SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 39
16. september 2012 39 Jú, það er skollið á okkur haustið með öllum sínumdásamlegu haustrigningum. Þetta úrhelli sem á þaðtil að demba sér yfir dagana með lítilli hvíld. Þákætast þeir lítt þurrviðrisaðdáendurnir og hinir sólarsjúku. Svosem ekki að undra að þyngist mannfólksins brún þegar brestur á með lang- tímavætu og meðfylgjandi dimm- viðri, flestir horfa jú með trega á eftir sumrinu bjarta. En það leiðir ekki til neins nema leiðinda að loka sig inni í fýlu og væla yfir veðrinu. Eina vitið að skottast út og njóta. Ekkert gaman til lengd- ar að vera alltaf hlýtt og fjarri öllum háska pakkaður inn í sængina mjúku. Því þótt vosbúð hafi sjaldan verið tengd við nokkuð notalegt eiga rigningar það nú samt til að kveikja á einhverju dýrslegu sem sefur í djúpinu. Þeir sem hafa verið staddir á fjöllum í hráslagaveðri með einhverjum sem er ekki vita náttúrulaus þekkja tilfinninguna sem vætan vekur og vex milli fólks með hverjum dropa sem smýgur inn um allar bannaðar smugur. Holdsins fiðringur hríslast um hryggsúlu og fer svo ágætlega með hinum hrollinum, þessum sem til er kominn vegna kulda. Það er svo fjandi frelsandi að láta ausandi rigningu gegnbleyta sig. Hún þvær af okkur hégómann, flysjar burt farða og klístrar hár við kinn. Úrhellið berar okkur, afhjúpar og hreinsar. Og þegar loks er í kofa komið er ekki amalegt að láta rífa sig úr hverri flík sem límist við gæsahúðarskreytt holdið og taka til við að ná hita í skrokkinn með hnoði og núningi. Rís þá hold hjá holdvotum. Rigning er óspart notuð í kvikmyndum til að undir- strika ástríðu og nautn. Dæmi um slíkt er hið sjóheita og rennblauta atriði í kvikmyndinni The Notebook þegar Goslingurinn og hans spúsa fallast í kraftmikla frygðar- faðma í úrhelli. Og hlaupa svo inn í hálftómt hús og svala eðlunarfýsn sinni á gólfinu. Holdris með holdvotum ’ Úrhellið berar okkur, af- hjúpar og hreinsar. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is sýna fram á tilvist sína því Gróa á Leiti gerðist ansi aðgangshörð og fullyrti að hann væri ekki lengur á meðal vor. Það má líklega rekja til þess að geð- prýðismaðurinn Trausti flutti reglulega fréttir af veðri fyrir áhugsasama Íslendinga í Ríkissjónvarp- inu. Hann hvarf skyndilega af skjánum; hætti að flytja fregnir af veðri og þar með taldi þjóðin að dagar hans væru taldir. Trausti kippti sér ekki mikið upp við þessi tíðindi, í það minnsta breytt- ust svipbrigði hans ekki ýkja mikið þegar hann birtist á skjánum – á lífi. Þetta er í raun og veru gömul saga og ný, „fals- aðar“ andlátsfréttir kvisast á ljóshraða nútímans. Kosturinn er hins vegar sá að það tekur jafn stutt- an tíma að bera þær til baka. Eflaust hafa fregn- irnar um meint andlát Mark Twain lifað ögn leng- ur. Ótrúlega margir hafa lent í því að hafa verið komið undir græna torfu og þeim upplýsingum er búið að safna saman á netinu. Stórstjörnur sem minni spámenn fylla listann sem fer ört stækk- andi. Þeirra á meðal eru t.d. Paul McCartney, Ed- die Murphy, Celine Dion. Á meðan reynt er að koma sumum stjörnum í gröfina er reynt að end- urlífga horfna snillinga eins og Elvis Presley. Það er vandlifað í þessum heimi og erfitt að átta sig á hver er lífs og liðinn af stjörnunum ósnertanlegu. Morgan Freeman er ekki dauður úr öllum æðum. Hér er hann ásamt meðleikurum sínum úr Batman-myndinni The Dark Knight Rises sem frumsýnd var í sumar. Gary Oldman, Anne Hathaway, Christian Bale. AFP ’ Nýverið bárust fregnir af andláti stórleikarans Morg- ans Freeman eins og eldur í sinu á síðum Fésbókarinnar. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun notenda Fésbókarinnar að koma þessum margverðlaunaða leikara í gröf- ina tókst það ekki. Tveir menn voru handteknir á flugvelli í Indlandi fyrir tilraun til að smygla litlum lemúr úr landi. Annar mannanna hafði komið honum fyrir í nærbuxum sínum. Glöggir öryggisverðir tóku eftir óvenjuhárri bungu í klofi manns- ins, við eftirgrennslan kom í ljós að lítill lemúr leyndist þar með stór spyrjandi augu. Annar lemúr fannst í rusaltunnu á flugvellinum, þrekaður og hræddur. Hann hefur eflaust verið fegnari að þurfa að dúsa innan um sorp og matarleifar en þurfa að hreiðra um sig innilokaður í nærbuxum með kynfær- um karlmanns. Þessi dýr eru vinsæl gæludýr á Vest- urlöndum. Lemúr í nærbuxunum Krúttlegt dýr Typpið var skorið af Phillip Sea- ton í miðri aðgerð. Hann hafði greinst með krabbamein í getn- aðarlimnum og til stóð að skera hluta krabbameinsins í burtu í þeirri aðgerð. Honum brá í brún þegar hann vaknaði eftir aðgerð- ina, grunlaus um að lókurinn hefði verið skorinn af. Nú lögsækir hann lækninn sem framkvæmdi aðgerðina fyrir að hafa skorið djásnið af án þess að bera það undir hann. Hann vildi meina að læknirinn hefði brotið á sér þar sem honum hafði ekki verið gef- inn kostur á að ákveða hvort hann kysi að lifa áfram með krabbamein í litla karlinum, auk þess gafst honum heldur ekki kostur á að fá álit ann- ars læknis. Typpislaus og lögsækir Allt typpið var skorið af Á Suðurlandi er aldalöng hefð fyrir því að á vorin sé fé rekið í græna bithaga á fjöllum – og í réttir að hausti. Reykjaréttir á Skeiðum voru byggðar árið 1881 en fyrir þann tíma var fé dregið í sundur í Gnúpverjahreppi sem er í uppsveitum Árnessýslu. Er hermt að vinnukonur á bæjum þar hafi gert þann áskilnað þegar þær munstruðu sig í vist að þær mættu fara í réttirnar. Má ætla að þar og þá hafi hangið á spýtunni að möguleiki væri á að hitta bros- mildan bóndason undir réttarvegg – sem aftur gæti leitt til und- ursamlegs ævintýrs sem öllu ungu fólk er eðlislægt að vænta. Sterk hefð er fyrir fjárbúskap í Biskupstungum. Tungnaréttir sem eru á bökkum Tungufljóts, skammt frá fossinum Faxa, eru rómaðar gleðisamkomur. Fénu hefur vissulega fækkað en fögn- uðurinn er alltaf hinn sami. Löng hefð er fyrir því að þegar fé Tungnamanna hefur verið dregið í dilkana taka menn lagið. Einar Geir Þorsteinsson frá Vatnsleysu hefur um árabil verið einskonar forsöngvari – þar sem tugir og jafnvel hundruð karla taka undir. Og þeim tekst jafnan glæsilega upp í því hlutverki; í réttunum er alltaf sungið raddað – rétt eins og þarna fari vel æfður karlakór. Ekki er ofsagt að í Tungunum séu hinir einu og sönnu tólftóna- fuglar. Fjallferðin á afrétt Tungnamanna tekur eina viku, þar sem farið er inn undir Hverafell. Svo er fénu smalað til suðurs fram afrétt- inn. Lagt er af stað um helgi, komið niður til byggða á föstudegi – og réttað á laugardegi. Hretviðri síðustu daga hefur hins vegar sett strik í reikninginn og Tungnaréttir verða því á morgun, sunnudag. Er ekki að efa að þá muni söngurinn óma sem endranær. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Og þeim tekst jafnan glæsilega upp í því hlut- verki; í réttunum er alltaf sungið raddað rétt eins og þarna fari vel æfður karlakór. Ekki er ofsagt að í Tungunum séu hinir einu og sönnu tólftóna- fuglar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.