Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 41

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 ✝ Petrea Vil-hjálmsdóttir fæddist á Víkum á Skaga 4. mars 1932. Hún lést á Vífilsstöðum í Garðabæ 16. sept- ember 2012. Foreldrar voru Vilhjálmur Árna- son frá Víkum og Ásta Jónína Krist- mundsdóttir frá Hrauni. Systkini Petreu eru Alda Vilhjálmsdóttir og Búi Vil- hjálmsson. Fóstursystkini Pet- reu eru Anna Lilja Leósdóttir og Karl Hólm. þeirra eru Kristján Þórir og Örn Ingi, sonur Ingvars er Máni. Börn Vilhjálms og Jerine eru: 1) Jerine Petrea, f. 7. júlí 1979. Sambýlismaður hennar er Lars Peter Lennert, börn þeirra eru Silja Isadora og Siri Ásta. 2) Knut, f. 13. maí 1988. Petrea flutti frá Víkum á Hvalnes á Skaga tveggja ára gömul og bjó þar sinn barndóm. Hún flutti svo til Hafnarfjarðar til að stunda nám við Flensborg- arskóla og bjó hjá Jósefs- systrum. Hún kynntist manni sínum í gegnum vinskap við systur hans sem stundaði nám með henni. Petrea bjó allan sinn búskap í Þorlákshöfn. Hún starfaði lengst af sem matráðskona. Útför Petreu fer fram frá Þorlákskirkju í dag, 22. sept- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 11. Eiginmaður Pet- reu var Knútur Bjarnason frá Guð- nabæ í Selvogi, bíl- stjóri og útgerð- armaður, f. 2. apríl 1928, d. 18. júní 1981. Sonur þeirra er Vilhjálmur Knúts- son, f. 16. apríl 1952, búsettur í Grænlandi. Kona hans er Jerine Egede. Barn Vil- hjálms og Guðbjargar Ríkharðs- dóttur er Petra Vilhjálmsdóttir, f. 18. janúar 1979. Maður henn- ar er Ingvar Arnarson og börn Nafnið þitt þýðir klettur og það á svo sannarlega við um þig, elsku amma mín, stóðst eins og tignarlegur klettur í gegnum erf- iða baráttu við meinið. Barátta þín var einnig barátta mín því ég vildi hafa þig sem lengst hjá mér. Ég reyndi eins vel og ég gat að aðstoða þig og sýna þér hve mikið ég elska þig. Við reyndum að njóta og þá koma kaffihúsaferð- irnar strax upp í huga minn. Þú, orðin mjög máttfarin með staf í annarri hendi og leiddir mig með hinni, ég var þá með Örn Inga á hinum arminum og vonaðist til að Kristján færi sér ekki að voða í rúllustiganum. Okkar samband var alveg ein- stakt. Ég kom inn í þennan heim sem barnabarn þitt en samband okkar var miklu meira en það. Þú varst besta vinkona mín og sálu- félagi. Við höfum alltaf verið sam- ferða, alltaf deilt öllu og notið þess að vera saman. Þótt aldurs- munurinn sé mikill þá hef ég sjaldan fundið fyrir honum. Þú varst svo ung í anda, alltaf til í að skemmta þér og fylgdist með nýj- ustu tískunni. Ég er gömul sál sem elskaði að hlusta á gömlu lögin með þér og vinum þínum og dró þig heim af skemmtunum. Þannig mættumst við á miðri leið. Frá því ég fæddist hafðir þú einstakan metnað við að leiðbeina mér gegnum lífið. Þú byrjaðir á að veita mér hlýju og öryggi. Hlýjuna fékk ég frá faðmi þínum og ég man enn eftir tilfinningunni þegar ég nuddaði hálsmen þitt og grúfði mig í hálsakot þitt. Þú áttir alltaf tíma fyrir mig og það var eins og þú værir alltaf bara að bíða efir komu minni. Þannig öðl- aðist ég öryggi sem veitti mér sjálfstraust á lífsleiðinni. Þú aðstoðaðir mig við að ganga menntaveginn, hvattir mig áfram og hrósaðir mér fyrir velgengni og þannig öðlaðist ég jákvæðan sjálfsstyrk til að feta mína braut. Þegar ég fékk út úr prófunum hringdi ég strax í þig og þegar ég komst inn í tannlækninn þá fékkstu fyrst af öllum fréttirnar. Það besta var að þú beiðst alltaf við símann, áhugi þinn var alltaf til staðar. Ég neita því ekki að þú reyndir oft að stjórna mér, fannst nú tannlæknanámið ekki nýtast þér neitt en barst þó virðingu fyr- ir minni ákvörðun. Þú kenndir mér iðjusemi og dugnað. Með það sem veganesti náði ég að stofna tannlæknastof- una mína og fyrir það er ég svo þakklát. Áhugi þinn á drengjunum mín- um var ómetanlegur. Þegar ég kom með þá í heimsókn þá voru þeir númer eitt. Kristján settist í stólinn til þín og allar bækur voru skoðaðar. Hann byrjaði á að hlusta á þig en svo snerist það við og þú hlustaðir á hann. Hann var orðinn sérfræðingur í að setja rúllur í hárið á þér og setning hans við þá iðju, „þú ert besti vin- ur minn og ég elska þig,“ bræddi þig. Þú vissir allt um þá og barst hag þeirra fyrir brjósti. Elsku amma, hjartað mitt grætur af sorg og tómarúmið er mikið. Hvað geri ég án þín? Ég er búin að missa hluta af mér sem erfitt verður að byggja upp en ég skal gera mitt besta. Þú verður alltaf í hjarta mínu og huga. Þótt meinið hafi sigrað þig að lokum þá stendur samt kletturinn Peta alltaf uppi, tignarlegur og flottur. Gullið þitt, Petra Vilhjálmsdóttir. Elsku amma okkar. Við vitum ekki hvar á að byrja, því minning- arnar eru óteljandi og hver ann- arri fallegri. Þú varst svo stór hluti af okkar lífi, við okkur varstu svo góð, hlý, skemmtileg og tókst okkur alltaf opnum örm- um. Þegar við vorum yngri lékstu við okkur eins og við værum jafn- aldrar þínir, því þannig tókstu öllum, það voru allir jafnir í þín- um augum. Við munum eftir þér með okk- ur í hestaleik, búðaleik, að lesa fyrir okkur áður en við sofnuðum og svo þegar við fórum í göngu- túra leituðum við að köttum og gröfum. Þú hringdir í okkur ef eitthvað þurfti að laga, þú varst svo stolt af okkur og launaðir okkur alltaf vel fyrir, bæði með ást, nammi og aurum, sem við aldrei gátum afþakkað. Flesta föstudaga bauðstu okk- ur í pulsur og jógúrt í eftirrétt, sem verður nú gert að hefð. Þeg- ar við ferðuðumst varstu yfirleitt okkar ferðafélagi og sá allra besti. Við eigum margar góðar minningar um árleg sumarfrí norður á Akureyri í orlofshús eða norður á Sauðárkrók til fjöl- skyldu þinnar. Það var svo gott að vera nálægt þér, þú fylltir mann svo miklum lífsvilja og sjálfstraustið rauk upp. Þú hrós- aðir okkur fyrir allt sem við tók- um okkur fyrir hendur, sagðir okkur hvað þú værir stolt af okk- ur og gerðir allt svo miklu betra. Amma, þú verður í huga okkar alla daga og við minnumst þín með bros á vör og kærleik í hjarta. Við elskum þig. Þín elskuleg, Margrét, Helgi og Sigurður. Kær mágkona og traustur vin- ur, Petrea Vilhjálmsdóttir, hefur nú kvatt þennan heim eftir erfið veikindi sl. ár. Það var mikil blessun og gæfa þegar Peta giftist Knúti bróður. Hjónaband þeirra var ákaflega farsælt en Knútur féll frá á besta aldri. Það var erfiður tími í lífi Petu, en hún bar sorg sína í hljóði eins og hetja. Sonur Petu og Knúts, Vilhjálmur, hefur búið á Grænlandi í áratugi og á þar fjöl- skyldu. Peta bjó yfir mikilli góðvild og tillitssemi gagnvart öllu lífi, ekki síst gagnvart þeim sem áttu við veikndi að stríða eða höfðu orðið undir í lífinu. Það sást hvað best þegar hún og dóttir mín greindust á svip- uðum tíma með krabbamein og voru í lyfja- og læknismeðferð á Landspítalanum. Peta studdi Jóu með símtölum og bænum þar til yfir lauk á sl. ári. Fyrir allan þann stuðning verð ég alltaf þakklát. Ég sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur á þess- um tíma. Ég trúi því að Knútur og Jóa mín og fólkið okkar sem farið er til æðri heima taki á móti henni opnum faðmi. Góður Guð blessi og varðveiti Petreu Vilhjálmsdóttur. Guðrún Bjarnadóttir. Elsku Peta, mín ástkæra fóst- urmamma, eins og ég kallaði þig nú alltaf. Ég var bara 11 ára þeg- ar þú komst inn í líf mitt og síðan þá hefur þú átt stóran part af hjarta mínu. Ég var einstaklega háð þér og leitaði alltaf til þín, hvort sem það var í blíðu eða stríðu. Mér finnst eins og ég hafi sogið mig fasta við þig og þú bara losnaðir ekkert við mig. Við vor- um einstakar vinkonur. Minning- arnar eru óteljandi og allt sem við höfum gert saman í gegnum tíð- ina, hvort sem það voru allar ferðirnar í sumarbústaðinn þinn í Selvoginum, ferðirnar norður á Sauðárkrók til fjölskyldu þinnar og orlofsíbúðirnar á Akureyri, eða allar utanlandsferðirnar, geggjaðar ferðir. Þér fannst nú allt annað að sjá okkur stelpurn- ar ef við keyptum okkur einhver smart föt, þú varst alltaf svo flott, lekker og einstaklega smekkleg. Það var alltaf svo gaman hjá okk- ur, við gátum hlegið og spjallað endalaust, við vorum aldrei orð- lausar. Ég er einstaklega heppin að hafa kynnst svona einstakri konu eins þér og börnin mín að hafa átt svona einstaka ömmu. Sem umvafðir þau ást og hlýju. Ég hef líka alltaf sagt að það er búið að vera æðislegt að fylgjast með sambandi ykkar Petu litlu, það var alveg magnað, svo sér- stakt. Ég vona að ég verði amma eins og þú varst, öll börn voru gullmolar í þínum augum, þú varst svo endalaust góð, jákvæð og skemmtileg. Æðislegt að fá að vera ein af þinni fjölskyldu, vera ein af frænkunum. Elsku Peta mín, þín er sárt saknað. Þín Guðrún. Við vorum svo heppin í okkar fjölskyldu að hann Knútur Bjarnason (Kúti frændi) frá Guð- nabæ í Selvogi náði sér í kvenkost norðan úr landi, frá Hvalnesi á Skaga. Petrea Vilhjálmsdóttir, hún Petra (þannig skrifaði hún nafnið sitt), tók frá fyrsta degi alla okkar athygli og hélt henni til dauðadags. Konan var stjórnsöm með eindæmum og gat ekki látið ógert að breyta þeirri nafngift sem foreldrar hennar létu henni í té. Peta hefur verið litríkur per- sónuleiki og alls staðar þar sem hún hefur verið hefur hún unnið hug og hjörtu þeirra sem henni hafa kynnst. Hún hefur alltaf ver- ið partur af okkar fjölskyldu og þökkum við fyrir þær stundir sem við áttum með henni. Peta vildi allt fyrir alla gera og ef eitt- hvað bjátaði á var hún fyrst á staðinn. Hún spáði gjarnan í bolla fyrir gesti og gangandi og það klikkaði sjaldan að bollinn væri fullur af góðum fréttum; pening- um, börnum, partíum, utanlands- ferðum og almennri lukku. Sér í lagi ef viðkomandi þurfti á góðum fréttum að halda. Hún átti auð- velt með að láta þeim líða vel sem í kringum hana voru og nærvera hennar gat bjargað deginum. Kynslóðabil var ekki til í hennar orðabók og lét hún sér annt um unga sem aldna. Þegar svili henn- ar Sveinn lá sína banalegu var hún tiltæk að skreppa í heimsókn á hjúkrunarheimilið til hans „Svenna“. Hún átti erfitt með að skilja hvað gat nú verið dauflegt þarna og mönnum stykki nú ekki bros á vör. Þegar hún labbaði inn fór hún að heilsa og vinka öllum sem á vegi hennar urði og viti menn, það fór smám saman að lifna yfir einum og einum. Haft hefur verið á orði að hún hafi vak- ið upp heila deild á hjúkrunar- heimilinu bara með nærverunni einni saman í bland við smá há- vaða. „Það er allt annað að sjá ykkur stelpur,“ er setning sem hefur yljað ferðafélögum hennar í frænkuferð sem farin var til Glas- gow fyrir ekki margt löngu. Ferðafélagarnir samanstóðu af frænkum, vinkonum og síðast en ekki síst Petu sjálfri. Búðirnar voru nú teknar með áhlaupi á daginn og á kvöldin var farið í sínu fínasta pússi út að borða. Eitthvað voru ferðafélagarnir druslulegir þegar lagt var af stað til Glasgow því þegar hvert nýja dressið dúkkaði upp af öðru kvað alltaf við þessi setning hjá frú Petu: „Það er allt annað að sjá ykkur stelpur,“ og svo kom önnur gullvæg eins og „þú ert eins og klippt út úr Burda“. „Peta litla“, eins og við köllum hana, hefur verið ömmu sinni ómetanleg frá þeim fyrsta degi þegar hún leit dagsins ljós. Nánara samband milli ömmu og barnabarns fyrir- finnst vart. „Gunna litla“ hefur einnig alltaf fylgt fjölskyldu Petu. Gunna bjó í næsta húsi við Petu og missti móður sína mjög ung, svo að sú gamla breiddi vængi sína yfir hana eins og við var að búast af henni. Undir það síðasta talaði Peta oft um hvað hefði ræst úr fjölda afkomenda, „hver hefði trúað því að hann Vilhjálmur gæti þetta?“ Sem sagt „strák- urinn stóð sig“ og við bættist Gunna litla og fjölskylda. Með söknuði kveðjum við þessa mætu konu og færum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Halldóra Sigr. Sveinsdóttir og fjölskylda. Petrea Vilhjálmsdóttir  Fleiri minningargreinar um Petreu Vilhjálms- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY HJARTARDÓTTIR, lést á Dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík mánudaginn 17. september. Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 25. september kl. 13.00. Bjarnfríður Jónsdóttir, Pétur Vilbergsson, Karl Taylor, Ása Skúladóttir, Eðvarð Taylor Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, NANNA SIGFÚSDÓTTIR, Höfðabraut 5, Akranesi, lést 18. september. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 27. september kl. 14.00. Sigurður Guðmundsson, Magnús Sigurðsson, Ómar Sigurðsson, Jórunn Friðriksdóttir, Elínborg Sigurðardóttir, Ásgeir Gunnarsson, Hugrún Sigurðardóttir, Eyjólfur M. Eyjólfsson, Sigurgeir Sigurðsson, Herdís Jónsdóttir, Marteinn Sigurðsson og ömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR JÖRUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Bakkavör 9, Seltjarnarnesi, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 19. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. október kl. 15.00. Anna María Hilmarsdóttir, Þorsteinn Hilmarsson, Guðrún Sóley Guðjónsdóttir, Þorgerður Jörundsdóttir, Þorsteinn Jörundsson, Þuríður Elfa Jónsdóttir, Jörundur Jörundsson, Jóhanna Símonardóttir, Steinunn Guðmundardóttir, Hilmar Þorsteinsson, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Christel, Drafnarstíg 2a, Reykjavík, lést að Droplaugarstöðum aðfaranótt fimmtudagsins 13. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Kristinsson, Helga Gabriella Guðmundsdóttir, Þórir Ólafsson, Harpa Bryndís Brynjarsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Guðmundur Þórir Þórisson, Kolbrún Sigurðardóttir, Kristel Björk Þórisdóttir, Hörður Kr. Hálfdánarson, Anton, Andri, Aldís, Bryndís, Lilja og Guðmundur Ísar. Kær tengdafaðir minn, SIGURÐUR EINARSSON frá Tjörnum undir Eyjafjöllum, lengst af búsettur á Nýja Sjálandi, er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun í veikindum hans fær starfsfólk 11G á Landspítalanum, svo og starfsfólk á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, María Sif Sveinsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma, AMALÍA SVALA JÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Lækjargötu 30, Hafnarfirði, áður til heimilis að Heiðarlundi 2, Garðabæ, lést mánudaginn 17. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 26. september klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurður Karl Sigurkarlsson, Sindri Karl Sigurðsson, Elín Hjaltalín Jóhannesdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Anna Sigríður Sigurðardóttir, Páll Jónsson, Svala, Sigurpáll, Elísa Björg, Jón Theódór, Alma Sóley og Sigurður Stefán.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.