Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 30

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir borgar-stjórn-arkosning- arnar þar sem núverandi borg- arstjóri náði kjöri sagði hann borg- arbúum að hann vildi lækka skatta. Efndirnar urðu þær að nokkrum mán- uðum síðar ákváðu borgaryf- irvöld undir hans stjórn að hækka skatta með því að setja útsvarið upp í hæstu leyfilegu mörk. Þar við bættust marg- víslegar aðrar hækkanir gjalda og þessi skattahækk- unarsaga núverandi borg- arstjórnarmeirihluta hefur haldið áfram allar götur síðan. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að í vikunni gafst borgarstjóra enn eitt tækifær- ið til að stíga skref í þá átt að efna loforðið um lækkun skatta. Á fundi borgarstjórnar lögðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram tillögu um að útsvarshækkanir meiri- hlutans á kjörtímabilinu yrðu dregnar til baka. Sjálfsagt bjóst þó enginn við að borg- arstjóri stæði við orð sín við þetta tilefni eða að aðrir fulltrúar meirihlutans í borg- inni tækju undir tillögu um að stíga skref í rétta átt í skatt- heimtu borgarinnar. Eftir að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum í árs- byrjun 2009 og svo núverandi borgarstjórnarmeirihluti um mitt ár 2010 hefur orðið sú þróun í stjórnmálum að enginn kippir sér lengur upp við að ráðamenn svíki loforð sín eða fari að öðru leyti með ósann- indi. Það þykir nánast orðið sjálfsagður hlutur að loforð sem gefið er verði aldrei efnt og að engan til- gang hafi að finna að slíkum svikum. Nýlegt dæmi af landsmálunum er mögnuð svik ríkisstjórn- arinnar vegna síðustu kjara- samninga. Þau svik eru svo yf- irgengileg að aðilar á vinnumarkaði hafa aldrei kynnst öðru eins enda vanir því að ríkisstjórnir leggi áherslu á að halda slíka samn- inga og reyna þannig að tryggja frið á vinnumarkaði og stöðugleika í landinu. Núverandi stjórnvöld hugsa þetta á einhvern allt annan hátt sem öðrum er óskiljan- legur. Þau telja sjálfsagt að svíkja flest sem lofað er í tengslum við kjarasamninga og þegar fundið er að þessum svikum hafa stjórnvöld í hót- unum við aðila vinnumark- aðarins um að framvegis muni ríkisvaldið ekki liðka fyrir samningagerð. Margir töluðu hátt um það fyrir síðustu alþingis- og sveit- arstjórnarkosningar, meðal annars ýmsir þeirra sem sitja nú í stjórnarráðinu og ráðhús- inu í Reykjavík, að tekin skyldu upp ný og betri vinnu- brögð. Fyrir almenning hefði verið öllu farsælla ef gömlu vinnubrögðin hefðu fengið á njóta sín áfram og þar með að einhver skilningur hefði verið á því að orð skuli standa. En að vísu má segja að ákveðið samræmi sé í því að loforð um bætt vinnubrögð sé svikið með öllum hinum. Stjórnvöld á lands- vísu og í borginni hafa verið samstiga í að ganga á bak orða sinna} Efndirnar hjá ríki og borg Þær leynastvíða púðurt- unnurnar. Ein þeirra birtist fyrir skömmu þegar japönsk stjórnvöld keyptu eyjar sunn- an við Japan og undan strönd- um Kína sem verið hafa bit- bein Japana og Kínverja um árabil. Kínverjar urðu æfir við tíð- indin og dagblað kínverskra stjórnvalda hótaði Japönum refsingum fyrir kaupin. Í framhaldinu hafa japönsk fyr- irtæki þurft að loka verk- smiðjum í Kína og forsætis- ráðherra Japans hefur talið ástæðu til að óska þess af kín- verskum yfirvöldum að þau tryggi öryggi Japana og fyr- irtækja þeirra í landinu. Þessi deila um óbyggðar eyjar sem hefur kraum- að undir niðri en blossar nú skyndi- lega upp er ágæt áminning um viðkvæmt ástand víða um ver- öld. Einhvers konar átök eru algeng og ekki þarf mikið til að neisti hrökkvi í þurrt púður og úr verði skærur eða eitthvað þaðan af verra. Vissulega var veröldin um margt viðsjárverðari fyrir nokkrum áratugum en nú er. Því má hins vegar ekki gleyma að ekki þarf endilega meira en óbyggða eyju og slæmar minn- ingar til að átökin færist út úr fundarherberginu. Skyndilega hafa sárin í samskiptum Japana og Kínverja verið ýfð upp} Púðurtunnur heimsins K om einhverjum á óvart að heyra að slúðurtímarit úti í heimi hygðist birta myndir af Kate Middleton berbrjósta? Ekki mér. Það sem ég er hins vegar hissa á er fjaðrafokið sem myndbirtingarnar hafa vald- ið. Það myndi nefnilega koma mér afar mikið á óvart ef Vilhjálmur og Kata héldu raunveru- lega að þessi dagur myndi ekki koma, að þau gætu komist upp með að striplast úti á svölum óáreitt. Slúðurpressan elskar Kötu Middleton og það væri í meira lagi barnalegt af henni að halda að hún muni einhvern veginn fá umflúið örlög annarra kvenstjarna af hennar kalíberi. Hvaða Hollywood-leikkonu er ekki hægt að finna berbrjósta á netinu? Að sóla sig á af- skekktri strönd eða þilfari lúxussnekkju? Frægðin kostar. Nú er það ekki ætlun mín að reyna að réttlæta mynda- tökuna né myndbirtinguna en ef það er satt sem þeir segja í útlandinu, að Vilhjálmur hafi orðið æfur vegna þessa, þá held ég að hann sé kannski örlítið úr sambandi við raun- veruleikann. Eða hélt krónprinsinn að einhvers konar kon- unglegur virðingarhjúpur myndi umlykja konu hans og vernda, hvert sem hún færi? Reynslan ætti að vera búin að kenna honum annað. Harry bróðir hans hefur til dæmis ósjaldan lent í því að vera myndaður á óheppilegum augnablikum, bæði uppá- klæddur í nasistabúning og afklæddur á sprellanum, svo dæmi séu nefnd. En það var ef til vill uppákoma sem snerti hitt fræga systkinið, Pippu Middleton, sem helst hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum. Pippa, eins og margir muna, stal sviðsljósinu af systur sinni á brúðkaupsdaginn hér um árið og næstu vikur og mánuði á eftir var meira rætt um þjóhnappa Pippu en brúðarkjól Kötu. Í kjölfarið bauð Steven Hirsch, stofnandi og framkvæmda- stjóri klámframleiðslufyrirtækisins Vivid Enter- tainment, mágkonu krónprinsins 5 milljónir doll- ara fyrir að koma fram í klámmynd. Ef menn gerðu sér vonir um að fá Pippu í klámið, var nema von að brjóstin á Kötu fengju ekki að vera í friði? Þetta er heimurinn sem við búum í og menn, hversu siðlausir sem þeir kunna að vera, eru einfaldlega að svara eftirspurn. Það er kannski ekki rétt af þeim en það var vitlaust af Kötu og Villa að halda að það væru til svalir þar sem að- dráttarlinsur paparassanna næðu ekki til þeirra. Þeir eru örugglega fáir staðir í heiminum þar sem hjónakornin munu geta gengið um á nærfötunum undir beru lofti og treyst því að virðuleiki konungsveldisins verði þeim skjöldur og skjól. Það virðast þau þó geta gert heima á Englandi, enn sem komið er, og það er hugljúfi þáttur þessarar sögu. Breska pressan stóð þétt að baki sínu fólki og sagði pent nei við myndunum. Með þessum skemmtilega, snobbaða breska yfirstéttarhreim, ímynda ég mér. Við getum öll dregið af þessu lærdóm. Ekki verða fræg- ur, en ef það gerist óvart, striplastu þá bara í heimaland- inu. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Hin konunglegu brjóst STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is N okkur fyrirtæki hafa tekið upp norræna hollustumerkið Skrá- argatið á ákveðnar vörur. Merkingin hef- ur ekki verið innleidd hér á landi og er því ekkert eftirlit með því að farið sé að skilyrðum sem sett eru fyrir notkun þess. Það stendur þó til bóta því Matvælastofnun hefur samið drög að reglugerð fyrir notkun merkisins. Skráargatið er rúmlega tuttugu ára gamalt sænskt hollustumerki sem síðan hefur verið tekið upp í Danmörku og Noregi. Tilgangur þess er að hjálpa neytendum að finna hollustu matvælin. Helstu skil- yrðin eru að minni fita, salt og við- bættur sykur sé í þessum vörum en almennt gerist. Kröfurnar eru mis- munandi á milli vöruflokka en þær vörur sem ná í gegnum skráargatið eiga að vera hollustu vörurnar í sín- um flokki. Skráargatið er skráð vörumerki í Svíþjóð og í eigu sænsku mat- vælastofnunarinnar. Þó er notkun þess frjáls, svo fremi sem framleið- endur fara að skilyrðum merkisins. Matvælafyrirtækin byrjuðu Fluttar eru inn vörur sem merktar eru með Skráargatinu. Í mörg ár hefur verið hvatt til þess að merkið verði innleitt í íslenskum matvælaiðnaði, meðal annars af Neytendasamtökunum. Stjórnvöld hafa brugðist seint við þessum ósk- um og í raun hefur matvælaiðnaður- inn sjálfur tekið forystuna með því að nokkur fyrirtæki hafa byrjað að merkja vörur sem uppfylla skilyrði sænska skráargatsins. Árla sem framleiðir morgunkornið Byggi reið á vaðið. Síðan hafa Mjólkursam- salan, Myllan og Sómi bæst í hópinn. „Við töldum að stutt væri í að merk- ið yrði tekið upp og því væri ágætt að spreyta sig við að þróa ákveðnar vörur sem rúmuðust innan þess. Þegar því marki var náð þótti okkur rétt að merkja þær með Skráargat- inu,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Í febrúar var síðan samþykkt á Alþingi þingsályktun þar sem skor- að er á sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra að beita sér fyrir því að unnt verði að taka merkið upp hér á landi. Að því hefur verið unnið. Drög að reglugerð um skilyrði fyrir notkun Skráargatsins hafa ver- ið samin hjá Matvælastofnun og send til atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins. Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá Matvæla- stofnun, segir að reglugerðin sé að mestu þýðing á sænsku reglugerð- inni. Bæta þurfi við séríslenskum ákvæðum, svo sem um eftirlit. Miðað er við að Matvælastofnun annist það og að haft verði samstarf við land- læknisembættið. Þörf á kynningu Ekki er vitað hvenær hægt verður að gefa reglugerðina út en Zulema segir að eftir það verði farið í markaðseftirlit. Vörur verði skoð- aðar og athugað hvort innihald vör- unnar og merking sé í samræmi við reglugerðina. Eins og staðan er núna þurfi alfarið að treysta á að fyrirtækin sjálf fari eftir þeim skil- yrðum sem sett eru í sænsku reglugerðinni. Skráargatið er ekki þekkt á markaði hér. Því þarf að kynna það þegar það verður innleitt, svo neytendur viti fyrir hvað það stend- ur. Zulema vonast til að fjármagn fáist til að gera heimasíðu með ítarlegum upplýsingum til kynningar á merkinu. Eru að komast í gegn um Skráargatið Úrval Aðeins hluti af daglegum neysluvörum mun eiga kost á Skráargatinu. Þannig mun græna merkið ekki verða á ýmsum meinhollum vörum. Kröfur fyrir notkun Skráargats- ins eru nokkuð stífar, miðað við neysluvenjur hér á landi, að mati Björns S. Gunnarssonar. Hann nefnir að krafan um há- mark fitu í mjólkurvörum útiloki margar hollar vörur, til dæmis léttmjólk, léttjógúrt og aðrar léttar mjólkurvörur. MS hefur sett á markað þrjár gerðir af skyr.is með Skráargat- inu og eina gerð af Hleðslu skyri. Ljóst er að fjörmjólk og undanrenna fellur undir skil- yrðin. Björn leggur áherslu á að að- eins hollustu vörurnar í hverju vöruflokki fái að nota merkið og þótt vörur fullnægi ekki þessum stífu skil- yrðum sé ekki þar með hægt að segja þær óhollar. Segir hann mik- ilvægt að hafa það í huga við kynn- ingu merkis- ins. Aðeins holl- ustu vörur STÍFAR KRÖFUR Björn S. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.