SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 25
16. september 2012 25 Nemendurnir sóttu allrahanda uppákomur í mannlífinu, innan og utan Reykjavíkur, meðan á námskeiðinu stóð. Margir þeirra heimsóttu alþjóðlegt skátamót sem haldið var við Úlfljótsvatn, en þaðan er þessi mynd bandaríska ljósmyndarans Alex Strada. Litrík og lífleg stemningin varð kveikja að mörgum áhugaverðum ljósmyndum. Ljósmynd/Alex Strada Hin bandaríska Ina Bernstein hefur sótt bæði námskeiðin og myndar einkum mannlíf göt- unnar. Hún hefur einnig unnið með hópnum Sirkus Íslands, en hér er hann í Nauthólsvík. Ljósmynd/Ina Bernstein Bernstein starfar í tískuheiminum í New York og hér fékk hún félaga Sirkus Íslands, og fleiri fyrirsætur, til að sitja fyrir í fatnaði Eggerts feldskera og Önnu Gullu dóttur hans. Ljósmynd/Ina Bernstein Einn þátttakandinn á násmekiðinu hélt lengra en aðrir í leit að myndefni. Megan Schoenbac- hler skelti sér á Bræðsluna á Borgarfirði eystri og tók þessa mynd í bjartri sumarnóttinni. Ljósmynd/Megan Schoenbachler Leikararnir í leikhópnum Perlunni unnu með tveimur ljósmyndaranna í líflegri myndatöku í Nauthólsvík. Hér láta tveir leikaranna fara vel um sig í sólskinsbjörtu síðdeginu. Ljósmynd/Julie Benz

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.