SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 41
16. september 2012 41 LÁRÉTT 1. Rekald af sjávardýri færir mat. (8) 4. Ax eitt fær erfðaefni í vorlok af vopnunum. (7) 7. Tákn sem lýsir kjökri og hljóði þess. (10) 8. Svo kemur blaðsíðan. (5) 9. Huglaust erfiði með ílát. (8) 13. Sá sem veldur veikindum greinarmerkis er af ætt- kvísl gerla. (11) 14. Gríp um orku hjá Jesús. (7) 15. Öfugt við litinn á líkamshlutunum að sögn. (8) 17. Sleip slátri kind sem er kölkuð. (10) 19. Altært er að flækjast fyrir aukvisa. (8) 21. Valda vegna kaosar. (6) 23. Sýnið að ég hörfa með afkvæmi geitar að sögn. (6) 24. Almennur Úgandamaður tapar innihaldi við að verða lágt settur einstaklingur. (11) 28. Hafði í hyggju að matarhæf dragi að. (6) 30. Sá sem líkist klukkutíma er jarðneskur. (10) 31. Mundaði engu taði. (5) 32. Helst ágengast. (7) 33. Bræðið ljá í geðveikinni. (9) 34. Loftstraumsventlarnir hjá hverflyndu mönnunum. (12) LÓÐRÉTT 1. Tákn á undan með skilyrði. (8) 2. Kona skín með straumum af eindum. (11) 3. Fljót ávítar stuttar (9) 4. Tómt elliheimili á svæði sem ekki hefur fennt á. (3,5) 5. Spyr Ými um pláss. (8) 6. Sú sem létt er að brjóta flækist um hjá aðilunum. (8) 10. Djúp úr rúðu færir okkur seiði. (7) 11. Vegna grasafróðs tapar góð spori. (7) 12. Geri mörk norðar en skeleggar. (11) 16. Tekst í ellefu að búa til hlut gerðan úr vefjarefni að sögn. (7) 18. Elskuleg hjá handriði í blíðunni. (9) 20. Veitti og sá að abstrakt er komið að einum. (10) 22. Afsegi leiður á hátíðartímabili. (9) 25. Blanda af homo sapiens og ovis aries skapar fólk jarðar. (8) 26. Aginn fær fær flækt net frá umboðsmanninum. (8) 27. Það arðbærasta ber greinilega munstrað. (8) 29. Höfnuðum af hvorugu tveggja. (7) Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 15. september rennur út á hádegi 21. sept- ember. Vinningshafi kross- gátunnar 9. september er Jóhannes Sigmunds- son, Syðra-Langholti, 845 Flúðum. Hann hlýtur í verðlaun bókina Fantasíur í ritstjórn Hildar Sverr- isdóttur. Forlagið gefur bókina út. Krossgátuverðlaun Armenar eru ólympíumeistarar í opnum flokki og Rússar í kvennaflokki. Þetta eru helstu niðurstöður 40. ólympíumótsins sem lauk í Istanbul í Tyrklandi um síðustu helgi. Báðar sigur- sveitirnar unnu gullið á stiga- mun. Í opna flokknum hlutu Rússar jafn mörg stig og Armen- ar og í kvennaflokki fengu kín- versku stúlkurnar jafn mörg stig og Rússar. Þetta er í þriðja sinn á sex árum sem Armenar verða ól- ympíumeistarar. Keppnin ár var geysispenn- andi en fyrir lokaumferðina stóðu Kínverjar best að vígi, en töpuðu fyrir Úkraínumönnum sem náðu í bronsið. Rússar urðu að láta sér lynda 2. sætið en höfðu um tíma tveggja stiga for- skot eða þar til þeir mættu Bandaríkjamönnum og töpuðu 1 ½ : 2 ½. Íslenska liðið bætti örlítið ætl- aðan árangur, varð í 47. sæti af 150 þátttökuþjóðum en var í upphafi raðað í 51. sæti. Menn höfðu gert sér vonir um talsvert betri árangur. Jákvæður þáttur var góð frammistaða Þrastar Þórhallsson sem hlaut 7 ½ vinn- ing af 10 mögulegum. Hjörvar Steinn stóð fyrir sínu en Hannes Hlífar og Henrik Danielsen virk- uðu á köflum óöruggir. Dagur Arngrímsson kom inn í liðið með litlum fyrirvara og hefði þurft meiri tíma til undirbúnings. Ís- lenska sveitin var sein í gang en undir lokin var eins og menn væru að nálgast eðlilegan styrk. Hvað keppnisfyrirkomulagið á ólympíumótum áhrærir þá hefur umferðum verið fækkað úr þrettán í ellefu og stigakerfi tekið upp. Það er að margra áliti skref aftur á bak. Miklar tilviljanir réðu röðun fyrir hverja umferð. Þokkalegar sveitir, eins og sú danska, tefldu við mun lakari sveitir mestallt mótið og þó sumir sveitarmeðlimir næðu háu vinningshlutfalli lækkuðu þeir flestir á stigum. Gamla vinn- ingakerfið skipti yfirleitt mótinu betur upp og lokaniðurstaðan var meira í takt við skákgetu. Margir glæstir sigrar unnust í Tyrklandi og fylgir hér besta skák Hannesar Hlífars: Hannes Hlífar Stefánsson – Maghami Ghaem (Íran) Spænskur leikur e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. b3 c6 16. Bg5 Breyer-afbrigðið á alltaf sína fylgismenn. Fischer beitti 16. leiknum í fyrstu skákinni í end- urkomueinvíginu við Spasskí ár- ið 1992. 16. … Bg7 17. Dd2 De7 18. Bh6 Bxh6 19. Dxh6 c5 20. Had1 Hac8 21. Bb1 Rf8? Íraninn viðist hafa vanmetið næsta leik Hannesar. Öruggara var 21. .. Df8. 22. Rh4! R6d7 23. Rhf5! Þessi leikur lá í loftinu. Hvítur gefur tvo létta fyrir hrók og tvö peð. 23. … gxf5 24. Rxf5 Df6 25. Dxf6 Rxf6 26. Rxd6 cxd4 27. cxd4 Hb8 28. Rxe8 Hxe8 29. dxe5 Hxe5 30. f4 He7 31. e5 Rd5 32. f5! Það er afar mikilvægt að svart- ur nái ekki að skorða peðin. Hannes hafði séð fyrir 34. leik- inn. 32. … Rc3 33. Hd8! Rxb1 - sjá stöðumynd - 34. He3! Hér er kominn kjarni flétt- unnar. Hvítur skilur riddarann eftir en hótar 35. Hg3+ og mátar. 34. …. f6 35. e6! Kg7 36. Hg3+ Rg6 37. fxg6 hxg6 38. Hd7! Kf8 39. Hxg6 Be4 Skárra var 39. … Bc6 en eftir 40. Hxf6+ Kg7 eða 40. .. Ke8 41. Hd6 o.s.frv. 41. Hf7+ Hxf7 42. Hxf7 Kg6 43. Hf8! og 44. e7 vinn- ur hvítur. 40. Hd8+ He8 41. Hg8+! Kxg8 42. Hxe8+ Kg7 43. Hc8 - og svartur gafst upp. Um frammistöðu kvenna- sveitarinnar verður fjallað í næsta pistli. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Armenar og Rússar hrepptu gullið Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.