Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 12

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 12
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Þetta minnir dálítið á aðferð strúts- ins sem stingur höfðinu í sandinn og ímyndar sér að vandamálið hverfi með því. Staðreyndin er sú að þetta er alvöru vandamál hjá mörgum ein- staklingum. Og einhverjar ein- faldar heildar- ausnir galdra það ekki í burtu. Að ætla að hætta í einu vetfangi að greiða með al- gengustu ADHD- lyfjunum til full- orðinna leysir ekki vandann. Málið er miklu flóknara,“ segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, um þau áform stjórnvalda, sem koma fram í fjárlagafrumvarpinu, að spara 220 milljónir með því að hætta að greiða með metýlfenídatlyfjum til fullorðna. Metýlfenidatlyf; rítalín, rítalín unó og concerta, eru notuð gegn ofvirkni með athyglisbresti, ADHD. Notk- unin hefur aukist en einnig hefur töluvert borið á að fíklar misnoti lyf- in. Á þessu ári er gert ráð fyrir að kostnaður við greiðsluþátttöku til 18 ára og eldri nemi 340 milljónum. Páll Matthíasson, Kristinn Tóm- asson, formaður Geðlæknafélags Ís- lands, og Geir Gunnlaugsson land- læknir gerðu í fyrravor tillögu til velferðarráðherra um að tekið yrði upp nýtt verklag við greiningu og meðferð á ADHD. Lykilatriði í hinu nýja verklagi er að komið verði upp teymi á Landspítalanum sem ætlað er að bæta greiningu, meðferð og eft- irlit með þessum málum. Teymið myndi takast á við erfiðustu tilfellin og vera bakland annarra í heilbrigð- iskerfinu sem fást við ADHD. Fari til þeirra sem þurfa Kostnaðurinn við nýja verklagið var áætlaður 47 milljónir, fyrst og fremst á geðsviði LSH en einnig hjá landlæknisembættinu og Sjúkra- tryggingum. Páll segist búast við að a.m.k. sama fjárhæð sparist með þeirri bót sem felist í að taka verk- lagið upp. „Við vildum vera vissir um að þeir sem virkilega hafa gagn af lyfjunum fái lyfin. En um leið vildum við búa til verklag sem myndi leiða til þess þeir sem misnota lyfin, hræra þau upp og sprauta í æð, fengju þau síður í hendur,“ segir hann. Í fjárlagafrumvarpinu segir að „greiðsluþátttöku verður hætt í me- týlfenidatlyfjum fyrir fullorðna“ og líst Páli afar illa á þau áform. Verði þetta að veruleika stefni í að margir fullorðnir sem sannarlega þurfi á lyfjunum að halda þurfi að greiða þau fullu verði. „Ef tekið verður upp markvisst og gott vinnulag, líkt því sem við lögðum til, þá mun eitthvað sparast. En kannski ekki þessar töl- ur, það kæmi mér mjög á óvart,“ segir hann. Páll bætir við að hann hafi í gær verið á fundi í velferðarráðuneytinu þar sem fram hafi komið að ætlunin sé að setja fé í að byggja upp svona teymi á LSH, teymi sem verði fag- legt bakland ADHD-meðferðar full- orðinna í landinu. Páll telur að notkun metýlfenidat- lyfja hér á landi sé óeðlilega mikil og byggir þá skoðun á samanburði við notkun í öðrum löndum og því að af þeim gögnum sem liggja fyrir hjá geðsviði Landspítalans sprauti um 90% fíkla, sem þangað leita, sig með rítalíni í æð. „Þetta er uppáhaldslyf sprautufíkla. Þeir vita líka að þeir eru með gott efni í höndunum því þetta er búið til í lyfjaverksmiðjum. Þeir þurfa ekki að kaupa eitthvert hvítt duft af einhverjum vafasömum náunga á næsta götuhorni,“ segir hann. Þessi mikla misnotkun hafi ekki sést annars staðar. Pólskar lyfjaumbúðir Páll bendir á að ekki liggi fyrir hversu margir misnoti lyfin og það sé heldur ekki ljóst hversu mikið af þeim lyfjum sé fengið með ávísun frá læknum og hversu mikið er fengið með öðrum hætti, t.d. með beinum innflutningi frá útlöndum. Læknir sem er að gera rannsókn á misnotk- un metýlfenidatlyfjum hafi komist að raun um að nokkuð af þessum lyfjum komi beint á svartamarkað- inn frá útlöndum, m.a. hafi menn séð pólskar lyfjaumbúðir. Þessi stað- reynd hafi komið mönnum töluvert á óvart. Páll minnir á að ADHD sé alvöru vandamál hjá fullorðnum og fáar rit- rýndar rannsóknir hafi sýnt fram á að aðrar meðferðir, s.s. samtals- meðferð og leiðbeiningar, geti al- gjörlega leyst þau af hólmi hjá full- orðnum. Að sjálfsögðu eigi þó að reyna aðrar aðferðir áður en lyfja- gjöf hefst. „Lyfin eru ekki vand- ræðalaus. Þau hafa aukaverkanir.“ Fíkn í lyfið, kvíði, svefnvandi, melt- ingareinkenni og minnkuð matarlyst séu algengir fylgifiskar. „Fólk tekur þau ekki að gamni sínu,“ segir hann. Áformin minna á aðferð strútsins  Ríkið leysir ekki vandann með að hætta að greiða með algengustu ADHD-lyfjum fyrir fullorðna  Uppáhaldslyf sprautufíkla  Ummerki um að fíklar noti lyf sem flutt eru inn fram hjá kerfinu Rítalín Kvíði og svefnvandi eru meðal aukaverkana rítalíns. Páll Matthíasson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Vilhjálmur Hjálm- arsson, stjórnar- maður í ADHD- samtökunum, var greindur með ofvirkni með athyglisbrest ár- ið 2000 þegar hann var 33 ára gamall. Hann tók metýlfenidatlyf í um sex ár og segir þau hafa gert gæfumuninn. Hann hætti að taka lyfin fyrir nokkrum árum þegar hann var búinn að ná jafnvægi í sitt líf. „Svo hafði ég bara vit á því að hringja í minn geðlækni og segja honum að nú væri ekki allt í lagi, ég þyrfti að byrja á þeim aftur.“ Hann fær lyf þegar aðstæður og líðan krefjast. Vilhjálmur segir að ef ríkið ætli að spara 220 milljónir með því að hætta greiðsluþátt- töku til fullorðinna sé ljóst að margir muni alls ekki hafa efni á að taka lyfin áfram. „Og það eru engin önnur úrræði,“ segir hann. Umræða um lyfin sé oft ýkt og snúist aðallega um misnotkun sem fáir stundi. Þetta sé vanda- mál kerfisins en eigi ekki að bitna á þeim sem þurfa á lyfjunum að halda. Lyfin gerðu gæfumuninn UMRÆÐAN ER ÝKT Vilhjálmur Hjálmarsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsmenn Suðurverks nota ofur- gröfu til að kasta fyllingarefni í veg- fyllinguna yfir Kjálkafjörð í Múla- sveit. Með því móti losna þeir við að nota pramma til að sigla fyllingar- efninu út á fjörðinn og flýta því að hægt sé að byrja á vegfyllingu yfir Mjóafjörð. Suðurverk hóf í sumar vinnu við lagningu nýs vegar um Múlasveit í Reykhólahreppi, frá Eiði í Vattar- firði að Þverá í Kjálkafirði. Fara þarf með veginn á fyllingu og brú yfir tvo firði, Kjálkafjörð og Mjóafjörð. Miðað var við að efni í fyllingar fjarðanna yrði flutt út á fjörðinn með efnisflutningapramma. Aðstæður eru þannig í Kjálkafirði að stjórnendur Suðurverks ákváðu í samvinnu við Vegagerðina að reyna aðra aðferð. Eysteinn Jóhann Dofrason verk- efnisstjóri segir að Suðurverk eigi 100 tonna gröfu með 25 metra löngum armi sem notuð var við gerð Landeyjahafnar. Armurinn er helm- ingi lengri en á venjulegum gröfum. Hún er notuð til að kasta efninu 25- 30 metra út frá enda vegfylling- arinnar. Með því móti er talið að púðinn nái að síga eðlilega og undir- lagið brotni ekki, eins og hætta er á ef vörubílar eru látnir sturta efninu fram af endanum. Fyllingin er komin um 400 metra út í Kjálkafjörð en 1200 metrar eru eftir. Í þessum áfanga verður fyllt út fyrir fyrirhugað brúarstæði og gerð vinnuplön við það. Þá verður hægt að byggja brúna á þurru landi. Von- ast er til að vinna við hana geti hafist í mars eða apríl. Þegar brúin verður tilbúin verður efni grafið undan henni og mokað úr plönunum til að ljúka fyllingunni í land hinum megin. 1000 ferðir á Mjóafjörð Efnisflutningapramminn er kom- inn á staðinn og hann verður not- aður við að sigla út fyllingunni í Mjóafjörð. Hann er dýpri og því ekki hægt að nota sömu aðferð og í Kjálkafirði. Efnið verður lagt út í tveimur lögum með prammanum áð- ur en hægt verður að hefja út- keyrslu með vörubílum. Pramminn þarf að flytja rúmlega 400 þúsund rúmmetra af efni og er búist við að það gerist í um þúsund ferðum. Tek- ur verkið nokkra mánuði en nægur tími er til stefnu því brúin yfir Mjóa- fjörð verður ekki byggð fyrr en 2014. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Kjálkafjörður Vörubílar keyra efni út á vegfyllinguna og grafan kastar því áfram út á fjörðinn. Kasta efninu út á fjörð  Ofurgrafa notuð við vegfyllingu í Kjálkafirði  Armurinn er helmingi lengri en á venjulegum gröfum Konur til áhrifa Nánari upplýsingar á www.xd.is Allir velkomnir! Landssamband sjálfstæðiskvenna Sjálfstæðisflokkurinn Landssamband sjálfstæðiskvenna efnir til opins fundar í Suðurkjördæmi Framsögur: Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður í Suðurkjördæmi Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður í Suðurkjördæmi Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Pallborðsumræður Fundarstjóri er Aldís Hafsteinsdóttir Félagsheimili Sjálfstæðisflokksins á Selfossi Fundurinn er liður í fundaröð Landssambands sjálfstæðiskvenna í aðdraganda kosningaveturs. Allar konur sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru sérstaklega hvattar til að mæta. Þriðjudagur 25. september kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.