SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 42
42 16. september 2012
Nei, ég er ekkert að fara aðdeyja, sko!“ Þessi orðaskiptiáttu sér raunverulega staðmilli konu og íslensks yf-
irmanns hennar, sem hún vildi ná tali af.
Þetta er m.ö.o. ekki flökkusaga. Ekki
frekar en þegar útlendur íslenskunemi
spurði mig eitt sinn hvernig stæði á því að
tiltekin eddukvæði væru sögð lík í bók-
menntasögu Einars Ólafs. Samkvæmt
orðabókinni var það orð eingöngu notað
um líkama hinna látnu. Hann hélt að orð-
ið gæti kannske líka átt við um mið-
aldakvæði á fornum skinnbókum, sem
væru dauð í vissum skilningi. Það er ekki
heldur flökkusaga þegar fólki í vest-
urheimi datt í hug að þýða hendingarnar
úr frægu kvæði Stephans G. „Þó þú lang-
förull legðir sérhvert land undir fót, bera
hugur og hjarta samt þíns heimalands
mót“ með þessum orðum: No matter how
far and wide you travel, you will always
be against your home country. Bera mót
virtist þeim í þessu samhengi þýða hið
sama og vera á móti.
Ekki er óeðlilegt að útlendingar í mála-
námi eða fólk sem hefur misst daglegt
samband við íslenskt málumhverfi eigi
erfitt með að greina á milli merkingar
orða sem hljóma eins en þýða ekki hið
sama. Það vekur hins vegar létta furðu og
hneykslan þegar fullorðið fólk sem hér
býr og hefur átt kost á bestu mögulegu
málþjálfun með beinu og milliliðalausu
aðgengi að íslenskri málnotkun frá síð-
ustu 900 árum getur verið svo heillum
horfið og sambandslaust við tungutak sitt
að það skilji ekki einföldustu blæbrigði
málsins.
Áhuga- og hirðuleysi í umgengni við
tungumálið birtist með ýmsu móti. Al-
gengt er að fárast yfir íþróttamáli, oft
ómaklega því að íþróttafréttamenn skila
sínu iðulega með prýði í beinum útsend-
ingum – í aðstæðum þar sem mörgum
málfarsjöfrinum yrði fótaskortur á tung-
unni. Eitt er þó sláandi eftir sumaráhorf á
íþróttamót í Lundúnum og nú síðast út-
sendingar frá leikjum íslenska fótbolta-
landsliðsins: Nöfn íslenskra íþróttahetja
birtast ekki á búningum þeirra, eins og
tíðkast nú víða um lönd, heldur eru hetj-
urnar okkar kenndar við föður sinn eða
móður, eftir atvikum. Það kemur ekki að
sök með Ólaf okkar – sem við vitum öll að
er Stefánsson – en minna þekkt íþrótta-
fólk týnist alveg innan í búningum með
þessum sérstæðu merkingum.
Varla getur verið neinum alþjóðlegum
allsherjarreglum um að kenna því að
nafnavenjur heimsins eru með ýmsu
móti, og allur gangur á því hvaða nafn er
látið vera mest áberandi í formlegu sam-
hengi. Auk þess sem það er alsiða meðal
íþróttafólks, líkt og hjá listafólki, að taka
upp sérstakt nafn fyrir frægðina. Hverjum
hefði til dæmis dottið í hug að setja eitt-
hvað annað en Pelé á bak Ed(i)son Ar-
antes do Nascimento? Umsjónarmenn ís-
lenskra íþróttabúninga hefðu kannski sett
Edison á bakið á Pelé af því að Edison er
almennt frægt ættarnafn frá Ameríku
(sbr. nýlega tilgerð á kaffihúsum að kalla
uppáhelling Caffé Americano, að hætti
Ítala sem gefa hverri kaffiblöndu virðulegt
heiti, t. d. Caffé Sport sem er espresso
blandað með grappa til helminga og eink-
um ætlað til neyslu úr hitabrúsa á íþrótta-
kappleikjum; ekki ósvipuð hugmynd
liggur hér heima að baki kúmenkaffi).
Á íslensku er það eitt helsta einkenni
nafngifta að fólk heitir tilteknu nafni og er
kennt við nafn föður eða móður. Ætt-
arnöfn eru óalgeng og notkun þeirra lög-
uð að íslenskum málvenjum. Enginn ís-
lenskur nafnberi getur bara heitið
Stefánsson eða Guðjohnsen. Fólk sem ber
íslensk nöfn er alltaf ávarpað með sínu
eiginlega nafni á íslensku. Í formlegu
samhengi má svo bæta við kenninafninu.
Óhugsandi er til dæmis að tala bara um
Frú Finnbogadóttur á íslensku. Vigdís
forseti hélt fullri sæmd sinni og virðingu í
embætti með skírnarnafninu einu saman.
Hvernig stendur þá á því að íslenska
íþróttahreyfingin hefur tekið upp á þeim
ósið að festa nafnleysur á bakið á keppn-
isfólki? Eru stjórnendur þar á bæ kannski
svo vant við látnir að þeir hafi engan tíma
til að hugsa á íslensku en api bara upp af
gáleysi eða vangá það sem aðrir gera án
þess að átta sig á hversu óviðeigandi og
afkáralegt það er í augum okkar sem horf-
um uppá ósköpin?
„Ertu vant við
látinn?“
’
Hvernig stendur þá á
því að íslenska
íþróttahreyfingin
hefur tekið upp á þeim ósið
að festa nafnleysur á bakið
á keppnisfólki?
Tungutak
Gisli Sigurdsson
gislisi@hi.is
El
ín
Es
th
er
Sko, ég hef eiginlega ekkert
notað þennan búning síðan
ég var pínulítill.
EDDI
Málið
Einn áhrifamesti heimspekingur20. aldarinnar, Austurríkismað-urinn Ludwig Wittgenstein (f.1889, d. 1951), lagði upp í Ís-
landsferð ásamt félaga sínum David Hume
Pinsent (f. 1891, d. 1918) í september 1912.
Kynni tókust með þeim vorið 1912 í Cam-
bridge-háskóla. Wittgenstein var kominn
til að nema heimspeki hjá Bertrand Russell
og Pinsent las stærðfræði. Kynni þeirra
urðu nánari í gegnum tilraunir sem Witt-
genstein hafði veg og vanda af á rann-
sóknarstofu sálfræðideildarinnar um mik-
ilvægi takts og hljómfalls í tónlist. Pinsent
var helsti aðstoðarmaður Wittgensteins í
þessum rannsóknum.
Ferðin til Íslands var ákveðin í lok
maí 1912 þegar Wittgenstein stakk upp á
því að Pinsent kæmi með sér til Íslands.
Þeir voru raunar ekki búnir að þekkjast
nema í nokkrar vikur þegar Wittgenstein
kom skyndilega með þessa hugmynd.
Pinsent bar undir eins fyrir sig féleysi en
Wittgenstein lagði til að faðir sinn kostaði
ferð þeirra beggja. Ferðalagið í heild sinni
stóð yfir í mánuð frá byrjun september og
fram í byrjun október. Af þeim tíma
dvöldu þeir á Íslandi í rúmar tvær vikur,
frá 12.-27. september þegar þeir sigldu frá
Reykjavík.
David Pinsent hélt dagbók á meðan á
Íslandsferðinni stóð. Hér verður sjónum
einkum beint að því sem var Wittgenstein
efst í huga allt ferðalagið og samskiptum
þeirra Pinsents á meðan á Íslandsdvölinni
stóð.
Cambridge og Russell
Wittgenstein nam heimspeki við Cam-
bridge-háskóla á árunum 1911-1914. Áður
hafði hann numið verkfræði í Berlín
(1906-1908) og í Manchester á Englandi
(1908-1911). Í Manchester var áhugi Witt-
gensteins aðallega á sviði loftsiglingafræði
og gerði hann tilraunir til að hanna þotu-
hreyfla, sem varð til þess að hann fór að
kanna betur undirstöður stærðfræðinnar.
Þetta örlagaríka skref kveikti áhuga hans á
heimspeki, og að ráði Gottlobs Frege,
þýska heimspekingsins og stærðfræðings-
ins, ákvað hann að fara til Cambridge og
nema heimspeki undir handleiðslu Bertr-
ands Russells. Frá fyrstu tíð voru sam-
skipti Wittgensteins og Russells spennu-
þrungin. Wittgenstein var ekki eingöngu
nemandi Russells heldur einnig sam-
verkamaður og gagnrýnandi. Russell orð-
aði það raunar svo sumarið 1912 að hann
liti svo á að „næsta stóra skrefið í heim-
speki“ væri í höndum Wittgensteins.
Wittgenstein kom til Cambridge í októ-
ber 1911 í þeim eina tilgangi að hitta Bertr-
and Russell og til þreifa fyrir sér með
heimspekinám. Hann var þá enn skráður
rannsóknarnemi við Manchester-háskóla.
Hann sótti fyrirlestra hjá Russell frá októ-
ber og fram að jólum og átti í afar líflegum
samræðum við Russell. Í lok nóvember
1911 leitaði Wittgenstein ráða hjá Russell
og spurði hann hvort hann teldi sig vera
glóp. Russell spurði um hæl hvers vegna
hann vildi fá svar við þessu og Witt-
genstein svaraði því til að væri hann glóp-
ur ætlaði hann verða flugmaður, en væri
hann ekki glópur ætlaði hann sér að leggja
stund á heimspeki í Cambridge. Russell
setti honum fyrir ritgerðarverkefni yfir
jólin og þegar Wittgenstein kom aftur til
Cambridge um miðjan janúar 1912 með
ritgerðina þurfti Russell ekki að lesa nema
fyrstu setninguna til að átta sig á því að
hér var snillingur á ferð.
Fljótlega varð Wittgenstein bjartasta
vonin í heimspeki í Cambridge og þeir
Russell og G.E. Moore dáðu hreinskilni
hans og skýrleika; hann var óvenjuskarp-
ur og hafði til að bera áhuga og eldmóð
sem fáum nemendum var gefið. Það var
síðan í byrjun maí sem leiðir Witt-
gensteins og Davids Pinsents lágu í fyrsta
skipti saman á fundi í íbúð Russells. Og í
lok maí stakk Wittgenstein upp á því við
Pinsent að hann kæmi í ferðalag með sér
til Íslands. Allan júnímánuð glímdi Witt-
genstein við undirstöður rökfræðinnar og
tjáði Russell að rökfræði sín væri öll í
bræðslupottinum. Og þótt Wittgenstein
færi í sumarleyfi til Austurríkis sumarið
1912 var hann í stanslausum bréfaskriftum
við Russell um undirstöður rökfræðinnar.
Þegar Wittgenstein kom til baka til
London tveimur dögum fyrir Íslandsför-
ina, hinn 4. september, hittust þeir Rus-
sell og helltu sér í rökfræðilegar umræður.
Russell skynjaði hversu mikil tök Witt-
genstein hafði á því að koma auga á raun-
verulegu úrlausnarefnin. Nú gat Russell
slakað á og verið rólegur vegna þess að
hann vissi að arftaki sinn í rökfræði var
kominn fram í dagsljósið sem myndi axla
þá ábyrgð að vinna úr erfiðum og tækni-
legum úrlausnarefnum. Russell hvatti
Wittgenstein til að hætta ekki skrifum um
rökfræði fyrr en hann hefði leyst allar gát-
ur heimspekinnar, vegna þess að það
tækifæri kæmi e.t.v. aldrei aftur.
Samlyndi Wittgensteins og Pinsents
Tvennt er það sem Wittgenstein stóð
frammi fyrir í Íslandsförinni. Í fyrsta lagi
það álag og sú áskorun sem Russell og
rökfræðin færðu honum. Og í öðru lagi var
hann á ferðalagi með fyrsta vini sínum og
þeir þurftu að umbera hvor annan. Enda
þótt þeir hafi átt mörg sameiginleg áhuga-
mál, s.s. liti, landslag og rökfræði, en um-
fram allt tónlist, voru þeir afar ólíkir að
upplagi og ósammála um margt. Það er
freistandi að sjá í ósamlyndi þeirra and-
stæðuna sem ríkti milli þeirrar bölsýni
sem einkenndi menningarlíf í Vínarborg
(t.d. hugmyndir um hnignun Vesturlanda
í anda Oswalds Spengler) og breskrar
bjartsýni. Pinsent var þannig manngerð
Wittgenstein
hugsar á
Íslandi
Austurríski heimspekingurinn Ludwig Witt-
genstein kom hingað til lands í september 1912 og
ferðaðist um landið.
Magnús Einarsson magnein@ismennt.is
Lesbók