SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 4
4 16. september 2012 „Það er mjög nauðsynlegt að það komi skýrt fram að bóluefnið nær aðeins til 70% þeirra veira sem valda leghálskrabbameini. Við er- um ennþá með veirur sem fólk er óvarið fyrir þó svo það hafi farið í bólusetningu. Það tekur líka lang- an tíma að sjá árangur af bóluefn- inu. Því þarf krabbameinsskoðun að vera til staðar í langan tíma. Bólusetningin leysir því ekki skoðunina af hólmi, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag,“ segir Þórólfur en að sögn hans eiga allar konur að fara reglulega í leghálsskoðun, hvort sem þær hafa verið bólusettar eða ekki. „Maður veit lítið um það hvort hinir undirstofnar HPV veirunnar munu leysa undirstofna 16 og 18 af hólmi. Þessar áhyggjur koma alltaf upp við allar bólusetningar, hvort eitthvað annað komi í stað- in. Það hefur þó ekki sýnt sig að svo sé við aðrar bólusetningar þannig að það kæmi á óvart ef svo yrði með þessa bólusetningu. En maður veit aldrei og því þarf að fylgjast mjög grannt með þessu,“ segir hann. Leghálsskoðun nauðsynleg Þórólfur Guðnason. Ég held að unglingarhugsi ekki svo að fyrstþau séu bólusett þágeti þau stundað óvar- ið kynlíf. Það eru til rannsóknir á þessu, innlendar sem og er- lendar, sem benda til þess að svo sé ekki. Umræðan um ábyrgt kynlíf snýst náttúrlega ekki bara um þetta heldur líka aðra kyn- sjúkdóma og annað slíkt, þessi umræða hefur engu að síður verið uppi. Varðandi aukaverk- anir þá hafa rannsóknir og reynslan af notkun bóluefnanna annars staðar sýnt að það er al- veg jafn öruggt og annað bólu- efni, það eru ekki sérstakar aukaverkanir sem fylgja því. Það er til dæmis mikill mis- skilningur að halda því fram að þetta bóluefni valdi legháls- krabbameini. Það er verið að nota dauðar veirur, ekki einu sinni lamaðar, og þær eru ekki skaðlegar fyrir viðkomandi ein- stakling,“ segir Þórólfur Guðna- son, yfirlæknir hjá sóttvarn- arlækni. „Það er til fjöldinn allur af þessum HPV-veirum en það eru tiltölulega fáar sem hafa tengsl við leghálskrabbamein. Það eru aðallega þessar tvær tegundir, númer 16 og 18. Þær eru taldar vera orsakavaldur í um það bil 70% leghálskrabbameinstilfella. Stofnar númer 6 og 11 af HPV veirunni eru aðalorsakir kyn- færavarta, þeir valda þó ekki leghálskrabbameini. Það er reyndar hægt að fá krabbamein í endaþarmi, á ytri kynfærum og í koki af völdum HPV en það er mun sjaldgæfara,“ segir Þór- ólfur en bóluefnið sem Íslend- ingar eru að nota á aðeins að vinna á undirstofnum númer 16 og 18 þó svo það hafi komið í ljós að það vinni einnig að hluta til á öðrum stofnum. „Kynmök er helsta smitleið þessara veira. Það er því hægt að segja að leghálskrabbamein sé afleiðing af kynlífi. Líkurnar á smiti aukast eftir því sem ból- félagarnir eru fleiri. Flestar konur sýkjast þó einhvern tím- ann á lífsleiðinni því veiran er mjög algeng. Sem betur fer er það í fæstum tilfellum sem hún veldur vandræðum, líkaminn ræður oftast niðurlögum henn- ar. Það eru alltaf einhverjar konur sem fá forstigsbreytingar í leghálsi og í mörgum tilfellum ganga þær líka til baka. Síðan eru enn færri sem enda með krabbamein. Það er því aðeins í undantekningartilvikum, miðað við fjölda sýktra, sem veiran veldur krabbameini,“ segir læknirinn. „Það er ekki alveg komið í ljós hvort bóluefnið virki eins og ætlast er til. Þetta er mjög óvenjulegt bóluefni að því leyt- inu til að það tekur mörg ár að sjá árangurinn af bólusetning- unni. Það getur liðið mjög langt frá því að kona smitist af veir- unni og þar til krabbamein komi í ljós, allt upp í tíu til tuttugu ár. Það eru hinsvegar til allskonar rannsóknir á bóluefnunum sem segja að þau séu mjög virk í því að koma í veg fyrir þessar for- stigsbreytingar og þar af leið- andi krabbamein,“ segir Þór- ólfur. „Það var ekki farið af stað í bólusetningarherferðina fyrr en í fyrra, nú er verið að bólusetja markvist. Í september í fyrra voru allar tólf og þrettán ára stúlkur bólusettar en hér eftir munu allar tólf ára stúlkur verða bólusettar ár hvert,“ segir hann. Getur fækk- að tilfellum um 70% Segir bólusetningu við leghálskrabba- meini vera meinlausa Bólusetja á allar tólf ára stúlkur á næstunni en að sögn Þórólfs þarf lítið að óttast aukaverkanir. Vikuspegill Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Sumar þjóðir eru farnar að bólusetja stráka líka en það hefur ekkert verið rætt hér á landi. Þó svo stelpa sé búin að sofa hjá, jafnvel hjá fleirum en einum, þá getur það borg- að sig að fara í bólusetningu. Það eru margar þjóðir sem hafa bólusett kvenfólk allt upp í 20-25 ára. Verndin er samt náttúrulega ekki eins mikil hjá fólki sem er byrjað að stunda kynlíf, bóluefnið virkar ekki ef veiran er til stað- ar þegar bólusetningin á sér stað,“ segir Þorvaldur. Við erum sein í því að byrja á þessum bólusetningum en þó á undan sumum. Finnar eru til að mynda ekki enn byrjaðir að bólusetja en hyggjast þó gera það á næstunni, á þessu ári eða því næsta,“ segir Þórólfur en þess má geta að sumar þjóðir hafa áralanga reynslu af bólusetningunni. Bólusetning á efri árum Tökum á móti hópum, stórum sem smáum. Sími 567 2020 · skidaskali.is Við erum nær en þú heldur · Brúðkaup · Fermingar · Árshátíðir · Afmæli · Ættarmót · Útskriftir · Erfidrykkjur Aðeins 15 mín frá Rauðavatni

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.