Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulif MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,7% milli mánaða nú í september og að ársverðbólgan fari úr 4,1% upp í 4,2%. Bráðabirgðaspá Hagfræðideildar gerir ráð fyrir að neysluverðsvísitalan hækki í október um 0,5%, í nóvember um 0,2% og í desember um 0,3%. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan verða 4,5% í desember. Spá 4,5% verðbólgu Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að tekin verði upp fastgengisstefna hér á landi sem allra fyrst. Reynslan af fljótandi gengi krónu sé slæm og engin ástæða til að ætla að reynsla af slíkri stefnu verði betri í framtíðinni. Þetta kom fram í máli hans á morgunverðarfundi Fransk-íslenska viðskiptaráðsins í gærmorgun þar sem fjallað var um evruna. Gylfi sagði að tölur sýndu að okkur hefði gengið betur að stýra efnahagsmálum á níunda ára- tugnum þegar gengi krónunnar var fast. Sveiflur í gengi krónunnar hefðu aukist til mikilla muna eftir að tekið var upp flotgengi árið 2001. Gengið hefði sveiflast vel yfir 100% fyrst á eftir. Á tímabilinu 2001 til júní 2008, áður en gengi krónunnar hrapaði, hefði gengið sveiflast um 58%. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, segir upptöku evru ekki tímabæra, en ekki sé hægt að útiloka hana um alla framtíð. Í erindi sínu sagði hún að það væri alveg ljóst að „krónan hefur bjargað okkur frá langvarandi erfiðleikum og gert okkur kleift að jafna okkur á bankakreppu á miklu skemmri tíma en aðrir í sömu stöðu.“ Kristín sagði ennfremur enga ástæða fyrir Íslendinga að flýta sér að gera breytingar í gjaldmiðlamálum. Það væru næg verkefni í efnahagsmálum heima fyrir. Við þyrftum að ná tökum á ríkisútgjöldum og lækka skuldir. Þar að auki uppfylltum við ekki Maastricht-skilyrðin, því væri tómt mál að taka upp evru við núverandi aðstæður. Össur bjartsýnn á framtíð evrunnar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í opn- unarávarpi sínu að valið sem þjóðin stæði frammi fyrir í gjaldmiðlamálum væri milli óstöðugrar íslenskrar krónu og evru sem vonandi kæmi sterkari út úr kreppunni. Í máli sínu sagðist Össur sannfærður um að evrusamstarfið mundi komast í gegnum yfirstandandi erfiðleika. Þá benti Össur á að einstök evruríki hefðu gripið til rót- tækra ráðstafana til þess að takast á við efnahagserfiðleika sína, og sagðist bjartsýnn á að þau meðöl myndu virka rétt eins og þau gerðu á Íslandi í stöðugleikaáætlun Íslands og AGS. Síðast en ekki síst mætti skynja sterkari pólitískan vilja en áður frá aðildarríkjunum og Evrópska seðlabank- anum að komast í gegnum skuldakreppuna í sameiningu. Morgunblaðið/Kristinn Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson með fyrrverandi Evrópumálaráðherra Frakklands, Pierre Lellouche. Össur segist sannfærður um að evrusamstarfið muni komast í gegnum yfirstandandi erfiðleika. Forseti ASÍ vill taka á ný upp fastgengisstefnu  Aðild að evrusvæðinu ótímabær, segir forstjóri Lýsis Hörður Ægisson hordur@mbl.is Rekstrarkostnaður slitastjórnar Glitnis stefnir í að vera tæplega 50% meiri á þessu ári heldur en á því síð- asta. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann ríflega 3,9 milljörðum króna, miðað við 2,5 milljarða á sama tíma fyrir ári. Á öllu síðasta ári var rekstrarkostnaður slitastjórnarinnar um 5,4 milljarðar, en nú bendir flest til að hann verði hátt í átta milljarðar á þessu ári. Þetta má sjá í kynningu til kröfuhafa um fjárhagslega stöðu þrotabúsins. Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis lífeyrissjóðs, segist að- spurður í samtali við Morgunblaðið ekki hafa forsendur til þess að meta hvort þessi mikla aukning sé óeðlileg. „En þessi kostnaður er gríðarlega mikill og við viljum því vita betur hvernig hann er samsettur.“ Lífeyrissjóður Gildis og Lífeyris- sjóður verslunarmanna hafa fengið lögmann til að reyna fá sundurliðaðar upplýsingar um launakostnað slit- astjórnar Glitnis. Árni segir að þegar niðurstaða fáist í það mál muni sjóð- urinn ákveða næstu skref. „Ég sé samt ekki ástæðuna fyrir því af hverju kröfuhafar eigi ekki að fá þær upplýsingar vegna þess að það skipt- ir þá miklu máli að vita hvernig fjár- munum búsins er varið.“ Kostnaður vegna launa og launa- tengdra gjalda var 298 milljónir og hélst nánast óbreyttur frá því á sama tíma árið 2011. Hins vegar hefur kostnaður vegna aðkeyptrar lög- fræðiþjónustu og ráðgjafavinnu næstum tvöfaldast á milli ára; úr 1.629 milljónum króna í meira en þrjá milljarða. Slitastjórnin greiddi 435 milljónir á fyrstu sex mánuðum árs- ins vegna innlendrar lögfræðiþjón- ustu. Steinunn Guðbjartsdóttir, formað- ur slitastjórnar, bendir hins vegar á í samtali við Morgunblaðið að þessi aukning í rekstrarkostnaði milli ára megi einkum rekja til aðkeyptrar þjónustu erlendra sérfræðinga. „Vinna við nauðasamninga kallar á mikla aukningu í erlendum sérfræði- kostnaði.“ Steinunn segir stefnt að því að ljúka nauðsamningum fyrir árslok og þá verði skipuð stjórn sem taki við rekstri hins nýja félags. Aðspurð seg- ir hún að slitastjórnin muni í kjölfarið sinna „ákveðnum verkefnum“ sem þurfi að ljúka og tengist fyrst og fremst frágangsvinnu. Stefnir í 50% meiri rekstrar- kostnað slitastjórnar Glitnis  Kostnaðurinn 3,9 milljarðar fyrstu 6 mánuði ársins, en var 2,5 milljarðar í fyrra Glitnir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, segir að meiri rekstrarkostnað megi rekja til aðkeyptrar þjónustu erlendra sérfræðinga. Morgunblaðið/Golli Kostnaður slitastjórnar » Rekstrarkostnaður slita- stjórnar Glitnis stefnir í að vera tæpir 8 milljarðar á árinu. Var 5,4 milljarðar í fyrra. » „Gríðarlega mikill kostn- aður,“ segir framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. » Kostnaður við aðkeypta lög- fræðiþjónustu og ráðgjafa- vinnu næstum tvöfaldast á milli ára. » Formaður slitastjórnar segir vinnu við nauðasamninga kalla á „mikla aukningu í erlendum sérfræðikostnaði“.                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ ,00-0+ +,1-+2 ,+-32. ,+-423 +.-.31 +2,-0/ +-4/0/ +.5-.3 +45-.4 +,2-+1 ,00-4 +,1-4 ,+-40+ ,+-45/ +.-50+ +2,-33 +-4/42 +50-3+ +10-2 ,,+-,3+2 +,2-34 ,00-55 +,1-./ ,+-413 ,+-11 +.-541 +2,-.+ +-4/55 +50-5. +10-/4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Sjá sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.