Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
I.
Föðurbróðir minn Ársæll Sveins-
son fæddist í Vestmannaeyjum 31.
desember 1893 og dó í Vestmanna-
eyjum 14. apríl 1969. Júlíana Sveins-
dóttir systir hans fæddist í Vest-
mannaeyjum 31. júlí 1889, en dó í
Kaupmannahöfn 17. apríl 1966. Ár-
sæll var forseti bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja árin 1954-1962 fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins. Ársæli
þótti það miður, að forsetabústað-
urinn á Bessastöðum ætti ekki mál-
verk frá Vestmannaeyjum. Hann
ákvað að bæta úr þessu, keypti fyrir
hönd bæjarstjórnarinnar málverk
eftir systur sína, sigldi með það til
Reykjavíkur, pantaði sér bíl með
málverkið til Bessastaða og afhenti
Ásgeiri Ásgeirssyni forseta með
þeim ummælum, að
það skyldi fylgja
Bessastöðum um aldur
og ævi. Nú líður og bíð-
ur, að kjördæmabili
Ásgeirs lýkur, hann
reisir sér hús við Ara-
götu í Reykjavík og
flytur þangað mál-
verkið góða frá Vest-
mannaeyjum.
II.
Nú deyr Ásgeir árið
1972 og búi hans skipt
og málverkið góða
lendir í höndum Völu
dóttur hans, sem gift var dr. Gunn-
ari Thoroddsen. Nú flytja þau Vala
og Gunnar úr Oddagötu í Víðimel 27.
Þá ákveða þau hjónin að selja
Vestmannaeyjamyndina og setja
hana í sölu hjá Gallerí Borg í Póst-
hússtræti. Þar er myndin til sölu um
skeið, en seldist ekki fyrir uppsett
verð. Síðan er myndin sett á uppboð
þar og keypti greinarhöfundur mál-
verkið og gaf það Listasafni Íslands
hinn 17. október 1991 til minningar
um föður sinn Svein
Magnús Sveinsson, en
þann dag voru liðin 100
ár frá fæðingu hans.
III.
Því er málverkið nú í
eigu Listasafns Íslands
og er til húsa í ná-
grenni við heimili mitt í
Tjarnargötu, nánar til
tekið í Ráðherra-
bústaðnum í Tjarn-
argötu 32. Ársæll
frændi var ekki maður
forms og skjala, hann var maður
krafts og framkvæmda. Ekkert
gjafabréf fylgdi gjöfinni frá bæj-
arstjórn Vestmannaeyja og ekkert
finnst um gjöf þessa í skjölum Vest-
mannaeyjabæjar. Þótt æskilegast
væri, að Listasafn Íslands flytti mál-
verkið til Bessastaða til ævarandi
geymslu þar, sætti ég mig vel við að
málverkið verði geymt í Tjarnargötu
32 til frambúðar. Hvað Vest-
mannaeyingum finnst um staðsetn-
ingu málverksins kann ég ekki að
dæma um, en meðan engin skjöl
finnast um gjöfina, hvorki á Bessa-
stöðum né í öðrum skjalageymslum,
þá er best að þessu máli ljúki við svo
búið.
IV.
Ég er nýlega orðinn 85 ára, svo ég
vil ekki að það dragist, að þetta mál
komist á hreint. Reynist fullyrðingar
mínar í máli þessu rangar, þá biðst
ég afsökunar og bið þá að stíga fram,
sem betur þekkja til.
Ráðvillt málverk
Eftir Leif Sveinsson
» Því er málverkið nú í
eigu Listasafns Ís-
lands og er til húsa í ná-
grenni við heimili mitt í
Tjarnargötu, nánar til
tekið í Ráðherrabú-
staðnum í Tjarnargötu
32.
Leifur
Sveinsson
Höfundur er lögfræðingur.
Frá Vestmannaeyjum.
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn.
Fyrirlestur hjá BR
Nk. þriðjudag er komið að fyrsta
fyrirlestri vetrarins. Sveinn Rúnar
Eiríksson landsliðsfyrirliði ætlar að
mæta og ræða við okkur um ólymp-
íumótið í sumar; val landsliðsins,
undirbúning, mótið sjálft og síðan
verða umræður. Boðið verður upp á
kaffi.
Fyrirlesturinn er í húsnæði BSÍ í
Síðumúla 37 og byrjar stundvíslega
kl. 18 og stendur til 18:45.
Bridsdeild FEB í Rvk
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud. 20.
sept. Spilað var á 13 borðum. Með-
alskor 312 stig. Árangur N-S:
Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrss. 383
Jón Þór Karlsson – Björgvin Kjartanss. 375
Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 358
Örn Ingólfsson – Pétur Antonss. 345
Árangur A-V:
Bergur Ingimundars. – Axel Láruss. 379
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 370
Magnús Jónsson – Gunnar Jónss. 365
Hólmfríður Árnad. – Stefán Finnbogas. 356
21 par í Kópavogi
Hausttvímenningur Bridsfélags
Kópavogs hófst sl. fimmtudag og
mætti 21 par. Keppnin er þriggja
kvölda og er staðan eftir fyrsta
kvöldið af þremur mjög jöfn en
efstu pör eru þessi:
Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánss.
59,1%
Jón Páll Sigurjónss. – Guðm. Pálsson 58,6%
Skúli Sigurðss. – Böðar Magnússon 57,1%
Guðný Guðjónsd. – Björgvin Kristinss. 56%
Sigm. Stefánss. – Hallgr. Hallgrímss. 55,6%
Öll úrslit má sjá á heimasíðunni
bridge.is/bk.
Átján borð í Gullsmáranum
Metþátttaka var í Gullsmára
fimmtudaginn 20. september. Spilað
var á 18 borðum. Úrslit í N/S:
Jónína Pálsd. – Þorleifur Þórarinsson 299
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 294
Heiður Gestsdóttir – Sigurður Björnss. 290
Guðlaugur Nielsen – Guðm. Magnúss. 289
Sigtryggur Ellertss. – Tómas Sigurðss. 277
A/V
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 337
Gunnar Hansson – Magnús Marteinss. 315
Ragnar Haraldsson – Bernhard Linn 306
Anna Hauksdóttir – Hulda Jónasard. 302
Lúvísa Kristinsd. – Sigurður Þórarinss. 301
Bridsfélag Reykjavíkur
Efstu pör eru að auka forystu
sína, en auðvelt er að glutra henni
hratt og örugglega niður.
Björgvin og Sverrir fengu risa-
skor kvöldsins; 1.064 stig.
Eftir annað kvöld af þremur er
staðan þessi:
Björgvin Kristinss. – Sverrir Kristinss.
1529
Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 1471
Friðjón Þórhallss. – Oddur Hjaltas. 1169
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Verð frá 0 kr. fyrir þig
0 kr. miðast við endurgreiðslu frá Þjónustu-
og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og
daufblinda einstaklinga.
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
MIKIÐ ÚRVAL
AF GLERAUGUM
FYRIR BÖRNIN!
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Morgunblaðið gefur
út glæsilegt sérblað um
Hannyrðir, föndur og
tómstundir föstudaginn
28.september.
Þetta er tíminn til að huga að
hannyrðum og föndri fyrir jólin
SÉRBLAÐ
Hannyrðir, föndur &
tómstundir
Pöntunartími auglýsinga:
er fyrir klukkan 16 mánudaginn
24. september
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569-1105
kata@mbl.is
– Meira fyrir lesendur
Hannyrðir af ýmsu tagi.•
Skartgripagerð.•
Jólakortagerð.•
Útsaumur.•
Prjón og hekl.•
Vatnslita- og olíumálun.•
Bútasaumur.•
Módelsmíði.•
Rætt við fólk sem kennir föndur.•
Rætt við þá sem sauma og selja•
föndurvörur.
Föndur með börnunum og þeim•
sem eldri eru.
Ásamt fullt af öðru spennandi•
efni um föndur og tómstundir.
MEÐAL EFNIS:
Hanny
rðir, fö
ndur &
tómstu
ndir
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson
hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090
jöreign ehf
NORÐLINGAHOLT - ÚTSÝNISLÓÐIR
Jaðarlóð undir tvö parhús
við Búðavað - samþykktar
arkitektateikningar. Ein
besta staðsetningin í
hverfinu. Stærð hvors húss
er 250 fm, þ.e. 2ja hæða
hús með innbyggðum
bílskúr. Stærð hvorrar
lóðar er 770 fm. Gjöld eru
ógreidd. Fallegt útsýni. Verða beggja lóðanna kr. 19,8 millj.
Nánari upplýsingar veitir Dan Wiium s: 896 4013.