SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 15
16. september 2012 15
byggja á leikritinu og gerði honum orð
fyrir milligöngu Elliða Vignissonar bæj-
arstjóra, um hvort hann vildi hitta mig.
Ég fékk það svar að hann vildi ekki taka
þátt í þessu, en myndi ekki standa í vegi
fyrir gerð myndarinnar.“
Þetta er eðli skáldskaparins
Síðar þegar ég fór til Vestmannaeyja að
athuga með tökustaði athugaði ég aftur
hvort hann vildi hitta mig meðan ég væri
þarna, en fékk sama svar – að hann vildi
ekki tala um þetta. Ég leit því svo á að
það væri hans afstaða. En þegar tökur
höfðu staðið yfir í eina til tvær vikur kom
frétt í bæjarblaðinu um að hann væri
ósáttur, vildi ekkert af myndinni vita og
að ég hefði ekki rætt við aðstandendur
þeirra sem fórust í slysinu.
Það var ekki rétt, því ég hafði rætt við
náinn ættingja hvers þeirra, móður,
systur eða bróður, skýrt mál mitt og skil-
ið eftir farsímanúmer ef einhver annar úr
fjölskyldunni vildi ræða við mig. Allir
sem ég talaði við voru algjörlega sáttir,
fyrir utan einn bróðurinn sem var
áhyggjufullur, en svo ræddum við saman
og hann varð sáttur. Enda er ekkert verið
að eltast við þá sem fórust, á bátnum eru
bara karakterar í bíómynd, og ég hef
bátsverjana meira að segja fleiri, bæti
einum við til að breyta út af. Ég er ekkert
að segja sögu þessara manna, heldur ís-
lenskra sjómanna almennt.“
Baltasar segir að slysið sé ekkert einka-
mál Guðlaugs. „Þarna er fólk sem missti
ástvini og finnst kannski verið að heiðra
minningu þeirra. Og lagalega hef ég full-
an rétt á að gera myndina. Ég byggi hana
á leikritinu, sem aftur byggist á birtum
viðtölum og öðrum opinberum upplýs-
ingum um slysið. Þetta er ekkert ólíkt
bók Hallgríms Helgasonar um Konuna
við 1000° eða Íslendingasögunum. Þær
eru byggðar á frásögnum og heimildum
og svo er skáldað inn á milli. Laxness
byggði öll sín verk á alvöru persónum
sem hann spann síðan út frá. Þannig hef-
ur heimildafrásögn verið í gegnum tíð-
ina. Þetta er eðli skáldskaparins. Flest-
allar sögur Shakespeares eru byggðar
raunverulegum persónum, meira að
segja Rómeó og Júlía.
Það eru 28 ár síðan slysið varð og það
er ekki af hinu góða að það gleymist,
svona atburðir eru hluti af þjóðarsálinni,
þetta er nútíma-Íslendingasaga fyrir
mér. Og mín skylda gagnvart því fagi sem
ég hef varið lífi mínu í er að segja sögur
sem eru það merkilegar að þær eiga að fá
að lifa. Það er ógrynni dæma um slíkar
myndir, eins og Hurt Locker sem byggð-
ist á atburðum í Afganistan og mun
skemmri tími var liðinn. Ég er ekki að
segja að menn eigi ekki að hafa tilfinn-
ingar, en vonandi eru stærstu sárin gróin.
Og það er alls ekki tilgangur minn að rífa
ofan af sárinu, myndin er gerð af mikilli
nærgætni og ekki verið að saka neinn um
neitt.“
Uppgjör við hrunið
Baltasar segir Djúpið öðrum þræði upp-
gjör við hrunið. „Þá vaknaði spurningin:
Hvaða sögur segir maður núna? Mér
fannst þjóðin hafa tapað áttum, sjálfs-
ímyndin var horfin og við spegluðum
okkur í útlendingum. Mikilmennsku-
brjálæðið var algjört árið áður, en svo
vorum við komin með hrikalega minni-
máttarkennd. Hvar týndum við þræð-
inum?
Kannski má segja að ég svari því í þess-
ari mynd og byggi það á heimildum um
staðfestu og eðli eyjarskeggjans.“
Hann veltir upp fleiri hliðum.
„Við erum búin að týna okkur í tölvu-
heimum og héldum að við værum banka-
stjórar og gætum öll orðið milljónerar og
rekið fyrirtæki um allan heim. Ég er ekk-
ert að gagnrýna það. Ég bendi bara á
hverjir eru hetjurnar, úr hverju þjóðin er
spunnin og hvaðan við komum. Ég geri
það ekki í predikunarstíl, heldur minni á
það með frásögn.“
Og þetta er fyrsta sjóslysamyndin á Ís-
landi, svo langt sem Baltasar Kormákur
veit. „Þetta er stærsti marbletturinn á
þjóðinni, en aldrei hefur verið tekist á við
það í kvikmynd. Og kannski með því að
segja sögu þess sem lifir af, er verið að
segja sögur þeirra sem fórust, við hvaða
aðstæður menn vinna og hversu hrikaleg
lífsbaráttan er. Það er engin saga að segja
frá bát sem sekkur og allir farast. Þess
vegna kallar þessi atburður á mann. Og
það er ekki af því að ég vilji skyggnast í
einkalíf Guðlaugs.“
Samt engar skikkjur
Tökum er nýlokið á 2 Guns en þær fóru
fram á sex mánuðum í New Orleans og
Nýju-Mexíkó. Óhætt er að fullyrða að ís-
lenskur leikstjóri hafi aldrei gert sig svo
heimakominn í Hollywood, en í mynd-
inni leika stórstjörnur á borð við Denzel
Washington, Mark Wahlberg, James
Marsden, Bill Paxton, Edward James Ol-
mos og Paulu Patton. Myndin er gerð eft-
ir teiknimyndasögunni „Boom!“
„Það eru samt engar skikkjur,“ segir
Baltasar ákveðið. „Þetta er glæpasaga
sem gefin var út í teiknimyndaformi og
handritið er byggt á henni. Þetta er held-
ur engin risateiknimyndasaga eins og
Batman, sem hálfur heimurinn þekkir.
En myndin fjallar um lögreglumann og
hermann sem fara huldu höfði og fremja
glæp saman. Leiðir þeirra liggja saman án
þess að þeir viti hvor af öðrum og þeir
eru með ólíkar hugmyndir um hvað á að
koma út úr því. Það má segja að stíllinn
sé í anda Butch Cassidy & The Sundance
Kid og Out of Sight, myndir sem taka sig
ekki of hátíðlega, en eru samt enginn
farsi eins og Rush Hour. Kannski þær
glotti út í annað.“
Og Baltasar segir að vart verði komist
nær Hollywood en í þessari mynd. „Eins
furðulegt og það hljómar, þá gerast
stjörnurnar ekki stærri en þetta. Í grein
Hollywood Reporter á dögunum kom til
dæmis fram að tvær stjörnur stæðu alltaf
fyrir sínu í Hollywood, Denzel Wash-
ington og Will Smith. Og á lista yfir
fimmtán A-lista leikara voru bæði Denzel
og Mark Wahlberg.“
Hann bankar í borðið.
„Það á að vera á vísan að róa með þá.
Svo er ég með Universal á vinstri hönd og
Morgunblaðið/Golli
’
Við reynum að koma
því við að eiga sam-
verustundir, en það
er ekkert auðvelt. En ég er
ekkert að kvarta, þetta er
auðvitað val hjá mér og hún
er að rækta hesta í Skaga-
firði, en við erum að reyna
að finna út hvernig við lát-
um þetta ganga. Íslenskir
sjómenn voru aldrei heima
heldur.