SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 20
20 16. september 2012 Björn B. Björnsson, flugstjóri og kennari hjá Landhelg- isgæslunni, sér m.a. um nætursjónaukaþjálfun liðsmanna.Sama kvöld og TF-LIF sinnti björgunarstarfinu íLóni fylgdist ljósmyndari Morgunblaðsins, ÁrniSæberg, með næturæfingu TF-GNA út af Faxa-flóa. Tók varðskipið Þór einnig þátt í æfingunni þar sem æfð var þyrlubjörgun manna úr sjó, m.a. með aðstoð sjónaukanna. Landhelgisgæslan hefur haft á að skipa nætursjón- aukum frá árinu 2002 en tvær Super Puma þyrlur emb- ættisins, TF-GNA og TF-LIF, eru útbúnar fyrir notkun slíks búnaðar. Eykur notkunargetu um 90% Að sögn Björns Brekkan Björnssonar, flugstjóra og kennara hjá Landhelgisgæslunni, lenti þyrlusveitin oft á tíðum í vandræðum að nóttu til við leitar- og björg- unarstörf fyrir tíð sjónaukanna, þar sem myrkur og skyggni til athafna var lítið sem ekki neitt og aðstæður beinlínis hættulegar björgunarmönnum. Fyrir vikið voru næturleitir miklum takmörkunum háðar og oft á tíðum ekki hægt að fara af stað. Að sögn Björns jókst næt- urgeta Gæslunnar til að sinna leitum og björgunum til mikilla muna við kaupin á sjónaukunum og má áætla að þjónustugeta hennar hafi aukist um 90-95%, sérstaklega inni á landi. „Með tilkomu nætursjónaukanna er hægt að fara út við aðstæður þar sem lítið hefði verið hægt að gera áður,“ segir hann. Þá búa björgunarmenn við aukið ör- yggi með tilkomu sjónaukanna þar sem þeir hafa betri sýn yfir aðstæður þar sem skyggni er lítið og aðstæður til flugs oft afar takmarkaðar. Ekki er hins vegar hlaupið að því að vinna með sjón- aukana að sögn Björns. Sjónsviðið sem þeir gefa mönnum er mjög takmarkað eða aðeins um 40 gráður, en manns- Eykur öryggi og magnar ljós í myrkri Nætursjónaukar Landhelgis- gæslunnar skiptu sköpum við björgun fimm manna úr sjálf- heldu á eyri úti í Jökulsá í Lóni í upphafi mánaðarins. Voru að- stæður afar erfiðar og ljóst að ekki hefði verið hægt að koma mönnunum til hjálpar hefði sjónaukanna ekki notið við. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Hreggviður Símonarson, stýrimaður og sigmaður (t.h.), setur upp leitarferla í tölvunni í TF-GNA, á meðan Kristján B. Arnar, flugvirki og spilmaður, undirbýr vélina fyrir hífingu síðar. TF-LIF flýgur inn að varðskipinu Þór úti á Skagafirði, í undirbúningi fyrir hífingu á æfingunni. Hreggviður kemur aftur upp í þyrluna eftir að hafa sótt mann í sjóinn á æfingunni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.