Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
Í tilefni af átakinu
„Öll með tölu“, fjáröfl-
unarátaki Kvenna-
athvarfsins sem nú
stendur yfir, er ekki úr
vegi að fjalla aðeins um
þá sem beita ofbeldi í
nánum samböndum og
eru hinn raunverulegi
vandi. Þegar ofbeldi í
nánum samböndum er
rætt snýst umræðan
gjarnan eingöngu um þolendur. Hvers
vegna ræðum við ekki oftar fremj-
endur ofbeldisins og ástæður þess að
þeir beita ofbeldi? Verðum við ekki að
ráðast að rótum vandans svo að upp-
ræta megi meinið?
Fremjendur ofbeldis í nánum sam-
böndum hafa lengi verið hálfgerðir
huldumenn. Lítið er vitað um hverjir
þeir eru og staðalmyndir um þá lifa
góðu lífi. Staðalmyndir eins og að
fremjendur séu ungir, illa staddir fjár-
hagslega, í andlegu ójafnvægi, með lé-
lega sjálfsmynd, drykkjumenn, geð-
veikir eða flestir útlendingar eru
útbreiddar. Margar kenningar hafa
verið settar fram um hverjir þeir eru,
hvað valdi ofbeldishegðun þeirra og
hvaða þættir hafi áhrif á ofbeldið. Ekki
ber mönnum þó saman í þeim efnum.
Kenningar um að ofbeldismaður beiti
ofbeldi vegna utanaðkomandi þátta
sem hann ræður ekkert við ganga
lengst í þá átt að ofbeldismaður sé þol-
andi ekki síður en sá sem fyrir ofbeld-
inu verður. Því er haldið fram að of-
beldishegðun stjórnist til dæmis af
reynslu af ofbeldi úr bernsku eða líf-
fræðilegum áhrifum vímuefna.
Á hinn bóginn eru
kenningar sem ganga í
þveröfuga átt. Þar er því
haldið fram að ofbeldi
stjórnist ekki af ytri
þáttum eða reynslu of-
beldismanns heldur ein-
göngu af verðmætamati,
væntingum og afstöðu
hans sjálfs til þolandans.
Ofbeldi sé beitt til að ná
völdum í sambandi og
ofbeldismaður telji að
hann hafi rétt til þess að
ráða yfir, dæma og refsa
þolandanum. Sumir
halda því fram að hér sér eingöngu um
óhemjugang, yfirgang og frekju að
ræða. Að aðrar meintar ástæður fyrir
ofbeldi séu afsökunarástæður ofbeldis-
manna, sköpunarverk þeirra sjálfra til
þess að leyna raunverulegum ástæð-
um ofbeldisins og að ofbeldismenn séu
ekki frábrugðnir öðru fólki.
Árið 2010 var gerð rannsókn, í
tengslum við meistaraprófsritgerð í
lagadeild HR, á gögnum Kvenna-
athvarfsins. Rannsakaðar voru komu-
skýrslur athvarfsins yfir 7 ára tímabil,
til þess að kanna það sem konurnar
sem í athvarfið leita segja um þann
sem beitti þær ofbeldi.
Í ljós kom að aldur ofbeldismanna
spannar bilið frá 14 til 84 ára. Algeng-
ast er að karlar á aldrinum 35-50 ára
beiti ofbeldi og fjölmennasti hópurinn
er 42 ára. Langflestir fremjendur voru
íslenskir eða alls 84%, þeir beittu bæði
íslenskar og erlendar konur ofbeldi. Í
56% tilvika var fremjandi maki en í
33% tilvika var það fyrrverandi maki.
Ofbeldismenn eru jafn vel menntaðir
og íslenskir karlar almennt á sama
tímabili.
Í ljós kom að 20% fremjenda eru
með háskólagráðu, 40% fremjenda eru
með framhaldsskóla-, sérskóla- eða
iðnskólamenntun og 40% með ein-
ungis grunnskólamenntun. Tölur
Hagstofunnar um menntun íslenskra
karla á sama tímabili og rannsóknin
tekur til eru nánast samhljóða. 20%
eru með háskólamenntun, 45% eru
með framhaldsskóla-, sérskóla- eða
iðnskólamenntun og 35% með ein-
ungis grunnskólamenntun. Atvinnu-
þátttaka þeirra er svipuð og þeir
vinna sambærileg störf. Þeir eru for-
stjórar, ófaglærðir verkamenn og allt
þar á milli.
Við spurningum um áfengis- og
vímuefnavanda kom í ljós að 60%
kvennanna töldu fremjanda eiga við
vanda að stríða, en hvað varðaði
tengsl ofbeldis og neyslu áfengis og
fíkniefna töldu 37% kvennanna að
engin tengsl væru þar á milli en 55%
töldu tengsl vera á milli. 8%
kvennanna sögðu að ofbeldi væri
beitt óháð neyslu áfengis og vímu-
efna. 45% fremjenda ofbeldis í nánum
samböndum þurfa því ekki áfengi til
að beita sína nánustu ofbeldi.
Niðurstaða rannsóknarinnar bend-
ir til þess að fremjendur ofbeldis í
nánum samböndum séu ekki frá-
brugðnir öðrum körlum í ljósi ytri að-
stæðna, heldur þversnið karla í ís-
lensku samfélagi. Er kannski það
eina sem gerir ofbeldismenn frá-
brugðna öðrum mönnum, verðmæta-
mat, væntingar og afstaða þeirra
sjálfra til þolenda? Það er kominn
tími til þess að velta því fyrir sér
hvort frekja og yfirgangur sé ástæða
þess að ofbeldismenn beiti sína nán-
ustu ofbeldi.
Hverjir beita sína nánustu ofbeldi?
Eftir Elvu Dögg
Ásud.
Kristinsdóttur
» Fremjendur ofbeldis
í nánum samböndum
hafa lengi verið hálf-
gerðir huldumenn.
Elva Dögg Ásud.
Kristinsdóttir Höfundur er stjórnarkona í Sam-
tökum um kvennaathvarf.
Verð frá 68.800.-
| Ipod/Iphone | CD | Útvarp
Eitt glæsilegasta verslunarhúsnæðið við Laugaveginn er til leigu og
afhendingar samkvæmt nánara samkomulagi. Um er að ræða rúmlega
400 m² verslunarhúsnæði neðarlega við Laugaveginn, þar af eru um 50
m² skrifstofuhúsæði á 2. hæð. Húsnæðið er í góðu ástandi með stórum
verslunargluggum að götu, rafdrifinni hurð, öflugri lýsingu í loftum og
nýlegum gólfefnum. Bakinngangur. Hér er á ferðinni tækifæri sem býðst
ekki á hverjum degi. Áhugasamir hafið samband í síma 896 0747.
Verslunarhúsnæði á Laugavegi
Til leigu
GAS, ELDUR, VATN OG INNBROT
STATTU KLÁR Á ÖRYGGI ÞÍNU.
Við hjá Securitas höfum að bjóða forvarnir sem stórauka vernd þína gegn slysum
af völdum gass, elds eða vatns og snarminnka hættuna á innbrotum. Skoðaðu úrval
öryggislausna á securitas.is, hafðu samband við okkur í síma 580 7000 eða sendu
okkur tölvupóst í securitas@securitas.is og við göngum í málið.
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
SE
C
61
17
6
09
.2
01
2
HEIMAVÖRN