Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulif
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
Það lítur út fyrir að verðbólgan verði
búin að éta upp alla þá launahækkun
sem varð af 7% kjarasamningsbund-
inni hækkun í júní í fyrra, að því er
fram kemur í Morgunkorni Grein-
ingar Íslandsbanka. Segir þar að
ljóst sé að mikill þrýstingur verði á
aukna samningsbundna launahækk-
un í janúar þegar opnað verður fyrir
endurskoðun samninganna þar sem
kaupmáttur hefur minnkað nokkuð
síðasta árið.
Greining Íslandsbanka telur ólík-
legt að skilyrði núverandi samninga
verði uppfyllt. „Núverandi samn-
ingar hljóða upp á 3,25% hækkun
launa á fyrsta fjórðungi næsta árs,
en sett eru skilyrði um að verðbólga
verði við 2,5% markmið Seðlabank-
ans, gengi krónu verði u.þ.b. 16%
sterkara en raunin er nú og að kaup-
máttur hafi aukist yfir þetta ár.
Hverfandi líkur eru á að þessi skil-
yrði verði uppfyllt um áramótin.“
Samkvæmt launavísitölu Hag-
stofu Íslands hafa laun lítið breyst í
sumar. Þannig hækkuðu laun um
0,1% í ágúst frá fyrri mánuði.
Verðbólgan étur
upp launahækkanir
Morgunblaðið/Ómar
Kaupmáttur Flest bendir til að verðbólgan verði búin að éta upp alla þá
launahækkun sem varð af 7% kjarasamningsbundinni hækkun í júní 2011.
Líklegt er að verðið á olíu eigi eftir
að haldast í kringum 110 Banda-
ríkjadali fatið. Þetta kemur fram í
greiningu IFS um horfur og þróun á
olíumarkaði.
Um miðjan júlí skreið olíuverð yf-
ir 100 dali fatið eftir að hafa farið í
lægsta gildi á árinu 21. júní síðastlið-
inn eða 90 dali. IFS bendir á að
aðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna
um að kaupa skuldabréf til að örva
hagvöxt muni leiða til veikingar á
gengi Bandaríkjadals og því hækk-
unar á olíuverði.
Sádi-Arabar hafi einnig gefið út
að þeir áformi að auka framleiðslu
sína til að lækka olíuverð, en þarlend
stjórnvöld telja ásættanlegt verð á
fatinu um 110 dali.
Spá óbreyttu
olíuverði
Veiðar á gulllaxi munu leggjast af
vegna veiðigjaldsins samkvæmt út-
reikningum Þorsteins Péturs Guð-
jónssonar, endurskoðanda hjá Delo-
itte, en hlutfall veiðigjalds af fram-
legð verður 155%. Það mun því kosta
útgerðir aukalega 55% að fara á
veiðar og landa aflanum, þrátt fyrir
að ekki sé tekið mið af fjármagns-
kostnaði. Þetta hefur þau áhrif að
ekki verður róið eftir þessum verð-
mætum, sem myndi draga úr tekjum
fyrir þjóðarbúið og tekjuskatti til
handa ríkinu.
Þorsteinn hélt fyrirlestur á ráð-
stefnu Félags löggiltra endurskoð-
enda í gær. Hann tók raunhæft
dæmi um tilbúið fyrirtæki sem hefði
fyrir hækkun veiðigjalds ekki staðið
vel, en veiðigjaldið myndi orsaka
samningaviðræður við lánardrottna
og miklar niðurfærslur skulda.
Veiðigjald sem hlutfall af EBITDA
færi úr tæplega 6% í tæp 30% og
fjárstreymi minnkaði gífurlega.
Veiðigjald
útrýmir gull-
laxveiðum
Morgunblaðið/Ómar
Gulllax Útreikningar sýna að veið-
ar legðust af vegna veiðigjaldsins.
Útgerðir myndu
borga með sér
WOW air hóf í
gær flug til Gat-
wick-flugvall-
arins, nærri
Lundúnum, sem
hluti af vetr-
aráætlun sinni,
en áður hafði fé-
lagið flogið til
Stansted. Flogið
er út á föstudög-
um og heim á
mánudögum í vetur, en næsta sum-
ar verður ferðum fjölgað í átta á
viku.
Í tilkynningu frá flugfélaginu er
sagt að á síðasta ári hafi breskum
ferðamönnum sem sæki Ísland
heim fjölgað um 12% frá fyrra ári
og að flug WOW air muni auka þá
þjónustu enn frekar.
WOW air
flýgur til
Gatwick
Skúli
Mogensen
Fjölgar um 12%
Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á Vísindakaffi þar sem fræðimenn kynna rannsóknir sínar.
Markmiðið með Vísindakaffi er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir
daglegt líf. Vísindakaffin eru haldin á Súfistanum, Máli og menningu Laugavegi, 24., 25., 26. og 27.
september kl. 20:00 - 21:30 hvert kvöld. Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum.
Mánudagur 24. september
Sýkingar og pestir -- hvað er til ráða?
Sigurður Guðmundsson, læknir og prófessor við
læknadeild HÍ og Þórólfur Guðnason, barnalæknir og
yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins.
Smitsjúkdómar eru algengustu sjúkdómar sem manninn
hrjá. Flestir eru saklausir og batna fljótt, en aðrir eru
erfiðari og hættulegri og geta jafnvel dregið hraustan
mann til dauða á fáeinum klukkustundum. Rætt verður
um helstu orsakir sýkinga, muninn á bakteríum, veirum
og sveppum, algengustu sýkingar og einkenni alvarlegra
sýkinga. Fjallað verður um varnir gegn sýkingum,
mikilvægi bólusetninga og ferðalög til fjarlægra landa.
Jafnframt verður talað um rannsókn á sýkingum
á dagheimilum.
Þriðjudagur 25. september
Jarðskjálftar -- er jörðin að segja okkur eitthvað?
Sigríður Kristjánsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR.
Hvað er jarðskjálfti? Hvað geta jarðskjálftar sagt okkur
um jörðina okkar? Höfum við eitthvað um það að segja
hvar eða hvenær jarðskjálfti á sér stað? Eru þeir alltaf
óvelkomnir eða eru þeir lykillinn sem opnar okkur dyr
að huliðsheimum jarðskorpunnar?
Miðvikudagur 26. september
Eru jöklarnir að hverfa?
Þorsteinn Þorsteinson, jöklafræðingur, Veðurstofu Íslands.
Jöklar þekja tíunda hluta landsins og hafa veruleg áhrif
á náttúrufar. Þeir geyma mikinn vatnsforða sem fer rýrn-
andi með hlýnandi loftslagi. Hve mikil var leysingin í
sumar? Hvert er áætlað framlag jöklaleysingar á Íslandi
til hækkunar sjávarborðs á þessari öld? Hverjar verða
afleiðingar þessara breytinga fyrir vatnsorkunýtingu
og samgöngur? Hvernig geta rannsóknir á Íslandi
gagnast könnun Mars og ístungla sólkerfisins?
Fimmtudagur 27. september
Skiptir náttúrufegurð einhverju máli?
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, doktorsnemi í heimspeki við HÍ.
Fagurfræðileg gildi vega oft ekki þungt í ákvarðanatöku
um vernd og nýtingu náttúru. En á sama tíma virðast
fagurfræðileg gildi vera eitt mikilvægasta gildi sem
almenningur telur íslenska náttúru búa yfir. Hverskonar
hugleiðingar, þekkingu, upplifun, merkingu og gildi
skapar reynslan af náttúrufegurð? Hafa viðbrögð við
náttúrufegurð einhverjar afleiðingar fyrir siðferðilegt
viðhorf manna til náttúrunnar? Skiptir náttúrufegurð
einhverju máli fyrir lífsgæði okkar? Er hægt að
meta náttúrufegurð?