SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Blaðsíða 2
2 16. september 2012 Við mælum með Alþjóðleg barna- bókmenntahátíð verð- ur haldin 15.-17. sept- ember í Norræna húsinu í tengslum við Reykjavík bókmennta- borg Unesco. Þar verð- ur sjónum beint að mat og matarmenningu í barnabókmenntum. Dagskráin saman- stendur af upplestrum, smiðjum, sýningum og spjalli, auk fræðilegrar dagskrár fyrir full- orðna. Þemasýning stendur nú yfir í Norræna húsinu á myndlýs- ingum úr íslenskum bókmenntum. Matur út í mýri 4-8 Vikuspeglar Skattar og gjöld hækka, bólusetning getur fækkað tilfellum legháls- krabbameins og lygar lögreglunnar um hörmungarnar á Hillsborough. 14 Stærsti marbletturinn á þjóðinni Baltasar Kormákur ræði Djúpið sem frumsýnd verður í vikunni, stórmyndina 2 Guns, væntanleg verkefni og líf á ferð og flugi. 20 Eykur öryggi og magnar ljós í myrkri Nætursjónaukar Landhelgisgæslunnar skiptu sköpum við lífsbjörg á eyri í Jökulsá í Lóni. Árni Sæberg fylgdist með slíku flugi. 24 Mynda mannlíf hér á landi – hver á sinn hátt Fjölbreytileiki er allsráðandi í nálgun nemenda á al- þjóðlegu ljósmynda- og kvikmyndanámskeiði hér á landi. 28 Saga sem má ekki gleymast Magnea Henný Pétursdóttir hefur safnað saman skjölum og bréfum sem tengjast fjölskylduharmleik í seinni heims- styrjöldinni. 32 „Ég á mér ekki drauma, ég hef plön“ Katrín Ísleifsdóttir Everett sigldi umhverfis jörðina á skútu með eiginmanni sínum og ekki alltaf lygnan sjó. 36 Undraveröld hins nýja eldhúss Ferran Adria gerði El Bulli í litlu þorpi á Spáni að besta veitingastað heims með byltingarkenndum aðferðum, sem hann kallar hið nýja eldhús. Lesbókin 42 Wittgenstein hugsar á Íslandi Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein kom til Íslands í sept- ember 1912 og ferðaðist um landið. 18 Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson 13 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kjartan Þorlbjörnsson af Baltasar Kormáki. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Árni Matthíasson, arnim@mbl.is, Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Krist- insdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir og Skapti Hallgrímsson Augnablikið Það færist í vöxt að skóla-hópar komi til landsinsvíðsvegar að úr heim-inum í ferðir til að kynnast íslenskri náttúru og menningu. Og nú þegar skólarnir eru að hefjast má búast við að vertíðin byrji. Þannig var um krakka sem komu frá Cornwall, syðsta odda Bretlands, í vor, en þeir leggja stund á jarðfræðinám. „Þetta var hálfgerð skemmti- ferð,“ segir Anna Kristín Ás- björnsdóttir sem var leið- sögumaður í ferðinni á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Þau komu auðvitað til að kynna sér jarðfræði Íslands, en ekkert síður í skemmtiferð. Og það sem þau elskuðu mest var að vera í sundi.“ Hún segir að veðrið hafi verið frekar leiðinlegt, en krakkarnir hafi kunnað betur að meta heita vatnið fyrir vikið og hvernig er að baða sig í því. „Og svo fannst þeim æðislegt að koma í Hellis- heiðarvirkjun og í Raufarhólshelli í Leitahrauni. Það var ótrúleg upplifun og stórkostleg ískerti í botn- inum. Hellirinn var erfiður yfirferðar, en allir voru með brodda á skónum, hjálma og ljós. Svo slökktum við ljósin og vorum með 30 sekúndna þögn og það fannst þeim áhrifamikil stund.“ Þá er bara spurning hvort gert sé nógu mikið af því að fara með íslenska skólakrakka í ferðir um land- ið. Fá þau ekki örugglega að kynnast íslenskri náttúru og menningu? pebl@mbl.is Skólaferðir um Ísland Horft yfir Kerið. Hópurinn í Reynisfjöru. Við heita lækinn í Reykjadal. Ljósmyndir/Anna Kristín Ásbjörnsdóttir Í skóginum stóð kofi einn Sýning á aðal- safni Borgar- bókasafns, Tryggvagötu 15, á myndum úr þýsku barnabókinni Í skóginum stóð kofi einn, eftir Jutta Bauer. Höfundurinn leiðir gesti í gegn- um sýninguna með dansi og söng. Bókin byggist á vísunni um héraskinnið og veiðimann. Útgáfutónleikar Ásgeirs Trausta á Græna hatt- inum á Ak- ureyri, föstu- daginn 14. september klukkan 22. Hann mun leika lög af fyrstu plötu sinni, Dýrð í dauðþögn, sem inniheldur meðal annars smellina Sumargestur og Leyndarmál. F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Stein unn Á sa, Með o kkar augu m 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið mitt

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.