SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 35
16. september 2012 35 alveg eins við því að það yrði ráðist á okkur. Sjóræningjarnir voru með aðgang að öllum tækjunum í Quest og gátu því séð hvar allar hinar skúturnar, þar á meðal okkar, voru staðsettar. Við áttum eftir að vera fjóra daga og fjórar nætur á sjó á svipuðu svæði. Nokkrar skúturnar voru meira að segja með börn innan- borðs. Við gátum ekki slökkt á ljósunum á skútunum því þá sáum við ekki hvort annað, það var svo dimmt. Við settum handklæði yfir þau þannig að við rétt sæjum hvort annað og slökktum á öllum radar-búnaði ef einhver skyldi koma. Við létum bara eins lítið á okkur bera og hægt var,“ segir hún. Klúður hjá bandaríska sjóhernum „Einu sinni tók einhver eftir því á radar- skjánum að eitthvað nálgaðist skúturnar óðfluga, allir urðu mjög skelfdir. Steve fór út og ætlaði að athuga hvað væri á seyði en þá kom í ljós að þetta var bara lítill vatnshvirfilbylur. Eina nóttina kom skip til okkar og við kölluðum til þeirra og spurðum hvort þeir hefðu orðið varir við sjóræningja. Um leið og þeir heyrðu orðið sjóræningi settu þeir á fullt tog sigldu hratt í burtu. Það var einhver mis- skilningur þar á ferð,“ segir Katrín og brosir tómlega. „Eigendur Quest voru hjón sem voru samferða okkur frá Phuket í Taílandi. Með þeim var sextug kona og maður sem var aðeins eldri, Phyllis og Bob, sem voru búin að vera í samfloti með okkur allan tíman á hinum og þessum skútum. Þau voru öll tekin af lífi í björgunaraðgerð sem fór úrskeiðis. Venjulega er það þannig að sjóræningjarnir ræna skipum en sá sem semur um lausnargjaldið er yf- irleitt í Sómalíu. Bandaríski sjóherinn var á svæðinu og fékk tvo úr sjóræn- ingjaskipinu til að koma yfir í herskipið til að semja. Þau sögðu við sjóræningjana að þeir mættu eiga skútuna en þeir skyldu skila fólkinu til baka. Þetta vildu sjóræningjarnir ekki og vildu lítið semja, þá var þeim stungið í fangelsi í herskip- inu. Sjóræningjarnir sem eftir urðu í sjó- ræningjaskipinu voru hinsvegar búnir að segja að ef þeir sem fóru yfir í herskipið til að semja kæmu ekki aftur þá yrðu gísl- arnir skotnir. Það næsta sem fólkið á herskipinu heyrði voru skothvellir. Þetta var algjört klúður, þeir kunnu ekkert að eiga við sjóræningja,“ segir Katrín. Hlustuðu á sjórán í beinni „Við komumst loks til Salala. Steve var með talstöð í gangi á meðan hann var að laga skútuna og þá kom neyðarkall frá flutningaskipi sem var verið að ræna. Skipið var bara þarna rétt fyrir utan og hann gat hlustað á þetta allt saman í beinni, vitandi það að við þyrftum að fara á sömu slóðir innan fárra daga. Við héld- um fund um það hvort við ættum að halda áfram eða ekki og sextán skútur ákváðu að hætta för en fjórar ætluðu að láta á þetta reyna. Við fórum síðan í minningarathöfn um fólkið á Quest en þá kom maður frá landhelgisgæslunni og sagði okkur að við mættum ekki halda áfram því ástandið væri svo slæmt. Hann sagði okkur að það væri nýbúið að ræna danskri fjölskyldu sem hafði verið á skútu þarna rétt hjá, það var á þeim tíma mikið leyndarmál. Danska fólkið hafði ekki verið í samfloti með okkur en við hittum þau í Srí Lanka og við versluðum saman,“ segir Katrín. Gátu keypt sér AK-47 hríðskotabyssu „Við ákváðum að senda skúturnar með skipi upp Rauðahafið og til Tyrklands. Það tók þrjá mánuði að finna skip til að flytja skúturnar og við vorum bara á meðan við akkeri í Salala, þar var steikj- andi hiti. Fólk var farið að breyta svolítið um karakter, það var svo stressað og í svo mikilli óvissu. Við skiptumst á að passa skúturnar fyrir hvort annað á meðan einhverjir flugu heim og komu svo aft- ur,“ segir Katrín um þetta millibilsástand í ferðalagi þeirra. „Við hittum þarna menn sem voru að vinna á flutningaskipum. Þeir sögðu okkur að þeir væru alltaf með riffla og byssur um borð í skipunum sínum og hleyptu úr þeim á sjóræningjana áður en þeir kæmust um borð. Við hefðum getað keypt okkur AK-47 hríðskotabyssur á byssumarkaði sem var þarna alltaf á fimmtudagsmorgnum en gerðum það aldrei,“ segir Katrín. „Loks komust skúturnar í skip og við sóttum þær til Tyrklands. Sum þeirra sem voru með okkur hafa ekki enn sótt skúturnar sínar, fengu bara nóg. Við stoppuðum á eyjum fyrir utan Ítalíu á leiðinni í gegnum Miðjarðarhafið, þær voru yndislegar. Við hittum síðan pabba sem á íbúð þarna rétt hjá. Hann er 85 ára en klifraði eins og ekkert væri upp í skút- una,“ segir hún. Sagan er ekki öll „Þegar við vorum undan ströndum Portúgals, á leiðinni til Englands, kom skip í áttina til okkar án þess að hafa sagt neitt í útvarpinu. Ég varð auðvitað skít- hrædd eftir allt þetta sjóræningjamál þannig að ég sigldi bara mjög hratt í burtu. Ég veit að það eru engir sjóræn- ingjar í Portúgal en þetta var bara orðið innbyggt. Það kom síðan í ljós að þetta var varðbátur sem var að leggja ein- hverjar línur og var að biðja okkur um að fara ekki þessa leið. Hann hefur örugg- lega haldið að ég væri algjör asni,“ segir Katrín og hlær. „Við fórum fyrst frá Englandi í maí árið 2007 og komum aftur 9. september árið 2011. Allt líf manns er búið að snúast í kringum þetta síðustu ár. Það er samt ekki komið að lokum, við ætlum að kaupa aðra skútu. Við eigum tvö hús núna en ætlum að selja þau og kaupa annað. Við erum að vega og meta það hversu stórt húsið á að vera, því stærra sem það er því minni er skútan og öfugt. Eftir svona fimm ár fáum við okkur kannski stærri skútu og förum í Kyrra- hafið aftur, það var svo fallegt. Þá mun- um við samt alltaf hafa hana í Karíbahaf- inu þannig það verður aldrei vetur hjá okkur. Við verðum í Englandi á sumrin og í Karíbahafinu á veturna auk þess sem ég verð með annan fótinn á Íslandi. Ég á mér ekki drauma, ég hef plön,“ segir Katrín ánægð á svip. Innfædd börn á Tanna í Vanuatu-eyjaklasanum bregða á leik. Í þessari holu á Maqrquesas-eyjum voru stríðsfangar geymdir áður en þeir voru étnir. Þessa mynd tóku þau hjón á Tahítí. Greinilega má sjá hvar kóralrifið endar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.