SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 16
16 16. september 2012 Sony Studios á hægri, sem framleiða myndina saman. Og mér brá svolítið þegar ég áttaði mig á þessu, að nú væri þetta ekki lengur spurning um hvort mér tækist að ná þangað, heldur væri ég kominn á staðinn, og nú þyrfti ég bara að standa undir því.“ Wahlberg hefur einnig átt góðu láni að fagna. Contraband Baltasars er ein að- sóknarmesta mynd með honum einum í aðalhlutverki, en viðtökur voru langt umfram væntingar. Myndin halaði inn 28,5 milljónir dollara opnunarhelgina eða um þrjá milljarða króna. Hann fylgdi þeirri mynd eftir með Ted, sem aflaði 50 milljóna dollara opnunarhelgina í lok júní og er þegar komin yfir 200 milljónir dollara bara í Bandaríkjunum. „Allt í einu varð Mark svona rosalega eftirsóttur og það gerðist meðan við vor- um í tökum. Nú er hann orðinn einn heitasti leikarinn í bransanum. Það breytist svo margt á undraskömmum tíma.“ Hann yppir öxlum. „Og á þessari stundu er myndin að minnsta kosti eins mikið Hollywood og Hollywood getur orðið.“ Eins og spænski rannsóknarrétturinn Og hvernig skyldi samanburðurinn vera, að leikstýra Ólafi Darra eða Denzel Washington? „Ólafur Darri er að mörgu leyti mótanlegri, leikur meira í hönd- unum á manni en Denzel,“ segir Baltasar. „Og eitt er líkt með þeim. Þeir hafa báðir náð að yfirstíga líkamlegar hindranir sem leikarar. Ólafur Darri er ekki bara feitur leikari, heldur er hann búinn að yfirstíga það og gæti þess vegna gengið í hlutverk Hamlets. Hann er eins og Gerard Dep- ardieu og getur leikið glæsilega elskhuga, þó að það virðist ekki liggja beint við. Hann er svo góður leikari og mikil per- sóna að hann yfirstígur það. Eins er með Denzel. Hann ryður svörtum leikurum braut eftir Sidney Poitier. Og það skiptir ekki máli þó að hlutverkið sé ekki skrifað fyrir svartan leikara, því ef Denzel er til í að leika, þá hugsar enginn út í það hvort hann er svartur eða hvítur.“ Baltasar brosir. „En þar sleppir samanburðinum. Ég veit ekki um neinn annan leikara í heim- inum sem hefur náð svona langt bæði sem leikari og stjarna. Það er til fullt af góðum leikurum sem eru ekki nógu frægir til að bera uppi heilar kvikmyndir. Listinn er ekki langur af leikurum sem hafa unnið tvenn óskarsverðlaun eins og Denzel, en um leið er hann stórstjarna og trekkir að áhorfendur.“ – Var hann erfiður viðureignar? „Það var feikilega spennandi að fá að vinna með svona hæfileikaríkum og reynslumiklum manni. En það var ekkert auðvelt. Mér skilst á þeim sem unnu með mér að hann hafi verið með allra besta móti. Ég hafði heyrt að hann gæti verið erfiður, en hann reyndist mér það ekki, enda á ég auðvelt með að vinna með leik- urum. En það var eins gott að ég hafði unnið heimavinnuna þegar ég hitti hann fyrst, því þetta var eins og að lenda fyrir spænska rannsóknarréttinum. Ef ég hefði ekki verið vel undirbúinn, þá hefði ég verið grillaður.“ Með velgengni prentaða á ennið Það hjálpaði til að vinátta hefur myndast á milli Wahlbergs og Baltasars, enda höfðu þeir unnið náið saman að Contra- band. „Það er mikið traust á milli okk- ar,“ segir Baltasar. „Við erum mjög góðir vinir, hann hringir í mig á kvöldin og við spilum körfubolta saman. Og við erum með þó nokkur verkefni á prjónunum. Það er kannski ekki á allra vitorði, en Mark er orðinn einn stærsti framleiðandi á sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum. Hann stóð til dæmis að verðlaunaþátt- unum Boardwalk Empire, þar sem Scor- sese gerði fyrsta þáttinn. Svo framleiðir hann bíómyndir líka.“ Baltasar segir sögu Wahlbergs merki- lega. „Hann kemur úr mjög fátækri fjöl- skyldu, á einstæða móður og níu systkin, og verður fyrst frægur sem Marky Mark. Ég þekkti aldrei þessa hljómsveit, Marky Mark and the Funky Bunch, og veit ekki hvort hann er góður söngvari. Síðan lenti hann í ógöngum og rataði í fangelsi í eitt og hálft ár fyrir líkamsárás. En þegar hann kom út varð hann heimsfræg fyr- irsæta vegna einnar auglýsingar, á Calvin Klein-nærbuxum. Í kjölfarið lagði hann leiklistina fyrir sig, sló fyrst í gegn í Boo- gie Nights Andersons og var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir Departed Scorse- ses. Og nú er hann orðinn risaframleið- andi og hefur haslað sér völl á fleiri svið- um, svo sem í heilsubörum. Hann hefur því náð frama á mörgum sviðum í Banda- ríkjunum, þar sem nánast er vonlaust að ná í gegn. Það sýnir ótrúlegt keppnisskap og úthald. Velgengnin hefur verið prent- uð á ennið á honum þegar hann fæddist.“ Glæpaþættir á Seyðisfirði Baltasar Kormákur fer utan í október í eftirvinnslu, sem fram fer í kvikmynda- veri Universal. „Tilfinningin sem fylgir því að koma þangað er eins og maður sé að labba inn í bíómynd,“ segir hann. „Þegar ég mætti á fyrsta fundinn var þar egglaga borð í herbergi, sem er tvisvar sinnum þessi salur, á veggjunum voru myndir af helstu kvikmyndastjörnunum og svo gengu inn 20 manns í svörtum jakkafötum, stjórn Universal eins og hún lagði sig, og ég var spurður: „Segðu okk- ur af hverju þú átt að gera þessa bíó- mynd?“ Þetta var eins og að taka víti, maður fær eitt skot á markið, auðvitað reynir maður við vinkilinn, en ef boltinn fer yfir eða beint á markið, þá er maður tekinn út af.“ Baltasar segir mörg svona augnablik Baltasar var í sjónum með Ólafi Darra í tökum og tók þátt í að hvolfa bátnum í einu áhættuatriðinu. Morgunblaðið/Golli ’ Þegar ég mætti á fyrsta fundinn var þar egglaga borð í herbergi, sem er tvisvar sinnum þessi salur, á veggjunum voru myndir af helstu kvikmynda- stjörnunum og svo gengu inn 20 manns í svörtum jakka- fötum, stjórn Universal eins og hún lagði sig, og ég var spurður: „Segðu okkur af hverju þú átt að gera þessa bíó- mynd?“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.