SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 18
18 16. september 2012 Þetta verkefni fjallar um menn-ingu og samfélag bænda í Ísa-fjarðardjúpi. Það gefur ákveðnainnsýn í eina elstu bænda- menningu hér á landi og breytingar sem hafa orðið á samfélaginu þar. Verkið samanstendur af svarthvítum ljós- myndum af þeim bændum sem eftir eru auk eyðibýla, landslags og annars sem einkennir þetta hverfandi samfélag,“ segir Þorvaldur Örn um ljósmyndaverk- efni sitt. „Ég er búinn að fara af og til seinustu sjö ár að mynda og hitta fólkið, alveg sama hvaða árstíð það er. Ég er smátt og smátt að ná þarna samfélagsbreytingu á filmu. Hver veit nema það verði kominn golfvöllur þarna eftir tuttugu ár og þá er það að sjálfsögðu samfélagsbreyting út af fyrir sig,“ segir hann. „Á seinustu árum hafa rótgróin sam- félög breyst mjög mikið, sérstaklega þau sem eru hvað afskekktust á veturna. Unga fólkið tekur ekki lengur við bú- störfum foreldra sinna heldur flytur stærsti hluti þeirra í þéttbýlið þar sem nýrri og fjölbreyttari tækifæri bíða. Á sínum tíma voru héraðsskólar líka lagðir af en þá voru nánast engir staðir fyrir krakka að sækja skóla lengur, þannig að það var orðið erfitt fyrir barnmiklar fjöl- skyldur að búa í sveitinni,“ segir Þor- valdur. „Ég ólst þarna upp í Ísafjarðardjúpi og þegar ég var krakki var búið þarna á hverjum einasta bæ. Ég kynntist fólkinu í sveitinni þá og það var allt iðandi af lífi. Þetta var frábær tími. Það eru sárafáir bæir eftir í byggð þarna núna,“ segir ljósmyndarinn en faðir hans, Krist- mundur Hannesson, var skólastjóri í Reykjanesskóla í átján ár. Sýnir á stærstu ljósmyndahátíð í heimi „Ég hef verið að vinna að þessu verkefni í sjö ár. Ég er búinn að ákveða að hafa þetta sem eilífðarverkefni. Ég ætla mér að mynda þarna meira og minna þar til ég er orðinn gamall og vera bara með sýningar á ákveðnum hlutum. Núna er til dæmis bara fyrsti hluti og ég er búinn að sýna í listasafni í Noregi og er að sýna núna á stærstu ljósmyndahátíð í heimi í Perpignan í Frakklandi. Ég er búinn að fá fín viðbrögð við þeirri sýningu, byrjaður að fá fyrirspurnir um sýningar á næsta ári,“ segir Þorvaldur. „Verst er að það er svo erfitt að vinna svona verkefni vegna þess að ríkinu og þeim sem veita menningarstyrki er alveg slétt sama um arfleifð menningar á Ís- landi. Þeir vilja bara styrkja mann sem Aðalsteinn Valdimarsson, bóndi á Strandseljum, stendur hér við kindahús sem byggt var fyrir meira en hundrað árum. Baldur Vilhelmsson, sóknarprestur og bóndi í Vatnsfirði, er síðasti presturinn í sveitinni. Hverfandi menning Þorvaldur Örn Kristmundsson hefur staðið í ströngu síðastliðin sjö ár við það að mynda sam- félagið í Ísafjarðardjúpi sem er aðeins skugginn af sjálfu sér miðað við það sem áður var. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Ragna Aðalsteinsdóttir á Laugarbóli er ein fárra sem eftir eru í Djúpinu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.