SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 22
22 16. september 2012 Gerð hefur verið og birt ný könnun þarsem leitað var svars við því, hvað fólk íEvrópu og Ísrael myndi kjósa, mættiþað taka þátt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Obama forseti vann þessar „kosningar“ með miklum yfirburðum. Hvergi voru þó yfirburðirnir eins stórbrotnir og á Íslandi. Hver er skýringin? Ekki gengur þessi nýbirta niðurstaða gegn því sem áður var vel þekkt, þótt „úrslitin“ hafi ekki verið svo afgerandi áður. Forsetaefni demókrata hafa oftast nær haft miklu meira fylgi en repúblikanar á þessum slóðum. Hvernig skyldi standa á því? Það ætti ekki að hafa neitt með lífsskoðun að gera. Því sé horft til þingkosninga þá hafa þeir sem teljast vera hægra megin við miðjuna verið mun fjöl- mennari í Evrópu en hinir upp á síðkastið, þótt munurinn á meginflokkum til hægri og vinstri virðist sífellt verða minni. Nokkru munar auðvitað í stefnumálum fyrir hverjar kosningar, en sá mun- ur hverfur niður í nánast ekki neitt fljótlega eftir þær. Hægrimenn unnu mikinn sigur yfir „hrun- flokknum“ sósíalistum á Spáni, en lítið er eftir af þeim vinsældum og enn minna af pólitískum mun á milli flokkanna. Hollande vann Sarkozy í Frakk- landi og lagði áherslu á andstöðu við niður- skurðaráform hans, en segist nú stefna að mesta niðurskurði sem sést hafi í Frakklandi og er tekinn að læðast og jafnvel hlaupa frá helstu loforðum sínum. Svo ekki er það skýr pólitískur munur sem leiðir til þessarar niðurstöðu á fylgi við bandaríska forsetaframbjóðendur í fyrrnefndri könnun. Slagsíðan Víðast hvar í Evrópu hallast fjölmiðlungar til vinstri, eins og kunnugt er, en áhrif slíkra á innan- landsumræðu takmarkast við það, að þar sér fólk veruleikann smám saman í gegnum áróðurinn. Sama verður ekki sagt um erlendar fréttir. Þannig er BBC þekkt fyrir að hafa í áratugi verið vilhallt til vinstri, en er þó eins og hvítskúraður engill hjá fréttastofu Samfylkingarinnar á RÚV. Lengi hefur verið reynt að telja fólki í Evrópu trú um að for- setaframbjóðendur demókrata séu jafnan miklu gáfaðri en þeir á hinum vængnum. Þetta er svo sem gert í Bandaríkjunum líka, en þar getur for- setinn talað yfir fjölmiðlana kjósi hann það og kunni hann það. Þess vegna misheppnaðist slíkur áróður gagnvart Ronald Reagan, sem nú er jafnan kynntur sem „The Great Communicator“ (topp- tengillinn) og þekkt er að flestir forsetaframbjóð- endur úr báðum flokkum vilja fá þá einkunn að þeir minni dálítið á hann. Þegar Al Gore tók við keflinu af Clinton var hann dreginn upp sem afburðagáfaður við hlið bjálfans Bush yngri. Fullyrðingar Gores um að hann hefði fundið upp internetið voru þó fljótlega saltaðar. Í seinni hálfleik var Kerry milljóneri sagður líka miklu gáfaðri en George W. En þegar námsárangur þessara tveggja úr sömu eða sambærilegum há- skólum var skoðaður var athygli fjölmiðlanna fljótlega beint annað. Mismæli Bush yngri og sum ummæli sem virtust beinlínis kjánaleg voru upp um alla skjái í Bandaríkjunum og endurbirt í fjöl- miðlum um alla Evrópu. Eitt sinn er bréfritari var staddur vestanhafs hringdi forsetinn óvænt. Tækifærið var notað til að lýsa ánægju með viðtal við hann í sjónvarpi kvöldið áður, sem hefði verið skýrt og skorinort og boðskapurinn því komist vel til skila. „Þakka þér fyrir,“ sagði forsetinn góðlát- lega, „en þér að segja er ég ekki talinn neinn Shakespeare hérna megin hafs.“ Og vissulega var töluverður efniviður í ýmsum viðtölum sem sjálf- sagt var að gramsa í og gera góð skil. En nú vill svo til að það er ekki til minni efniviður af sömu sort og stundum stórundarlegur úr munni núverandi forseta og þarf ekki að grafa djúpt eftir honum, en hann fær enga útbreiðslu öfugt við svipaðar afurð- ir Bush. Það segir sína sögu. Á síðustu áratugum hafa engir Bandaríkjaforsetar reynst jafn heilla- drjúgir Evrópu og Reagan og Bush eldri, en leið- togar kommúnismans koðnuðu niður í keppninni við þá og frú Thatcher og sovétið með sínu gúlagi var úr sögunni. Svo vel hafði enginn spáð. Íslensk sérstaða Í fyrrnefndri könnun kom fram að 98 prósent ís- lenskra kjósenda myndu greiða Obama atkvæði sitt hefðu þeir atkvæðisrétt vestra. Það er fylgi sem Stalín gerði sig stundum ánægðan með, þótt hann næði vissulega einu sinni 113% árangri, sem var vel af sér vikið. Ef eitthvað er að marka þessar töl- ur virðast Íslendingar vera jafn barnslega hrifnir af Obama og frændur þeirra Norðmenn sem gerðu sig að kjánum með því að veita forsetanum frið- arverðlaun fyrir það eitt að sigra John McCain í kosningum. Meira að segja Obama sjálfum þótti þetta óþægilegt, ef ekki beinlínis hlægilegt. En öf- ugt við suma Íslendinga og umræðustjóra þeirra þá hafa Bandaríkjamenn ekki óviðráðanlega minni- máttarkennd gagnvart því sem „útlendingar“ segja. Þess vegna mun framangreind könnun ekki hafa teljandi áhrif á kosningarnar þar. En það er á hinn bóginn tekið eftir framgöngu frambjóðend- anna sjálfra erlendis og því varð ferðalag Romneys til Evrópu (og Ísraels) honum ekki til framdráttar. Larry King gefur álit Tæpir tveir mánuðir eru nú til kosninganna vestra og er mjótt á munum, þótt flestar kannanir sýni Obama forseta aðeins ofan við strik. Óróleikinn í Mið-Austurlöndum og vaxandi andúð á Banda- ríkjamönnum er forsetanum þó ekki hjálpleg og þó einkum vaxandi tortryggni Ísraelsmanna í hans garð. En í fyrrnefndri könnun kom fram að ein- göngu í Ísrael hafði Romney betur en Obama. Ísr- aelsmenn gruna forsetann um græsku og óttast að hann verði þeim enn lakari liðsmaður eftir kosn- ingar en áður. Bandarískir gyðingar hafa löngum verið traustir stuðningsmenn demókrata og öfl- ugur fjárhagslegur bakhjarl þeirra. Skoðanakann- anir sýna að þannig sé það einnig í kosningunum sem í hönd fara, en þó hafi sá stuðningur minnkað þannig að marktækt er. Verði sú sveifla meiri gæti munað um hana. Sjónvarpsmaðurinn Larry King, sem hefur verið framarlega í umfjöllun um forsetakosningar í Bandaríkjunum í hálfa öld, var nýlega spurður álits á stöðunni þar nú. Þætti King ekki sér- kennilegt að forsetinn sýndist eiga þokkalega möguleika á endurkjöri þrátt fyrir mjög dapurlegt gengi í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar, var spurt. Það þykir jú staðreynd að Bandaríkja- menn kjósi fyrst og síðast út frá þessum þáttum. King tók undir það sjónarmið sem fólst í spurn- ingunni. En hann bætti því við að fólki almennt væri fremur vel til forsetans (they like him). Ef að- stæður í kosningum væru þær sem þær eru nú og frambjóðendurnir væru Carter og Reagan myndu repúblikanar mala þær. En munurinn væri sá að Obama væri enginn Carter og Romney væri eng- inn Reagan. Og Larry King bætti því við að þrátt fyrir stöðu efnahagslífsins væri enginn vafi í sínum huga að frambjóðandi eins og Bill Cinton myndi þrátt fyrir slíka stöðu einnig hafa haft auðveldan sigur. Sannfæringarkraftur hans, en einkum þó hæfileiki Clintons til að ná til fólks væri einstakur. Bréfritari fékk fjölmörg tækifæri til þess að fylgjast með einmitt þessum þætti í návígi, innan þykkra veggja og getur fullyrt að King fer í þessu ekki með neinar ýkjur. Larry King benti einnig á að frambjóðandi repú- blikana hefði enn ekki náð almennri velviljaðri persónulegri tengingu við kjósendur. Tækifæri Romneys fælust því nú einkum í tvennu: Að hafa Reykjavíkurbréf 14.09.12 Met Stalíns í hættu því 98 pró- sent Íslendinga styðja Obama Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólarupprás við Elliðavatn að morgni föstudags.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.