SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Page 45

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Page 45
16. september 2012 45 Í þúsund og einni nótt segirSjerasade soldáninum Sjar-jar sögu á hverju kvöldi erþau ganga til náða, en lýk- ur sögunni með allt upp í loft þannig að í stað þess að bana henni daginn eftir leyfir hann henni að lifa til að heyra fram- haldið. Þúsund og einni nótt og þremur börnum síðar ákveður hann að leyfa henni að lifa því hún sé kona skírlíf og siðlát. Margir hafa og hagað frásögu sinni svo að birta hana í mörgum hlutum og láta hvern kafla enda svo að lesandinn getur ekki á heilum sér tekið fyrr en hann hefur lesið framhaldið, en rekst þá á nýjar flækjur og koll af kolli. Í byrjun febrúar sl. hefði Charles Dickens orðið tvö hundruð ára gamall ef hann hefði lifað, en því er hann nefndur hér að hann var ekki minni meistari fram- haldssögunnar en Sjerasade og flestar helstu bækur hans voru einmitt skrifaðar og birtar í smá- hlutum í tímaritum. Gott dæmi um það er sagan The Old Curio- sity Shop sem segir frá unglings- stúlkunni munaðarlausu Nell Trent. Hún birtist í 88 hlutum í vikuritinu Master Humphrey’s Clock frá því í apríl 1840 til nóv- ember 1841. Sagan þótti spenn- andi, svo spennandi reyndar að þegar Nell veikist undir lok bók- arinnar (í sjötugasta og fyrsta kafla af sjötíu og þremur) kom til uppþots á bryggjunni í New York þegar skip kom frá Englandi í október 1841 með næsta hefti þar sem múgur hrópaði til farþega með skipinu: „Er Nell litla á lífi?“ Tími framhaldssögunnar er náttúrlega löngu liðinn, nema kannski í útvarpi og í sjónvarpi lifir framhaldsþátturinn. For- svarsmenn Amazon hyggjast nú bjóða upp framhaldsútgáfu fyrir Kindle á helstu sögum Dickens, Oliver Twist og The Pickwick Papers, og þá í sömu skömmtum og forðum. Síðar verða aðra bækur seldar á sama hátt. Þessi fylgir reyndar einn alvarlegur galli sem rétt er að vara við. Framhald í næstu Lesbók. Spenna í pört- um ’ ... og láta hvern kafla enda svo að les- andinn getur ekki á heil- um sér tekið fyrr en hann hefur lesið framhaldið Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í glæpasögunni Drauga- verkir, eftir norska rithöf- undinn Thomas Enger, seg- ir frá blaðamanninum Henning Juul. Eins og tíðkast í glæpasögum á aðalsöguhetjan, oftast blaðamaður eða lögreglu- foringi, við stóra innri djöfla að etja. Svo er með Juul sem berst enn við martraðir og ósvaraðar spurningar eftir undarlegt and- lát sonar síns. Einn daginn fær hann símtal frá Tore Pulli, dæmdum morðingja sem situr inni og kveðst búa yfir upplýs- ingum um hvað gerðist daginn sem sonur Juuls dó. Í staðinn fyrir upplýsingarnar þarf Juul að hjálpa Tore að sanna sakleysi sitt. Leit Juul að svörum skekur bæði glæpaheiminn og líf hans. Allt virðist benda til þess að gildra hafi verið lögð fyrir Pulli en leit Juul að svörum er torveld enda margir sem standa í vegi fyrir honum. Rétt undir lok hinnar fimm- hundruð síðna kilju fara línur að skýrast og Juul fær svör við sumum spurninga sinna. Les- andinn verður samt að bíða betri tíma, og nýrrar bókar, til að fá svör við restinni. Það verður að segjast að at- burðarásin í Draugaverkjum er afskaplega hæg. Það er undir lokin sem smá kraftur kemst í söguna og þá eru ekki einu sinni gefin svör við öllu. Það er helst hliðarsaga sjónvarpstöku- mannsins Thorleifs Brenden sem hristir upp í sögunni og knýr hana áfram. Juul hefur sinn djöful að draga en sem aðalpersónu er hann ekki manneskja sem lesandinn á auð- velt með að standa með eða fá samúð með, hann er of litlaus til þess. Önnur persónusköpun er afskaplega klisjukennd, glæpa- mennirnir í leðurgöllum með tattú og stunda bardagaíþróttir og blaðamennirnir lifaðir kaffi- þambarar sem eiga í erfiðleikum í einkalífinu. Of margar persón- ur eru kynntar til sögunnar með nafni í upphafi og sumar þeirra koma ekki aftur við sögu fyrr en löngu síðar sem flækir hlutina og engri persónu fær lesandinn að kynnast nema rétt á yfirborðinu. Sögusviðið er líka yfirborðs- kennt og farnir alltof margir út- úrdúrar sem þjóna litlum til- gangi í framvindunni. Draugaverkir er hægfara glæpareyfari sem nær ekki að skapa þá spennu sem þarf til að knýja lesandann áfram af kappi að leiðarlokum. Torveld leit að svörum Bækur Draugaverkir bbnnn Kilja Eftir Thomas Enger Íslensk þýðing: Halla Sverrisdóttir Uppheimar 2012 Ingveldur Geirsdóttir Rithöfundurinn Thomas Enger nær ekki að skapa spennu. LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar Listasafn Reykjanesbæjar ALLT EÐA EKKERT Samsýning 55 listamanna af Reykjanesi. 30. ágúst - 21. október Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön Byggðasafn Reykjanesbæjar VERTÍÐIN Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ný sýning í Bogasal: Teikning - þvert á tíma og tækni Tveir fyrir einn sunnudag 16. september Kvikmyndasýning sunnudaginn kl. 15: Björgunarafrekið við Látrabjarg Fjölbreyttar sýningar: Teikning- þvert á tíma og tækni Björgunarafrekið við Látrabjarg - ljósmyndir Óskars Gíslasonar Aðventa á Fjöllum - ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky - 40 ár Tvær í einni/Two for one - Ljósmyndir Sverris Björnssonar Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 SÝNINGARSALIR Í KJALLARA: Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“ 5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga. Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni. NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS - fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga. Ratleikur með spurningum og verkefnum sem fjölskyldan leysir saman Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. SKIA - skuggi Skugginn í myndlist frá því fyrir miðja 20. öld og til samtímans Sunnudaginn 16. september kl. 20 Tónleikar Tríó Reykjavíkur Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis Húsið á Eyrarbakka í borðstofu: Sunnlendingar á Ólympíuleikum sumarsýning Byggðasafns Árnesinga Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Draumur um bát sýning í forsal Opið alla daga kl. 11-18 Sími 483 1504 www.husid.com SAGA TIL NÆSTA BÆJAR íslensk vöruhönnun í tíu ár Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is NAUTN OG NOTAGILDI myndlist og hönnun á Íslandi Elísabet V. Ingvarsdóttir með sýningarstjóraspjall sunnud. 16. sept. kl. 15 Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið alla daga kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012 DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012 HÆTTUMÖRK 19.5. - 31.12. 2012 MUSÉE ISLANDIQUE; Ólöf Nordal 14.9. - 4.11. 2012 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Æsu Sigurjónsdóttur listfræðings. SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík Sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga www.listasafn.is Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.