu vel hefur verið tekið á ýms- um formlegum þáttum í framsetn- ingu ársreikninga þar sem allar skuldir og skuldbindingar eru vel sýnilegar í ársreikningum sveitarfé- laga. Hið sama gildir ekki um rík- issjóð, sem gæti margt lært af fram- setningu þeirri sem sveitarfélögin nota. Eftir Halldór Halldórsson » Við skoðun þeirra má sjá að skuldir og skuldbindingar sem hlutfall af tekjum hafa lækkað á milli ára. Halldór Halldórsson Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Undanfarið hafa ver- ið að birtast fréttir af mikilli fjölgun þeirra aldraðra og öryrkja sem þurfa að sækja sér sérstaka uppbót eða svokallaða lágmarks- framfærslutryggingu hjá Tryggingastofnun. Þeir sem fengu þessa uppbót í júlí 2012 eru 12.584 samkvæmt fréttum TR, en voru ár- ið 2008 3.443 samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins 31. ágúst sl. Þetta er gífurleg fjölgun á ekki lengri tíma og full ástæða til að velta fyrir sér orsökum hennar. Engin ein skýring er tiltæk, en það er verulegt áhyggjuefni að svo marg- ir skulu vera fastir í þessum fátækt- armörkum og komast ekki upp úr þeim. Sérstaka framfærslutrygg- ingin skerðist krónu á móti krónu í dag, sem þýðir að hafi fólk eina krónu í lífeyrissjóðstekjur eða aðrar tekjur s.s. vaxtatekjur þá minnkar fram- færsluuppbótin sem því nemur. Þó að fólk hafi 73.000 kr. í lífeyrissjóðs- tekjur þá er hagur þess ekkert betri en hinna sem ekkert hafa, því þá koma líka aðrar skerðingar á móti. Þannig er fólk fast í fátæktargildru. Lágmarksframfærsluviðmið TR er í dag 203.005 kr. fyrir þann sem býr einn, og 174.946 kr. fyrir einstaklinga í sambúð. Þetta eru upphæðir fyrir skatta. Fólk er fast í fátæktargildru, því það þarf verulegar upphæðir í annars konar tekjum til að fólk nái sér upp úr þessu framfærsluviðmiði stjórnvalda. Nú er það svo að enn í dag eru margir að koma inn á lífeyri sem ekki hafa áunnið sér mikil rétt- indi í lífeyrissjóðum, til dæmis konur sem fram eftir aldri voru heimavinn- andi húsmæður og fóru svo jafnvel í láglaunastörf þegar út á vinnumark- aðinn var komið. Upplýst hefur verið frá ASÍ að meðalupphæð sem greidd er hjá al- mennu lífeyrissjóðunum er 60-70.000 kr. á mánuði. Hafi fólk náð að safna einhverju sparifé, til að eiga til efri ára, er það annaðhvort uppurið eða vaxtatekjur hafa lækk- að mjög verulega. Líka er um að ræða fjölgun í aldurshópi eldri borg- ara og með auknu at- vinnuleysi fjölgar einn- ig öryrkjum. Ég held því líka fram að skerð- ing á lífeyrisgreiðslum sem kom í kjölfar hrunsins hjá flestum líf- eyrissjóðum, nema hjá LSR, hafi þarna tals- verð áhrif. Þó greiðsl- urnar séu verðbættar er það allt annað mál. Ég þekki dæmi um að lífeyr- isþegar hafi misst 25% af tekjum sín- um eftir 1. júlí 2009 þegar lífeyr- issjóðstekjur voru tengdar við grunnlífeyri, en það hafði þau áhrif að margir misstu allan sinn grunnlíf- eyri frá TR. Í Landssambandi eldri borgara gerum við kröfu um að sá gjörningur verði dreginn til baka. Vissulega bætir framfærslutrygg- ingin kjör þeirra sem verst standa, og er kjarabót fyrir þá, en gerir það líka að verkum að stór hópur lífeyr- isþega kemst ekki upp fyrir þetta tekjuviðmið. Við eftirlaunaþegar höfum heldur ekki fengið þær kjarabætur sem lof- að var í síðustu kjarasamningum. Það hefur Björgvin Guðmundsson rakið eftirminnilega í mörgum blaða- greinum og ætla ég ekki að end- urtaka það. Jöfnuðurinn er niður á við Það er ekki nóg að tala um að lífs- kjararannsókn sýni að jöfnuður hafi aukist þegar hann er á þann veg að fleiri eru í hópi lágtekjufólks en áður. Ég tel það verulegt áhyggjuefni hversu mjög hefur fjölgað í hópi þeirra lífeyrisþega sem verða að sækja um þessa sérstöku fram- færsluuppbót. Það sýnir að fleiri og fleiri berjast í bökkum, draga fram lífið og geta lítið veitt sér. Er það þannig sem við vilj- um sjá okkar velferðarkerfi? Er það jöfnuðurinn, á hann að vera niður á við en ekki til að bæta stöðuna? Framfærsluuppbótin setur fólk í fá- tæktargildru þó hún hafi í upphafi verið sett á í góðri trú til að hjálpa þeim verst settu. Það var aldrei ætl- unin að svo margir mundu þurfa á henni að halda. Þess vegna verður að afnema þá tengingu sem framfærslu- uppbótin hefur við allar aðrar tekjur lífeyrisþega. Starfshópur um endur- skoðun almannatrygginga hefur lagt til að það verði gert í áföngum. Það sem í dag kallast framfærslutrygg- ing ætti bara að vera inni kerfinu sem eðlilegur lífeyrir án áhrifa til skerðingar á aðrar tekjur. Það væri kjarabót. Með því sæi fólk líka ein- hvern ávinning af því að hafa greitt lögbundin framlög í lífeyrissjóð stór- an hluta ævinnar. Í dag spyr fólk: Til hvers var ég að borga í lífeyrissjóð ef ég hef það ekkert betra en maðurinn við hliðina á mér sem aldrei greiddi neitt í lífeyrissjóð? Slíkt rýrir traust fólks á lífeyris- sjóðunum, sem ég tel að geti verið okkar haldreipi til framtíðar þó segja megi að traustið á þeim hafi verulega rýrnað, þegar í ljós kom hjá mörgum þeirra að þeir fóru illa að ráði sínu fyrir hrunið. Sem hafði eins og áður sagði í för með sér skerðingu lífeyris- tekna hjá eldri borgurum. En nú stendur það upp á ríkis- stjórn og Alþingi að taka á þessu máli, með breytingu á lögum um al- mannatryggingar. Að hjálpa fólki að komast upp úr þessari fátæktar- gildru sem allt of margir eru fastir í. Við eldri borgarar erum búnir að vinna samfélaginu vel alla ævi og leggja okkar af mörkum með skött- um og vinnu, og byggja þannig upp það samfélag sem við búum í. Við eig- um það skilið að geta átt áhyggju- laust ævikvöld. Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur » Fólk er fast í fátækt- argildru, því það þarf verulega upphæð í annars konar tekjum til að ná sér upp úr fram- færsluviðmiði stjórn- valda. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Höfundur er formaður Lands- sambands eldri borgara. Fjölgun eldri borgara á lágmarkslífeyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.