SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 8
8 16. september 2012 Fjórum dögum eftir að 96 manns létu lífið í troðningi á Hillsborough-vellinum 1989 birti dagblaðið The Sun forsíðufrétt með fyrirsögninni Sannleikurinn þar sem skuldinni á harmleiknum var skellt á fórnar- lömbin. Í blaðinu birtust ljótar lýsingar á hegðun áhangendanna og drykkjuskap, þeir hefðu stolið úr vösum fórnarlambanna og migið á lögreglu. Nú hefur komið fram að þessar lýsingar eigi ekki við nein rök að styðjast. Blaðið fékk upplýsingarnar frá fréttaþjónustu í Sheffield þar sem völlurinn er. Hún byggði á ummæl- um yfirmanns úr lögreglunni og þingmanns á staðn- um, sem einnig var talsmaður yfirvalda. Kelvin McKenzie, sem var ritstjóri The Sun á þess- um tíma, baðst afsökunar á að hafa birt fréttina fyrir 23 árum. Hann hefði verið afvegaleiddur og enga ástæðu haft til að ætla að þessir embættismenn myndu beita lygum og blekkingum. Nú sæi hann að nær hefði verið að nota fyrirsögnina Lygarnar. Fórn- arlömbin voru frá Liverpool og þar sniðganga enn margir blaðið vegna fréttarinnar fyrir 23 árum. Fyrrverandi ritstjóri The Sun biðst afsökunar á 23 ára forsíðufrétt Forsíðan á dagblaðinu The Sun þar sem skuldinni var skellt á fórnarlömbin með afgerandi hætti. Harmleikurinn í Hillsborough 15. apríl1989 skildi eftir sig djúp sár. Þá létu 96áhangendur knattspyrnuliðsins Liver-pool lífið í troðningi á Hillsborough leikvanginum í Sheffield, sem þennan dag var vett- vangur undanúrslitaleiks í ensku bikarkeppninni við Nottingham Forest. Lögregla reyndi eftir harmleikinn að skella skuldinni á drukknar fótboltabullur. Aðstandendur gerðu sig ekki ánægða með þær skýringar og síðan hafa farið fram rannsóknir, vitnaleiðslur og dóms- mál án þess að fullnægjandi skýringar fengjust. Á miðvikudag kynnti óháð rannsóknarnefnd undir forustu James Jones, biskups af Liverpool, 395 síðna skýrslu þar sem endanlega er tekið af skarið um að stjórnvöld brugðust hrapalega þennan dag, en nöfn fórnarlambanna eru hreinsuð. Í skýrslunni er sýnt fram á að lögreglan í Suður- Jórkvíkurskíri greip til skiplegra aðgerða til að firra sig allri sök og koma henni á áhangendurna. Í raun hafi lögreglan hins vegar brugðist rangt við í flest- um atriðum, stefnt áhangendunum í hættu og verið allt of sein að átta sig á því ástandi sem hafði skap- ast. Segir að líklega hefði mátt bjarga 41 áhanganda af þeim 96, sem létu lífið. Í skýrslunni segir að fyrstu mistökin hafi legið hjá enska knattspyrnusambandinu, sem ákvað að leik- urinn skyldi fara fram á Hillsborough. Þar hafði legið við stórslysi eftir knattspyrnuleik 1981, engar teljandi endurbætur höfðu verið gerðar á vellinum og öryggisvottorð hans voru ekki í lagi. Yfirmaðurinn úr lögreglunni, sem stjórnaði ör- yggisvörslu á vellinum, var reynslulaus. Hann opn- aði hliðin að vellinum og lét hleypa mannfjöldanum inn í hólfin á vellinum sem voru girt af með málm- grindum. Við það skapaðist troðningurinn, sem varð til þess að fólkið lét lífið. Eftir harmleikinn lét lögreglan taka blóðsýni úr hinum látnu og þegar áfengi mældist í blóðinu var sakaskrá hlutaðeigandi skoðuð. Í skýrslunni segir að þetta hafi bæði verið ástæðulaust og óviðeigandi. Áður hafði komið fram að lögregla hefði reynt að skella skuldinni á áhangendurna. Í skýrslunni er allur vafi tekinn af um það að lögreglan beri ábyrgð, ekki áhangendurnir. Til að bæta gráu ofan á svart reyndi lögreglan með markvissum hætti að fegra sinn hlut. Fjórum dögum eftir slysið héldu yfir- menn lögreglunnar fund á veitingastað í Sheffield til að undirbúa „vörn“ og „skothelda sögu“. Skýrslum lögregluþjóna var breytt í 164 tilvikum og í 116 þeirra gagngert til þess að fjarlægja eða breyta athugasemdum, sem voru lögreglunni í Suður- Jórvíkurskíri í óhag. Fjölmiðlar fengu villandi upp- lýsingar. Aðstandendur fórnarlamba fögnuðu skýrslunni á miðvikudag. Loks væri sannleikurinn kominn í ljós, nú væri að fullnægja réttlætinu. Lögregla stumrar yfir þjáðum Liverpool-áhanganda á Hillsborough- vellinum 15. apríl 1989. 96 létu lífið í troðningi á vellinum þann dag. AFP Sannleikurinn - 23 árum síðar Lögreglan laug upp á fórnar- lömbin í Hillsborough Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Hillsborough-nefndin kynnir niðurstöður sínar í dómkirkjunni í Liverpool á miðvikudag. AFP David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, bað á mið- vikudag fjölskyldur fórn- arlambanna 96 á Hillsborough-vellinum fyrir 23 árum afsökunar. Hann sagði í ræðu á þingi að þær hefðu mátt þola tvöfalt óréttlæti, fyrst þegar öryggisgæsla brást á vellinum, síðan þegar reynt var að skella skuldinni á fórnarlömbin. David Cameron Tvöfalt óréttlæti RISAlagersala á Fiskislóð 39 Næg bílastæði og kaffi á könnunni Fis kis lóð Gra nda gar ður Ána nau st Mýrargata Fiskislóð Fiskislóð HÉR Allir sem ka upa fyrir 6.000 kr. eða meira fá bó kagjöf. Þeir sem ka upa fyrir 12.000 kr. eða meira fá tvær veg legar bækur að g jöf. Opið alla helgina kl. 10–19 Allt að 90% afsláttur Risalagersala Forlagsins · Fiskislóð 39 · 101 Reykjavík Yfir 2500 titlar frá öll um helstu útge fendum landsins!

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.