Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
✝ Kristín S.Kristjánsdóttir
fæddist að Heynesi
í Innri-Akranes-
hreppi 2. júní 1927.
Hún andaðist 13.
september síðast-
liðinn á Sjúkrahúsi
Akureyrar. For-
eldrar hennar voru
hjónin á Heynesi,
Sesselja Árnadóttir
húsfreyja, f. 4.8.
1888, d. 27.11. 1964, og Kristján
Sigurðsson, bóndi og oddviti, f.
22.9. 1879, d 14.4. 1952. Albróðir
Kristínar var Halldór Sveinbjörn
Kristjánsson, bóndi á Heynesi, f.
7.5. 1918, d. 22.6. 2002. Halldór
var ókvæntur og barnlaus. Hálf-
systir Kristínar sammæðra var
Laufey Sveinsdóttir, f. 30.11.
1911, d. 26.4. 1994, og var henn-
ar maður Gísli Þórðarson, f.
14.1. 1909, d. 27.12. 1976. Börn
Laufeyjar eru: Óskar Líndal
Jakobsson, Þórður Gíslason og
Sesselja Gísladóttir.
Kristín giftist
23.12. 1967 Jóni
Magnússyni, f. 13.6
1919, að Stekkjar-
flötum í Austurdal,
Skagafirði, d. 14.12.
1998. Börn Jóns af
fyrra hjónabandi
eru: Kristín, Rudolf
Ágúst, Hermann
Jón og Karl Frie-
drich.
Kristín ólst upp á Heynesi og
vann síðan að bústörfum á heim-
ili foreldra sinna og áfram með
móður sinni og bróður eftir lát
föður síns. Kristín og Jón bjuggu
á Ósi í Arnarneshreppi frá 1972
til 1991 er þau fluttu til Akureyr-
ar að Munkaþverárstræti 44 og
þar átti Kristín heima til ævi-
loka.
Útför Kristínar fer fram frá
Möðruvallakirkju í Hörgárdal í
dag, 22. september 2012, og
hefst athöfnin kl. 14.
Við höfum kvatt Stínu ömmu
í síðasta sinn.
Við höfum margs að minnast
og margt að þakka. Sumarfrí,
páskafrí, jólafrí og margar helg-
ar vorum við búin að dvelja hjá
þeim afa í sveitinni. Þar fór
fram töluverður hluti af uppeldi
okkar. Sjónvarp áttu þau ekki
fyrr en við höfðum flest slitið
barnsskónum og það var heldur
betur gaman. Amma kenndi
okkur ýmsa kapla og spil á
kvöldin, kenndi okkur að meta
lestur og að hlusta á útvarps-
söguna. Í gönguferðum fræddi
hún okkur um jurtir og fugla, í
frítíma kenndi hún okkur bolta-
leiki og við heyskap lærðum við
að raka ekki afturábak, troða
vel í hlöðuna og setja í sátur. Á
sauðburði fengum við fræðslu
um burðarhjálp, mörkun,
sprautun og hvernig ætti að
bjarga líflitlum lömbum.
Oft vorum við látin halda við
hespurnar þegar hún vatt sam-
an hnykla úr mismunandi garni
og við fengum líka að læra að
vinna með snælduna sem afi
smíðaði.
Við olíulampaljós úti í torf-
fjósi kenndi hún okkur margar
vísur, vers og bænir á meðan
hún handmjólkaði kúna.
Þessa sungum við til dæmis
oft:
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Þar ræddum við líka um álfa
og huldufólk, ýmsar þjóðsögur
og fórum jafnvel yfir margföld-
unartöfluna. Öll dýr voru henni
hjartfólgin og alltaf var jafn erf-
itt þegar lömbin voru flutt til
slátrunar á haustin.
Hún hjálpaði okkur að drösl-
ast með alls konar „dýrgripi“ úr
fjörunni sem við lékum okkur
svo með í búinu og kenndi okkur
nöfnin á skeljum og öðrum sjáv-
arlífverum.
Sögur úr hennar barnæsku
við Akranes fengum við oft að
heyra, oftar en ekki af uppá-
haldsferfætlingum sem höfðu
verið henni mjög kærir eða af
hernaðarbröltinu sem var nán-
ast í túnfætinum á æskuheimil-
inu.
Þegar þau afi fluttu til Ak-
ureyrar var gott að kíkja við í
Múnkó. Það var hægt að ganga
að því vísu að amma ætti góð-
gæti handa gestum. Ef það var
ekki hlaðið borð af heimabökuðu
brauði og kökum þá var það ein-
hver uppáhaldsmatur frá því í
sveitinni. Kjötbollur í brúnni
sósu a la amma, krækiberja-
súpa, kúlugrauturinn, banka-
byggsgrautur, kæst skata.
Langömmubörnunum þótti gott
að koma þangað, hjúfra sig í
fanginu á henni og hlusta á sög-
ur og skoða bækur. Þau bjuggu
til gælunöfnin „Græna amma“
og „Lögguamma“ sem eru tilvís-
anir í nágrenni hússins. Þetta
leiddist henni nú ekki. Alltaf
sagði amma já þegar við komum
til hennar betlandi um að prjóna
fyrir okkur lopapeysur, sokka,
vettlinga, húfur og ýmislegt
fleira bæði á okkur sjálf og
börnin okkar.
Elsku amma, við söknum þín
en við vitum að þér líður vel þar
sem þú ert núna.
Takk fyrir allt.
Gunnhildur, Magnús Már,
Ágúst og Guðrún Erna.
Þær eru margar minningarn-
ar sem koma upp í hugann nú
þegar komið er að því að kveðja
hana Stínu frænku mína. Hún
hét fullu nafni Kristín Sigríður
Kristjánsdóttir, en hjá okkur
systurbörnum hennar hét hún
bara Stína frænka og einnig hjá
börnum og barnabörnum okkar.
Hún var yngst barna
hjónanna í Heynesi, Sesselju
Árnadóttur og Kristjáns Sig-
Kristín S.
Kristjánsdóttir
✝ Margrét MaríaJónsdóttir
fæddist í Hnífsdal
19. ágúst 1927. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 16. sept-
ember 2012.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Arn-
fríður Sigríður
Kristjánsdóttir, f.
10. júlí 1894 á
Kambsneseyri í Súðavík-
urhreppi, d. 6. sept. 1972, og Jón
Eiríksson, f. 9. des. 1880 á Mold-
húsum í Bessastaðahreppi, d.
10. maí 1972. Önnur börn
þeirra: Eiríkur Helgi, f. 18.
ágúst 1918, d. 18. maí 1985.
8. febrúar 1959, menntunar-
ráðgjafi, og dóttir þeirra er
Heiðrún Giao-Thi, f. 23. maí
1991. 2) Arnfríður, f. 12. janúar
1961, prófessor; maður hennar
er Gunnar Rúnar Matthíasson,
sjúkrahúsprestur, f. 4. apríl
1961, og börn þeirra Guð-
mundur Már, f. 12. mars 1991,
Anna Rún, f. 15. maí 1997, og
Margrét Tekla, f. 27. nóvember
2004. 3) Jón Eiður, bankamaður,
f. 21. ágúst 1964, en hann lést 1.
janúar 1990.
Margrét María lauk prófi frá
Húsmæðraskólanum Ósk á Ísa-
firði árið 1949. Hún starfaði við
kennslu, fatasaum, bústörf og
verslunarstörf á Ísafirði og á
Siglufirði. Hún flutti árið 2004
til dóttur sinnar í Kópavogi og
dvaldi síðast á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð.
Útför Margrétar Maríu fer
fram frá Siglufjarðarkirkju í
dag, 22. september 2012, og
hefst athöfnin kl. 14.
Kristján Jón, f. 8.
sept. 1921, d. 8. okt.
2002. Jóna Guðrún,
f. 6. júní 1930. Son-
ur Arnfríðar Sig-
ríðar var Magnús
Sigurðsson, f. 25.
sept. 1911, d. 9.
apríl 2004.
Margrét María
bjó lengst af á
Siglufirði. Eig-
inmaður hennar
var Guðmundur Jónasson, f. 10.
febrúar 1918, bústjóri á Hóls-
búinu og síðar útibússtjóri KEA
á Siglufirði. Börn Margrétar
Maríu og Guðmundar: 1) Jónas,
f. 27. júlí 1956, hagfræðingur;
kona hans er Anh-Dao Tran, f.
Það er gott að horfa um farinn
veg er ég minnist tengdamóður
minnar Margrétar Maríu Jóns-
dóttur. Frá upphafi kynna okkar
sem telja nú vel þrjátíu ár hef ég
notið trausts og virðingar hjá
henni og við ræktað djúpa gagn-
kvæma vináttu á milli okkar. Hún
Magga barst aldrei á né gerði til-
kall til mikils fyrir sig en stóð eins
og klettur að baki þeim sem henni
voru falin til umsjár, barna sinna
og síðan tengdabarna og barna-
barna. Hún hafði ríkan metnað
fyrir okkar hönd, gladdist þegar
vel gekk en oflofaði aldrei. Hún
flaggaði aldrei vegtyllum eða
gerði mannamun á nokkurn hátt.
Hún hvatti börn sín og okkur öll í
fjölskyldunni til að sýna hógværð
en að rækja um leið vel þær skyld-
ur sem við hefðum hvert sem starf
okkar væri.
Trúmennsku og hreinlyndi
taldi hún meðal stærstu mann-
kosta og hvar sem henni þótti á
einhvern hallað tók hún afstöðu
gegn órétti og yfirgangi. Hún var
stolt af því að vera verka- og sjó-
mannsdóttir úr Hnífsdal, skarp-
greind og flestum minnugri á
hvaðeina sem hún lagði sig eftir,
skoðanaföst en ruddi engum um
með afstöðu sinni. Hún var trú-
kona og tjáði mér nýverið að hún
hefði beðið bænir á hverjum degi
ævi sinnar, falið ástvini sína og
málefni Guði á hendur. Í huga
hennar var ekki efi um að Guð
lætur sig varða allt sem okkar er
og veitir styrk þegar þrengst og
þyngst kann að virðast. Hún stóð
enda styrkum fótum með Guð-
mundi manni sínum þótt þau
fyndu svo mikið til við missi
yngsta barns síns Jóns Eiðs.
Hann lést aðeins tuttugu og fimm
ára gamall eftir þunga baráttu við
illvígt krabbamein fyrir bráðum
tuttugu og þremur árum. Þau
gerðu á engan veg lítið úr eða viku
sér undan sárum sorgarinnar en
tóku skýra afstöðu með lífinu. Þau
fólu drenginn sinn Guði og báðu
þess að mega áfram reynast okk-
ur sem eftir lifðum trygg og
traust. Þar naut Guðmundur
Möggu við og hún hans er þau fet-
uðu sig áfram hönd í hönd, vissu-
lega hrygg en æðrulaus um leið.
Þeim mun þyngra sem var und-
ir fæti þeim mun styrkari stóð
hún. Hún var sem klettur, ekki
hörð heldur skjól og vegvísa sem
gott var að fylgja. Síðustu árin
höfum við notið þess að þau
byggju í húsinu hjá okkur. Það
hefur verið ómetanlegt fyrir okk-
ur Arnfríði og börnin okkar að
eiga skjól niðri hjá ömmu og afa,
hlé þar sem gott var að koma og
endurnærast í hljóðri nærveru
Möggu og Guðmundar afa sem nú
hefur misst svo mikið.
Það var missir fyrir okkur þeg-
ar þau fluttu á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð fyrir bráðum ári en um
leið mikill fengur fyrir þau. Það
var ekki auðveld ákvörðun en
hana tók Magga sjálf, vitandi svo
vel hvers þau þurftu með og
ófeimin við að horfast í augu við
hvað eina sem við var að eiga. Í
Sunnuhlíð hafa þau notið umönn-
unar sem ber fagurt vitni þeirri
umhyggju sem heilbrigðisþjón-
usta okkar er reist á. Ég þakka
starfsfólki Sunnuhlíðar af heilum
hug einstaka umönnun, lipurð og
umhyggju í garð okkar allra og
bið Guð að blessa þau. Þá þökkum
við stuðning fjölskyldu og vina og
felum Guði minningu Margrétar
Maríu Jónsdóttur.
Gunnar Rúnar Matthíasson.
Í dag verður móðursystir okk-
ar Margrét María Jónsdóttir lögð
til hinstu hvílu á Siglufirði.
Magga, eins og hún var alltaf
kölluð, var fjórða í röð fimm
systkina sem fædd voru og uppal-
in í Hnífsdal og er móðir okkar
eina systkinið sem eftir lifir.
Eftir að hafa lokið námi við
Húsmæðraskólann á Ísafirði var
Magga frænka ráðin sem hann-
yrðakennari við skólann, enda
sérlega myndarleg í höndunum.
Hún réð sig síðar til starfa á Hóls-
búinu við Siglufjörð árið 1949. Þar
kynntist hún Guðmundi föður-
bróður okkar sem þá var bústjóri
á Hóli.
Magga og Guðmundur gengu í
hjónaband 1952 og áttu því 60 ára
brúðkaupsafmæli fyrr á þessu ári.
Á Hóli bjuggu þau í nokkur ár en
lengst af bjuggu þau á Eyrargöt-
unni allt þar til þau fluttu til barna
sinna og barnabarna í Kópavog-
inn í lok árs 2004. Í desember á
síðasta ári fluttu þau á Dvalar-
heimilið Sunnuhlíð. Þar hafa þau
dvalið við mjög gott atlæti og not-
ið frábærrar umönnunar hjá því
góða fólki sem þar starfar.
Við systkinin höfum alltaf átt
öruggt skjól hjá þeim Möggu og
Guðmundi og hafa þau reynst
okkur einstaklega vel í gegnum
tíðina enda heimili þeirra nánast
okkar annað heimili. Mikill sam-
gangur hefur ætíð verið milli fjöl-
skyldna okkar, og ómetanlegt að
eiga þau að. Þau fylgdust alltaf vel
með okkur og okkar börnum og
höfðu mikinn áhuga á hvernig
okkur gengi í námi og starfi.
Við systkinin kveðjum nú
Möggu frænku að sinni, með
þakklæti og virðingu í huga. Gott
er að eiga í minningunni frábæran
dag sem við stórfjölskyldan áttum
með Möggu á 85 ára afmæli henn-
ar fyrir nokkrum dögum. Ljóst
var þá að það gæti farið að líða að
leiðarlokum. Söknuðurinn er mik-
ill en nú er hennar þrautum lokið.
Við erum þess fullviss að endur-
fundir Möggu og Jóns Eiðs
frænda okkar, yngsta barns
þeirra Guðmundar, sem lést fyrir
aldur fram hafi verið góðir.
Við sendum Guðmundi, Jónasi,
Addý og fjölskyldum þeirra inni-
legustu samúðarkveðjur. Minn-
ingin um yndislega frænku mun
lifa með okkur. Hafðu þökk fyrir
allt og allt, elsku frænka.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð blessi minningu Möggu
frænku.
Ólöf, Helga,
Ásta Jóna,
Kristín, Jónas
og Inga Margrét.
Litlu íslensku sjávarþorpin
hafa í gegnum tíðina alið upp
margan góðan borgarann sem
reynst hefur happasæll fyrir þjóð-
ina. Þar á meðal er litla vestfirska
þorpið Hnífsdalur sem hvílir í
faðmi fagurra blárra fjalla við Ísa-
fjarðardjúp. Í þessum þorpum
þurftu menn að virkja hvern ein-
stakling og nýta samstöðu í bar-
áttu við óblíða náttúru og harða
sjósókn. Lífið var bundið því hvað
aflaðist. Hafið gaf og hafið tók.
Við þessar aðstæður fæddist og
ólst upp hún Margrét María
Jóndóttir sem við söknum, minn-
umst og kveðjum í dag. Margrét
var næstyngst í fjögurra alsystk-
ina hópi og einn hálfbróður áttu
þau að auki. Faðir hennar vann
við ýmis störf er tengdust sjósókn
en móðirin sá um húshald eftir því
sem kraftar leyfðu.
Margrét fór í Húsmæðraskól-
ann á Ísafirði. Síðar varð hún
kennari við þann skóla. Nokkrum
árum síðar leiddu forlögin hana í
annan fjallasal en hennar heima-
byggð. Þessi nýju heimkynni voru
í norðanverðum Tröllaskaga –
Siglufjörður síldaráranna. Þetta
var í lok kaupakonualdarinnar.
Margrét réðst sem kaupakona að
Hólsbúinu en þar var rekið stórt
kúabú á vegum Siglufjarðarbæj-
ar. Að afloknu fyrsta sumrinu á
Hóli sneri Margrét sér að nýju að
kennslu í Húsmæðraskólanum á
Ísafirði. Að vetri liðnum kom hún
aftur svo einhver ósýnilegur
strengur hefur myndast ef til vill
við fjallahringinn fagra eða eitt-
hvað annað sem engin vitni voru
að. Rétt eftir að síðasta öld var
hálfnuð giftu þau sig kaupakonan
að vestan og bústjórinn á Hóli,
Guðmundur Jónasson. Á Hóli
settu þau upp heimili sitt og
bjuggu þar sín fyrstu ár með
Margrét María
Jónsdóttir
MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum
við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og
fría pökkun á legsteinum sem fara út á land
Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Innilegar þakkir til allra fyrir samúð, hlýju og
kveðjur við andlát og útför
GUÐMUNDAR PÁLS ÓLAFSSONAR.
Ingunn K. Jakobsdóttir,
Blær Guðmundsdóttir, Finni Jóhannsson,
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, Ragnar B. Jóhannsson,
Halla B. Guðmundsdóttir, Mads Thygesen,
Rökkvi Steinn, Salka og Þórkatla.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem heiðruðu
minningu elskulegrar eiginkonu minnar,
dóttur, móður, tengdamóður, systur og
ömmu,
BIRNU INGIBJARGAR TOBÍASDÓTTUR,
Rimasíðu 29g,
Akureyri,
með nærveru ykkar, heimsóknum og hlýhug.
Sérstakar þakkir sendum við Heimahlynningu á Akureyri og
starfsfólki á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri fyrir
einstaka umönnun.
Gísli Karl Sigurðsson,
Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir,
Guðrún Gísladóttir, Ottó Magnússon,
Hulda Gísladóttir,
Sigþrúður Tobíasdóttir,
Sigurlaug Anna Tobíasdóttir,
Gísli, Guðrún Birna, Ágústa, Svana, Páll og Teitur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir,
tengdasonur, mágur og frændi okkar,
STEINGRÍMUR KRISTINN SIGURÐSSON
bakarameistari,
verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju
þriðjudaginn 25. september kl. 14.00.
Ef fólk vill er bent á að hægt er að styðja við
fjölskylduna fjárhagslega með því að leggja inn á reikn.
0567-04-250048, kt.130568-4679.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Þórdís Guðmundsdóttir.