Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Hrunið hefur leikið íslenskt heilbrigð- iskerfi grátt. Fyrir hrun áttu Íslendingar lagalegan rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ var á. Ekki lengur, þessi réttur hvarf í hruninu. En hvað kom í staðinn? Samdráttur og nið- urskurður til að standa undir auknum vaxtagjöldum ríkisins, enda gera fjárlög 2013 ráð fyrir að vaxtagjöld verði 88 ma kr. sem er rúmlega tvöfalt hærri upphæð en sjúkra- húskostnaður ríkisins sem er áætl- aður 43 ma kr. Íslenska ríkið þarf að sýna mikið aðhald á næstu árum og ljóst er að útgjaldaaukning til heilbrigðismála getur ekki fylgt þeirri miklu kostn- aðaraukningu sem ný þróun á lyfj- um, meðferðum og tækjum kallar á. Þar á ofan bætist að íslenska rík- ið er ekki samkeppnishæft þegar kemur að launakjörum heilbrigð- isstarfsmanna. Norræn heilbrigð- isþjónusta er alþjóðlega eftirsótt og þekkir engin landamæri og hana verður í raun að verðleggja í al- þjóðlegri mynt. Ósjálfbært kerfi í hnignun Ef við göngum út frá þeirri for- sendu að sjálfbæra heilbrigðisþjón- ustu þurfi að verðleggja í al- þjóðlegri mynt er hægt að færa rök fyrir því að Ísland er litlu betur sett í dag en það var fyrir 20 árum til að mæta núverandi kostnaði við heilbrigðisþjónustu, m.t.t. til lands- framleiðslu á mann mældrar í dollurum á föstu gengi. Á síðast- liðnum 20 árum hafa orðið gríðarlegar farmfarir í læknavís- indum með tilheyrandi kostnaði. Hvernig hef- ur þessum kostnaði þá verið mætt á Íslandi? Að mestu leyti með því að lækka laun (mæld í erlendri mynt), fækka heilbrigðis- starfsmönnum og tak- marka aðgang sjúklinga að dýrum lyfjum, nýjum tækjum og með- ferðum. Enda er nú svo komið að það hriktir í stoðum hins íslenska heilbrigðiskerfis. Ríkisrekið kerfi sem byggist á ósamkeppnishæfum launum, tak- markaðri greiðslugetu skuldugs ríkissjóðs og skorti á eðlilegri end- urnýjun á tækjum og starfsfólki getur ekki talist sjálfbært. Smátt og smátt fjarar undan slíku kerfi. Og þá erum við komin að kjarna málsins: Á heilbrigðisþjónusta á Ís- landi í framtíðinni að miðast við takmarkaða greiðslugetu ríkisins eða eiga sjúklingar að hafa aðgang að fullkomnustu og bestu heilbrigð- isþjónustu sem völ er á? Fyrir hrun var þessi spurning ekki svo aðkall- andi enda var slík þjónusta tryggð með lögum. En sá tími er liðinn. Nú treystir ríkið sér ekki til að veita þessa þjónustu, og hvað tekur þá við? Óþægileg framtíðarsýn? Ríkið á fáa aðra kosti en að halda kostnaði niðri og stýra þjónustunni með „klínískum leiðbeiningum“ og biðlistum? En hvernig á að gera kerfið sjálfbært og stöðva hnignun þess? Hér verða menn að horfa út fyrir landsteinana og í hugmynda- smiðju annarra þjóða. Flest Evr- ópuríki fara svokallaða blandaða leið í heilbrigðismálum, þar sem ríki og einkaaðilar vinna saman að sjúkratryggingarmálum, rekstri og uppbyggingu sjúkrahúsa og stefnu- mótun innan heilbrigðisgeirans, sem miðar að því að veita sjúkling- um betri þjónustu en ríkisrekið kerfi getur veitt upp á eigin spýtur. Þetta á sérstaklega við í löndum þar sem hið opinbera hefur tak- markað bolmagn til að standa und- ir síhækkandi heilbrigðiskostnaði og þeim löndum sem ekki hafa það bolmagn fjölgar stöðugt. Það er því mikilvægt að allt sam- félagið leggist á árar til að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu, annars er hætta á að hér skapist það ástand, sem er vel þekkt í þróun- arlöndum og fyrri kynslóðir Íslend- inga þekktu, þar sem efnamiklir einstaklingar hafa val sem aðrir hafa ekki. Þeir geta sótt sér full- komna heilbrigðisþjónustu erlendis á eigin reikning. „Hann sigldi til Kaupmannahafnar til að leita sér lækninga“ er kunnugleg setning úr bókum og sendibréfum fyrri alda. Viljum við hverfa aftur til þess tíma? Varla. Það er löngu orðið tímabært að taka upp efnislega umræðu um framtíð, uppbyggingu og mönnun íslensks heilbrigðiskerfis. Hvernig ætlum við að veita sjúklingum á Ís- landi sjálfbæra, góða og skilvirka þjónustu í framtíðinni sem er fylli- lega sambærileg því sem best ger- ist í nágrannalöndunum? Hver á að veita þjónustuna og hvernig á að borga fyrir hana, þegar ríkið hefur ekki efni á að reka fyrsta flokks kerfi að norrænni fyrirmynd? Eitt er víst, kostnaður við að veita sjálf- bæra heilbrigðisþjónustu á Íslandi er mun hærri en útgjöld ríkisins og sjúklinga eru í dag. Það er nauðsynlegt að taka þessa umræðu um framtíð íslensks heil- brigðiskerfis og hlutverk ríkisins og einkaaðila í því, áður en hafist er handa við byggingu á nýju sjúkrahúsi. Heilbrigðiskerfi á krossgötum Eftir Andra Arinbjarnarson » Á heilbrigðisþjón- usta á Íslandi í fram- tíðinni að miðast við tak- markaða greiðslugetu ríkisins eða eiga sjúk- lingar að hafa aðgang að fullkomnustu og bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á? Andri Arinbjarnarson Höfundur er verkfræðingur. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tækifæri H x b x d: 186 x 60 x 65 sm 99.900 139.900 Kæli- og frystiskápar KG 36VNW20 (hvítur) KG 36VVI30 (stál) Tækifærisverð: kr. stgr. (hvítur) (Fullt verð: 129.900 kr.) Tækifærisverð: kr. stgr. (stál) (Fullt verð: 179.900 kr.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.