SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 37
16. september 2012 37 Ibiza. „Foreldrar mínir voru ekki á móti því, en sögðu: „Ef þú ætlar að taka þér frí verður þú að borga fyrir það sjálfur“,“ sagði Adria í viðtali við breska blaðið In- dependent fyrir nokkru. Faðir hans út- vegaði honum vinnu í eldhúsi hótels í strandbænum Castelldefels skammt fyrir utan Barselónu. „Þar var ég í uppvaskinu í sex mánuði og fór síðan að reiða fram sal- öt,“ sagði hann. Adria gegndi herþjónustu og var kokk- ur í sjóhernum. Að því loknu árið 1984 fékk hann vinnu á veitingastaðnum El Bulli í þorpinu Roses á Costa Brava sem þýskur maður og tékknesk eig- inkona hans, Hans og Marketa Schilling, opnuðu 1964 og nefndu eftir bolabítum sínum. Staðurinn var fyrir ferðamenn og bauð þá upp á sjávarrétti undir áhrifum frá franska eldhúsinu. Þegar yfirkokk- urinn hætti sex mánuðum síðar var Adria settur við stjórnvölinn ásamt öðrum kokki, Christian Lutaud. Framkvæmda- stjóri staðarins veitti hinum ungu mat- reiðslumeisturum frelsi til að þræða veitingastaði á Spáni og Frakklandi í leit að hug- myndum. Lutaud fór 1987 og Adria varð einn við stjórn- völinn. Þá hófust tilraunirnar. Á hverjum degi á milli hádegis og kvöldmatar léku hann og félagar hans í eldhúsinu sér að nýrri tækni, en fóru hægt. Gerði eldhúsið að tilraunastofu 1990 keypti hann veitingastaðinn ásamt Soler og þá varð ekki aftur snúið. 1994 hætti Adria að elda með hefðbundnum hætti. Hann vildi leita leiða til að um- breyta matnum og oft komst afrakstur til- raunanna aldrei inn á borð hjá við- skiptavinunum. „Við vildum færa mörkin, hvort sem fólki líkaði betur eða verr,“ sagði hann við Independent. „Ég gleðst þegar fólk nýtur matarins hjá mér, en það er ekki efst á forgangslistanum.“ Eldhúsið breyttist í tilraunastofu, hann notaði fljótandi nítrógen og ýmis verk- færi, sem allajafna sjást ekki í eldhúsum og afraksturinn torkennilegir réttir á borð við eggjarauðu í karamelluhjúpi og kirsu- ber húðuð með svínafitu, styrjuhrogn með eplabragði í dós merktri Beluga, spakhettur úr parmesanosti með popp- kornsfroðu og fisk með sykurfrauði. Allar voru tilraunirnar skráðar niður af vísindalegri nákvæmni. Í upphafi gekk ekki vel og veitingastað- urinn var jafnvel tómur heilu kvöldin. Fólk átti erfitt með að venja sig við að kokkurinn stæði ekki við potta og pönnur yfir gaslogum, heldur útbyggi fljótandi baunaslummur í kalsíumklóríðbaði. Adri- an lét hins vegar ekki deigan síga og brátt fór þolinmæði hans að borga sig. Eldhús hans vakti athygli og gestirnir fóru að streyma að og langir biðlistar mynduðust. Eldamennska hans hefur fengið stimp- ilinn sameindamatreiðsla, en Adria kýs að kalla hana hið nýja eldhús, nueva cocina. Í fremstu röð matreiðslumeistara Seint á tíunda áratugnum kom hrósið. Hinn þekkti franski matreiðslumaður Joel Ro- buchon lýsti yfir því að Adrian væri „sá besti í heimi“ og El Bulli fékk þrjár stjörnur hjá Michelin, hinu virta matsfyrirtæki matreiðslustaða, sem gef- ur ekki fleiri stjörnur. Því næst fór hann að birtast á forsíðum blaða og tímarita um allan heim. Tímaritið Restaurant Magazine setti El Bulli í efsta sæti lista síns yfir 50 bestu veitingastaði heims fimm sinnum, 2002, 2006, 2007, 2008 og 2009, oftar en nokk- urn annan veitingastað. 2010 var El Bulli í öðru sæti. Veitingastaðurinn var aðeins opinn hluta úr ári, frá miðjum júní fram í miðjan desember, og tók 50 manns í sæti á kvöldi eða 8.000 yfir árið. Eftir síðasta dag ver- tíðarinnar var opið fyrir pantanir fyrir næsta ár í einn dag og var eftirspurnin orðin slík að tvær milljónir pantana bár- ust. Mánuðina, sem veitingastaðurinn var lokaður, flutti Adrian sig um set í til- raunaeldhúsið sitt í Barselónu, El Taller, til að finna upp nýja rétti til að bera fram á næstu vertíð. El Bulli lokað, útrás í Tickets Í El Bulli voru jafnmargir kokkar að störf- um og gestir og veitingastaðurinn var reyndar rekinn með tapi frá aldamótum, en Adria náði inn hagnaði með bókaútgáfu og fyrirlestrahaldi. Hann kvaðst ekki vilja hækka verðið á matseðlinum upp úr öllu valdi því hann vildi ekki að maturinn sinn yrði aðeins fyrir ríka fólkið. Adrian lýsti yfir því 2011 að þá yrði staðnum lokað. Fréttin birtist á forsíðum blaða á borð við Financial Times. Skömmu síðar kom fram að lokunin yrði aðeins tímabundin, nýr og endurbættur staður yrði opnaður 2014. Hann myndi halda áfram störfum í elBulli-stofnuninni, sem hann setti á fót. Í Barselónu er nú sýning tileinkuð El Bulli og eldhúsi Adrias. Hann gat hins vegar greinilega ekki tak- markað sig við tilraunastofuna og opnaði Tickets með bróður sínum Albert. Þar lýk- ur máltíðinni með eftirréttinum álaga- skóginum, sem fangar bragðlaukana, en hefur ekki önnur eftirköst. Nokkrum vik- um síðar eru bragðminningarnar úr eld- húsi Ferrans Adria enn jafn sterkar og þegar maturinn var borinn á borð. Adrian Ferra hefur prýtt forsíður blaða og tímarita um allan heim eins og sést á þessari útstillingu fyrir utan safnið, sem er helgað honum og El Bulli í Barselónu. Maturinn verður til fyrir opnum tjöldum á Tickets og má fylgjast með kokkunum nostra við matinn, sem höfðar ekki aðeins til bragðlaukanna heldur einnig fegurðarskynsins. Egg að hætti hússins. Eggjahvítan og rauðan eru orðnar að froðu og á botninum leyndist andasulta. Sardínur í olíu með hrognum reyndust lostæti. Undir plastinu er þang til skrauts. ’ Ekkert er eins og það sýnist. Hug- myndin er að ögra gestinum, koma honum á óvart og gleðja. Ferran Adria Eftirrétturinn álaga- skógurinn var eins og úr ævintýri, gorkúlur, jarð- arber og sítrónufrauð.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.