SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 21
16. september 2012 21 ingaflug á viku yfir allan veturinn, bæði til sjós og fjalla, öll í myrkri. Þarf hver flugmaður að lágmarki að fljúga 200 flugtíma á ári til þess að vera tilbúinn í flug við allar aðstæður að sögn Björns. Endurþjálfun í ár var nýhafin þegar útkallið í Lóni kom og reyndi því fljótt á notkun sjónaukanna. Tækin sjálf eru engin smásmíði en þau vega um eitt kíló að þyngd og eru hengd framan á hjálma áhafn- armeðlima. Til að vega upp á móti þunganum að framan eru síðan 400 gr. blýstykki einnig fest aftan á hjálmana. Reynir því mikið á háls- og axlavöðva manna þegar unnið er með búnaðinn og ekki óþekkt að menn fái hálsríg fyrst á haustin þegar farið er að vinna með hann að nýju. Magna upp ljós Að sögn Björns virka sjónaukarnir þannig að þeir magna upp það ljós sem fyrir þeim verður en best virka þeir við tungl- og stjörnuskin. Þá eru þeir þannig útbúnir að verði of skært ljós fyrir þeim hætta þeir að virka. Skýrir það m.a. hvers vegna þarf að gera breytingar á þyrlum þar sem notast er við búnaðinn en breyta þarf allri lýsingu í mælaborði þeirra svo að hún trufli ekki sjónaukana. Skýrir þetta einnig hvernig hægt er að koma auga á ljóstýrur úr nokkurra kílómetra fjarlægð, til dæmis af björg- unarvestum eða neyðarblysum, en sjónaukarnir geta magnað slíkt ljós upp allt að 40.000-falt. Kolniðamyrkur var í Skagagfirðinum þar sem TF-LIF tók þátt í björgunaræfingu Gæslunnar. Lárus Helgi Kristjánsson er vígalegur með nætursjónaukann á höfði. Búnaðurinn vegur um 1 kíló að þyngd auk þess sem 400 gramma blýstykki vega hann upp að aftanverðu. Lárus Helgi og Benóný við stjórnvölinn á TF-GNA í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli að kvöldi til. Mælaborð þyrlunnar er sérstaklega flóðlýst svo að það trufli ekki virkni nætursjónaukanna. Sjónsvið nætursjónaukanna er aðeins um 40% eða eins sjá má hér þar sem horft er til Perlunnar frá Reykjavíkurflugvelli. augað nemur að jafnaði um 210 gráður. Því er von að menn þurfi að venjast því að vinna með tækin. Mikillar þjálfunar þörf Landhelgisgæslan hefur leyfi frá bandaríska varn- armálaráðuneytinu Pentagon til að notast við sjónauk- ana í starfsemi sinni en þeir teljast til hergagna og eru bandarísk framleiðsla. Þurfa menn að undirgangast viðamikla þjálfun í að nota búnaðinn í upphafi, sam- anber við að stýra þyrlunum. Árleg endurþjálfun fer síðan fram á haustin til að venja menn aftur við en bún- aðinum er lagt yfir bjarta sumarmánuðina. Um leið og haustar hefst endurþjálfun áhafn- armeðlima í notkun sjónaukanna og eru farin 3 til 6 æf- ’ TF-GNA í flugtaki frá Reykjavík- urflugvelli undir stjórn Benónýs Ásgríms- sonar flugstjóra, á leið á nætursjónaukaæfingu úti á Faxaflóa.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.