Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Pandahúnninn tók því með stóískri ró þegar hann var færður í fimmtu læknisskoðunina frá því að hann fæddist 29. júlí sl. í dýragarði í San Diego í Kaliforníu. Hann vegur nú 2,26 kílógrömm og er tæpu hálfu kílói þyngri en í síðustu skoðun. Dýralæknar, sem skoðuðu hann, segja að hann geti nú opnað augun og hafi fengið sjón þótt hún sé mjög takmörkuð. Dýragarðurinn í San Diego hyggst fylgja þeirri kín- versku hefð að skíra pönduna 100 dögum eftir að hún fæddist. Litli panda- húnninn braggast vel AFP Hvað á krúttið að heita? Dýragaðurinn í San Diego í Suður-Kaliforníu hef- ur óskað eftir tillögum um hvaða nafn pandahúnninn eigi að fá. Barnaverndaryfirvöld í Helsingja- eyri í Danmörku hafa tekið dreng af foreldrum í borginni en þau höfðu falið hann í bílskúr fjölskyldunnar. Er hann sjöunda barn þeirra hjóna sem barnaverndaryfirvöld hafa tek- ið af þeim. Pilturinn fannst fyrir til- viljun þegar lögregla gerði húsleit á heimilinu. Var hann falinn undir teppi í bílskúrnum. Ástand drengsins, bæði andlegt og líkamlegt, var afar bágborið að sögn lögreglu en aðgerðir hennar tengdust ekki fjölskylduhögum heldur grun um glæpsamlegt at- hæfi. Politiken segir að lögreglan hafi fundið drenginn í ágúst og hefur hann verið í umsjón barnaverndar- yfirvalda síðan þá. Foreldrarnir hafa ekki fengið að hitta hann. Þeir eiga yfir höfði sér fangelsi fyrir meðferð- ina á drengnum en ekki er vitað með vissu hversu gamall hann er. Talið er að hann sé um fjögurra ára, mið- að við þykkt beina. guna@mbl.is Földu ungan son sinn í bílskúr í fjögur ár  Var illa á sig kominn er hann fannst Útlit er fyrir skort á beikoni í heiminum vegna þess að margir bændur í Evrópu hafa gripið til þess ráðs að fækka svínum sínum vegna hækkandi fóður- verðs, að sögn The Wall Street Journal. Ný gögn frá Evrópusam- bandinu benda til þess að svína- bændur hafi dregið saman seglin og óhjákvæmilegt sé að svínakjöts- framleiðslan minnki verulega. Sam- tök breskra svínabænda áætla að framleiðslan minnki um 10% í Evr- ópu og verð á beikoni hækki um 50%. Hækkandi fóðurverð er einkum rakið til minni uppskeru í haust í Bandaríkjunum, Rússlandi og Bras- ilíu vegna þurrka, að því er fram kemur á fréttavef danska ríkis- útvarpsins. bogi@mbl.is Stefnir í beikonkrísu vegna hækkandi fóðurverðs EVRÓPUSAMBANDIÐ Samuel Mullet, leiðtogi amish- safnaðar í Ohio, og fimmtán fylgismenn hans hafa verið dæmdir sekur um trúarlega hatursglæpi vegna árása á annað amish- fólk í ríkinu. Mullet er sakaður um að hafa skipað fylgismönnum sínum að skera hár og skegg þeirra sem óhlýðnuðust honum í smábæ sem hann stjórnaði með harðri hendi. Mennirnir voru dæmdir sekir um að hafa ráðist inn á heimili fólks á næturnar, vopnaðir stórum skærum og rafknúnum klippum, beitt fólkið ofbeldi og skorið skegg karlmannanna og hár kvennanna. Árásirnar eru álitnar mjög niðurlægjandi fyrir Amish- fólkið vegna þess að hefð er fyrir því að konurnar láti ekki klippa hár sitt og karlmennirnir láti sér vaxa skegg eftir að þau ganga í hjónaband. Refsidómur verður kveðinn upp í málinu 24. janúar. bogi@mbl.is Amish-menn dæmd- ir fyrir hatursglæpi Samuel Mullet BANDARÍKIN Sannir Finnar hafa sótt í sig veðrið á ný og flokknum er spáð 17% fylgi í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 28. október. Frambjóð- andi flokksins fékk 9,4% í forseta- kosningum í janúar en flokkurinn fékk 19% í þingkosningum í apríl 2011. Hann hefur lagt áherslu á andstöðu við Evrópusambandið. FINNLAND Sannir Finnar í sókn Frá vöggu til grafarFrá vögg til graf r - ráðstefna um stefnumörkun í heilbrigðismálum á Íslandi Grand Hótel mánudaginn 24. september 2012 kl. 13:30 13:30 Setning: Séra Örn Bárður Jónsson, formaður Hollvinasamtaka líknardeilda 13:40 Ávarp: Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra 14:00 Sýn öldrunarlæknis á líknarþjónustu áður fyrr, nú og í framtíð Pálmi V. Jónsson prófessor, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala 14:20 Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 14:40 Má gagnrýna heilbrigðisþjónustu? - Sjónarmið tveggja kynslóða Styrmir Gunnarsson ritstjóri 15:00 Kaffihlé 15:45 Einsöngur: Björg Þórhallsdóttir sópran, meðleikari Jónas Ingimundarson 16:00 The coordination reform in Norway - Why and how? Tor Åm, framkvæmdastjóri heilbrigðisráðs Noregs 16:30 Viðbrögð úr sal Guðrún Sigurjónsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu Magnús Pétursson ríkissáttasemjari Ólafur Oddsson, geðlæknir á Akureyri Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir Stefán Þórarinsson, lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands 17:20 Samþykktir 18:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi Ráðstefnan er öllum opin. Sérstaklega er boðið fulltrúum samtaka aðstandenda sjúkra og aldraðra, frjálsum samtökum um heilbrigðis- og velferðarmál, félögum lækna og hjúkrunarfólks, fulltrúum sjúkrastofnana og heilsugæslustöðva, fulltrúum samtaka launþega, atvinnurekenda, sveitarfélaga svo og alþingismönnum og ráðherrum. Hollvinasamtök líknardeilda Stefnumörkunar er þörf í heilbrigðismálum á Íslandi. Hollvinasamtök líknardeilda vilja knýja á um, að mótuð verði heildarstefna í heilbrigðismálum í samræmi við ný viðhorf Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO um notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi í samráði við þarfir og vilja fólksins í landinu. Á ráðstefnu Hollvinasamtaka líknardeilda verður kynnt nýtt notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi Norðmanna, SAMHANDLINGSREFORMEN, sem vakið hefur athygli og unnið er í samræmi við stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.