Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 51
lög og Í Svarthvítu fyrir hljómsveit;
Konzert fyrir orgel og hljómsveit;
Yfir heiðan morgun, fyrir selló og
sinfóníuhljómsveit; kamm-
eróperuna Rhodymenia Palmata,
við ljóðabálk Halldórs Laxness; raf-
tónverkið Nocturne; Messu fyrir
blandaðan kór, og balletverkið
Rauðan þráð.
Af leikhústónlist má nefna tónlist
við Pétur Gaut og Cyrano de Berge-
rac og af kvikmyndatónlist má
nefna tónlistina við Tár úr steini,
Sporlaust, og Kaldaljós.
Hjálmar var formaður Tón-
skáldafélags Íslands 1988-92, for-
seti BÍL 1991-98, sat í stjórn
STEFs, í stjórn Íslenskrar tón-
verkamiðstöðvar 1983-88, í stjórn
listamannalauna 2001-2003 og
Menningarsjóðs SPRON 1996-2006.
Hjálmar hefur verið virkur í bar-
áttusamtökum fyrir náttúruvernd,
var Borgarlistamaður Reykjavíkur
1988-91, hlaut riddarakross hinnar
íslensku fálkaorðu 1996, leiklist-
arverðlaun Grímunnar fyrir bestu
leikhústónlist 2003, og var heið-
urslistamaður Kópavogs 2009.
Áhugamál listafrömuðarins koma
sannarlega á óvart: „Ég hef
óslökkvandi áhuga á eðlisfræði,
stjörnufræði og heimsmyndarfræði,
sögu raunvísinda, eðli og aðferðum.
Ég ásetti mér að skilja afstæð-
iskenninguna áður en ég yrði 60 ára
og er langt kominn með það.“
Fjölskylda
Eiginkona Hjálmars er Ása Rich-
ardsdóttir, f. 19.8. 1964, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri Íslenska dansflokks-
ins og forseti Leiklistarsambands
Íslands.
Sonur Hjálmars og Sigríðar
Dúnu Kristmundsdóttur, er Ragn-
ar, f. 18.9. 1978, skrifstofustjóri Al-
þjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi
en kona hans er Sara Öldu- og Sig-
urbjörnsdóttur, við doktorsnám í
umhverfisfræðum og eru börn
þeirra Hjálmar, f. 2008, og ónefnd
dóttir, f. 2012.
Börn Hjálmars og Ásu eru Nína
Sigríður, f. 26.6. 1992, og Snorri, f.
5.10. 1993.
Systkini Hjálmars eru Anna Ás-
laug Ragnarsdóttir, f .7.11. 1946, pí-
anóleikari, búsett í München í
Þýskalandi; Sigríður Ragnarsdóttir,
f. 31.10. 1949, skólastjóra Tónlistar-
skólans á Ísafirði en maður hennar
er Jónas Tómasson tónskáld.
Foreldrar Hjálmars voru Ragnar
Hjálmarsson Ragnar, f. á Ljóts-
stöðum í Laxárdal í Suður-
Þingeyjarsýslu 28.9. 1898, d. 24.12.
1987, tónlistarskólastjóri og söng-
stjóri á Ísafirði, og k.h., Sigríður
Jónsdóttir Ragnar, f. á Gautlöndum
í Mývatnssveit, 26.7. 1922, d. 10.3.
1993, kennari.
Úr frændgarði Hjálmars Ragnarssonar
Hjálmar
Ragnarsson
Þóra Jónsdóttir
frá Grænavatni
Jón Gauti Pétursson
b. á Gautlöndum
Anna Jakobsdóttir
húsfr. á Gautlöndum
Sigríður Ragnars Jónsdóttir
kennari á Ísafirði
Sigíður Sigurðardóttir
húsfr. á Narfastöðum
Jakob Jónasson
b. á Narfastöðum
Guðlaug Zakaríasdóttir
húsfr. í Ólafsdal
Torfi Bjarnason
skólastj. í Ólafsdal
Áslaug Torfadóttir
húsfr. á Ljótsstöðum
Hjálmar Jónsson
b. á Ljótsstöðum
Ragnar H. Ragnars
skólstj. og kórstj. á Ísafirði
Jón Árnason
b. á Skútustöðum
Þuríður
dóttir Helga Ásmundssonar,
ættföður Skútustaðaættar
Sigurður Jónsson
b. og ráðh. á Ystafelli
Árni Jónsson
prófastur á Skútustöðum
Jón Sigurðsson
b. og rith. á Ystafelli
Jónas Jónsson
búnaðarmálastj.
Inga Árnadóttir
húsfr. í Rvík
Þór Vilhjálmsson
fyrrv. dómari við
Mannréttindadóm-
stól Evrópu
Auður Eir
Vilhjálmsdóttir
fyrrv. sóknarpr.
Gunnar Árnason
sóknarpr. í Kópavogi
Torfi Hjálmarsson
b. á Halldórsstöðum
Magnús Torfason
hæstaréttardómari
Ragnheiður
Torfadóttir
húsfr.á
Skeljabrekku
Torfi Hjartars.
sáttasemjari
Snorri Hjartars.
skáld
Hjörtur
Torfason
fyrrv.
hæstaréttard.
Ragnheiður
Torfadóttir
fyrrv. rektor
MR
Björn Jakobsson
stofnandi Íþróttask. á Laugarvatni
Hólmfríður Pétursdóttir
húsfr. á Arnarvatni
Málfríður Sigurðardóttir
fyrrv. alþm.
Pétur Jónsson
ráðh. á Gautlöndum, sonur
Jóns Sigurðssonar, alþm.
á Gautlöndum
Rebekka Jónsdóttir
húsfr. í Gufudal
Kristján Jónsson
ráðh. og háyfirdómari
Sigurður Guðmundsson
bakaram. á Ísaf.
Jón Sigurðsson
fyrrv. ráðh. og bankastj.
Haraldur Guðmundsson
ráðh.
ÍSLENDINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
Helga Valtýsdóttir leikkonafæddist 22. september 1923í Kaupmannahöfn. For-
eldrar hennar voru Valtýr Stefáns-
son, ritstjóri Morgunblaðsins, og
Kristín Jónsdóttir listmálari. Systir
hennar Hulda starfaði sem blaða-
maður á Morgunblaðinu.
Helga eignaðist fjögur börn með
Birni Thors blaðamanni, þau Kjart-
an, doktor í jarðfræði, Kristínu
förðunarfræðing, Stefán skipulags-
arkitekt og Björn tæknimann. Af-
komendur hennar eru fjölmargir, er
hún til að mynda amma Björns
Thors leikara.
Helga stundaði nám við Mennta-
skólann í Reykjavík og lauk þaðan
stúdentsprófi 1943. Hún lagði stund
á leiklistarnám hjá Soffíu Guðlaugs-
dóttur leikkonu, sú hafði mikla trú
á henni og benti meðal annars Guð-
laugi Rósinkranz þjóðleikhússtjóra
á hana til að taka að sér vandasamt
hlutverk, sem hún gerði og stóð sig
með stakri prýði. Eftir það hélt hún
til Vesturheims og var við listnám
við Kaliforníuháskóla 1943-44.
Hún var starfandi leikkona frá
1952, fyrst hjá Leikfélagi Reykja-
víkur og var síðar fastráðin hjá
Þjóðleikhúsinu frá 1963 til æviloka.
Hún var talin meðal mikilhæfustu
leikkvenna þann tíma sem hennar
naut við. Í Æviminningabók Menn-
ingar- og minningarsjóðs kvenna, V
(1984), kemst Guðlaugur Rósin-
kranz að orði í minningarorðum um
Helgu: „Helga var framúrskarandi
vönduð, samvizkusöm og kraftmikil
leikkona. Hún gæddi hlutverkin
hinu sterka svipmóti sínu, innilega
sönnu lífi. Mörg hlutverk hennar
eru mér minnisstæð, en sérstaklega
þó Mutter Courage í samnefndu
leikriti Brechts og Marta í „Hver er
hræddur við Virginíu Wolf“, sem
hún lék af dæmafárri snilld og inn-
lifun.“
Helga stjórnaði barnatímum hjá
Ríkisútvarpinu ásamt Huldu systur
sinni í mörg ár frá 1950. Þá átti hún
sæti í stjórn Leikfélags Reykjavík-
ur 1960-63, var varaforseti Banda-
lags íslenzkra listamanna 1963-65.
Helga lést 24. mars 1968.
Merkir Íslendingar
Helga
Valtýsdóttir
Laugardagur
90 ára
Albert Guðmundsson
Ana Filomena T.
Jesus Rosário
80 ára
Jón Hannes Sigurðsson
Steinn Valur Magnússon
75 ára
Björn Þorsteinsson
Gísli Hjálmar Ólafsson
Páll Bjarnason
70 ára
Erla Guðmundsdóttir
Kristrún Kjartans
Óskar Ágústsson
60 ára
Benedikt Þór Valsson
Björg Jóhannesdóttir
Sigurveig Sigurðardóttir
Þórður Kristinsson
50 ára
Harpa Pétursdóttir
Kristinn Hauksson
Kristín Kristinsdóttir
Þórdís Dröfn Eiðsdóttir
Þór Þórsson
40 ára
Andrea Oddný
Þráinsdóttir
Arnar Már Arngrímsson
Brynjar Birkisson
Guðfinna Jónsdóttir
Svala Guðmundsdóttir
30 ára
Arnar Dór Hannesson
Davíð Sigurðsson
Sigríður Geirsdóttir
Sunnudagur
90 ára
Guðjón Ólafsson
Stefán Ólafur Jónsson
80 ára
Ásta Torfadóttir
Elma Jónatansdóttir
Geir Guðnason
Guðlaug Hróbjartsdóttir
75 ára
Ástvaldur Elísson
Viðar Pétursson
70 ára
Birgir Örn Birgisson
Egill Ólafsson
Rannveig Hjaltadóttir
Steinn Lárusson
60 ára
Einar Hörðdal Jónsson
Elín Guðjónsdóttir
Guðbjörg Garðarsdóttir
Guðmundur Jónsson
Inga Erlingsdóttir
Rúnar Björgvinsson
Þóra Helgadóttir
Þór Elís Pálsson
50 ára
Birgir Arnar Birgisson
Bjarni Guðmundsson
Súsanna Ernudóttir
Vilhjálmur A. Vilhjálmsson
40 ára
Aðalsteinn Ásmundarson
Ásdís Ómarsdóttir
Einar Marteinn
Sigurðsson
Helgi Magnús Hilmarsson
30 ára
Agnes Kristjánsdóttir
Bára Hlín Vignisdóttir
Eiður Þorri Þrastarson
Stefnir Guðmundsson
Þorkell Snæbjörnsson
Til hamingju með daginn
50 ára Ingibjörg ólst upp
á Borg í Skriðdal, lauk
prófum frá Alþýðuskól-
anum á Eiðum og hefur
starfað við sláturhúsið á
Egilsstöðum.
Börn: Ragnar Helgi, f.
1985, sölum. og leigubíl-
stjóri, og Kristrún Anna, f.
1994, menntaskólanemi.
Foreldrar: Ragnar Bjarna-
son, f. 1923, d. 2004,
bóndi á Borg, og Oddný
Kristjánsdóttir, f. 1932, d.
2011, húsfreyja.
Ingibjörg
Ragnarsdóttir
30 ára Magnús lauk
stúdentsprófi frá FS og
starfrækir bílaleiguna
Blue Car Rental.
Maki: Guðrún Sædal
Björgvinsdóttir, f. 1984,
framkvæmdastjóri.
Dætur: Kristín Embla, f.
2006, og Inga Lind, f.
2009.
Foreldrar: Þorsteinn
Magnússon, f. 1961, form.
knattsp.d. Keflavíkur, og
Magnea I. Magnúsdóttir,
f. 1963, hjá Myllub.sk.
Magnús Sverrir
Þorsteinsson
30 ára Steinunn ólst upp
á Akranesi og lauk ML-
prófi í lögfræði við Há-
skólann á Bifröst þann
1.9. sl.
Maki: Stefán Bjarnarson,
f. 1980, sölumaður HHÍ.
Börn: Sara Fanney, f.
2009, og Eva Rakel, f.
2011.
Foreldrar: Helga Stein-
arsdóttir, f. 1953, sjúkra-
liði, og Magnús Einarsson,
f. 1947, d. 2012, bók-
haldsmaður.
Steinunn Birna
Magnúsdóttir
Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is
Fastus til framtíðar
Bjóðum öflugar og endingargóðar
vélar frá Electrolux og Primus.
Hafðu samband við söluráðgjafa
okkar og við aðstoðum þig við að
finna hagkvæmustu lausnina.
ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR,
STRAU- OG BROTVÉLAR