Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is W illiam Thomas, eða Bill eins og hann er alla jafna kallaður, er læknir frá Har- vard-skóla sem hóf feril sinn sem læknir á bráða- móttöku. Hann skipti um starfssvið eftir að hafa tekið að sér hlutastarf með öldruðum og er nú upphafs- maður Eden-stefnunnar í Banda- ríkjunum, en á vegum hennar ferðast hann um heiminn til að kynna hugmyndafræði stefnunnar sem miðar að því að gera hjúkr- unarheimili sem heimilislegust. Þörf á nýjum leiðum „Ég fann að ég gat virkilega gert góða hluti fyrir eldra fólk og skipt sköpum sem lét mér líða vel. Í dag er ég í forsvari fyrir sjálfseign- arstofnunina í kringum Eden- hugmyndafræðina og ferðast um heiminn á vegum hennar. Helst ein- blíni ég á hvernig við getum skilið öldrun betur. Í grískum goðögnum er að finna frásögur af fólki sem vill vera ungt að eilífu. Sú hugmynd hef- ur alltaf heillað fólk en það er ekki hægt, sem skapar streitu hjá fólki þegar það reynir að berjast á móti öldruninni. Mikilvægt er að leyfa fólki að verða gamalt á heilbrigðan hátt og njóta þess að vera gamalt frekar en að reyna að stöðva öldr- unina,“ segir Bill og bætir við að yf- irleitt sé lítið talað um öldrun í fjöl- miðlum. Járnlögmálið Tvennt segir Bill að sé mikil- vægt að muna varðandi öldrun. Í fyrsta lagi felist ákveðin velgengni í því að vakna á hverjum degi einum degi eldri. Þetta kallar Bill járnlög- málið og það sé nokkuð sem gleymst hafi í herferðinni gegn öldrun. Í öðru lagi segir hann mikilvægt að muna að í allri mannkynssögunni hafi eng- inn orðið ungur. Það að eldast sé ekki galli eða bilun heldur jafn órjúfanlegur hluti af lífinu og þyngd- araflið. Máli skipti að fólki líði vel á efri árum og geti það ekki lengur séð um heimili þurfi því að líða sem best á nýjum stað. „Hjúkrunarheimili aldraðra voru í upphafi hönnuð með góðum ásetningi en reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að hvorki heim- ilisfólki né fjölskyldum þess líkar við þau. Því er tími kominn á breytingar og þar kemur Eden-stefnan til sög- unnar. Við sem störfum innan henn- Öldrun er ekki galli eða bilun William Thomas, eða Bill Thomas eins og hann er betur þekktur, er upphafs- maður Eden-stefnunnar í Bandaríkjunum sem miðar að því að gera hjúkrunar- heimili sem heimilislegust. Bill segir mikilvægt að muna eftir því að ákveðin vel- gengni felist í því að vakna á hverjum degi einum degi eldri og í raun sé göfugt að eldast þó samfélag okkar eigi erfitt með að kunna að meta öldrun. Spjall Bill Thomas ferðast víða um heim til að kynna Eden-stefnuna. Læknir William Thomas. Internetið er kjörinn staður til að finna góðar hugmyndir fyrir afmæli og önnur boð. Stundum hefur mað- ur ákveðið þema í huga og þá getur verið gott að skoða hugmyndir annara til að raða í kringum það. Stundum stendur maður líka á gati og langar að hafa þema en vantar góða hugmynd. Vefsíðan creative- partyplace.com er ein þeirra sem vert er að skoða til að leysa úr hugmyndaflækjunni. Þar má t.d. finna ýmsar skemmtilegar hug- myndir fyrir afmæli yngstu kyn- slóðarinnar. Á vefsíðunni er líka að finna vef- verslun þar sem kaupa má falleg rör, muffinsform og aðra fallega huti sem bæta lit og og gleði í af- mælispartíið. Það er um að gera að skoða í kringum sig og velta fyrir sér þeim hugmyndum sem maður hefur. Þróa og sníða og bæta við einhverju nýju og skemmtilegu í og með. Vefsíðan www.creativepartyplace.com Morgunblaðið/Golli Góðar Sætar muffins með skrauti eða ósætar eru fínar veitingar í barnaafmælið Litríkur hugmyndabanki Austurlamb er félag bændaá Austurlandi sem selursérvalið, úrvalslambakjötbeint til neytenda. Allt kjöt sem selt er frá Austurlambi er upprunamerkt frá býli og kaupand- inn fær að auki viðamiklar upplýs- ingar um viðkomandi lamb; af hvaða fjárstofni það er, hver fóðrun dýrs- ins var fyrir slátrun og hvort það hefur gengið á hálendi, um fjöll, dali eða strendur. Að sögn Þorsteins Bergssonar, bónda á Unaósi, hafa kröfuharðir neytendur tekið þessu framtaki einstaklega vel. „Kosturinn við það að panta kjöt frá Austurlambi er ótvíræður. Kjötið er einfaldlega alltaf gott og fyrsta flokks. Allt kjöt er með rekjanleika til býlis, skrokkar eru valdir í slát- urhús með tilliti til þyngdar, vöðva- fyllingar og fituhulu og það er tryggt að skrokkar hanga alltaf í 2-3 daga fyrir frystingu til að hámarka bragð- gæði og meyrni. Við sögunina velj- um við svo aðeins kjötmestu bitana og beinmiklir hlutar fylgja aldrei með,“ segir Þorsteinn. Landsmenn þekkja Þorstein ef- laust vel sem liðsmann Fljótsdals- héraðs í spurningaþættinum vinsæla Útsvari en hann er jafnframt einn af drifkröftunum á bak við Austurlamb og hefur í heilan áratug unnið að framgangi félagsins ásamt kollegum sínum úr fjórðungnum. „Við finnum fyrir því að kröfu- harðir neytendur, og ekki síst veit- ingamenn, vilja geta treyst því að fá alltaf sama góða kjötið þegar þeir elda lambakjöt. Við eigum líka orðið góðan hóp af fastakúnnum sem tryggja sér alltaf heilan eða hálfan skrokk með góðum fyrirvara.“ Hægt er að panta lambakjöt frá Austurlambi á vefnum aust- urlamb.is. „Íslendingar kunna að meta lambakjöt og þekkja muninn á frá- bæru kjöti og því sem er lakara. Það skyldi þó ekki vera að íslensk- ir neytendur verði innan skamms ennþá meiri sérfræðingar í lamba- kjöti og verði farnir að velta því fyrir sér við matarborðið hvort beitt hafi verið á hálendi, í kjarrlendi eða fjörugróðri, eða hvort beit fyrir slátrun hafi verið lyng, eða áborin há,“ bætir Þorsteinn við. Austurlamb Bændur Þorsteinn Bergsson og Soffía Ingvarsdóttir, ábúendur á Unaósi. Upprunamerkt lambakjöt Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. ÁTT ÞÚ HEIMA Í JÓLABÆNUM? Við leitum söluaðila í snotur jólahús og tjöld í Jólabænum við Ingólfstorg. Líkt og fyrri ár verður skipulögð skemmtidagskrá alla daga og fjöldi fólks sem bregður sér í „bæinn“ til að gera jólainnkaup. Jólabærinn sprettur upp í miðjum desember og þú gætir flutt inn á fyrsta degi ef þú tryggir þér pláss nógu snemma. Sendu okkur fyrirspurn merkta „Jólabærinn“ á midborgin@midborgin.is Þar sem hjartað slær www.midborgin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.