Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Hinn óþarflega þögli sam-félagshluti fagurtónkera(eða hvar sást t.a.m.klagað á prenti undan nýlokinni mánaðar fjarvist radíós Rondós úr ljósvakanum?) lét sig ekki vanta á fyrstu „gulu“ sinfóníutón- leikum vetrarins 20. þ.m. frekar en endranær. Dagskrárnar spönnuðu rúmar tvær aldir og hófust með Sellókonserti Haydns í C-dúr frá 1765, um lífslokaverk Bruckners – 9. sinfóníunni frá 1896 – til hins „Kopzka ljóss“ Feldmans frá 1986. Það var sem sagt varla hægt að væna verkefnavalið um skort á fjöl- breytni, enda gefst sjaldan tækifæri til að heyra snemmklassík, síðróm- antík og vesturheimska fram- úrstefnu á einu og sama kvöldi. Það er svo önnur saga að meirihluti tón- leikagesta greiddi síðastnefndu verki nei-atkvæði með fótum sínum, svo umrituð sé tilvitnun í Lenín – þrátt fyrir Íslandsfrumflutning. Konsert Haydns var æskuverk frá Esterháza-tímanum og talið glatað unz það fannst í Prag 1961, en hefur síðan haldið tryggum sessi á hljóm- leikapalli í sinni grein. Einnig hér á landi skv. tónleikaskrá, er tilgreindi sjö flutninga með SÍ allt frá 1965. Skemmst er frá að segja að Bryndís Halla fór afbragðsvel með einleiks- hlutverkið við samstilltan og tillits- saman meðleik hljómsveitarinnar, er hér var af sagnréttri stærð eða um 22 strengi + 2 horn og 2 óbó. Tónn Bryndísar var undraþýður og fág- aður á að hlýða, jafnvel þótt varla færi fram hjá neinum að 1600 sæta gímaldsómvist Eldborgar væri í stærra lagi fyrir verk er greinilega var hugsað fyrir lítinn 100 manna hallarsal. Níunda og síðasta hljómkviða hins austurríska Antons Bruckners var nú flutt hér í 3. sinn (áður 1985 og 2002). Fyrir tiltölulega Bruckner- ófróðan og almennt síðrómantíkfæl- inn hlustanda kom á óvart hvað tón- mál þessa auðmjúka og guðhrædda kirkjuorganista (1824-96) virtist „framsækið“ fyrir sinn tíma; ekki sízt í samanburði við níu árum yngri koll- ega hans Brahms. Verkið, er Bruck- ner tileinkaði Guði almáttugum í óefndri von um að sér entist aldur til að ljúka því, er stórt í sniðum. Þrír þættirnir stóðu heila klst., og áhöfn- ina fylltu 100 spilendur á m.a. 8 horn og 10 kontrabassa. Málmblástur var fyrirferðarmikill að sama skapi og hefðu einkum hærri strengir mátt vera fleiri til jafnvægis. Hér fór í mörgu glæsileg spila- mennska í anda þess sem menn hafa kallað „dómkirkju í tónum“ hlaðna slyngum kontrapunkti og dulrænum tjábrigðum á við óm „Wagner“- túbna, er vísuðu hér ekki á Valhöll einherja Óðins heldur á kristna Paradís. Samt hefði vel mátt auðga hnausþykkan tónvefnaðinn snarpari dýnamískum andstæðum en fram komu í fremur einsleitri túlkun Vol- kovs. Eftirleiksverk New York-búans Mortons Feldmans (1926-87), Coptic Light, kvað innblásið af sindrandi textílvefnaði frá sama frumkristna egypzka trúarhópi sem nýjast ku ábyrgur fyrir kvikmyndaádeilu á Múhameð spámann er hleypt hefur Íslamistum í hefndarham. Það gat Feldman ekki séð fyrir á sínum tíma. Hitt var sönnu nær, að þótt tilbreytingasnauð hljómklasa- áferðin gæti minnt nærstadda á flökt norðurljósa, kom í raun flest fram á fyrstu 5 mínútum sem ítrekaðist eftir það. M.ö.o.: Svefnpilla af sömu gráðu og hreinræktuðustu naumhyggju- verk Glass og Reichs! Enda mátti sjá þónokkra hlustendur dorma vært áð- ur en lauk. Vakurt, voldugt, svæfandi Sinfóníutónleikarbbbnn Haydn: Sellókonsert nr. 1 í C. Bruckner: Sinfónía nr. 9 í d. „Eftirleikur“ kl. 22: Coptic Light (1986) eftir Morton Feld- man. Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Ilan Volkov. Eldborg í Hörpu, fimmtu- daginn 20. september kl. 19.30 og 22. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Eldborg í Hörpu Dr. William Short heldur fyrirlestur um rannsóknir sínar á vopnaburði vík- inga á Sögulofti Landnámsseturs- ins í Borgarnesi í dag kl. 14. Að- gangur er ókeyp- is og allir vel- komnir. Dr. Short starfar sem fræðimað- ur við Higgins Armory Museum, sem er vopnasafn í Worcester í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann kennir einnig bardagatækni víkinga við safnið þar sem hann vinnur að rannsóknum, æfir, kennir og sýnir bardagahreyfingar vík- inga. Fyrirlestur um vopnaburð víkinga William Short Hljómsveitin Furstarnir, með söngvarann Geir Ólafsson í broddi fylkingar, fagnar 16 ára starfs- afmæli sínu í ár. Furstarnir halda tónleika í kvöld kl. 20 á Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2, en í því húsi hélt hljómsveitin sína fyrstu tónleika. Furstana skipa í dag þeir Guðmundur Steingrímsson trommuleikari, Carl Möller pí- anóleikari, Þor- leifur Gíslason sem leikur á ten- órsaxófón, Jón Páll Bjarnason gítarleikari, Bjarni Svein- björnsson bassaleikari og Geir sem syngur og leikur á slagverk. Furstarnir á Rest- aurant Reykjavík Geir Ólafsson Ranglega var sagt í blaðinu í gær að fyrstu tónleikar Kammermúsík- klúbbsins á yfirstandandi starfsári yrðu haldnir á morgun, sunnudag- inn 23. september. Hið rétta er að þeir fara fram í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 30. september kl. 19:30. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Bið Flytjendur á tónleikum Kammer- músíkklúbbins á sunnudaginn eftir viku. Tónleikarnir eru eftir viku í Hörpu Björn Þorsteins- son heimspek- ingur ræðir um grundvallarstef tilvistarstefn- unnar á morgun kl. 15 í tengslum við sýninguna Ljóðheima sem stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Tilvistarstefna í ljóðheimum Helgi Gíslason mynd- höggvari mun leiða gesti um sýningu sína Í húminu á morgun kl. 15 í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni. Með leiðsögn í Gerðarsafni Eitt verka Helga Gíslasonar. Björn Þorsteinsson Léttleiki og angurværð í franskri tónlist er yfirskrift fyrstu tónleika 15:15-tónleikasyrpunnar í Norræna húsinu sem haldnir verða á morgun kl. 15:15. Með þessum tónleikum hefst tíunda starfsár tónleikaraðar- innar, en alls verða haldnir átta tón- leikar í vetur. Á efnisskránni eru m.a. verk Claudes Debussys. Flytj- endur eru Guido Bäumer saxófón- leikari og Aladár Rácz píanóleikari. Frönsk tónlist Dúó Aladár Rácz og Guido Bäumer. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gulleyjan –HHHH–AÞ, Fbl Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Lau 22/9 kl. 20:00 7.k Sun 30/9 kl. 20:00 12.k Þri 9/10 kl. 20:00 16.k Sun 23/9 kl. 20:00 8.k Fim 4/10 kl. 20:00 aukas Mið 10/10 kl. 20:00 17.k Fim 27/9 kl. 20:00 9.k Fös 5/10 kl. 20:00 13.k Fim 11/10 kl. 20:00 18.k Fös 28/9 kl. 20:00 10.k Lau 6/10 kl. 20:00 14.k Lau 29/9 kl. 20:00 11.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Gulleyjan (Stóra sviðið) Lau 22/9 kl. 14:00 4.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k Lau 13/10 kl. 14:00 11.k Sun 23/9 kl. 16:00 5.k Sun 30/9 kl. 19:00 8.k Sun 14/10 kl. 14:00 12.k Sun 23/9 kl. 19:00 aukas Lau 6/10 kl. 14:00 9.k Lau 20/10 kl. 14:00 13.k Lau 29/9 kl. 14:00 6.k Sun 7/10 kl. 14:00 10.k Sun 21/10 kl. 14:00 14.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur Rautt (Litla sviðið) Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k Lau 6/10 kl. 20:00 12.k Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k Sun 7/10 kl. 20:00 13.k Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k Fim 11/10 kl. 20:00 14.k Fim 27/9 kl. 20:00 5.k Fim 4/10 kl. 20:00 10.k Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Fös 5/10 kl. 20:00 11.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Fös 26/10 kl. 20:00 2.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 6/12 kl. 20:00 14.k Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Sun 21/10 kl. 13:00 3.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 20/10 kl. 14:00 aukas Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Sun 30/9 kl. 17:00 táknm Lau 20/10 kl. 17:00 aukas Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Lau 13/10 kl. 14:00 aukas Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Lau 13/10 kl. 17:00 aukas Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sýningar í október komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn. Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Lau 13/10 kl. 20:30 14.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Lau 29/9 kl. 20:30 aukas Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn Sýningin sem sló öll aðsóknarmet aftur á svið. Sýnd í september og október. Afmælisveislan (Kassinn) Lau 22/9 kl. 19:30 Sun 23/9 kl. 19:30 Síð.sýn Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september! Jónsmessunótt (Kassinn) Lau 6/10 kl. 19:30 frums Lau 13/10 kl. 19:30 4.sýn Sun 21/10 kl. 19:30 7.sýn Sun 7/10 kl. 19:30 2.sýn Sun 14/10 kl. 19:30 5.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 8.sýn Fös 12/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 20/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 28/10 kl. 19:30 9.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma. Tveggja þjónn (Stóra sviðið) Fös 12/10 kl. 19:30 frums Fös 19/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 5.sýn Fim 18/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 26/10 kl. 19:30 4.sýn Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur! Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 8/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30 Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember. Mótettukór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi: Hörður Áskelsson 29. des. kl. 17: kantötur I-IV 30. des. kl. 17: kantötur I,II,V,VIELDBORG, HÖRPU Miðasala er hafin í Hörpu, s. 528 5050, www.harpa.is og á miði.is Í H ÖR PU FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.