Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 29

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Pandahúnninn tók því með stóískri ró þegar hann var færður í fimmtu læknisskoðunina frá því að hann fæddist 29. júlí sl. í dýragarði í San Diego í Kaliforníu. Hann vegur nú 2,26 kílógrömm og er tæpu hálfu kílói þyngri en í síðustu skoðun. Dýralæknar, sem skoðuðu hann, segja að hann geti nú opnað augun og hafi fengið sjón þótt hún sé mjög takmörkuð. Dýragarðurinn í San Diego hyggst fylgja þeirri kín- versku hefð að skíra pönduna 100 dögum eftir að hún fæddist. Litli panda- húnninn braggast vel AFP Hvað á krúttið að heita? Dýragaðurinn í San Diego í Suður-Kaliforníu hef- ur óskað eftir tillögum um hvaða nafn pandahúnninn eigi að fá. Barnaverndaryfirvöld í Helsingja- eyri í Danmörku hafa tekið dreng af foreldrum í borginni en þau höfðu falið hann í bílskúr fjölskyldunnar. Er hann sjöunda barn þeirra hjóna sem barnaverndaryfirvöld hafa tek- ið af þeim. Pilturinn fannst fyrir til- viljun þegar lögregla gerði húsleit á heimilinu. Var hann falinn undir teppi í bílskúrnum. Ástand drengsins, bæði andlegt og líkamlegt, var afar bágborið að sögn lögreglu en aðgerðir hennar tengdust ekki fjölskylduhögum heldur grun um glæpsamlegt at- hæfi. Politiken segir að lögreglan hafi fundið drenginn í ágúst og hefur hann verið í umsjón barnaverndar- yfirvalda síðan þá. Foreldrarnir hafa ekki fengið að hitta hann. Þeir eiga yfir höfði sér fangelsi fyrir meðferð- ina á drengnum en ekki er vitað með vissu hversu gamall hann er. Talið er að hann sé um fjögurra ára, mið- að við þykkt beina. guna@mbl.is Földu ungan son sinn í bílskúr í fjögur ár  Var illa á sig kominn er hann fannst Útlit er fyrir skort á beikoni í heiminum vegna þess að margir bændur í Evrópu hafa gripið til þess ráðs að fækka svínum sínum vegna hækkandi fóður- verðs, að sögn The Wall Street Journal. Ný gögn frá Evrópusam- bandinu benda til þess að svína- bændur hafi dregið saman seglin og óhjákvæmilegt sé að svínakjöts- framleiðslan minnki verulega. Sam- tök breskra svínabænda áætla að framleiðslan minnki um 10% í Evr- ópu og verð á beikoni hækki um 50%. Hækkandi fóðurverð er einkum rakið til minni uppskeru í haust í Bandaríkjunum, Rússlandi og Bras- ilíu vegna þurrka, að því er fram kemur á fréttavef danska ríkis- útvarpsins. bogi@mbl.is Stefnir í beikonkrísu vegna hækkandi fóðurverðs EVRÓPUSAMBANDIÐ Samuel Mullet, leiðtogi amish- safnaðar í Ohio, og fimmtán fylgismenn hans hafa verið dæmdir sekur um trúarlega hatursglæpi vegna árása á annað amish- fólk í ríkinu. Mullet er sakaður um að hafa skipað fylgismönnum sínum að skera hár og skegg þeirra sem óhlýðnuðust honum í smábæ sem hann stjórnaði með harðri hendi. Mennirnir voru dæmdir sekir um að hafa ráðist inn á heimili fólks á næturnar, vopnaðir stórum skærum og rafknúnum klippum, beitt fólkið ofbeldi og skorið skegg karlmannanna og hár kvennanna. Árásirnar eru álitnar mjög niðurlægjandi fyrir Amish- fólkið vegna þess að hefð er fyrir því að konurnar láti ekki klippa hár sitt og karlmennirnir láti sér vaxa skegg eftir að þau ganga í hjónaband. Refsidómur verður kveðinn upp í málinu 24. janúar. bogi@mbl.is Amish-menn dæmd- ir fyrir hatursglæpi Samuel Mullet BANDARÍKIN Sannir Finnar hafa sótt í sig veðrið á ný og flokknum er spáð 17% fylgi í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 28. október. Frambjóð- andi flokksins fékk 9,4% í forseta- kosningum í janúar en flokkurinn fékk 19% í þingkosningum í apríl 2011. Hann hefur lagt áherslu á andstöðu við Evrópusambandið. FINNLAND Sannir Finnar í sókn Frá vöggu til grafarFrá vögg til graf r - ráðstefna um stefnumörkun í heilbrigðismálum á Íslandi Grand Hótel mánudaginn 24. september 2012 kl. 13:30 13:30 Setning: Séra Örn Bárður Jónsson, formaður Hollvinasamtaka líknardeilda 13:40 Ávarp: Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra 14:00 Sýn öldrunarlæknis á líknarþjónustu áður fyrr, nú og í framtíð Pálmi V. Jónsson prófessor, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala 14:20 Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 14:40 Má gagnrýna heilbrigðisþjónustu? - Sjónarmið tveggja kynslóða Styrmir Gunnarsson ritstjóri 15:00 Kaffihlé 15:45 Einsöngur: Björg Þórhallsdóttir sópran, meðleikari Jónas Ingimundarson 16:00 The coordination reform in Norway - Why and how? Tor Åm, framkvæmdastjóri heilbrigðisráðs Noregs 16:30 Viðbrögð úr sal Guðrún Sigurjónsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu Magnús Pétursson ríkissáttasemjari Ólafur Oddsson, geðlæknir á Akureyri Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir Stefán Þórarinsson, lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands 17:20 Samþykktir 18:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi Ráðstefnan er öllum opin. Sérstaklega er boðið fulltrúum samtaka aðstandenda sjúkra og aldraðra, frjálsum samtökum um heilbrigðis- og velferðarmál, félögum lækna og hjúkrunarfólks, fulltrúum sjúkrastofnana og heilsugæslustöðva, fulltrúum samtaka launþega, atvinnurekenda, sveitarfélaga svo og alþingismönnum og ráðherrum. Hollvinasamtök líknardeilda Stefnumörkunar er þörf í heilbrigðismálum á Íslandi. Hollvinasamtök líknardeilda vilja knýja á um, að mótuð verði heildarstefna í heilbrigðismálum í samræmi við ný viðhorf Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO um notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi í samráði við þarfir og vilja fólksins í landinu. Á ráðstefnu Hollvinasamtaka líknardeilda verður kynnt nýtt notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi Norðmanna, SAMHANDLINGSREFORMEN, sem vakið hefur athygli og unnið er í samræmi við stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.