SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 40
40 16. september 2012 Lífsstíll Já, það er greinilega komið haust,“hugsaði ég með mér þar sem égfauk yfir götuna með strekkings-vind í fangið. Ég var ekki alveg viss um að ég hefði það stutta leið yfir til móður minnar. Ekki er ég nú sérlega smágerð en í þessum strekkingi leið mér eins og Ömmu mús. Dúðuð í kápu með húfu og trefil fannst mér sá útbúnaður nú dálítið snemma á ferðinni. Gott ef maður verður ekki bara að fiska úlpuna upp úr geymslunni og það löngu fyrir nóvember. Það finnst mér einfaldlega of snemmt. Ég vil að sumarið kveðji mann blíðlega þannnig að hitastigið lækki kannski í 8- 10 gráður. Ekki að það falli niður í 4 og fé fenni í kaf norðan heiða. Þá finnst mér nú vetrarkuldabolinn orðinn heldur harka- legur við okkur hér á þessari litlu eyju. Eftir svona gott sumar á maður vissu- lega að vera þakklátur veðurguðunum. En ég vil nú samt að þeir fari aðeins var- legar að okkur. Vaggi okkur inn í stillt og kallt haust (allt í lagi með smá rok stund- um) frekar en að henda okkur út á ólgusjó sem minnir miklu frekar á vetur en haust. Annars eru árstíðirnar svo sem ágætar. Það er gott yfir sumarið þegar nóttin endar aldrei og alveg jafn notalegt þegar haustið læðist í garð og mann lang- ar bara að kúra uppi í sófa með góða bók, súkkulaði og kannski eitt rauðvínsglas. Árstíðirnar láta líka á það reyna að mað- ur njóti núsins. Leggi sig fram um að sjá það góða í degi hverjum. Þrátt fyrir al- gjöran rokrass eða snjó upp í klof. Það gæti nefnilega margt verið svo miklu verra en veðrið. En vissulega höfum við Íslendingar löngum verið háðir veðrinu og veðurspánni (sem stundum stenst). Svo það er ekkert skrýtið að veðrið sé okkur svo hugleikið og hafi dá- lítil áhrif á hugann. Reynum þó að láta það ekki verða um of og munum að í vetrarsnjónum, sem leynist handan við hornið, verðum við örugglega ánægð með „bara smá rok“ og kuldaholl í byrjun hausts. Það er alls ekki skemmtilegt að vera úti í roki og rigningu, þá er nú betra að vera inni fyrir og hafa það kósí. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kuldaboli er mættur Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Í tilefni hvassviðris leyfi ég mér að vitna í eftirfarandi stöku sem margir þekkja: „Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða.“ ’ Það er gott yfir sum- arið þegar nóttin endar aldrei og alveg jafn notalegt þegar haustið læðist í garð. Strekkjandi andlitsmaski: Andlitsmaskinn inniheldur einungis létthrærða eggjahvítu. Látið maskann virka í u.þ.b. 20 mínútur og liggið í leti á meðan. Andlitsmaski gegn þreyttri og þurri húð: Takið eina eggjahvítu og bætið við ör- litlum sítrónusafa. Bætið hægt og rólega ólífuolíu út í og hrærið þangað til bland- an er orðin kremkennd. Berið á vel þveg- ið andlitið og þvoið af eftir 15 mínútur. Fengið af www.natturan.is, Siiri Lomb. Náttúrulegar snyrtivörur Á rigningardegi er bara ekkert betra en gott súkku- laði. Vindurinn ólmast úti og fólk sem er svo ólán- samt að vera á ferli utandyra setur undir sig hausinn. Allir vilja komast inn til að fá sér eitthvað heitt og gott að drekka. Það getur verið kaffi- eða tebolli, það skiptir ekki máli. Moli af góðu dökku súkkulaði mun fullkomna drykkinn sama hver hann er. Ætli það mætti ekki alveg kallast áhugamál að safna súkku- laði í ísskápinn og smakka á bita og bita við og við. Ég kýs að líta svo á sem þýðir að ég stenst ekki girnilegt súkkulaði í fallegum umbúðum þegar ég ferðast um ókunnug lönd. Kanna verður súkku- laðimenninguna í hverju nýju landi. Öll tilraunaeintök í gjöf eru líka einnig vel þegin og er komið haganlega fyrir á efstu hillunni í ísskápnum. Þessari sem er við það að svigna undan þunga sínum og ég mun heim- sækja oft nú á komandi haustmánuðum. Súkkulaðisæla Þessi hugleiðsluaðferð á rætur sínar að rekja til tíbetskrar munkareglu. Hún hvetur okkur til að tengjast þjáningum annarra og umbreyta þeim í jákvæðni með ást okkar og umhyggju. Hugsaðu um sársauka og þjáningar ástvina þinna og andaðu þeim djúpt að þér. Innbyrtu sársaukann og skynjaðu hann í hjarta þér. Umbreyttu nú tilfinningunni, skynjaðu hvernig hún mildast og þverr og breytist í ást, gleði og fögn- uð. Andaðu svo frá þér og sendu þessar græðandi og heillandi tilfinn- ingar til ástvina þinna til að lina sársauka þeirra. Tonglen-hugleiðsla

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.