SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 19
16. september 2012 19 stendur uppi á píanói og baular í fötu. Þegar þú sækir um styrki til að mynda eitthvað sem skiptir virkilega miklu máli fyrir þjóðina þá kemur þú oft að lok- uðum dyrum. Það er gerður stór grein- armunur á því að varðveita íslenska menningu til framtíðar og óhefðbund- inni list,“ segir Þorvaldur en að hans sögn er hallað allverulega á það fyrr- nefnda. „Samtíma ljósmyndun er list en hún virðist eiga erfitt uppdráttar á Íslandi. Það virðist vera svo að þeir sem skrá sög- una eru alltaf í vandræðum. Það er aldrei fyrr en löngu seinna sem það uppgötvast hversu mikilvægt það er í raun og veru.“ Sigmundur Sigmundsson, bóndi á Látrum, er einn fárra bónda í fullu starfi á svæðinu. Mjóifjörður í Ísafjarðardjúpi veturinn 2007. Salvar Hákonarson, bóndi í Reykjafirði, ásamt hundi. Jón Guðjónsson frá Laugarbóli leiðir ótemju sem ber barnabarn hans á baki. Jónas Helgason, bóndi í Æðey, á varðbergi gagnvart ref og mink sem synda út í eyna. Gæsarungar flokkaðir í Æðey. Bændurnir ala þá í eitt ár áður en þeir enda á disknum. Kýr reknar á eynni Vigur í Ísafjarðardjúpi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.