SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Side 30
30 16. september 2012
E
itt af því, sem Hrunið á að hafa
kennt okkur er að taka ekki
viðteknum skoðunum sem
heilögum sannleika. Annað
að ganga ekki út frá því sem vísu að svo-
nefndir sérfræðingar hafi alltaf réttar
fyrir sér en hinn almenni borgari. Sér-
fræðinganir eru stundum að gæta hags-
muna, sem ekki er hægt að sjá með ber-
um augum. Þriðja lexían er sú að
talsmenn fyrirtækja og stofnana tala yf-
irleitt í samræmi við þá hagsmuni, sem
þeir bera ábyrgð á og hefur verið trúað
fyrir, eins og eðlilegt er, en þau sjón-
armið fara ekki alltaf saman við al-
mannahagsmuni.
Vorið 2008 kom hingað gamall maður,
Robert Z. Aliber að nafni, prófessor við
Chicago-háskóla, þar sem ýmsir fremstu
hagfræðingar heims hafa kennt. Morg-
unblaðið birti við hann ítarlegt viðtal í
byrjun maí þetta ár, hálfu ári fyrir Hrun.
Í þessu viðtali sagði Aliber m.a. að ís-
lenzku bankarnir væru ekki lengur
bankar, heldur meira í ætt við fjárfest-
ingarsjóði. Þeir hefðu ekki burði til að
leggja verðmat á áhættu og hefðu keypt
fyrirtæki í útlöndum á alltof háu verði.
Hann hvatti til að bönkunum yrði skipt
upp í viðskiptabanka annars vegar og
fjárfestingarbanka hins vegar. Hann hélt
því fram, að hljóðlátt áhlaup væri þegar
hafið á bankana. Hann sagði íslenzku
bankana telja sig hafa fundið upp gull-
gerð. Það hefði líka gerzt í Japan og Taí-
landi, jafnvel Bandaríkjunum. En veru-
leikinn væri sá að það væri ekki hægt að
mynda endalaust fjármagn. Og Ísland og
bankarnir hér væru ekki einstakir í þeim
efnum.
Forsvarsmenn fjármálafyrirtækja hér
urðu æfir. Mótmælum rigndi yfir Morg-
unblaðið vegna þessa viðtals. Þáverandi
formaður Samtaka fjármálafyrirtækja
mótmælti því að áhlaup væri hafið á
bankana (sem síðar kom í ljós að var
nærri sanni) og sagði um þá ábendingu
Alibers að skilja ætti að starfsemi við-
skiptabanka og fjárfestingarbanka:
„Það er ekkert í rekstri íslenzku við-
skiptabankanna, sem kallar á slíkar af-
drifaríkar aðgerðir. Þeir standa á traust-
um grunni með há eiginfjárhlutföll og
lausafjárstöðu, sem stenzt alþjóðlegan
samanburð.“
Sex mánuðum seinna hrundu þessir
bankar með „há eiginfjárhlutföll og
lausafjárstöðu“, eins og spilaborg með
alkunnum afleiðingum.
Þetta er rifjað upp hér vegna þess, að
nú er aðskilnaður á starfsemi viðskipta-
banka og fjárfestingarbanka kominn aft-
ur á dagskrá. Þingmenn úr öllum flokk-
um nema Sjálfstæðisflokknum hafa lagt
fram þingsályktunartillögu þess efnis á
Alþingi. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður
VG, er fyrsti flutningsmaður. Félag við-
skiptafræðinga- og hagfræðinga efndi til
fundar um málið fyrir nokkrum dögum.
Því ber að fagna.
Talsmenn fjármálakerfisins töluðu á
þann veg á fundinum, sem búast mátti
við, með einni undantekningu. Friðrik
Sophusson, stjórnarformaður Íslands-
banka vill ekki „hlaupa til of snemma“.
Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion-
banka, gerði greinarmun á fjárfestingum
banka og fjárfestingarbankastarfsemi.
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjár-
málaeftirlits, mælti ekki með aðskilnaði
að svo stöddu, skv. frásögn Morg-
unblaðsins.
Hins vegar sagði Pétur Einarsson, for-
stjóri Straums fjárfestingarbanka, að að-
skilnaður þessara tveggja tegunda
bankastarfsemi væri mikilvægur til að
koma í veg fyrir annað fjármálahrun.
Það er fagnaðarefni, að þetta mik-
ilvæga málefni er komið til alvarlegrar
umræðu, þótt það sé líka umhugsunar-
efni að það skuli ekki hafa gerzt fyrr. Í
nálægum löndum og þá ekki sízt í Bret-
land hefur þetta málefni verið lykilatriði
í umræðum, sem staðið hafa alveg frá því
snemma árs 2009 um málefni fjármála-
fyrirtækja í kjölfar fjármálakreppunnar,
sem blossaði upp haustið 2008 en sjá
mátti merki um fyrr.
Það er skiljanlegt að ólík sjónarmið séu
uppi. En rétt er að hafa hugfast að þótt
forstjóri Arionbanka, stjórnarformaður
Íslandsbanka og forstjóri Fjármálaeft-
irlits séu öll á sama máli þýðir það ekki
að þau hafi rétt fyrir sér og Pétur Ein-
arsson hafi rangt fyrir sér. Það getur ein-
faldlega þýtt að út frá sjónarhóli hinna
tveggja einkavæddu banka, sem nú eru í
eigu erlendra vogunarsjóða eftir því sem
bezt er vitað, sé ekki æskilegt að um slík-
an aðskilnað verði að ræða og að Fjár-
málaeftirlitið vilji fara varlega.
Atburðarásin haustið 2008 sýndi að
Robert Z. Aliber hafði haft rétt fyrir sér
um vorið og að talsmenn íslenzku bank-
anna þá höfðu haft kolrangt fyrir sér.
Bankastarfsemi af þessu tagi var að-
skilin í Bandaríkjunum árið 1933, sem
viðbrögð við kreppunni miklu. Sá að-
skilnaður stóð í 66 ár, til ársins 1999. Í
sumar vakti það mikla athygli, þegar
fyrrverandi aðalforstjóri Citigroup, sem
er einn stærsti banki heims, maður að
nafni Sandy Weill, lagði til að bankinn
yrði brotinn upp í slíkar tvær einingar.
Brezka blaðið Financial Times sagði þá, að
hann hefði þar með gengið í lið með
stækkandi hópi eftirlitsmanna, stjórn-
málamanna og bankamanna, sem hvetji
nú til þess að greint verði á milli starfsemi
viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.
Þær grundvallarbreytingar, sem nú er
nánast samstaða um í Bretlandi að gera á
starfsemi brezkra banka er slíkur að-
skilnaður.
Víglínurnar í þessum umræðum hér
eru að markast með hefðbundnum hætti,
þótt Pétur Einarsson skeri sig augljóslega
úr. En að fenginni reynzlu skiptir nú
máli, að alþingismenn, sem hafa löggjaf-
arvaldið í sínum höndum taki eigin
ákvarðanir, út frá eigin sannfæringu og á
grundvelli nákvæmrar skoðunar á efni
málsins en gefist ekki upp fyrirfram við
þessar mikilvægu breytingar vegna þess
að flestir talsmenn bankakerfisins mæli
þeim í gegn.
Við eigum að hafa lært af reynzlunni.
Og gleymum því ekki að í lok árs 2005,
þegar fyrstu merki um minni banka-
kreppuna komu í ljós var ekki „hlaupið
til“ nógu snemma.
Í árslok 2005 var ekki „hlaupið til“ nógu snemma
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Jimi Hendrix tónlistarmaður með meiru kom framí síðasta skipti fyrir almenningssjónir þennan dagárið 1970. Hann birtist í klúbbi í London meðbandinu, Eric Burdon & War, tilefnið var flutn-
ingur á óperunni, Antony og Cleopatra eftir Samuel Bar-
ber. Jimi Hendrix sem alla jafna er talinn einn besti raf-
magnsgítarleikari heims, söngvari og lagasmiður, lést
tveimur dögum síðar, 18. september 1970 eftir að hafa
neytt svefnlyfja og drukkið ofan í þau, þá einungis 27 ára
gamall. Ýmsar getgátur eru uppi um hvort hann hafi
neytt þeirra „óvart“, framið sjálfsmorð eða verið ráðinn
af dögum.
Jimi Hendrix fæddist 27. nóvember 1942 í Seattle og
var skírður Johnny Allen Hendrix en var síðar nefndur
James Marshall Hendrix. Hann var af evrópsku og afr-
ísku bergi brotinn og auk þess rann indjánablóð um æð-
ar hans. Æska hans einkenndist af tíðum flutningum og
búsetu hjá vinum og ættingjum. Foreldrar hans skildu
og faðir hans fékk forræði yfir honum og bróður hans.
Móðir hans dó þegar hann var sextán ára. Faðir hans
hleypti sonum sínum ekki í jarðarförina heldur gaf þeim
skot af áfengi og fullyrti að með þeim hætti tækjust al-
vöru karlmenn á við sorgina.
Í æsku ferðaðist Jimi Hendrix ósjaldan með bursta
með sér og leit á hann sem gítarinn sinn. Hegðunin vakti
athygli félagsráðgjafa í barnaskóla Hendrix sem reyndi
allt hvað hún gat að útvega Hendrix gítar en allt kom
fyrir ekki. Hún skrifaði föður Hendrix bréf þar sem hún
hvatti hann til að útvega honum gítar en hann varð ekki
við þeirri bón. Á unglingsárunum áskotnaðist honum
raunverulegur gítar sem tók við af eins strengs úkulele
sem hann hafði plokkað á fram að þessu.
Þegar hann fékk alvöru gripinn í hendurnar æfði hann
sig af miklum móð upp á sitt einsdæmi. Hann reyndi að
spila öll þau lög sem heyrðust í útvarpi og sjónvarpi.
Rokkkóngurinn Elvis Presley var í miklu uppáhaldi hjá
honum og spilaði hann lög hans af mikilli ástríðu og líkti
eftir sviðsframkomu hans. Einnig hafði hann dálæti á
Muddy Waters, B.B. King, Howlin’ Wolf, Robert John-
son og fleirum. Árið 1959 gaf faðir hans honum raf-
magnsgítar og í kjölfarið byrjaði hann að spila með
hljómsveitum. Fyrsta skipti sem hann tróð upp með
hljómsveit var hann rekinn á milli laga eftir of frjálslegt
spil og sviðsframkomu.
Hann var fyrst bakraddargítarleikari hjá hljóm-
sveitum eins og Isley Brother, Little Richard, King Kurt-
is og fleirum. Seinna byrjaði hann að spila með bandi
sem sérhæfði sig í blús, það hét John Hammonds Jr’s
Band. Það var bassaleikarinn í Animals, Chas Chandler
sem uppgvötvaði Hendrix og bauð honum að flytja til
London og hefja sólóferil. Hann varð heimsfrægur árið
1967 þegar hann spilaði á Monterey popphátíðinni með
hljómsveitinni, The Jimi Hendrix Experience. Áður
hafði hann notið mikilla vinsælda í Evrópu. Hann var
undir áhrifum Little Richard, einnig í útliti, með yf-
irvaraskegg. Í viðtali árið 1966, sagði hann meðal ann-
ars, „ég vil geta notað rafmagnsgítarinn og kallað fram
sömu viðbrögð og Little Richard tekst með röddinni“.
Rolling Stone tímaritið útnefndi hann einn af hundrað
bestu gítarleikurum heims. Með honum kvað við nýjan
tón í rafmagnsgítarleik m.a. þar sem hann notaði Wha-
wha pedala í ríkum mæli.
thorunn@mbl.is
Jimi Hendrix
sást síðast
opinberlega
Litríkur og flottur, kannski að flytja lagið Hey Joe.
’
Ég vil geta notað rafmagnsgít-
arinn og kallað fram sömu við-
brögð og Little Richard tekst
með röddinni.
Hæfileikaríkur Hendrix sem neytti of mikils af eiturlyfjum.
Á þessum degi
16. september 1970